Erlent

Biden og Harris birtu skattaskýrslur sínar
Joe Biden, forsetaframbjóðandi bandaríska Demókrataflokksins, birti í gær skattframtal sitt fyrir síðasta ár og tengd gögn. Meðframbjóðandi hans, varaforsetaefnið Kamala Harris, gerði það einnig.
Myndskeið
Um hvað snúast deilurnar um Nagorno-Karabakh?
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í kvöld vegna átakanna sem geisa milli Armena og Azera um Nagorno Karabakh-héraðið. Deilur ríkjanna má rekja allt aftur til falls Sovétríkjanna.
Myndskeið
Búist við hörðum kappræðum
Fyrstu kappræður forsetaframbjóðenda Bandaríkjanna, Donald Trump og Joe Biden, fara fram í kvöld. Búist er við að hart verði tekist á, enda hefur kosningabaráttan hingað til verið með þeim illskeyttari á síðari árum.
Metfjöldi smita í Bretlandi
7.143 kórónuveirusmit voru greind í Bretlandi síðastliðinn sólarhring, fleiri en nokkru sinni frá því að heimsfaraldurinn brast á. Sólarhringinn á undan voru þau rúmlega fjögur þúsund. Alls lést 71 sjúklingur í landinu úr COVID-19. Þeir hafa ekki verið fleiri á einum sólarhring frá 1. júlí. Líkast til eru þetta þó mun færri smit en í apríl og maí þegar sérfræðingar áætluðu að þau væru yfir 100 þúsund á hverjum sólarhring.
29.09.2020 - 16:06
Beita Lúkasjenkó og menn hans refsiaðgerðum
Stjórnvöld í Bretlandi og Kanada tilkynntu í dag um refsiaðgerðir gegn Alexander Lúkasjenkó, forseta Hvíta-Rússlands, syni hans og sex hátt settum embættismönnum í stjórnkerfi landsins. Ástæðan er mannréttindabrot gegn stjórnarandstæðingum.
29.09.2020 - 14:39
Fyrstu kappræður Trumps og Bidens í kvöld
Undirbúningur fyrir kappræður Donalds Trump og Joe Biden fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nótt er á lokametrunum. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir Trump og Biden mætast í kappræðum.
Röksemdir saksóknara fyrir kröfu um 13 ára fangelsi
Saksóknari í sakamálinu gegn Gunnari Jóhanni Gunnarssyni fyrir Héraðsdómi Austur-Finnmerkur í Vadsø segir þetta hafa verið ásetningsverk og því fari hann fram á þrettán ára fangelsisdóm.
29.09.2020 - 12:45
Segir sig frá rannsókn á Samherjaskjölunum
Pål Lønseth, yfirmaður norsku efnahagsbrotadeildarinnar Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að stýra rannsókn á norska bankanum DNB í tengslum við Samherjaskjölin. Rannsóknin verður nú flutt yfir á forræði annars saksóknara í öðru lögreguumdæmi. Þetta er í þriðja sinn sem Lønseth lýsir sig vanhæfan til að stýra rannsókn á vegum Økokrim.
29.09.2020 - 10:57
Macchiarini ákærður í Svíþjóð
Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hefur verið ákærður í Svíþjóð fyrir að valda þremur sjúklingum sínum alvarlegum líkamlegum skaða með því að græða plastbarka í þá á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Allir sjúklingarnir eru látnir.
29.09.2020 - 09:49
Saksóknari krefst þrettán ára fangelsis yfir Gunnari
Saksóknari fer fram á að Gunnar Jóhann Gunnarsson fái þrettán ára dóm fyrir að hafa orðið hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni að bana.
29.09.2020 - 09:46
Merkel hvetur til vopnahlés og viðræðna
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur rætt við leiðtoga Armena og Asera um átökin í Nagorno-Karabak, hvatt þá til að semja um vopnahlé þegar í stað og setjast að samningaborði.
29.09.2020 - 09:11
Macron ræddi við Tikanovskaju í Vilnius
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, átti í morgun fund með Svetlönu Tikanovskaju, leiðtogastjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, um ástandið í heimalandi hennar.
29.09.2020 - 07:58
Málflutningi að ljúka í Mehamn
Gert er ráð fyrir að málflutningi ljúki í dag í réttarhöldum yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sem ákærður eru fyrir að hafa orðið hálfbróður sínum að bana í Mehamn í Noregi í fyrravor. Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Austur Finnmerkur í Vadsø.
29.09.2020 - 07:18
Mexíkó krefur Bandaríkin svara um legnámsaðgerðir
Stjórnvöld í Mexíkó sendu í gær formlega beiðni til Bandaríkjanna um frekari upplýsingar um þær læknisaðgerðir sem gerðar eru á flóttafólki og hælisleitendum í varðhaldi. Fyrr í mánuðinum var greint frá ásökunum minnst sex mexíkóskra kvenna um að leg þeirra hafi verið fjarlægt án samþykkis þeirra.
29.09.2020 - 07:00
Pólóbolaframleiðandi hafnar tengingu við öfgasamtök
Fataframleiðandinn Fred Perry er hættur sölu á einni tegund pólóbola fyrirtækisins. Samtök öfgasinnaðra hægri manna í Bandaríkjunum hafa gert téða boli að nokkurs konar einkennisbúning.
29.09.2020 - 06:38
Taylor Swift oftast kvenna á toppi Billboard
Bandaríska söngkonan Taylor Swift er nú sú kona sem hefur dvalið lengst á toppi Billboard-breiðskífulistans í Bandaríkjunum. Nýjasta breiðskífa hennar, Folklore, er á toppi listans í sjöunda sinn, sem þýðir að alls hafa breiðskífur Swift verið efstar á listanum í 47 vikur. Það er einni viku lengur en breiðskífur Whitney Houston.
29.09.2020 - 05:42
Mál Taylor gert opinbert á morgun
Ríkissaksóknari Kentucky samþykkti í gærkvöld að birta opinberlega endurrit og hljóðupptökur úr ákærurétti í máli Breonna Taylor. Kviðdómari við ákæruréttinn óskaði í gær formlega eftir birtingu þeirra.
29.09.2020 - 04:50
Neyðarfundur í Öryggisráðinu í dag
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna heldur neyðarfund bak við luktar dyr í dag vegna átakanna á milli Asera og Armena í Nagorno-Karabakh. AFP fréttastofan greinir frá. Styr hefur staðið um héraðið áratugum saman, og hófust átök að nýju á milli ríkjanna á sunnudagsmorgun.
29.09.2020 - 04:17
Fyrrverandi yfirmaður Elite sakaður um nauðganir
Fyrrverandi yfirmaður Elite fyrirsætuumboðsskrifstofunnar í Evrópu, Gerald Marie, er sakaður um að hafa nauðgað og misþyrmt konum og stúlkum. Þrjár fyrrverandi fyrirsætur eru meðal þeirra sem saka hann um að hafa ráðist gegn sér, auk fyrrverandi fréttakonu BBC.
29.09.2020 - 03:28
Vínhéruð Kaliforníu eldi að bráð
Tugþúsundir urðu að flýja heimili sín þegar gróðureldar læstu sig í Napa- og Sonoma-dölunum í Kaliforníu í gær. Dalirnir eru þekktir fyrir gjöful vínhéruð, sem nú eru að mestu rjúkandi rústir. Eldurinn breiddist hratt út yfir 4.500 hektara og ráða slökkviliðsmenn lítt við sökum hvassviðris, hita og mikilla þurrka. 
29.09.2020 - 01:54
Framboð Trumps sagt hafa ráðið svörtum frá að kjósa
Kosningaframboð Donald Trump er sakað um að hafa reynt að telja vel á fjórðu milljón svartra Bandaríkjamanna af því að kjósa í síðustu forsetakosningum. Þetta kemur fram í heimildamynd sem sýnd var á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4 í gærkvöld. 
29.09.2020 - 00:50
Myndskeið
600 þúsund ferðaþjónustufyrirtæki á barmi gjaldþrots
Eitt af hverjum fimm ferðaþjónustufyrirtækjum í Evrópu er á barmi gjaldþrots vegna kórónuveirufaraldursins að mati sérfræðinga. Aðgerðir hafa verið hertar enn frekar víða í Evrópu.
28.09.2020 - 22:10
Uber fær að starfa áfram í Lundúnum
Leigubílaþjónustan Uber fær að starfa áfram í Lundúnum, en hún var svipt starfsleyfi þar á síðasta ári vegna galla í hugbúnaði sem talinn var ógna öryggi farþega.
28.09.2020 - 21:52
Ný tilgáta um harmleikinn á Eystrasalti
Stjórnvöld í Eistlandi ætla að rannsaka nýja tilgátu sem komin er fram um hvað olli því að farþegaferjan Estonia sökk á leið sinni frá Tallinn í Eistlandi til Stokkhólms í Svíþjóð árið 1994.
28.09.2020 - 19:51
Quim Torra sviptur forsetaembætti
Hæstiréttur Spánar staðfesti í dag niðurstöðu undirréttar um að Quim Torra, forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu, sé óhæfur til að gegna embættinu. Hann er sagður hafa óhlýðnast landsstjórninni í Madríd.
28.09.2020 - 16:32