Erlent

Moderna sækir um leyfi fyrir bóluefni
Bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna sækir í dag um leyfi hjá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna fyrir bóluefni við kórónuveirunni. Tilraunir á sjálfboðaliðum sýna að það veitir vörn gegn veirunni í 94,1 prósenti tilvika. Í yfirlýsingu frá Moderna segir að einnig verði sótt um skilyrt leyfi fyrir bóluefninu hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Erik Jensen nýr formaður Siumut á Grænlandi
Kim Kielsen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, tapaði í gærkvöld í formannskjöri í flokki sínum Siumut. Erik Jensen, þingmaður Siumut á grænlenska landsþinginu, bar sigurorð af Kielsen í kosningum á landsþingi í Nuuk.  Kim Kielsen hafði verið formaður Siumut frá því 2014 og formaður landsstjórnarinnar frá sama tíma. Arftaki Kielsens, Erik Jensen, er 45 ára hagfræðingur og hefur setið á grænlenska þinginu frá því 2018.
30.11.2020 - 12:38
Ástralar krefjast afsökunarbeiðni
Deilur Ástrala og Kínverja aukast enn og hafa stjórnvöld í Canberra krafist afsökunarbeiðni frá ráðamönnum í Peking vegna færslu á Twitter sem þau segja svívirðilega og ógeðfellda.
30.11.2020 - 11:57
Erlent · Afríka · Eyjaálfa · Kína · Ástralía
Þúsundir flýja eldgos í Indónesíu
Þúsundir hafa flúið heimkynni sín eftir að eldgos hófst á ný í fjallinu Ili Lewotolok, sem er á eynni Lembata í austanverðri Indónesíu. Um 4.400 íbúar í nágrenni fjallsins hafa forðað sér í öruggt skjól, en ekki er vitað til að neinn hafi sakað.
30.11.2020 - 10:13
Biden brákaðist á fæti
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, brákaðist á fæti í fyrradag og verður líklega að vera í spelku í nokkrar vikur. Samstarfsfólk Bidens greindi frá þessu og sagði hann hafa dottið þegar hann var að leika við hundinn sinn Major. Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur sent Biden batakveðju á Twitter.
Fauci varar við „bylgju á bylgju ofan“ eftir helgina
Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, varaði þjóðina við því í gær að fjöldi kórónuveirusmita gæti stóraukist þar í landi í kjölfar þakkargjörðarhátíðarinnar sem var haldin á fimmtudag.
30.11.2020 - 07:00
Ógurleg hitabylgja bakar Queensland næstu daga
Sydneybúar og grannar þeirra fá stutt frí frá hitabylgjunni sem herjað hefur á Nýju Suður-Wales síðustu daga en hitinn verður þeim mun meiri hjá grönnum þeirra í Queensland, og reyndar í vestanverðu Nýja Suður-Wales líka. Methita er spáð víða í Queensland í dag og næstu daga.
30.11.2020 - 05:54
Endurtalningu lokið í Wisconsin – forskot Bidens jókst
Yfirkjörstjórn í Wisconsin staðfesti í gær sigur Joes Bidens í ríkinu í forsetakosningunum 3. nóvember. Donald Trump fór með sigur af hólmi í Wisconsin í kosningunum 2016 en tapaði nú fyrir Biden með ríflega 20.000 atkvæða mun. Forsetinn og kosningateymi hans vildu ekki una þessu og kröfðust endurtalningar í tveimur fjölmennustu kjördæmum ríkisins, Milwaukee og Dane County.
Landamæri Chile opnuð á ný eftir 8 mánaða lokun
Stjórnvöld í Chile hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir erlendum ferðalöngum eftir átta mánaða langt ferðabann, sem innleitt var til að stemma stigu við útbreiðslu kórónaveirufarsóttarinnar í landinu. Sebastián Piñera, forseti Chile, tilkynnti afnám ferðabannsins og sagði það mikilvægan áfanga í áætlun stjórnvalda um opnun landsins og tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum.
