Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

13 vilja stýra menntamálaráðuneytinu

11.07.2019 - 10:35
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Þrettán umsóknir bárust um stöðu ráðuneytisstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytis. Umsóknarfresturinn rann út síðasta mánudag. Fimm konur og átta karlar sóttu um stöðuna, sem áætlað er að skipað verði í frá 1. desember.

Umsækjendurnir eru eftirfarandi: 

Friðrik Jónsson, deildarstjóri
Guðmundur Sigurðsson, prófessor
Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri
Helgi Grímsson, sviðsstjóri
Hlynur Sigursveinsson, hagfræðingur
Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri
Jón Vilberg Guðjónsson, skrifstofustjóri
Karitas H. Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri 
Magnús Einarsson, framhaldsskólakennari
Margrét Björk Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri og stjórnunarráðgjafi
Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður
Páll Magnússon, bæjarritari
Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri.

 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir