Erlent

Telur skrifstofuklefa taka við af opnum rýmum
Kínverski athafnamaðurinn og milljónamæringurinn Xu Weiping vinnur nú að því að breyta 20 skrifstofubyggingum sem hann á í London í 2.000 litla skrifstofuklefa, sem hann segir vera vinnuaðstöðu framtíðarinnar.
13.08.2020 - 19:50
Daimler greiðir himinháar sektir og bætur vestra
Þýski bílaframleiðandinn Daimler, sem meðal annars framleiðir Mercedes-Benz bifreiðar, hefur fallist á að greiða 2,2 milljarða dala í bætur og sektir vestanhafs.
13.08.2020 - 18:47
Menn áttu ekki þátt í útdauða loðinna nashyrninga
Loðnir, tveggja tonna þungir, brúnir nashyrningar flökkuðu forðum um norð-austanverða Síberíu. Fyrir fjórtán þúsund árum hurfu þeir svo með dularfullum hætti. Mannkynið lá lengi undir grun vísindamanna um að hafa valdið útdauða nashyrninganna.
13.08.2020 - 18:15
Sögulegar sættir Ísraels og Arabísku furstadæmanna
Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa komist að friðarsamkomulagi. Þetta tilkynntu Donald Trump Bandaríkjaforseti, Benjamin Netanyahu og Mohammed Al Nayhan krónprins furstadæmanna í sameiginlegri yfirlýsingu í dag.
Rannsóknar krafist á breska lestarkerfinu
Breska ríkisstjórnin hefur kallað eftir rannsókn á öryggi járnbrautakerfisins eftir banaslys í Skotlandi í gær.
Háttsettur leiðtogi Bræðralags múslíma lést í fangelsi
Essam al-Erian áður háttsettur leiðtogi Múslímska bræðralagsins lést í dag í egypsku fangelsi. Hann var 66 ára, banamein hans er sagt vera hjartaáfall en hann átti að sitja af sér 150 ára dóm fyrir margvísleg brot.
750 þúsund látin af völdum Covid-19 í heiminum
Tæplega 750 þúsund hafa látist af völdum kórónuveirunnar á heimsvísu. Þetta sýna nýjar tölur sem AFP fréttastofan birti í morgun. 20.666.110 skráð tilfelli eru í 196 löndum og landsvæðum samkvæmt sömu tölum.
Aðrar hafnir í Líbanon taka við hlutverki Beirút
Hafnarborginni Trípóli norður af Beirút er ætlað að taka tímabundið við hlutverki höfuðborgarinnar sem aðalhöfn Líbanons.
Færeyingar álíta sig vera að ná böndum yfir faraldurinn
Virk kórónuveirusmit í Færeyjum töldust 114 í gær. Það er mesti fjöldi smita í eyjunum frá upphafi, en þau voru 102 þegar faraldurinn náði hámarki í vor.
Kórónuveiran greinst á innfluttum matvælum í Kína
Kórónuveira hefur í tvígang greinst á frosnum matvælum í Kína, sem koma frá Suður-Ameríku. Nýsjálendingar rannsaka nú hvort nýlegt hópsmit þar sé vegna innfluttra matvæla.
13.08.2020 - 11:21
Jonathan Pryce verður Filippus prins
Velski leikarinn Jonathan Pryce fer með hlutverk Filipusar drottningarmanns í fimmtu og sjöttu þáttaröð af The Crown. Þættirnir eru framleiddir af streymisveitunni Netflix og greina frá ævihlaupi Elísabetar Englandsdrottningar.
13.08.2020 - 10:48
Spegillinn
Brexit, fiskveiðar og þorskastríð
Sjávarútvegsmálin eru erfiður hjalli í samningum Breta við Evrópusambandið um framtíðina. Þau mál mótast meðal annars af tilurð fiskveiðistefnu ESB og þar koma þorskastríðin beint og óbeint við sögu.
13.08.2020 - 09:52
Myndskeið
Myndbönd lögreglu af morðinu á Floyd gerð opinber
Upptökur úr myndavélum lögreglumannanna sem urðu Bandaríkjamanninum George Floyd að bana í maí voru birtar opinberlega í gær eftir dómsúrskurð. Á myndskeiðunum má heyra Floyd biðja lögreglumennina um að sýna sér miskunn. Hann minnist margsinnis á að hann sé haldinn innilokunarkennd, og biðlar til lögreglumannanna um að skjóta sig ekki. Rétt er að vara við efni myndbandsins.
Vill breyta sturtunum því hárið þarf að vera fullkomið
Bandarísk stjórnvöld vilja breyta lögum um sturtur í landinu, í þeim tilgangi að auka vatnsflæði þeirra. Er þetta gert vegna kvartana Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sem segir sturtur ekki nægilega góðar fyrir hár sitt.  BBC greinir frá þessu í morgun.
