Kosningapróf

Kosningapróf RÚV 2021

Í kosningaprófinu getur þú borið saman afstöðu þína til nokkurra fullyrðinga við afstöðu frambjóðenda. Það þarf ekki að svara öllum spurningum. Hægt er að skoða svör hvers frambjóðanda með því að smella á nafnið þeirra.

Um kosningaprófið:

Kosningaprófið er fyrst og fremst til gamans gert. Þar gefst almenningi kostur á að taka afstöðu til nokkurra fullyrðinga um pólitísk málefni og bera afstöðu sína saman við afstöðu frambjóðenda til Alþingis.

Ef kjósandi svarar á nákvæmlega sama hátt og frambjóðandi fær kjósandi niðurstöðuna 100% líkindi með frambjóðandanum. Svör við öllum fullyrðingum vega jafnt.

Frambjóðendur verða að taka afstöðu til að minnsta kosti helmings fullyrðinganna til að hægt sé að reikna afstöðu þeirra og bera saman við afstöðu kjósenda. Fyrir hverja fullyrðingu sem frambjóðandi svarar ekki reiknast líkindi með afstöðu kjósanda sem 0%. Það er því keppikefli fyrir frambjóðendur að taka afstöðu til hverrar fullyrðingar til þess að rata ofar lista kjósenda um með hvaða frambjóðendum hann á mesta pólitíska samleið með.

Niðurstöður fyrir flokka eru reiknaðar út frá meðaltali svara frambjóðenda hvers flokks.