Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

10 mínútur í loftárásir þegar Trump hætti við

21.06.2019 - 13:30
Mynd með færslu
 Mynd:
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter að hann hafi hætt við loftárásir gegn þremur skotmörkum í Íran 10 mínútum áður en þær áttu að hefjast. Ekkert hafi legið á en herinn hafi verið reiðubúinn til árása.

Í tísti sínu segir Trump að sér hafi þótt loftárásirnar of hörð viðbrögð við því þegar Íranar skutu niður bandarískan njósnadróna í Hormússundi í fyrrakvöld.

Hann segir herforingja sína hafa sagt að um 150 Íranar myndu falla í loftárásunum.