Erlent

Systir Kim Jong-un segir annan leiðtogafund ólíklegan
Kim Yo-jong, systir Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu, segir ólíklegt að bróðir sinn muni sitja annan leiðtogafund með Donald Trump Bandaríkjaforseta.
09.07.2020 - 23:47
Notre-Dame skal endurbyggð í fyrri mynd
Notre-Dame kirkjan í París verður endurbyggð nákvæmlega í þeirri mynd sem hún var fyrir brunann. Þetta segir í tilkynningu frá frönsku minjaverndinni CNPA, sem fer með endurbygginguna.
09.07.2020 - 23:10
Belgískt bóluefni ver hamstra gegn kórónuveiru
Bóluefni sem belgískir vísindamenn hafa prófað á hömstrum virðist ná að verja dýrin fyrir kórónuveiru. Vísindamenn við Leuven háskólann í Belgíu horfa nú til þess að geta gert prófanir á mönnum vegna COVID-19.
09.07.2020 - 22:31
Lík gefin til rannsókna étin af rottum
Yfirvöld í Frakklandi rannsaka nú fullyrðingar um að líkamar sem fólk hefur ánafnað til vísindarannsókna séu skilin eftir og látinn rotna eða séu étnir af rottum.
09.07.2020 - 21:33
Myndskeið
Hálft ár frá því að varað var fyrst við kórónuveirunni
Yfir tólf milljónir manna hafa nú greinst með kórónuveirusmit á heimsvísu, þegar hálft ár er frá því að stjórnvöld í Kína og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vöruðu fyrst við lungnasjúkdómi sem greinst hafði í Wuhan-héraði.
09.07.2020 - 19:38
Þúsundir að missa vinnuna í Bretlandi
Á sjötta þúsund störf verða lögð niður hjá verslanakeðjunni John Lewis og lyfjabúðakeðjunni Boots í Bretlandi. Fyrirtækin þurfa að grípa til harðra aðgerða vegna samdráttar.
09.07.2020 - 17:27
Borgarstjórinn í Seoul fannst látinn
Park Won-soon, borgarstjóri í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, fannst látinn nokkrum klukkustundum eftir að dóttir hans tilkynnti lögreglu um hvarf hans. Að sögn þarlendra fjölmiðla hafði hann verið sakaður um kynferðislega áreitni. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort rekja megi dauða hans til þess. Lögregla notaði dróna og leitarhunda við leit að borgarstjóranum. Hún beindist aðallega að þeim stað í Seoul sem merki frá farsíma hans voru síðast numin.
09.07.2020 - 16:31
Öryggisþjónar passa upp á hópamyndun í Kaupmannahöfn
Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa nú ráðið hóp starfsmanna sem fá það hlutverk að fylgjast með hversu margir koma saman og minna fólk í leiðinni á hvernig hegðun er heppilegust til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar.
09.07.2020 - 15:55
Trump ber að afhenda gögn um fjármál sín
Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að Donald Trump forseta beri að afhenda saksóknurum í New York skattaskýrslur og önnur gögn sem lúta að fjármálum hans. Forsetinn segist vera fórnarlamb pólitískra nornaveiða.
Hálft ár af kórónuveiru
Hálft ár er frá því að stjórnvöld í Kína og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vöruðu fyrst við þá óþekktum lungnasjúkdómi sem greinst hafði í Wuhan-héraði. Síðan þá hafa að meðaltali 3000 manns dáið á degi hverjum í farsóttinni.
09.07.2020 - 14:23
Átta John Lewis-verslunum lokað endanlega
Stjórnendur John Lewis verslanakeðjunnar í Bretlandi hafa ákveðið að opna ekki aftur átta verslanir sem var lokað vegna COVID-19 farsóttarinnar. Við það fækkar um þrettán hundruð störf hjá fyrirtækinu.
09.07.2020 - 13:38
Fréttaskýring
Börn Brittu Nielsen dæmd í fangelsi
Börn hinnar dönsku Brittu Nielsen voru í morgun dæmd í eins og hálfs til þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hylma yfir fjárdrátt móður sinnar. Þyngsta dóminn fékk yngsta dóttir Nielsen, sem talin er hafa fengið hæstu fjárhæðirnar frá móður sinni. Börnin hafa öll áfrýjað dómnum.
09.07.2020 - 12:37
Borgarstjóri Seoul er horfinn
Lögregla í Suður-Kóreu hefur hafið leit að Park Won-soon, borgarstjóra í Seoul eftir að dóttir hans tilkynnti að hann væri horfinn. Starfsfólk á skrifstofu hans tilkynnti sömuleiðis að hann hefði ekki komið til vinnu.
09.07.2020 - 11:33
Yfir tólf milljónir hafa greinst með smit
Yfir tólf milljónir manna hafa nú greinst með kórónuveirusmit á heimsvísu, en nærri 550 þúsund manns hafa látist úr COVID-19.
09.07.2020 - 09:39
Kínverjar fordæma ákvörðun Ástrala
Stjórnvöld í Kína fordæma ákvörðun áströlsku stjórnarinnar um að framlengja vegabréfsáritanir fólks frá Hong Kong sem dvelur í Ástralíu og einhliða riftun á framsalssamningi við Hong Kong. 
