Nýtt verkefni á vegum Reykjavíkurborgar sem ber heitið Tölum saman gengur út á að hringt er í allt fólk 85 ára og eldri sem býr einsamalt og hefur fengið þjónustu frá borginni. Rætt verður við fólkið um líðan þeirra og aðstæður og því boðið að eignast „símaspjallvin" sem heldur því félagsskap næstu vikurnar. Ætlunin er að veita eldra fólki stuðning og draga úr félagslegri einangrun eldri borgara þegar samskipti og nánd eru skert vegna Covid-19.