Erlent

Stjórnvöld bregðast við fjölda konumorða í Svíþjóð
Sænsk stjórnvöld hafa stofnað krísuhóp vegna fjölda konumorða í landinu að undanförnu, en fimm konur hafa verið myrtar í Svíþjóð á innan við þremur vikum.
23.04.2021 - 09:56
Tíminn að renna út fyrir áhöfn kafbátsins
Enn hefur ekkert spurst til indónesísks kafbátsins sem hvarf undan ströndum Balí á miðvikudag. 53 eru í áhöfn bátsins og tíminn er að renna út.
23.04.2021 - 09:08
Rússar hefja brottflutning hersins frá landamærunum
Rússar byrjuðu í morgun að draga herlið sitt til baka frá landamærunum að Úkraínu, en herbrölt síðustu vikna hefur valdið aukinni spennu á milli Rússa og Vesturlanda, sem mörg hver lýstu yfir stuðningi sínum við Úkraínumenn í deilunum.
23.04.2021 - 07:46
Tugir nærfata á leið inn um lúgu forsætisráðherra
Um tvö hundruð kvennærföt eru á leið inn um póstlúguna hjá Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands. Sendingarnar eru leið verslunareigenda til þess að mótmæla lokunum.
23.04.2021 - 06:27
Þrettán dóu í eldsvoða á gjörgæsludeild
Þrettán sjúklingar dóu í eldsvoða á sjúkrahúsi í úthverfi Mumbai í Indlandi eldsnemma í morgun. AFP fréttastofan hefur eftir starfsmanni slökkviliðsins í borginni að eldurinn hafi komið upp á gjörgæsludeild sjúkrahússins.
23.04.2021 - 05:54
Dularfullt skjal sagt ógna friði á Balkanskaga
Embættismenn á Balkanskaga eru uggandi vegna skjals sem sagt er komið á borð Evrópusambandsins. Í skjalinu er mælt með því að Bosníu og Hersegóvínu verði skipt upp. 
23.04.2021 - 04:45
Hraunrennsli ógnar byggð í Gvatemala
Íbúar þorpa í nágrenni eldfjallsins Pacaya í Gvatemala velta því fyrir sér á hverjum morgni hvort hraunrennsli úr fjallinu eigi eftir að ná til þorpanna. Eldgos hófst í fjallinu í febrúar þegar sprunga myndaðist í hlíð þess.
23.04.2021 - 03:58
Söngvari Bay City Rollers látinn
Les McKeown, söngvari skosku poppsveitarinnar Bay City Rollers er látinn, 65 ára að aldri. Fjölskylda hans staðfesti þetta í gær. McKeown var í broddi fylkingar þegar vinsældir hljómsveitarinnar voru hvað mestar um miðjan áttunda áratug síðustu aldar.
23.04.2021 - 02:06
Lífstíðardómur fyrir sprengjuárás í New York
Maður sem sprengdi rörasprengju í neðanjarðarlestarstöð í New York árið 2017 var dæmdur í lífstíðarfangelsi í dag. Fréttastofa BBC greinir frá. Dómarinn Richard Sullivan sagði árásina villimannslega og ógeðfellda.
23.04.2021 - 01:11
Nær 200 saknað á Miðjarðarhafi
Tíu lík fundust á floti nærri gúmmíbáti sem eyðilagðist undan strönd Líbíu í dag. Um 130 voru um borð í bátnum að sögn mannréttindasamtakanna SOS Mediterranee, sem voru fyrst á vettvang.
23.04.2021 - 00:18
Vilja fá Samherjamenn framselda til Namibíu
Ákæruvaldið í Namibíu ætlar að reyna að fá tvo Íslendinga sem sæta ákæru í Fishrot- málinu framselda til Namibíu. Embætti ríkissaksóknara hér á landi tekur þó fyrir að slíkt sé gert, þar sem ekki eru í gildi samningar um framsal frá Íslandi til Namibíu.
22.04.2021 - 21:08
Hvetja Navalny til að hætta mótmælasvelti
Læknar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnys hafa hvatt hann til að hætta í mótmælasvelti hið fyrsta. Þeir óttast að Navalny deyi fljótlega ef hann byrjar ekki að nærast. Stjórnarandstöðuleiðtoginn hefur neitað að neyta matar í rússnesku fangelsi síðustu þrjár vikurnar.
22.04.2021 - 18:30
Hrukkumeðferð seld sem bóluefni Pfizer
Yfirvöld í Póllandi og Mexíkó hafa lagt hendur á lyfjaglös sem voru sögð innihalda bóluefni Pfizer en voru í öðru tilfellinu líklega efni til hrukkumeðferðar og í hinu tilfellinu skaðlaus blanda sem hafði verið merkt sem Pfizer. Lyfjafyrirtækið hefur rannsakað sýni úr hinum haldlögðu lyfjaglösum og staðfest að þau innihalda ekki bóluefnið.
