130 tilvik til rannsóknar vegna Procar-svindlsins

21.01.2020 - 12:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Héraðssaksóknari hefur rúmlega 130 tilvik til rannsóknar þar sem rökstuddur grunur er um að kílómetrastaða bifreiða sem bílaleigan Procar seldi hafi verið færð niður. Samkvæmt svörum frá embætti héraðssaksóknara miðar rannsókninni ágætlega.

Saksóknari ætlar að hafa samband við alla brotaþola. Engar kærur hafa borist frá því í vor, en þá voru þær í kringum 20.

Þegar málið komst í hámæli, eftir umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks síðasta vetur, áframsendi Samgöngustofa gögn málsins til lögreglu þar sem stofnunin taldi að grunur lék á að mælafiktið varðaði hegningarlög. Vegna umfangs málsins tók héraðssaksóknari málið yfir.

 

holmfridurdf's picture
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir
Fréttastofa RÚV
birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi