Erlent

Segir ástandið í Tígray það versta á jörðinni
Tedros Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, fór í dag hörðum orðum um sinnuleysi þjóðarleiðtoga gagnvart ástandinu í Tígray. Milljónir manna hafi búið við óhugsandi hörmungar í tvö ár.
17.08.2022 - 18:07
Skjóta upp eldflaugum í von um að framkalla rigningu
Yfirvöld í Kína hafa gripið til þess örþrifaráðs að reyna að framkalla rigningu, vegna langdreginna þurrka í landinu. Í nokkrum héruðum hefur eldflaugum verið skotið upp í himininn í tilraunaskyni.
17.08.2022 - 17:00
Erlent · Náttúra · Umhverfismál · Asía · Kína · Þurrkar · hitabylgja · Yangtze-á · eldflaugar · Rigning · Tilraun
Áríðandi að rannsaka kjarnorkuverið í Zaporizhzhia
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir það áríðandi að alþjóðakjarnorkumálastofnunin fái að rannsaka kjarnorkuver í Zaporizhzhia í Úkraínu. Kjarnorkuverið hefur verið á valdi rússneska hersins síðan í mars.
580 týndu lífi í flóðum og hellirigningu í Pakistan
Yfir 580 hafa látist og þúsundir misst heimili sín í hellirigningu og flóðum í Pakistan. Veðurfræðingar spá áframhaldandi vatnsveðri næstu daga.
17.08.2022 - 14:46
Scholz gagnrýndur fyrir viðbrögð við helfararummælum
Ummæli sem Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, lét falla um helförina á blaðamannafundi í Berlín í gær hafa vakið hörð viðbrögð ráðamanna í Ísrael og Þýskalandi. Þar sagði Abbas Ísraelsmenn hafa framið „50 helfarir“ á Palestínumönnum.
17.08.2022 - 14:41
Tyrkir og Ísraelsmenn taka upp opinber samskipti á ný
Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, hyggst taka upp diplómatísk tengsl við Tyrki að nýju eftir stirð samskipti ríkjanna í áraraðir. Þá munu sendiherrar og ræðismenn ríkjanna tveggja starfa í löndunum að nýju.
17.08.2022 - 14:33
Fréttamenn BBC íhuga verkfall
Fréttamenn breska ríkisútvarpsins, BBC, íhuga að grípa til verkfallsaðgerða til að mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði á fréttastofunni. Til stendur að sameina tvær sjónvarpsstöðvar fyrirtækisins, BBC News og BBC World News en sú síðarnefnda er alþjóðleg fréttastöð.
17.08.2022 - 13:44
Vatnsslöngur bannaðar í London vegna þurrkatíðar
Stærsta vatnsveita Bretlands hefur bannað viðskiptavinum sínum tímabundið að nota vatnsslöngur. Þetta er gert til að spara vatn. Mikil þurrkatíð er í Bretlandi eins og víða í Evrópu eftir hitabylgjur sumarsins. Nýliðinn júlímánuður var sá þurrasti á Englandi frá 1935 og hiti náði í fyrsta sinn 40 gráðum frá því mælingar hófust.
17.08.2022 - 12:14
Verðbólga yfir 10% í Bretlandi og fer enn vaxandi
Verðbólga mælist nú yfir tíu prósent í Bretlandi og hefur ekki verið hærri síðan 1982. Seðlabankinn í landinu spáir því að verðbólgan fari yfir þrettán prósent fyrir árslok.
Segir af sér formennsku í norska umhverfisflokknum
Une Bastholm, leiðtogi norska umhverfisflokksins, sagði af sér í dag. Hún hættir störfum fyrir flokkinn á mánudag, en hún hefur leitt hann síðustu tvö árin. Bastholm mun þó sitja áfram á þingi fyrir flokkinn.
Spegillinn
Alvarlegt ástand blasir við í Sómalíu
Sameinuðu þjóðirnar og hjálparstofnanir áætla að um það bil ein milljón íbúa Sómalíu sé á vergangi vegna þurrka. Talið er að þeim fjölgi um nokkrar milljónir á næstu vikum, sem svelta heilu hungri.
17.08.2022 - 08:15
Guterres og Erdogan halda til Úkraínu
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og Recep Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseti halda til fundar við Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta í Kænugarði á morgun, fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu Guterres.
Musk „ekki að fara að kaupa neitt íþróttafélag“
Auðkýfingurinn Elon Musk, eigandi Tesla-bílaverksmiðjanna og Space-X geimferðafyrirtækisins, ætlar ekki að kaupa enska fótboltaliðið Manchester United. Í athugasemd við eigin færslu um bandarísk stjórnvöld, sem Musk birti á samfélagsmiðlinum Twitter í gærkvöld, sló hann því fram í hálfkæringi að hann væri líka að fara að kaupa Manchester United. Vakti þetta talsverða athygli og fjaðrafok, ekki síst meðal stuðningsmanna fótboltastórveldisins.
