Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Óttast að COVID-19 hafi kraumað lengi í samfélaginu

12.02.2020 - 00:01
epa08401784 (FILE) - New Zealand Prime Minister Jacinda Ardern attends a press conference with Australian Prime Minister Scott Morrison (not pictured) at Admiralty House in Sydney, Australia, 28 February 2020 (reissued 05 May 2020). According to media reports, Australia and New Zealand discussed on 05 May about introducing a trans-Tasman bubble to allow travel between the two countries. The plan was set in motion after Ardern reportedly stressed out that the New Zealand border will be closed for a long time, amid the ongoing coronavirus pandemic.  EPA-EFE/BIANCA DE MARCHI  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA images - EPA
Nýsjálendingar óttast að kórónuveirusýking hafi kraumað í samfélaginu í margar vikur. Guardian hefur eftir ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðuneytisins í Nýja-Sjálandi að smit hafi nú greinst í næststærsta skóla landsins þar sem 3.000 nemendur stunda nám.

Yfirvöld brugðust hratt við í gær þegar fjögur smit greindust í Nýja-Sjálandi í fyrsta skipti í 102 daga. Nú er talið að smitin séu níu. Tilkynnt var um harðar aðgerðir í þrjá daga í Auckland, stærstu borg landsins, og sóttvarnaryfirvöld beita einangrun, sóttkví og smitrakningu. Sérfræðingar segja tímaspursmál hvenær takist að rekja nýju smitin og raðgreining þeirra er langt komin. 

Einn þeirra smituðu starfaði í vörugeymslu í Auckland og á tímabili var talið að veiran hefði komist til landsins með varningi. Það er nú talið mjög ólíklegt.

Ríkisstjórn Nýja-Sjálands ákveður á fundi á föstudag hvort aðgerðir í Auckland verði hertar. Fjármálaráðherra landsins hefur nú þegar gefið það út að til greina komi að veita fjárhagsstuðning til þeirra sem aðgerðirnar hafa áhrif á. Þá er til umræðu að fresta þingkosningum sem eiga að fara fram þann 19. september.

Lögreglan í Auckland segir íbúum ganga vel að framfylgja reglum, þó einhverjir hafi reynt að rjúka af stað í ferðalög. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV