SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
2018

Um kosningavefinn

Á kosningavef RÚV er hægt að nálgast á einum stað margvíslegar fréttir og upplýsingar um öll sveitarfélög landsins, hverjir bjóða fram í hverju og einu þeirra sem og ýmsar tölfræðiupplýsingar um mannfjölda, stærð, tekjur og fleira sem settar eru fram á aðgengilegan hátt. Þessar upplýsingar eru unnar upp úr tölum Hagstofunnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þá er hægt að skoða niðurstöður fylgiskannana í aðdraganda kosninga, úrslit síðustu kosninga og margt margt fleira.

Hátt í 200 listar bjóða fram í sveitarfélögunum 72. Kosningaritstjórn RÚV hefur safnað þeim öllum saman og birtir á kosningavefnum. Oddvitum allra framboða var boðið að taka upp myndskeið með ávarpi til kjósenda til birtingar á kosningavefnum. Margir hafa nýtt sér það.

Á kosningavefnum birtist auk þess kosningapróf RÚV. Kjósendur geta mátað sig við frambjóðendur í sínu sveitarfélagi þegar þeir taka afstöðu til 30 fullyrðinga um sveitarstjórnamál. Efstu 5 frambjóðendum hvers lista hefur verið boðið að taka þátt í prófinu, nema í Reykjavík þar sem efstu 10 frambjóðendur hvers lista fengu slíkt boð. Samtals hafa ríflega þúsund frambjóðendur fengið boð um þátttöku. Einungis er hægt að bera sig saman við þá frambjóðendur sem hafa þegar tekið prófið.

Notendur www.ruv.is/x18 geta auk þess lesið sér til um kosningareglur RÚV og nálgast alla sjónvarp- og útvarpsþætti sem RÚV sendir út varðandi kosningarnar. Þá eru þar að finna hlekki á flest framboð landsins sem og á aðra gagnlega tengla.

Reglur um kosningaumfjöllun RÚV 2018 má nálgast hér:
http://www.ruv.is/i-umraedunni/reglur-um-kosningaumfjollun-ruv-2018

Kosningaritstjóri RÚV er Heiðar Örn Sigurfinnsson

Fréttavefstjóri RÚV er Lára Ómarsdóttir