Erlent

Stuðningsmenn harðorðir gegn eigendum Newcastle
Lögreglan í Croydon í Bretlandi hóf í gær rannsókn vegna borða sem stuðningsmenn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni héldu á lofti á meðan leik liðsins gegn Newcastle stóð. Lögreglan segir að henni hafi borist tilkynning um særandi borða, og öllum ásökunum um kynþáttaníð verði tekið alvarlega, hefur Guardian eftir yfirlýsingunni.
24.10.2021 - 05:30
Tíu ára dómur fyrir þátttöku í mótmælum
38 ára Kúbverji var nýverið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir þátt sinn í mótmælum gegn kommúnistastjórninni í sumar. Þetta er þyngsti dómurinn hingað til í máli yfirvalda gegn mótmælendum í sumar.
24.10.2021 - 04:20
Jarðsprengja varð ungmennum að bana í Senegal
Sex ungmenni létu lífið þegar þau óku á hestakerru sinni yfir jarðsprengju í Casamance héraði í Senegal á föstudagskvöld. Jarðsprengjan hafði endað á yfirborðinu eftir úrkomu í héraðinu, hefur AFP fréttastofan eftir Yankouba Sagna, bæjarstjóra í Kandiadoiu, nærri landamærunum að Gambíu.
24.10.2021 - 03:17
Hundruð fanga á flótta í Nígeríu
Um sex hundruð fangar eru enn á flótta eftir að hópur vopnaðra manna hjálpaði yfir 800 föngum að sleppa úr fangelsi í Oyo héraði í suðvestanverðri Nígeríu á föstudag. Deutsche Welle hefur eftir lögreglu í Nígeríu að um tvö hundruð flóttafangar hafi verið handsamaðir. 
24.10.2021 - 01:57
Réttarhöld yfir Salvini hafin
Réttarhöld yfir Matteo Salvini, fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu og leiðtoga Fylkingarinnar, vegna ákvörðunar hans um að koma í veg fyrir komu skips með flóttamenn um borð hófust í gær. Hann er sakaður um mannrán og að misnota völd sín sem ráðherra til þess að halda 147 flóttamönnum föngnum úti á sjó í ágúst árið 2019. Salvini á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hann dæmdur.
Alræmdasti eiturlyfjasali Kólumbíu handtekinn
Sá eiturlyfjasali sem kólumbísk yfirvöld hafa helst viljað hafa hendur í hár var handtekinn í dag. AFP fréttastofan hefur eftir Emilio Archila, ráðgjafa forseta Kólumbíu, að Dairo Antonio Usuga, einnig þekktur sem Otoniel, hafi verið handtekinn af lögreglu í Kólumbíu. Hann er yfirmaður Flóa-gengisins, Gulf Clan, sem er það stórtækasta í kólumbíska fíkniefnaheiminum.
Tvær hnífaárásir í Þrándheimi í kvöld
Tvær hnífaárásir voru gerðar í Þrándheimi í kvöld. Önnur árásin var gerð í Møllenberg hverfinu og hin í Ila. Sá sem varð fyrir árásinni í Møllenberg er alvarlega slasaður. Bæði fórnarlömbin voru flutt á St. Olavs sjúkrahúsið í Þrándheimi.
23.10.2021 - 22:44
Einn fórst í sprengingu í Kampala höfuðborg Úganda
Einn fórst og sjö særðust þegar sprengja sprakk í Kampala höfuðborg Afríkuríkisins Úganda í kvöld. Atvikið átti sér stað við vinsæla veitingahúsagötu í norðurhluta borgarinnar um klukkan 21 að staðartíma.
23.10.2021 - 21:42
Rússar lýsa eftir uppljóstrara um ofbeldi í fangelsum
Rússnesk yfirvöld leita nú fyrrum fanga sem lak átakanlegum upptökum af nauðgunum og öðru ofbeldi innan þarlendra fangelsa. Maðurinn hefur leitað hælis í Frakklandi.
23.10.2021 - 20:56
Pólskar mæður sýndu flóttafólki stuðning
Hópur pólskra mæðra safnaðist saman í dag í Michalowo við landamærin að Hvíta Rússlandi til að mótmæla því að flóttafólki sé ekki hleypt yfir austurlandamæri Evrópusambandsins. Fjöldi barna er í þeim hópi.
Myndskeið
Telur að reglur um skotvopn verði hertar
Einn reyndasti kvikmyndagerðarmaður landsins gerir ráð fyrir að reglur um skotvopn í kvikmyndaiðnaði verði hertar eftir að Alec Baldwin varð tökustjóra að bana á fimmtudaginn. Leikarinn taldi sig handleika óhlaðna byssu.
