1,3 milljörðum Indverja skipað að vera heima

24.03.2020 - 16:35
epa08318752 Members of the family listen to Indian Prime Minister Narendra Modi's address to the nation on TV, about the current situation in wake of Coronavirus Covid19 alert, in Bangalore, India, 24 March 2020. Indian PM Modi has declared a nationwide 21-day lockdown across India, starting midnight 24 March 2020 to control the spread of Coronavirus Covid19. Reports state that the total number of coronavirus infections in India has risen to 510.  EPA-EFE/JAGADEESH NV
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynndi í dag harðar aðgerðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Hann bað landsmenn að gleyma því að fara út næstu þrjár vikurnar, eins og hann komst að orði. Það eitt að reka út fótinn skapaði almannahættu.

Forsætisráðherrann sagði að fólk virtist ekki skilja hversu alvarleg útbreiðsla kórónuveirunnar væri. Það hefði sýnt af sér óábyrga hegðun síðustu daga og því yrði að grípa til harðra aðgerða.

Modi ávarpaði þjóðina klukkan átta að kvöldi að staðartíma. Hann sagði að skerðing ferðafrelsisins gengi í gildi á miðnætti, fjórum klukkustundum síðar. Rúmlega einn komma þrír milljarðar búa á Indlandi.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi