Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Facebook-síða Lögreglunnar á Norðurlandi eystra hökkuð

31.03.2020 - 12:01
Mynd með færslu
 Mynd: Jón Þór Kristjánsson - RÚV
Svo virðist sem tölvuþrjótur hafi brotið sér leið inn í Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á tólfa tímanum í dag. Heiti síðunnar var þá breytt úr Lögreglan á Norðurlandi eystra í Viral Axe. Ekki er að sjá að frekari breytingar hafi verið gerðar.

Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, sagði í samtali við fréttastofu skömmu eftir að þetta gerðist að ekki væri ljóst nákvæmlega hvað hefði gerst. Svo virtist þó sem einhver hefði hakkað síðuna. Hún sagði að tölvumenn embættisins væru að kanna hvað hefði gerst og vinna í að lagfæra síðuna.

Mynd með færslu
 Mynd: Facebook
Síðan eins og hún varð klukkan 11:45 í dag.
Mynd með færslu
 Mynd: Facebook
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV