Erlent

Spegillinn
Alsír í kreppu og ungt fólk flýr land
Knattspyrnulið Alsírs í Afríkumóti karla í fótbolta féll úr keppni fyrir síðustu helgi. Það komst ekki upp úr sínum riðli og leikmenn eru farnir heim. Þetta er áfall fyrir land og þjóð því Alsír er handhafi Afríkumeistartitilsins. Liðið varð Afríkumeistari árið 2019 þegar þjóðin var full af bjartsýni um betri tíð.
28.01.2022 - 07:37
Kartöflur skortir til að seðja gesti skyndibitastaða
Skyndibitakeðjan McDonalds hefur þurft að grípa til þess ráðs að skammta franskar kartöflur á fjölmörgum veitingastöðum sínum í Malasíu vegna þess að hráefni skortir. Hið sama er uppi á teningnum víða um Asíu.
Vinsældir Ardern hafa aldrei verið minni
Efasemdir um um réttmæti harðra sóttvarnaráðstafana ríkisstjórnar Nýja-Sjálands og ótti um stöðu efnahagsmála hafa dregið verulega úr vinsældum Jacindu Ardern forsætisráðherra meðal kjósenda. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar í landinu.
Brexit
Segir lausn á Norður-Írlandsvandanum í sjónmáli
Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands heitir því að gera sitt besta til að ná árangri í viðræðum við Evrópusambandið varðandi Norður-Írlandsbókunina í útgöngusamningnum. Hún kveðst vonast til að lausn sé í sjónmáli.
Bolsonaro hyggur á Rússlandsheimsókn í febrúar
Jair Bolsonaro Brasilíuforseti hyggst þiggja heimboð til Rússlands undir lok febrúar. Hann kynnti þessa fyrirætlan sína frammi fyrir stuðningsmönnum sínum í gær.
Banni á flugferðum til Marokkó aflétt í febrúar
Banni við öllum flugferðum til Norður-Afríkuríkisins Marokkó verður aflétt 7. febrúar næstkomandi. Þarlend stjórnvöld ákváðu að grípa til bannsins til að draga úr útbreiðslu omíkron-afbrigðisins í landinu.
Svíþjóð
Telja að hylli undir lok kórónuveirufaraldursins
Sænskur smitsjúkdómasérfræðingur telur að með mikilli útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar stefni í nægilega öflugt hjarðónæmi að faraldurinn gæti fljótlega orðið að baki. Fjöldi nýrra smita dag hvern gæti verið vanmetinn verulega.
Nýr gígur eftir árekstur gæti aukið þekkingu á tunglinu
Bandaríska geimferðastofnunin NASA hyggst kortleggja og rannsaka gíginn sem myndast þegar hluti eldflaugar skellur á yfirborði tunglsins snemma í mars.
28.01.2022 - 01:10
Bandaríkjaforseti ítrekar stuðning við Úkraínu
Joe Biden Bandaríkjaforseti heitir Úkraínumönnum fullum stuðningi í ágreiningi þeirra við Rússa. Þetta kom fram í símtali Bidens til Volodymyrs Zelensky Úkraínuforseta í dag. Bandaríkin hafa farið fram á fund í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á mánudag.
Biden hyggst tilnefna svarta konu
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, staðfesti í dag að hann ætli að tilnefna svarta konu í embætti hæstaréttardómara í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna. Hann sagðist vera farinn að skoða hugsanleg dómaraefni en að hann hefði ekki ákveðið hver verður fyrir valinu.
27.01.2022 - 23:01
Styður leikmenn kæri þeir hótanir eftir Frakkaleikinn
Morten Henriksen, yfirmaður hjá danska handboltasambandinu, segir að ef leikmenn danska liðsins kæri til lögreglu þær hótanir sem þeim hafa borist eftir leikinn gegn Frökkum í gær standi handboltalandsliðið við bakið á þeim. „Þetta er of mikið og langt yfir strikið,“ segir Henriksen í samtali við TV2.
27.01.2022 - 17:40
Boris Johnson hefur enn ekki verið yfirheyrður
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur enn ekki verið yfirheyrður vegna rannsóknar Lundúnalögreglunnar á ýmsum veislum í Downingstræti 10 meðan strangar samkomutakmarkanir voru í gildi vegna COVID-19 farsóttarinnar. Skýrsla siðameistara stjórnarinnar sem rannsakaði málið hefur enn ekki verið birt.
27.01.2022 - 17:28
Tugir létust í óveðri í Afríku
Hitabeltislægðin Ana hefur orðið tugum að bana og valdið miklu tjóni á eignum í löndum í sunnanverðri Afríku. Nokkur héruð hafa verið lýst hamfarasvæði.
27.01.2022 - 16:06
Notkun töflu gegn COVID-19 leyfð í Evrópu
Lyfjastofnun Evrópu, EMA, heimilaði í dag notkun Paxlovid, lyfs í töfluformi sem á að draga úr líkum þess að fólk í áhættuhópi lendi á sjúkrahúsi eða deyi af völdum COVID-19. Fyrirtækin Pfizer og BioNTech þróuðu lyfið. Notkun þess var heimiluð í Bandaríkjunum skömmu fyrir jól. Paxlovid virkar að sögn sérfræðinga því aðeins ef það er tekið innan fimm sólarhringa frá því að sjúklingur smitast af kórónuveirunni.
Geta ekki neitað Úkraínu um NATÓ-aðild
Bandaríkjastjórn hefur svarað formlega kröfum Rússa um öryggistryggingar í Evrópu, þar á meðal að Úkraína fái aldrei aðild að Atlantshafsbandalaginu. Þar kemur fram að það sé ekki Bandaríkjanna að ákveða neitt slíkt heldur allra aðildarríkjanna sameiginlega. Talsmaður rússnesku stjórnarinnar segir að verið sé að fara yfir svör Bandaríkjastjórnar.
27.01.2022 - 13:57
Neitar náinni vináttu við Maxwell
Andrés prins neitar að hafa verið náinn vinur Ghislaine Maxwell, samstarfskonu og fyrrum kærustu barnaníðingsins Jeffrey Epstein. BBC greinir frá. Lögmenn prinsins óska jafnframt eftir að mál Virginiu Giuffre gegn honum verði tekið fyrir að viðstöddum kviðdómi.
Danir skila samískum forngrip
Ríflega fjögur hundruð ára gamalli samískri trommu, sem hefur verið í fórum Þjóðminjasafns Danmerkur frá árinu 1694, verður skilað aftur til Sama í Norður-Noregi. Þetta hefur menningarmálaráðuneyti Danmerkur ákveðið að tillögu þjóðminjasafnsins.
27.01.2022 - 11:46
Erlent · Danmörk · Samar · Handrit
Skrúfa ekki frá Nord Stream 2 ef innrás hefst í Úkraínu
Ekki verður skrúfað frá Nord Stream 2 gasleiðslunni frá Rússlandi til Evrópu ef Rússar ráðast inn í Úkraínu. Ned Price, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, segir Bandaríkin ætla að vinna náið með Þjoðverjum til þess að tryggja það. Hann greindi þó ekki frá því hvort Þjóðverjar taki undir þetta.
27.01.2022 - 11:44
Samdi eldri systir Mozarts fyrir bróður sinn?
Martin Jarvis, prófessor í Ástralíu, segir vel hugsanlegt að Wolfgang Amadeus Mozart hafi ekki samið sjálfur alla fimm fiðlukonsertana sem við hann eru kenndir. Eldri systir hans, Maria Anna Mozart, geti verið höfundur einhverra þeirra. Þetta var rætt í Heimsglugganum í Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
27.01.2022 - 10:07
Lítið h stöðvaði mikla sigurgöngu í spurningaleik
Tveggja mánaða sigurgöngu bandaríska verkfræðingsins Amy Schneider í spurningaþættinum langlífa Jeopardy lauk óvænt í gær. Aðeins einu sinni áður hefur nokkur haldið jafnlengi út og hún.
Erlend stórfyrirtæki yfirgefa ástandið í Mjanmar
Ástralska olíufyrirtækið Woodside tilkynnti i morgun að það hygðist láta af allri starfsemi í Mjanmar. Það bætist þá við nokkurn fjölda erlendra fyrirtækja sem það gera. Tæpt ár er nú liðið frá valdaráni hersins í landinu.
Fyrirbæri engu öðru líkt uppgötvað í Vetrarbrautinni
Ástralskir stjarnvísindamenn iða í skinninu yfir uppgötvun háskólastúdents sem kom auga á dularfullt fyrirbrigði í Vetrarbrautinni. Stjarneðlisfræðingur segir að það sé frábrugðið öllu öðru sem vísindamenn þekkja í himingeimnum.
27.01.2022 - 04:36
Sjötta eldflaugatilraun Norður-Kóreu í þessum mánuði
Norður-Kóreumenn skutu óþekktri gerð eldflaugar á loft snemma í morgun að staðartíma að því er fram kemur í tilkynningu hermálayfirvalda í Suður-Kóreu. Þetta er í sjötta sinn á árinu sem Norður-Kóreumenn sýna hernaðarmátt sinn í verki.
Landlæknir Færeyja telur stutt í hámark smitbylgjunnar
Landlæknir Færeyja álítur að hámarki yfirstandandi bylgju kórónuveirufaraldursins verði senn náð. Nú er mánuður í að öllum takmörkunum verði aflétt þar.
Tryggja áframhaldandi vopnahlé í austurhluta Úkraínu
Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna sammæltust í dag um að virða vopnahlé Úkraínustjórnar og aðskilnaðarsinna hliðhollra Rússum. Átök brutust út í austurhluta Úkraínu árið 2014 en vopnahléssamkomulag náðist 2015.