Erlent

Heibrigðisráðherra Austurríkis örmagna og segir af sér
Heilbrigðisráðherra Austurríkis sagði af sér embætti í gær og sagðist ekki treysta sér lengur til að fara með málaflokkinn af þeim krafti og yfirsýn sem ástandið kallaði á. Einhver annar yrði að taka við, því sjálfur væri hann nær örmagna.
14.04.2021 - 06:27
Lögreglufólk segir af sér eftir dráp á blökkumanni
Lögreglukonan sem skaut blökkumann til bana við umferðareftirlit í bænum Brooklyn Center í Minnesota á sunnudag hefur sagt upp störfum og lögreglustjórinn, sem sagði dráp mannsins augljóslega hafa verið slys, sagði einnig af sér.
Jagger kveður kófið með hressilegum rokkslagara
Mick Jagger hlakkar mikið til að losna úr viðjum heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Svo mikið, að hann samdi um það kraftmikinn og hressilegan rokkslagara og fékk Dave Grohl, forsprakka Foo Fighters, til að flytja hann með sér. Lagið heitir Eazy Sleazy og fjallar um lífið á tímum COVID-19 og þeirra margvíslegu takmarkana sem sjúkdómurinn hefur sett tilverunni, en þó enn frekar um allt það góða sem bíður okkar handan við hornið og bólusetninguna.
14.04.2021 - 04:23
Engar friðarviðræður fyrr en Bandaríkjaher fer úr landi
Bandaríkjaforseti ætlar að draga allt herlið frá Afganistan fyrir 11. september næstkomandi. Talibanar ætla ekki að taka þátt í friðarviðræðum fyrr en allt erlent herlið hefur yfirgefið landið.
Um 20 skólabörn fórust í eldsvoða í Níger
Um 20 börn fórust þegar eldur kom upp í skóla í Niamey, höfuðborg Níger, í dag, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði borgarinnar. kennslustofur skólans eru allar í strákofum og eyddi eldurinn 21 slíkum. Um 20 börn komust ekki út úr sínum stofum í tæka tíð sagði slökkviliðsstjórinn Sidi Mohamed í sjónvarpsfréttum. „Viðbragðsaðilar brugðust skjótt við og slökktu eldinn ... en eldurinn var ógnarmikill og börnin komust ekki út,“ sagði Mohamed.
14.04.2021 - 00:28
Erlent · Afríka · Níger
Óttast margra mánaða seinkun á bólusetningum í Danmörku
Bólusetningaáætlanir gætu farið úr skorðum víða ef bóluefnið frá Janssen verður ekki notað. Í Danmörku gætu þær frestast til loka árs og um sex til tólf vikur í Noregi. Í báðum þessum löndum hefur bóluefnið frá Astrazeneca enn ekki verið tekið í notkun á ný.
13.04.2021 - 21:55
Spegillinn
Joe Biden í forsetaembætti í 83 daga
Joe Biden hefur nú setið 83 daga í embætti forseta Bandaríkjanna. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði við HÍ segir að það fari mun minna fyrir Biden í fjölmiðlum, en forvera hans í embætti, Donald Trump.
13.04.2021 - 19:06
Hank Azaria biðst afsökunar á talsetningu Apu
Leikarinn Hank Azaria , sem talar fyrir sögupersónuna Apu Nahasapeemapetilon í sjónvarpsþáttunum The Simpsons, hefur beðist afsökunar á þeirri mynd sem dregin er upp af fólki af indverskum uppruna í þáttunum. Azaria er hvítur en Apu indverskur, og hefur leikarinn talað fyrir hann, með sterkum indverskum hreim, síðan árið 1990. 
13.04.2021 - 17:35
Biden vill fund með Pútín
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hvatti Rússa í dag til að minnka spennu við landamæri Rússlands að Úkraínu. Biden ræddi við Vladimír Pútín, Rússlandsforseta og lagði til að þeir myndu hittast á fundi á næstunni. 
13.04.2021 - 17:08
Fresta dreifingu Janssen-bóluefnisins í Evrópu
Lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson tilkynnti í dag að dreifingu á Janssen-bóluefninu í Evrópu yrði frestað á meðan Lyfjastofnun Evrópu mæti hættuna á tengslum bóluefnisins við blóðtappamyndun. Fyrr í dag var greint frá því að Farsóttastofnun og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna vildu að hætt yrði að nota bóluefni Janssen að sinni vegna mögulegra tengsla við blóðtappa.
13.04.2021 - 14:59
Myndskeið
Telur skotið óviljaverk - Ætlaði að beita rafbyssu
Fjörutíu manns voru handtekin í mótmælum í nótt í borginni Brooklyn Center, norður af Minneapolis í Bandaríkjunum. Fólkið var að mótmæla lögregluofbeldi eftir að lögreglumaður skaut Daunte Wright, tvítugan mann af bandarískum og afrískum uppruna, til bana um helgina. Töluverð ólga er í borginni þar sem fram fara réttarhöld yfir lögreglumanninum sem varð George Floyd að bana síðasta vor. 
Íslendingur grunaður um brot gegn átta börnum á Spáni
Lögreglan á Spáni hefur handtekið 59 ára gamlan Íslending sem er grunaður um kynferðisbrot gegn átta börnum. Spænskir fjölmiðlar segja hann vera með sakaferil sem nái allt aftur til ársins 1988 og að hann hafi áður hlotið dóm fyrir brot gegn fjórum börnum. Verið er að kanna í samstarfi við Interpol hvort maðurinn hafi gerst brotlegur gegn fleiri börnum í löndum Rómönsku Ameríku þar sem hann er sagður hafa dvalist undanfarin ár.