23.10.2021 - 19:42
Rannsaka ástæður þess að leikmunabyssan var hlaðin
Lögregla einbeitir sér nú að þætti vopnasérfræðings og aðstoðarleikstjóra kvikmyndarinnar Rust. Ástæður þess að leikmunabyssa reyndist hlaðin eru sérstaklega til rannsóknar.
Tyrklandsstjórn undirbýr brottrekstur tíu sendiherra
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti fyrirskipaði brottrekstur sendiherra tíu ríkja þeirra á meðal Frakklands og Bandaríkjanna. Sendiherrarnir séu óvelkomnir í Tyrklandi, „persona non grata“ eftir að þeir kröfðust þess að stjórnarandstöðuleiðtoginn Osman Kavala yrði umsvifalaust leystur úr haldi.
Ekki lengur grímuskylda í þotum færeyska flugfélagsins
Farþegum færeyska flugfélagsins Atlantic Airways verður ekki gert skylt að bera grímur um borð í þotum félagsins frá 1. nóvember næstkomandi. Ekki er lengur skylt að bera grímu á alþjóðaflugvellinum í Færeyjum.
Greta Thunberg kallar eftir þrýstingi frá almenningi
Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg segir fjölmennar ráðstefnur einar og sér ekki leiða til þess að loftslagsmarkmið náist nema almenningur krefjist einnig breytinga. Hún fagnar því að hlustað sé á hana og sakar ráðamenn um feluleik og afsakanir í málaflokknum.
Sex mánuðir í kosningar en baráttan þegar hafin
Kosningabarátta er hafin í Ungverjalandi sex mánuðum fyrir þingkosningar í landinu. Talið er að afar mjótt verði á munum milli flokks Viktors Orban og Peter Marki-Zay nýkjörins leiðtoga stjórnarandstöðunnar.
23.10.2021 - 15:14
Tugþúsundir mótmæltu árásum á hindúa í Bangladess
Tugir þúsunda sem tilheyra minnihlutatrúarbrögðum héldu útifundi víðsvegar um Bangladess í dag. Ástæðan er fjöldi mannskæðra árása á hof og heimili hindúa í landinu undanfarið.
23.10.2021 - 14:32
„Farið á svig við allar reglur“
Bandaríska leikaranum Alec Baldwin var sagt að byssan væri óhlaðin sem skot hljóp úr og varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana á fimmtudaginn. Einn reyndasti kvikmyndagerðarmaður Íslands segir að svo virðist sem farið hafi verið á svig við allar reglur um skotvopn á tökustað.
23.10.2021 - 12:45
Nýtt delta-plús afbrigði smitast mögulega enn hraðar
Nýtt stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar sem einhverjir hafa gefið heitið delta-plús virðist eiga auðveldara með að dreifa sér en hefðbundið delta-afbrigði.
Keyptu einstaka plötu á uppboði fyrir 4 milljónir dala
Hópur safnara keypti á uppboði í júlí eina eintakið sem til er af Once Upon a Time in Shaolin plötu bandarísku rappsveitarinnar Wu-Tang Clan frá árinu 2015. Upplýsingum um kaupandann var haldið leyndum þar til nú í vikunni.
Danskir karlar leita unnvörpum í stafræn læknisráð
Ný og hraðvirk stafræn aðferð virðist hafa orðið til þess að danskir karlmenn leiti frekar til læknis en áður var. Þar í landi, líkt og mögulega víðar, hafa karlmenn síður en konur leitað sér aðstoðar finni þeir fyrir krankleika.
Hæsta dánartíðni heims af völdum COVID-19 í Perú
Yfir 200 þúsund eru nú látin af völdum kórónuveirunnar í Suður-Ameríkuríkinu Perú. Hvergi í heiminum er dánartíðni af völdum COVID-19 hærri en þar í landi.
Fyrrum aðstoðarmaður Giulianis hlýtur dóm
Alríkisdómstóll á Manhattan fann Lev Parnas, áður viðskiptafélaga Rudys Giuliani fyrrverandi lögmanns Donalds Trump, á föstudag sekan um brot á lögum um fjármögnun kosningaframboða.
Alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian kaupir Mílu
Síminn hefur gert samkomulag við alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian SA um kaup á öllu hlutafé í dótturfélaginu Mílu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu og að nokkrum lífeyrissjóðum verði gefinn kostur á að fjárfesta í fyrirtækinu.
Hjartsláttarlögin standa en málflutningi flýtt
Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfir hjartsláttarlögunum svokölluðu, umdeildum þungunarrofslögum í Texas að standa óbreyttum en hefur flýtt málaferlum vegna þeirra. Málið verður tekið fyrir þegar í næsta mánuði.