Erlent

19. júní gerður að frídegi í Bandaríkjunum
Bandaríkjaforseti, Joe Biden, samþykkti í gær að gera 19. júní að opinberum frídegi í Bandaríkjunum. Dagsetningin, sem er kölluð Juneteenth, er ekki úr lausu lofti gripin því 19. júní árið 1865 voru þrælar í Galveston í Texas loksins frelsaðir.
Um eitt prósent mannkyns á flótta eða í hælisleit
Fólki á flótta undan ofbeldi og ofríki fjölgaði í heiminum um þrjár milljónir á síðasta ári þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveiru. Næstum helmingur alls flóttafólks og hælisleitenda er undir 18 ára aldri. Þetta sýnir ný skýrsla Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Myndskeið
Skógarbjörn felldur í borginni Sapporo í Japan
Veiðimenn felldu fyrr í dag skógarbjörn sem réðist á og slasaði fernt í borginni Sapporo á Hokkaídó-eyju í norðurhluta Japans. Björninn hafði yfirgefið heimkynni sín og fór mikinn víða um borgina.
18.06.2021 - 05:32
Grímuskylda í Sydney vegna útbreiðslu Delta-afbrigðis
Íbúar í Sydney í Ástralíu þurfa frá og með deginum í dag að bera grímur í strætisvögnum eða öðrum almenningsfarartækjum. Heilbrigðisyfirvöld tóku þá ákvörðun eftir að fjórða tilfellið af hinu mjög svo smitandi Delta-afbrigði kórónuveirunnar greindist í borginni.
„Við verðum að pressa áfram“
Dagblaðið Apple Daily kom út í Hong Kong í morgun að staðartíma sólarhring eftir að öryggislögregla gerði áhlaup á ritstjórnarskrifstofur þess. Upplagið er margfalt það sem venjan er en blaðið er víða uppselt.
18.06.2021 - 03:36
Líklegast að íhaldsamur klerkur verði forseti Írans
Búist er við að kjörsókn í forsetakosningum í Íran í dag föstudag, verði mjög lítil. Kjörstaðir verða opnaðir klukkan sjö að staðartíma og verða opnir til miðnættis og jafnvel tveimur klukkustundum lengur sumstaðar. Líklegast er talið að Íranir velji sér íhaldsaman klerk sem forseta.
18.06.2021 - 02:30
Kim býr sig undir ágreining við Bandaríkin
Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu segir nauðsyn að vera viðbúinn jafnt fyrir ágreining sem viðræður við Bandaríkin og Joe Biden forseta.
18.06.2021 - 01:47
Fyrrverandi forseti Fílabeinsstrandarinnar snýr heim
Laurent Gbagbo, fyrrverandi forseti Fílabeinsstrandarinnar, sneri aftur heim í gær eftir nærri áratugslanga fjarveru. Honum var ákaft fagnað en segist ætla að bíða með að gefa út pólítískar yfirlýsingar.
Einn fallinn og tólf særð eftir skotárásir í Arizona
Einn liggur í valnum og á annan tug særðust í skotárásum víða í nágrenni Phoenix-borgar í Arizona í gær. AFP fréttaveitan greinir frá því að lögregla hafi mann í haldi sem grunaður er um að hafa ekið um og hafið skothríð á minnst átta stöðum með framangreindum afleiðingum.
18.06.2021 - 00:43
Handtaka í tengslum við morð á 12 ára stúlku í Botkyrka
Lögregla í Svíþjóð hefur mann í haldi sem talinn er eiga aðild að því að tólf ára stúlka var skotin til bana í bænum Botkyrka nærri Stokkhólmi í ágúst síðastliðnum.
17.06.2021 - 23:12
Telur að afbrigðið á Grænlandi geti verið mjög smitandi
Ekki er enn vitað hvaða afbrigði kórónuveirunnar herjar á Grænland en margt bendir til að það sé mjög smitandi, þrátt fyrir að harla fáir hafi smitast. Smitrakning heldur áfram af miklu kappi.
17.06.2021 - 22:47
Ísraelski flugherinn gerir loftárásir á Gaza
Ísraelski flugherinn gerði loftárásir á Gazasvæðið í kvöld eftir að svífandi gasblöðrur sem bera eldfimt efni voru sendar þaðan yfir landamærin að suðurhluta Ísraels. Þetta er þriðji dagurinn röð sem slíkar árásir eru gerðar.
17.06.2021 - 22:08
Obamacare „komið til að vera“
Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag kröfu Repúblikana um að fella úr gildi heilbrigðistryggingakerfi Bandaríkjanna, sem oftast er kallað Obamacare. Hópur Repúblikana, undir stjórn ríkisstjórnar Texas, freistaði þess að láta reyna á það fyrir dómstólnum hvort lögin sem liggja til grundvallar Obamacare stæðust stjórnarskrá Bandaríkjanna.
17.06.2021 - 21:30
Sjónvarpsfrétt
Segir Vinstriflokkinn feta hættulega slóð
Forsætisráðherra Svíþjóðar segir þá stjórnmálaflokka sem hyggjast styðja vantrauststillögu gegn honum leiða sænsku þjóðina á hættulega braut. Sænska þingið greiðir atkvæði um tillöguna á mánudag og búist er við að hún verði samþykkt.
17.06.2021 - 19:45
COVID-19: Lissabon lokuð með öllu
Ferðir inn og út úr Lissabon, höfuðborg Portúgals, og nágrenni borgarinnar verða bannaðar með öllu næstu daga vegna þess hversu hratt smitum hefur fjölgað á svæðinu.
17.06.2021 - 18:58
Ungabarn fannst í kassa í Ganges-fljóti á Indlandi
Um það bil mánaðargamalt barn fannst fyrr í vikunni í trékassa á floti í Ganges-fljóti á Indlandi. Barninu heilsaðist vel og var vafið í rauðar slæður. Í kassanum hafði myndum af Hindú-guðum verið komið fyrir auk fæðingardags og nafns barnsins, Ganga.
17.06.2021 - 18:43
Skipið er komið á flot
Frystiskip Eimskips, Hólmfoss, sem strandaði við Álasund í Noregi í dag komst aftur á flot rétt fyrir klukkan tvö og er á leið til hafnar í Álasundi. Þetta staðfestir Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri samskipta hjá Eimskipi. Hún segir enn óljóst hvað olli strandinu en að enginn hafi slasast.
17.06.2021 - 14:05
Flutningaskip Eimskips strand í Noregi
Flutningaskip Eimskips með níu manna áhöfn er strand við Lerstad í Álasundi í Noregi. Stefnið nær minnst þrjá metra inn í fjöruna en skipið er um 88 metra langt. Lögregla og slökkvilið eru á svæðinu og dráttarbátur er á leiðinni til að freista þess að koma skipinu aftur á flot. Engan hefur sakað og ekki er að sjá neinn leka frá skipinu.
17.06.2021 - 13:36
Sænska ríkisstjórnin riðar til falls
Ríkisstjórn Stefan Löfven gæti fallið á mánudag ef sænska þingið greiðir atkvæði með vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata. Talið er að meirihluti sé fyrir tillögunni. Reynt verður að mynda ríkisstjórn en ekki er útilokað að boða þurfi til nýrra kosninga í haust.
17.06.2021 - 12:28
„Ertu vonlaus herra Hancock?“
Matt Hancock heilbrigðisráðherra Bretlands telur sig ekki vonlausan, líkt og Boris Johnsson forsætisráðherra hafði á orði um hann í samskiptum við fyrrverandi aðstoðarmann sinn.
17.06.2021 - 11:47
Sendi norska sjávarútvegsráðherranum harðort bréf
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur sent Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, harðort bréf þar sem hann segist aldrei hafa fengið viðlíka skilaboð frá yfirvöldum í neinu landi og frá norska ráðherranum. Hann telur að ný fyrirmæli norska ráðherrans kunni að brjóta í bága við EES-samninginn. „Þeir geta notað þau orð sem þeir vilja,“ segir ráðherrann um bréf íslenska forstjórans.
17.06.2021 - 11:04
Christian Eriksen gengst undir aðgerð - fær bjargráð
Danska knattspyrnusambandið tilkynnti á Twitter í morgun að knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen myndi gangast undir aðgerð. Græddur verður í hann bjargráður sem notaður er til að meðhöndla lífshættulegar hjartsláttartruflanir.
17.06.2021 - 08:24
Tveir liggja nú á sjúkrahúsi í Nuuk með COVID-19
Nú liggja tveir á sjúkrahúsinu í Nuuk á Grænlandi smitaðir af COVID-19. Einn var lagður inn í gær sem hafði verið veikur í nokkra daga en svo kom að hann þurfti á sjúkrahúsvist að halda.
17.06.2021 - 06:30
Þóttist vera læknir og gaf læknisráð á Facebook
Kona nokkur notaði skilríki læknis og þóttist þannig vera læknir og kastaði með því ryki í augu þúsunda Dana sem hafa leitað ráða í Facebook hópi sem gengur undir heitinu Spyrðu lækni um kórónuveiruna.
17.06.2021 - 05:35
Texasbúar mega bera byssur á almannafæri án byssuleyfis
Greg Abbott ríkisstjóri í Texas hefur staðfest lög sem heimila íbúum að bera skotvopn án sérstaks byssuleyfis. Andstæðingar löggjafarinnar segja hættu á ofbeldi aukast með slíkum reglum.
17.06.2021 - 04:49