13.04.2021 - 11:50
Vilja stöðva notkun bóluefnis Janssen í Bandaríkjunum
Farsóttastofnun og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna vilja að hætt verði að nota bóluefni Janssen að sinni vegna mögulegra tengsla við blóðtappa.
13.04.2021 - 11:46
Spegillinn
Gamlar sögur og nýjar á Norður-Írlandi
Fyrir 23 árum, 10. apríl 1998, var friðarsamkomulagið, kennt við föstudaginn langa, undirritað á Norður-Írlandi. Nú er það ungt fólk, fætt eftir eða um það leyti sem samkomulagið tókst, sem kastar bensínsprengjum í bíla og grýtir lögregluna. En eins og alltaf á Írlandi, gamlar sögur og nýjar fléttast saman, þá líka samþætting glæpa og hryðjuverka.
13.04.2021 - 08:46
Vatni úr Fukushima verður dælt út í sjó
Japanska stjórnin samþykkti í morgun að hleypa rúmlega milljón tonnum af unnu vatni úr kjarnorkuverinu í Fukushima út í sjó. Vatninu verður þó ekki sleppt fyrr en eftir að minnsta kosti tvö ár. Sjómenn eru ósáttir og stjórnvöld í Peking og Seúl eru áhyggjufull vegna málsins.
13.04.2021 - 06:54
Vinirnir sameinast á ný
Tökum á sérstökum endurfundaþætti vinanna í Friends er lokið. Þetta er staðfest á Instagramsíðu þáttaraðanna. Friends er einhver allra vinsælasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma, og gekk í endurnýjun lífdaga með tilkomu hennar á streymisveitum á borð við Netflix. 
13.04.2021 - 06:13
30 hermenn handteknir vegna mannshvarfsmála í Mexíkó
Þrjátíu hermenn voru handteknir í Mexíkó, grunaðir um að eiga þátt í mannshvörfum í Tamaulipas árið 2014. Í yfirlýsingu frá skrifstofu mexíkóska hersins er greint frá því að mennirnir voru handteknir á föstudag.
13.04.2021 - 05:52
Íranir heita hefndum gegn Ísrael
Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, heitir hefndum gegn Ísrael vegna netárásar ríkisins á kjarnorkuver í Íran. Ríkisfréttastofa Írans hefur eftir Zarif að árangursríkar samningaviðræður ríkisins í áttina að afléttingu viðskiptaþvingana veki reiði meðal Ísraels.
13.04.2021 - 04:50
Bandaríkin semja við Mið-Ameríkuríki um landamæragæslu
Bandaríkjastjórn hefur náð samkomulagi við stjórnvöld í Mexíkó, Hondúras og Gvatemala um að hafa betri gætur á landamærum sínum. Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir Bandaríkin vonast til þess að öflugri gæsla ríkjanna í Mið-Ameríku komi til með að halda aftur af fólksflótta þaðan til Bandaríkjanna. 
13.04.2021 - 04:34
Bretar ná tilsettu bólusetningarmarkmiði
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gærkvöld að markmiði stjórnvalda um að allir yfir fimmtugu verði bólusettir gegn COVID-19 fyrir miðjan mánuðinn sé náð. AFP fréttastofan greinir frá.
13.04.2021 - 03:53
G7 ríkin biðja Rússa um að hætta að ögra Úkraínu
Utanríkisráðherrar G7 ríkjanna kalla eftir því að Rússar hætti að ögra Úkraínu og dragi úr spennu á milli ríkjanna. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Rússneski herinn hefur fjölgað í herliði sínu við landamærin að Úkraínu undanfarið. 
13.04.2021 - 02:58
Þekktur norskur lögmaður myrtur í Ósló
Norðmaður á fertugsaldri var handtekinn í Ósló í gærkvöld, grunaður um morð. Hann er grunaður um að hafa orðið lögmanninum Tor Kjærvik að bana. Kjærvik var sjötugur, og þekktur lögmaður í Noregi.
13.04.2021 - 01:57
Myndskeið
60 ár frá því sá fyrsti fór út í heiminn
Sextíu ár eru í dag síðan Rússinn Júrí Gagarín fór fyrstur manna út í geim. Forseti Rússlands segir landið þurfa að viðhalda stöðu sinni sem leiðandi kjarnorku- og geimvísindaþjóð.
12.04.2021 - 22:18
Myndskeið
Staða bólusetninga á Norðurlöndunum: Ísland í 2. sæti
Hundrað þúsund manns fengu bólusetningu í Danmörku í dag en Danir búast nú við meira magni af bóluefni vikulega en þeir hafa fengið hingað til. Staða bólusetninga er mjög svipuð á öllum Norðurlöndunum.
12.04.2021 - 21:42
Spegillinn
Meiri hagvöxtur en búist var við
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn býst við að heimshagkerfið nái sér fyrr á strik en gert var ráð fyrir þegar Covid-faraldurinn var í hámarki í fyrra. Hagvöxtur verði kröftugur og heimsframleiðslan verði meiri í ár, en árið 2019. 
12.04.2021 - 19:07