13.08.2020 - 08:11
Þrír ráðherrar á Indlandi greinst með Covid-19
Yfir 47 þúsund hafa nú látist vegna Covid-19 á Indlandi en þar er faraldurinn í hröðum vexti. Varnarmálaráðherra landsins greindist með veiruna í gær, og því eru nú þrír ráðherrar í ríkisstjórninni með staðfest smit.
Viðtal
Hafa áhyggjur af ástvinum í Hvíta-Rússlandi
Enn er framkvæmd nýafstaðinna forsetakosninga mótmælt í borgum og bæjum víða í Hvíta-Rússlandi. Tveir mótmælendur hafa látist. Yfirvöld tilkynntu í gærkvöld að tuttugu og fimm ára gamall karlmaður sem var handtekinn í mótmælum hefði látist í fangelsi.
13.08.2020 - 06:32
Lífstíðardómur fyrir að myrða fimm í Austurríki
Austurríkismaður á þrítugsaldri var dæmdur í lífstíðarfangelsi í gær fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína og foreldra hennar. Auk þess varð hann bróður hennar að bana og nýjum kærasta hennar. Maðurinn játaði sök fyrir dómi.
13.08.2020 - 05:56
Handteknir fyrir að selja klór gegn COVID-19
Sjálfskipaður erkibiskup sértrúarsöfnuðar í Flórída var handtekinn í Kólumbíu að beiðni bandarískra yfirvalda. Hann seldi fólki klór á þeim forsendum að efnið væri kraftaverkameðal gegn COVID-19. Sonur hans var einnig handtekinn, og er búist við því að þeir verði framseldir til Bandaríkjanna á næstunni. Ríkissaksóknari í Kólumbíu sagði meðal feðganna hafa orðið sjö Bandaríkjamönnum að bana.
Þrír ákærðir fyrir að aðstoða R. Kelly
Þrír menn voru í gær ákærðir af bandarískum yfirvöldum fyrir að hóta og ógna konum sem hafa sakað tónlistarmanninn R. Kelly um ofbeldi. Einn mannanna er grunaður um að hafa kveikt í bíl í Flórída. 
13.08.2020 - 04:20
Fyrrum yfirmaður Wirecard eftirlýstur
Þýsk yfirvöld biðla nú til almennings um ábendingar sem gætu leitt til handtöku fyrrverandi yfirmanns greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard. Wirecard fór á hausinn í júní eftir að hafa viðurkennt að tæplega tveir milljarðar evra sem sýndir voru á reikningum fyrirtækisins væru í raun ekki til. Síðan upp komst um hneykslið hefur Jan Marsalek verið á flótta, en hann er grunaður um stórfelldan fjárdrátt.
13.08.2020 - 01:51
Endurnýjanlegir orkugjafar í vexti
Vind- og sólarorka sá fyrir tíu prósentum af öllu rafmagni heimsins á fyrri helmingi ársins. Á sama tíma minnkaði orkuvinnsla úr kolum um 8,3 prósent miðað við sama tíma í fyrra. 
13.08.2020 - 00:48
Myndskeið
Kamala Harris er „til í slaginn“
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, og Kamala Harris, varaforsetaefni flokksins, héldu blaðamannafund í Delaware í kvöld. Biden tilkynnti í gær að Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður Kaliforníufylkis, yrði varaforsetaefni flokksins í forsetakosningunum í nóvember.
12.08.2020 - 23:13
epa08598084 (FILE) - Democratic candidate for Presidency and Senator, Kamala Harris delivers a speech during SEIU's Unions for All summit in Los Angeles, California, USA, 04 October 2019 (reissued 11 August 2020). Democratic presidential candidate Joe Biden has chosen Kamala Harris as his pick for Vice President, according to a statement on Biden's Twitter account, on 11 August 2020.  EPA-EFE/ETIENNE LAURENT
Í BEINNI
Blaðamannafundur Biden og Harris í Delaware
Joe Biden forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum og Kamala Harris varaforsetaefni flokksins blása til blaðamannafundar í kvöld klukkan 20:30 að íslenskum tíma.
Danskur ráðherra vill að tónleikastaðir verði opnaðir
„Mikill munur er á menningarlífi og næturlífi. Næturklúbbur og tónleikastaður eru ekki það sama.“ Þetta segir Joy Mogensen, menningarmálaráðherra Danmerkur.
Macron varar Írani við afskiptum af málefnum Líbanon
Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur varað Írani við afskiptum af innanlandsmálum Líbanons. Ríkisstjórn Mósambík ber jafnframt af sér allar sakir um ábyrgð á vörslu sprengifima efnisins í Beirút.