09.07.2020 - 08:41
Erlent · Asía · Eyjaálfa · Ástralía · Kína
Rio Tinto undirbýr lokun á Nýja Sjálandi
Álframleiðandinn Rio Tinto undirbýr nú lokun á álveri sínu á Suðurey á Nýja Sjálandi. Félagið á jafnframt álverið í Straumsvík. Í yfirlýsingu Rio Tinto segir að lokunin sé vegna þess að raforkukostnaður sé of hár og markaðsaðstæður erfiðar.  
09.07.2020 - 08:19
Áfram úrhelli í Japan
Japanskar björgunarsveitir keppast nú við að ná til fólks sem einangrast hefur vegna flóða og skriðufalla af völdum mikillar úrkomu undanfarna daga.
09.07.2020 - 08:03
Erlent · Asía · Japan
Erlend afskipti í Líbíu hafa „náð áður óþekktum hæðum“
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, greindi Öryggisráði samtakanna frá því í gærkvöld að borgarastríðið í Líbíu væri komið á annað og enn alvarlegra stig en áður, þar sem „erlend afskipti hafa náð áður óþekktum hæðum." Borgarastyrjöld hefur geisað - með mislöngum hléum - allar götur síðan Muammar Gaddafi var steypt af stóli með aðstoð herja Atlantshafsbandalagsins árið 2011.
09.07.2020 - 05:52
Ástralir framlengja dvalarleyfi allra Hong Kong-búa
Áströlsk stjórnvöld framlengdu í dag vegabréfsáritanir þeirra um það bil 10.000 Hong Kong-búa sem eru í Ástralíu og tilkynntu yfirvöldum borgríkisins einhliða riftun á gagnkvæmum samningi Hong Kong og Ástralíu um framsal grunaðra og dæmdra brotamanna. Hvort tveggja er bein afleiðing hinna nýju öryggislaga sem Pekingstjórnin innleiddi í Hong Kong í liðinni viku og skerða mjög tjáningar- og skoðanafrelsi borgarbúa.
09.07.2020 - 04:43
Erlent · Asía · Eyjaálfa · Stjórnmál · Ástralía · Hong Kong · Kína · Bretland
Þjóðverjar áhugasamir um Noregsreisur
2,2 milljónir Þjóðverja hafa hug á því að sækja Noreg heim í sumar, ef marka má könnun sem gerð var fyrir Innovasjon Norge, nýsköpunarmiðstöð frænda okkar Norðmanna. Þetta kemur fram í norska blaðinu Dagens Næringsliv. Þar kemur einnig fram, að samkvæmt þessu skjóti Noregur bæði Danmörku og Hollandi ref fyrir rass í ferðaplönum Þjóðverja, en mögulegir áfangastaðir ferðaþystra Evrópubúa eru sem kunnugt er öllu færri þetta sumarið en venja er til, sökum kórónuverufaraldursins.
09.07.2020 - 04:06
Vígamenn íslamista felldu 23 nígeríska hermenn
23 nígerískir hermenn féllu þegar vígasveitir öfgaíslamista gerðu sveit þeirra fyrirsát í Borno-héraði í Norðuausturhluta Nígeríu í dag. Þetta er haft eftir heimildarmönnum innan Nígeríuhers. Auk þeirra sem féllu er nokkurra hermanna saknað eftir árás vígamannanna, en ekki hefur verið upplýst hversu margir eru horfnir.
09.07.2020 - 03:44
Sýrland
Tillaga Rússa um að takmarka neyðaraðstoð felld
Tillaga Rússa um að draga úr utanaðkomandi mannúðaraðstoð við stríðshrjáða Sýrlendinga var felld í Öryggisráðinu í gærkvöld með atkvæðum sjö ríkja gegn fjórum. Fulltrúar fjögurra ríkja sátu hjá. Á þriðjudag beittu Rússar og Kínverjar neitunarvaldi til að koma í veg fyrir framlengingu samkomulags um mannúðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna við nauðstadda Sýrlendinga, í gegnum tvær landamærastöðvar á mörkum Tyrklands og Sýrlands.
Réðust á bílstjóra sem bað farþega að nota grímur
Tveir menn sem réðust á strætóbílstjóra sem neitaði hópi fólks sem ekki var með andlitsgrímur um inngöngu í vagninn hafa nú verið ákærðir fyrir morð.
08.07.2020 - 23:45
Undirbúa að senda 45% starfsmanna í launalaust leyfi
Bandaríska flugfélagið United Airlines greindi í dag frá því að í það sé í undirbúningi að senda 36.000 starfsmenn í tímaundið launalaust leyfi vegna þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hefur á flugiðnaðinn. 
Myndskeið
Svíar í vandræðum á sjó: „Margir sigla í hringi“
Svíar hafa ítrekað komið sér í vandræði á ferðalögum innanlands í sumar. Margir hafa fest kaup á bátum og halda til sjós óvanir, jafnvel án akkeris og björgunarvesta.
08.07.2020 - 22:15