17.08.2022 - 06:33
Segja „skemmdarverkamenn“ ábyrga fyrir árás á Krímskaga
Nokkrar öflugar sprengingar urðu í bækstöðvum rússneska hersins á Krímskaga í gær, viku eftir að Úkraínuher eyðilagði nokkrar rússneskar herþotur í sprengjuárás á sömu slóðum. Rússar segja skemmdarverkamenn hafa verið að verki í gær, þegar sprengingar urðu í skotfæra- og sprengjugeymslu rússneska hersins á Krímskaganum, sem leiddi til þess að eldur kviknaði í nálægu orkuveri og umtalsverðar skemmdir urðu á nálægri járnbraut.
17.08.2022 - 05:49
Stóraukið fylgi við Hægri flokkinn í Noregi
Hægri flokkurinn nýtur langmests fylgis meðal norskra kjósenda um þessar mundir og er stærri en báðir stjórnarflokkarnir til samans, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Norstat fyrir norska ríkisútvarpið NRK og Aftenposten, en Verkamannaflokkurinn, sem nú er við stjórnvölinn, heldur áfram að tapa fylgi.
17.08.2022 - 05:34
Musk segist ætla að kaupa Manchester United
Hinn umdeildi og hvatvísi milljarðamæringur og frumkvöðull, Elon Musk, lýsti því yfir á Twitter í gærkvöld að hann ætli að kaupa enska fótboltaliðið Manchester United, sem hefur átt í miklu basli upp á síðkastið. Óvíst er hversu mikil alvara er að baki hálfkæringslegri yfirlýsingu Musks, sem hann slengdi fram nokkru eftir að hann birti færslu um afstöðu sína til bandarískra stjórnmála.
17.08.2022 - 04:20
Fjórtándi blaðamaðurinn myrtur í Mexíkó
Sjálfstætt starfandi blaðamaður á sjötugsaldri, Juan Arjón López, fannst látinn í bænum San Luis í Sonora-ríki í Mexíkó í gær. Lögregluyfirvöld í ríkinu upplýsa að borin hafi verið kennsl á López út frá húðflúri og fingraförum og segja krufningu hafa staðfest að hann hafi verið myrtur. .
Liz Cheney tapar fyrir stuðingskonu Trumps
Liz Cheney, þingmaður Repúblikana og harður gagnrýnandi Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, verður ekki frambjóðandi flokksins þegar íbúar Wyoming-ríkis kjósa eina fulltrúa sinn i fulltrúadeild Bandaríkjaþings í nóvember. Hún hefur þegar viðurkennt ósigur sinn. Einörð stuðningskona Trumps kemur í hennar stað.
Miklir skógareldar loga enn á Íberíuskaganum
Hundruð slökkviliðsmanna leggja nótt við dag í baráttunni við ógnarmikla skógarelda sem enn brenna á Spáni og í Portúgal. Um 300 slökkviliðsmenn unnu að því alla aðfaranótt þriðjudags að koma einhverjum böndum á stóran skógareld í nágrenni borgarinnar Valencia á austurströnd Spánar og álíka margir tóku við keflinu þegar dagur reis.
17.08.2022 - 01:34
Simbabve
157 börn hafa dáið úr mislingum í þessum mánuði
Mislingar hafa dregið minnst 157 börn til dauða í Afríkuríkinu Simbabve frá því að mislingafaraldur braust út í landinu snemma í þessum mánuði og minnst 2.000 hafa greinst með sjúkdóminn. AFP-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir Monicu Mutsvangwa, ráðherra upplysingamála, að ekkert þeirra barna sem létust hafi verið bólusett. Hún heitir því að ríkisstjórnin sæki fé í neyðarsjóði ríkisins til að fjármagna bólusetningarherferð.
17.08.2022 - 00:27
Jill Biden með Covid
Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur greinst með COVID-19. Fyrr í mánuðinum smitaðist Joe Biden Bandaríkjaforseti í annað sinn.
16.08.2022 - 16:37
Útvarpsfrétt
„Hann var sannarlega kóngurinn“
Elvis var svo sannarlega kóngurinn segir Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarfræðingur, en 45 ár eru í dag frá láti Elvis Presley. Arnar Eggert vonar að yngra fólk gefi tónlist rokkkóngsins gaum því hún sé töfrar og algjör snilld.
16.08.2022 - 13:20
Kona skotin um borð í sporvagni í Gautaborg
Kona á fertugsaldri var skotin í kviðinn um borð í sporvagni í Gautaborg í Svíþjóð á níunda tímanum í morgun. Konan er á lífi og ástand hennar stöðugt að sögn Peter Adlersson, talsmanns lögreglu í borginni.
16.08.2022 - 09:22
Zelensky varar áfram við ógnum kjarnorkuslyss
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti varar enn við því að meiriháttar kjarnorkuslys geti orðið í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu. Slíkt óhapp gæti skapað alvarlega ógn fyrir alla Evrópu. Þetta áréttaði forestinn í daglegu ávarpi sínu í gærkvöld.
Máttu dúsa í Ikea-verslun í tvo daga
Allmargir íbúar kínversku borgarinnar Shanghai, stærstu borgar Kína, máttu dúsa í Ikea-verslun sunnudag og mánudag. Heilbrigðisyfirvöld í borginni röktu kórónuveirusmit til einnar stórverslana sænsku húsgagnakeðjunnar í borginni og fyrirskipuðu í framhaldinu að öllum útgöngum hennar skyldi lokað.
16.08.2022 - 06:45