Kærur gefnar út vegna dauða 22 túrista á eldfjallaeyju
Vinnueftirlitið á Nýja Sjálandi hefur kært þrettán aðila, þrjá einstaklinga og tíu fyrirtæki, fyrir alvarleg brot á vinnuverndarlöggjöf landsins í tengslum við dauða 22 ferðalanga og ferðaþjónustustarfsmanna í eldgosi á Whakaari-eyju, einnig þekktri sem Hvítueyju, 9. desember í fyrra. Tugir til viðbótar slösuðust í gosinu, sem hófst með litlum fyrirvara þegar fólkið var í skoðunarferð um óbyggða eyjuna.
30.11.2020 - 02:32
Minnst 40 fórust í sjálfsmorðsárás í Afganistan
Minnst 40 afganskir stjórnarhermenn fórust þegar bílsprengja sprakk við bækistöð hersins í Ghazni-héraði um miðbik Afganistans í morgun. Á þriðja tug til viðbótar særðust í árásinni, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Ghazni. Í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins segir að maður hafi ekið bíl, hlöðnum sprengiefni, að herstöðinni. Hann var stöðvaður í hliðinu og virkjaði þá sprengjuna, með þessum afleiðingum.
30.11.2020 - 01:13
Kínverjar reyna að sverja af sér kórónaveiruna
Kínversk yfirvöld vinna nú að því hörðum höndum að reyna að breyta sögu COVID-19 farsóttarinnar og kórónaveirunnar sem veldur henni, af kínverskum ríkisfjölmiðlum að dæma. Í þeim birtast nú æ fleiri umfjallanir, þar sem dregið er í efa að SARS-CoV-2 veiran sé í raun upprunnin í kínversku borginni Wuhan, þar sem hún greindist fyrst í mönnum um þetta leyti í fyrra.
29.11.2020 - 23:56
Löggur reyna að hrekja kórónuveiruna á brott með söng
„Við munum aldrei gleyma marsmánuði 2020 því að síðan þá höfum við verið meira eða minna heima við. Hingað kom kórónuveiran og breiddist hratt út.“ Svona hefst söngur sjö einkennisklæddra liðsmanna Kaupmannahafnarlögreglunnar þar sem þeir freista þess að hrekja kórónuveiruna á brott með söng.
29.11.2020 - 22:09
Erik Jensen felldi Kim Kielsen í formannskjöri Siumut
Erik Jensen, þingmaður Siumut á grænlenska landsþinginu var í kvöld kjörinn formaður flokksins. Siumut fer með stjórnarforystu á Grænlandi. Jensen bar sigurorð af Kim Kielsen, sem verið hefur formaður jafnaðarmannaflokksins Siumut frá því 2014. Kielsen er formaður landsstjórnar Grænlands og ósigur hans í kvöld kom nokkuð á óvart.
29.11.2020 - 21:22
Telur yfirlýstan sigur stjórnarhersins boða bjarta tíma
Íslendingur sem býr í Eþíópíu segir heimamönnum gríðarlega létt eftir að stjórnvöld lýstu yfir fullnaðarsigri í átökunum í Tigray-héraði í gær. Aðgerðirnar hafi þjappað þjóðinni saman.
29.11.2020 - 19:25
Wizz air mátti meina farþegum að fljúga til Búdapest
Samgöngustofa telur að Wizz air þurfi ekki að greiða tveimur farþegum sem var neitað að fljúga með vél flugfélagsins til Búdapest í Ungverjalandi um miðjan mars. Farþegarnir uppfylltu ekki þau skilyrði sem ungversk stjórnvöld höfðu sett fyrir komu til landsins.
29.11.2020 - 18:49
Halda áfram viðræðum um stjórnarskrá Sýrlands á morgun
Geir Pedersen, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna fyrir Sýrland, staðfesti á blaðamannafundi í Genf í dag að viðræður um endurskoðun á stjórnarskrá Sýrlands og lok níu ára borgarastyrjaldar haldi áfram á morgun.
29.11.2020 - 18:19
„Vinnan heldur áfram, líka á sunnudögum“
Viðræður héldu áfram í dag í Lundúnum um viðskiptasamning milli Bretlands og Evrópusambandsins sem taka á við eftir að Bretland gengur úr sambandinu um áramót.
29.11.2020 - 16:21
Ráðherra blandar sér í deilurnar um The Crown
Oliver Dowden, menningaráðherra Bretlands, ætlar að skrifa streymisveitunni Netflix og óska eftir því að viðvörun verði sýnd á undan þáttunum The Crown. Áhorfendur verði þar upplýstir að þættirnir séu skáldskapur en ekki sagnfræðileg heimild.
29.11.2020 - 14:50
Kielsen í hörðum formannsslag
Formannskosning er í grænlenska stjórnarflokknum Siumut á landsþingi í Nuuk í dag. Ólga og spenna er í flokknum og margir óánægðir með Kim Kielsen, formann. Vivian Motzfeldt, forseti landsþingsins, Inatsisartut, og Erik Jensen, þingmaður Siumut, bjóða sig fram gegn Kim Kielsen, sem hefur verið formaður flokksins síðastliðin sex ár. 
29.11.2020 - 12:55
45 flóttamönnum bjargað á Ermarsundi
45 flóttamönnum var bjargað úr skipskaða á Ermarsundi í gær úti fyrir Dover á Englandi. Í hópnum voru meðal annarra barnshafandi kona og börn. AFP greinir frá því að fólkinu hafi verið bjargað um borð í franskt skip og nokkrir hafi virst vera með ofkælingu. Fólkið var flutt til Calais í Frakklandi þar sem viðbragðsaðilar og landamæralögregla tók við því.
29.11.2020 - 10:30
Japanir setja kynjakvóta í pólitík og atvinnulífi
Stjórnvöld í Japan hyggjast innleiða kynjakvóta á framboðslistum flokka í þing- og sveitarstjórnakosningum í landinu, fyrir árið 2025, til að tryggja að minnst 35 prósent frambjóðenda verði konur. Vonast stjórnvöld til að auka jafnrétti kynjanna í stjórnmálum landsins með því að setja skýr og lögbundin markmið sem þessi.
29.11.2020 - 07:27
Tvö hitamet í Sydney og viðbúnaður vegna gróðurelda
Hitamet voru slegin í Sydney í Ástralíu í nótt sem leið og aftur í dag. Nokkuð er um gróðurelda í útjaðri borgarinnar og hefur slökkvilið í nógu að snúast.
29.11.2020 - 06:27
Yfir 4 milljónir COVID-smita í Bandaríkjunum í nóvember
Kórónaveirufaraldurinn geisar af ógnarkrafti í Bandaríkjunum og fátt bendir til þess að á því verði breyting á næstu dögum eða vikum. Ríflega fjórar milljónir manna hafa greinst með COVID-19 þar í landi það sem af er nóvember, meira en tvöfalt fleiri en í október, þegar 1,9 milljónir tilfella voru staðfest. Dauðsföllum af völdum sjúkdómsins fer líka fjölgandi og nálgast nú óðum að vera jafnmörg á degi hverjum og þegar verst lét í apríl og maí.
29.11.2020 - 05:33
Tugir handteknir í áköfum en fámennum mótmælum
Lundúnalögreglan handtók í gær yfir 60 manns sem létu til sín taka í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum og -reglum yfirvalda í bresku höfuðborginni í gær. Lögreglan greindi frá þessu í tilkynningu snemma kvölds og sagði jafnframt að líkast til yrðu handtökurnar fleiri áður en yfir lyki. Fram kemur að fólkið hafi verið handtekið fyrir ýmsar sakir, meðal annars fyrir brot á nokkrum af sóttvarnareglunum sem það var að mótmæla, þar á meðal um hópamyndun.
29.11.2020 - 05:23