Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

200 þúsund smit greind í Evrópu

24.03.2020 - 12:59
epa08317751 Doctors and nurses at work in the intensive care department of Casal Palocco Hospital 'Covid 3', Rome, Italy, 24 March 2020. Countries around the world are taking increased measures to stem the widespread of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the Covid-19 disease.  EPA-EFE/MASSIMO PERCOSSI
 Mynd: EPA-EFE - ANSA
Rétt rúmlega tvö hundruð þúsund kórónuveirusmit hafa verið greind í Evrópu samkvæmt nýjustu samantekt AFP fréttastofunnar. Langflest eru þau á Ítalíu, 63,927, og 39,673 á Spáni. Alls hafa 10.732 látist í Evrópu af völdum COVID-19 sjúkdómsins.

Veiran er mun útbreiddari í Evrópu en öðrum heimsálfum. Í Asíu hafa til að mynda tæplega 98 þúsund smitast og 3.750 dáið. Kórónuveiran skæða uppgötvaðist fyrst í Hubei héraði í Kína í lok síðasta árs.

Tekið er fram í frétt AFP fréttastofunnar að þær opinberu tölur sem þarna er vitnað til sýni ekki heildarmyndina af útbreiðslu kórónuveirunnar. Í sumum Evrópulöndum sé ekki skimað fyrir henni fyrr en fólk leggst inn á sjúkrahús.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV