Erlent

Nær 100.000 smit á dag í Englandi
Í Englandi smitast nær 100.000 manns á dag af kórónaveirunni sem veldur COVID-19. Þetta er meginniðurstaða umfangsmikillar rannsóknar á vegum Imperial College í Lundúnum, sem sýnir að sóttin breiðist nú hraðar út í Englandi en fyrr og að fjöldi smitaðra tvöfaldist þar á níu daga fresti.
29.10.2020 - 01:58
Ron Jeremy ákærður fyrir fleiri kynferðisbrot
Ron Jeremy, frægur fyrir leik í klámmyndum, var í dag ákærður fyrir sjö kynferðisbrot gegn sex konum. Konurnar sem honum er gefið að sök að hafa beitt kynferðisofbeldi eru nú orðnar 23. Verði hann sakfelldur gæti hann átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi .
28.10.2020 - 23:56
Hertar aðgerðir í Frakklandi og Þýskalandi
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynnti í dag um hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Metfjöldi smita greindist í landinu síðasta sólarhringinn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti nú fyrir nokkrum mínútum um hertar aðgerðir þar í landi, vegna mikillar útbreiðslu.
28.10.2020 - 19:21
Frakkar halda sínu striki gagnvart öfgasinnum
Stjórnvöld í Frakklandi ætla að halda sínu striki í baráttunni gegn öfgasinnuðum íslamistum, þrátt fyrir andstöðu forseta Tyrklands og leiðtoga fleiri múslimaríkja. 
28.10.2020 - 16:27
Hráolíuverð lækkar vegna veirunnar
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað nokkuð það sem af er degi. Fjárfestar eru sagðir hafa áhyggjur af því að heimfaraldurinn hafi enn frekari áhrif en orðið er á eftirspurn eftir hráolíu.
28.10.2020 - 14:14
Yfir hálf milljón veirusmita í gær
Tilkynnt var um tæplega 517 þúsund kórónuveirusmit í heiminum í gær, samkvæmt gögnum AFP fréttastofunnar. Þau hafa ekki verið fleiri á einum degi frá því að heimsfaraldurinn braust út. Hátt í átta þúsund sjúklingar létust af völdum COVID-19 samkvæmt sömu gögnum.
28.10.2020 - 13:55
Ísraelsmenn og Líbanar ræðast við öðru sinni
Önnur lota viðræðna Ísraels og Líbanons um landhelgi og efnahagslögsögu ríkjanna hófst í líbanska landamærum Naqura í morgun og er búist við að viðræðum verði framhaldið á morgun.
28.10.2020 - 11:00
Tyrkir hóta hörðu vegna skopmyndar af Erdogan
Tyrkneskir embættismenn hótuðu í morgun hörðum viðbrögðum vegna skopmyndar af Recep Tayyip Erdogan á forsíðu franska tímaritsins Charlie Hebdo. Gripið yrði bæði til lagalegra og diplómatískra aðgerða vegna málsins.
28.10.2020 - 10:31
Erlent · Asía · Evrópa · Tyrkland · Frakkland
Átök bitna á almennum borgurum
Þrátt fyrir friðarumleitanir í Afganistan hefur ekkert dregið úr bardögum í landinu sem bitna ekki síst á almennum borgurum. Yfir 2.100  almennir borgarar féllu í Afganistan fyrstu níu mánuði ársins, en ríflega 3.800 særðust.
28.10.2020 - 08:43
Yfir 70 milljónir hafa þegar kosið í Bandaríkjunum
Yfir 70 milljónir hafa þegar greitt atkvæði í bandarísku forsetakosningunum, þegar vika er til kjördags. Þetta samsvarar rúmlega helmingi allra þeirra sem kusu í kosningunum 2016.
Silverado-eldurinn kviknaði mögulega út frá rafmagni
Ógnarmikill gróðureldur sem blossaði upp í Kaliforníu í fyrradag kviknaði mögulega út frá neistum frá háspennulínu. Talsmaður orkufyrirtækisins sem ber ábyrgð á háspennulínunni greindi frá þessu í gærkvöld.
28.10.2020 - 06:28
Nær 500.000 smit í Bandaríkjunum síðustu vikuna
Nær hálf milljón manna greindist með COVID-19 í Bandaríkjunum síðustu sjö sólarhringa, samkvæmt samantekt Reuters-fréttastofunnar, og yfir 5.600 dóu úr sjúkdómnum. Smitum fjölgar mest í Miðvesturríkjunum, þar sem metfjöldi hefur greinst með COVID-19 í sumum þeirra. Um 31.000 tilfelli voru staðfest í Illinois í liðinni viku, og sóttin geisar líka heitt í Pennsylvaníu og Wisconsin; tveimur af nokkrum lykilríkjum sem þeir Donald Trump og Joe Biden takast hart á um á lokaspretti kosningabaráttunnar.
28.10.2020 - 05:35
Skoska lögreglan hefur stöðvað yfir 3.000 heimasamkvæmi
Skoska lögreglan hefur að undanförnu leyst upp hundruð samkvæma í heimahúsum í viku hverri, þar sem þau brjóta í bága við strangar sóttvarnareglur landsins. Þær kveða meðal annars á um bann við öllum heimsóknum í heimahús, með örfáum undantekningum þó. Þær undantekningar ná þó ekki til partístands og glasaglaums.
28.10.2020 - 05:20
Brotist inn á kosningavef Trumps
Tölvuþrjótar náðu að brjótast inn á vefþjón kosningstjórnar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í gær og yfirtaka framboðsvefinn um stund, aðeins viku fyrir kosningar. „Þessi vefur hefur verið yfirtekinn,“ - þannig byrjuðu skilaboð hakkaranna til þeirra sem fóru inn á vefinn donaldjtrump.com, þar sem venjulega er að finna allar upplýsingar um kosningafundi og aðrar uppákomur í kosningabaráttu Trumps, auk upplýsinga um leiðir til að styrkja framboð hans.
Fjögur drukknuðu á Ermarsundi
Fjögur drukknuðu þegar bátur með flótta- og förufólki innanborðs sökk undan strönd Norður-Frakklands í dag. Hin látnu voru karl og kona og tvö börn, fimm og átta ára gömul, öll frá Íran að því er talið er.
28.10.2020 - 01:52
Evrópa
Dauðsföllum vegna COVID-19 fjölgaði um 40% milli vikna
Dauðsföllum í Evrópu af völdum COVID-19 fjölgaði um hartnær 40 prósent milli vikna, samkvæmt gögnum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, og staðfestum smitum um þriðjung á sama tíma. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir talskonu stofnunarinnar, Dr. Margaret Harris, að yfir helmingur allra nýsmita í liðinni viku hafi greinst í fimm ríkjum; Frakklandi, Spáni, Bretlandi, Hollandi og Rússlandi.
28.10.2020 - 01:31
Handtóku Íslending á flótta grunaðan um barnaníð
Lögreglan á Spáni handtók í dag Íslending sem er sagður er hafa verið dæmdur í tólf ára fangelsi í Danmörku fyrir að hafa misnotað dóttir sína kynferðislega og beitt hana öðru líkamlegu ofbeldi. Hann er einnig sakaður um vörslu barnaníðsefnis.
27.10.2020 - 22:54
Hættulegt að gefast upp gegn veirunni
Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vísar á bug skoðun nánasta ráðgjafa Bandaríkjaforseta um að ekki tjói að berjast gegn kórónuveirufaraldrinum nema með bóluefni og öðrum ráðum læknavísindanna. Það sé hættulegt að gefast upp í baráttunni.
Andóf gegn Frakklandsforseta eykst meðal múslima
Andóf gegn Emmanuel Macron Frakklandsforseta vex stöðugt í múslimaríkjum eftir að forseti Tyrklands sakaði leiðtoga vestrænna ríkja um ofsóknir gegn múslimum. Franskar vörur eru sniðgengnar í nokkrum löndum.
27.10.2020 - 17:48
Kórónuveirusmit í höfuðstöðvum SÞ
Öllum hefðbundnum fundum sem fara áttu fram í dag í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um kórónuveirusmit hjá fimm starfsmönnum einnar aðildarþjóðarinnar. Heilsugæsluþjónusta stofnunarinnar mælti með því að starfsfólkið hittist sem minnst vegna þessa, að því er kemur fram í tilkynningu frá forseta allsherjarþingsins.
Myndskeið
Fjarlægðu fyrsta bú risa drápsgeitunga í Bandaríkjunum
Það þurfti hóp manna klædda þykkum hlífðarklæðnaði til að fjarlægja bú asískra risa drápsgeitunga innan úr tré í Washington ríki í Bandaríkjunum um helgina. Þetta er fyrsta bú slíkra geitunga í Bandaríkjunu, að sögn sérfræðinga.
27.10.2020 - 14:31
Spegillinn
Járnbrautir og valdaframsal í Noregi
Norska Stórþingið var reiðubúið að samþykkja nýjan pakka af reglugerðum frá Evrópusambandinu þegar stjórnarandstaðan náði óvænt meirihluta og sendi málið til Hæstaréttar. Nú á rétturinn að skera úr um hvort reglur ESB um rekstur járnbrauta feli í sér mikið eða lítið framsal valds. Og á meðan beðið er úrskurðar dómaranna er pakkinn í frysti. 
27.10.2020 - 09:15
Macron mótmælt í Bangladess
Tugir þúsunda manna fóru um götur Dhaka, höfuðborgar Bangladess, í morgun og hvöttu til að landsmenn sniðgengju franskar vörur. Mótmælendur ætluðu að komast að sendiráði Frakka í Dhaka, en fengu ekki að fara alla leið.
27.10.2020 - 09:12
Erlent · Asía · Evrópa · Bangladess · Frakkland
Æ fleiri börn búa við næringarskort í Jemen
Æ fleiri börn í Jemen búa við alvarlegan næringarskort. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Matvælaáætlunar samtakanna og Matvæla- og landbúnaðarstofnunarinnar FAO.
27.10.2020 - 08:59
Zeta – enn einn fellibylurinn
Fellibylurinn Zeta er kominn að Júkatanskaga í Mexíkó. Miðja lægðarinnar fór inn yfir land norður af bænum Tulun í nótt og hafa yfirvöld varað fólk við að vera á ferli utan dyra.
27.10.2020 - 07:53