22.04.2021 - 17:17
Lofuðu aðgerðum gegn loftslagsvá
Bandaríkin ætla að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir 2030, sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti við upphaf alþjóðlegrar ráðstefnu um loftslagsmál. Þjóðarleiðtogar víða að lögðu áherslu á að mikilvægi þess að bregðast við loftslagsvánni og lofuðu aðgerðum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fagnaði því að Bandaríkin tækju aftur þátt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, lagði áherslu á að ríkari ríki veraldar aðstoðuðu þau efnaminni.
22.04.2021 - 15:40
Rússar draga herlið sitt frá landamærum Úkraínu
Rússar ætla að draga herlið sitt til baka frá landamærunum að Úkraínu, í kjölfar umfangsmikilla æfinga nærri Krímskaga. Spenna hefur aukist á svæðinu síðustu vikur og Rússar og vestræn ríki skipst á yfirlýsingum um stöðuna. Rússar voru varaðir við að fara yfir strikið á meðan þeir svöruðu því til að þeir mættu gera hvað þeir vildu innan sinna landamæra.
22.04.2021 - 14:16
Spegillinn
Sungið um föðurland og líf en herinn ræður
„Stjórnvöld segja: „Þetta er náttúrulega bara fjármagnað af bandarískum heimsvaldasinnunum og bla bla bla....“ Þann söng hefur maður heyrt í 60 ár," segir Tómas R. Einarsson tónlistarmaður. Hann er ekki að skammast yfir íslenskum stjórnvöldum, heldur þeim kúbversku og það sem hann vísar til eru verk lista- og menntamanna í hópi sem kallast San Isidro eftir samnefndri götu í Havana. Listamennirnir koma fram í trássi við lög um sem kveða á um að þeir þurfi til þess leyfi stjórnvalda.
22.04.2021 - 08:00
Fékk full laun þrátt fyrir að skrópa í vinnuna í 15 ár
Starfsmaður sjúkrahúss í borginni Catanzaro á Ítalíu er nú til rannsóknar fyrir að hafa skrópað í vinnuna í heil fimmtán ár. Allan þann tíma fékk maðurinn full laun.
22.04.2021 - 07:49
Metfjöldi COVID-19 tilfella í Indlandi í gær
Yfir þrjú hundruð þúsund kórónuveirusmit greindust í Indlandi síðasta sólarhring. Aldrei hafa fleiri smit greinst í einu og sama landinu á einum sólarhring frá því faraldurinn hófst. Alls voru smitin nærri 315 þúsund og hafa nú nærri 16 milljónir greinst með COVID-19 í landinu.
22.04.2021 - 06:46
Fjórir látnir í sprengjuárás í Pakistan
Minnst fjórir eru látnir og ellefu særðir eftir að sprengja sprakk á lúxus-hóteli í pakistönsku borginni Quetta í gærkvöld. Fréttastofa BBC segir líklegast að árásinni hafi verið beint gegn sendiherra Kína í Pakistan. Talið er að hann sé í Quetta, höfuðborg héraðsins Balokistan.
22.04.2021 - 06:07
Erlent · Asía · Pakistan
53 saknað eftir að samband við kafbát rofnaði
Indónesíski sjóherinn sendi skip af stað í gær til leitar að kafbáti með 53 skipverjum innanborðs. Kafbáturinn var við heræfingar undan ströndum Balí þegar samband við hann rofnaði.
22.04.2021 - 04:06
Jákvæðar horfur í viðræðum í Vín
Bandaríkjastjórn hefur fært stjórnvöldum í Íran lista yfir þær viðskiptaþvinganir sem ríkið er tilbúið að aflétta við endurkomuna inn í kjarnorkusáttmála stórveldanna við Íran. AFP fréttastofan hefur þetta eftir hátt settum manni í Bandaríkjastjórn. 
22.04.2021 - 02:08
Myndskeið
Pútín varar við sterkum viðbrögðum
Vladimír Pútín forseti Rússlands varaði við sterkum viðbrögðum ef farið yrði yfir ákveðin mörk í samskiptum við þjóð sína. Fangelsun stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny hefur verið mótmælt víða um Rússland í dag.
22.04.2021 - 00:53
Dómsmálaráðuneytið rannsakar lögregluna í Minneapolis
Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, greindi frá því í dag að dómsmálaráðuneytið hefði hafið rannsókn á starfsháttum lögreglunnar í Minneapolis. Kveikjan að rannsókninni er morðið á George Floyd í fyrrasumar en henni er ætlað að varpa ljósi á það hvort starfshættir lögreglu séu samkvæmt lögum og standist stjórnarskrá.
21.04.2021 - 14:43
Útvarpsfrétt
„Verjandi Chauvins mun áfrýja“
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, efast um að sakfelling Dereks Chauvin fyrir morðið á George Floyd sé merki um allsherjarbreytingu. Chauvin var sakfelldur í öllum þremur ákæruatriðum seint í gær. Margrét segir að málinu verði áfrýjað.
Myndskeið
Lögreglumaður skaut sextán ára stúlku til bana
Lögreglumaður í Columbus í Ohio í Bandaríkjunum skaut sextán ára stúlku til bana í borginni í gær eftir að hún hafði veist að tveimur öðrum með hnífi. Lögreglumaðurinn var sendur í leyfi frá störfum á meðan rannsókn málsins stendur.
21.04.2021 - 10:01