Viðskipti

Þjóðhagsspá Íslandsbanka
Telja að búast megi við ríflega milljón ferðamönnum
Ríflega milljón ferðamenn heimsækja Ísland árið 2022 gangi þjóðhagsspá Íslandsbanka eftir. Það er svipaður fjöldi og hingað kom árið 2015 en ríflega 40% færri en árið 2019. Sérfræðingar bankans gera ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi enn næstu tvö til þrjú ár.
Útvarpsfrétt
Telur íslenska tónlistarmenn fá stærri hátalara
Bandaríska stórfyrirtækið Universal hefur keypt Öldu Music, sem á réttinn að stórum hluta þeirrar tónlistar sem gefin hefur verið út á Íslandi. Formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna telur að með þessu fái íslenskir tónlistarmenn stærri hátalara til að koma sér á framfæri erlendis.
24.01.2022 - 12:11
Sjónvarpsfrétt
Val á fjárfestum í Íslandsbanka stóra spurningin
Stóra spurningin er hvernig fjárfestar sem fá að bjóða í Íslandsbanka verða valdir, segir sérfræðingur í fjármálum. Bankasýsla ríkisins segir tilboðsleið eiga að tryggja hæsta verð en orsaka minna gegnsæi.Einnig sé óvíst hver staða erlendra fjárfesta sé þegar innviðir á borð við banka eru annars vegar.
21.01.2022 - 18:53
Vonast til að tafir á afgreiðslu umsókna séu að baki
Að undanförnu hefur hægst nokkuð á afgreiðslu umsókna um endurgreiðslu virðisaukaskatts af viðhaldi fasteigna samkvæmt átakinu Allir vinna. Að hluta má kenna það áhrifum kórónuveirufaraldursins.
Íslenskir fjárfestar kaupa í Alvotech fyrir milljarða
Hlutafjárútboð líftæknifyrirtækisins Alvotech var stækkað um 2,6 milljarða króna vegna mikils áhuga íslenskra fjárfesta. Forsvarsmenn fyrirtækisins stefna á margfalda tekjuaukningu á næstu árum.
19.01.2022 - 12:44
Sögulega lítið af húsnæði til sölu á höfuðborgarsvæðinu
Fjöldi einbýlishúsa og fjölbýlishúsaíbúða til sölu á höfuðborgarsvæðinu er í sögulegu lágmarki. Fyrstu vikuna í janúar voru 487 íbúðir til sölu sem er rúmlega 20% minna en var um það bil mánuði fyrr. Hlutfall óverðtryggðra lána við íbúðarkaup fer vaxandi.
Spegillinn
Stendur með heilbrigðisráðherra en vill nýja nálgun
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi fjármálaráðherra segir að tími sé kominn til að endurmeta áhættu af faraldrinum. Hún stendur þó með ákvörðun heilbrigðisráðherra að grípa til hertra aðgerða.
14.01.2022 - 19:16
Spegillinn
Rættist úr árinu 2021 í ferðaþjónustunni
Brottfarir erlendra farþega voru 688 þúsund á árinu 2021.Það er viðlíka fjöldi og árið 2012. Þegar mest lét árið 2018 voru brottfarir erlendra ferðamanna rúmlega 2,3 milljónir. Þrátt fyrir þetta mikla hrap var árið 2021 nokkuð gott að mati Skarphéðins Bergs Steinarssonar, ferðamálastjóra.
13.01.2022 - 10:44
Verð notaðra bíla hefur hækkað mjög í Bandaríkjunum
Eigendur notaðra bifreiða í Bandaríkjunum hafa undanfarið getað selt þær fyrir jafnmikið eða jafnvel meira en þeir upphaflega borguðu fyrir þá. Meðal ástæðna er samdráttur í framleiðslu nýrra farartækja.
Warner kaupir tónlistararfleifð Davids Bowies
Bandaríska tónlistarforlagið Warner Chappel Music tilkynnti í dag að það hefði keypt réttinn að öllum tónsmíðum breska tónlistarmannsins Davids Bowie. Kaupverðið er ekki gefið upp, en tímaritið Variety áætlar að það sé allt að 250 milljónir dollara, ríflega 32 milljarðar króna.
03.01.2022 - 17:33
Um 35% fleiri nýskráðir bílar 2021 en 2020
Ríflega tólf þúsund nýjar fólksbifreiðar voru nýskráðar í landinu frá áramótum og til jóla. Samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem fyrir lágu á jóladag fjölgaði nýskráningum milli áranna 2020 og 2021 um 35,5%.
02.01.2022 - 07:30
Árið 2021 afar hagfellt íslenskum lífeyrissjóðum
Heildareignir íslenskra lífeyrissjóða jukust um rúmlega 860 milljarða króna á fyrstu tíu mánuðum ársins sem jafngildir fimmtán prósenta aukningu í krónum talið. Þetta sýna nýjustu yfirlitstölur Seðlabanka Íslands en eignamarkaðir hafa verið á mikilli uppleið næstum allt árið 2021.
Stytta tímabil innflutningstolla á grænmeti
Alþingi samþykkti í gær breytingar á tollalögum sem fela í sér að tímabil tollverndar á innfluttu grænmeti verður styttra á næsta ári en verið hefur. Þannig verður hægt að flytja inn grænmeti yfir lengra tímabil án þess að greiða tolla. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda fagnar breytingunni.
29.12.2021 - 16:58
Sjónvarpsfrétt
Langmestu áhrif á atvinnulífið til þessa í faraldrinum
Margir vinnustaðir verða fyrir áhrifum veirunnar þessa dagana enda um tólf þúsund manns ýmist í einangrun eða sóttkví. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir áhrifin á atvinnulífið þau mestu frá upphafi faraldursins. Heilbrigðisráðherra segir til skoðunar að stytta einangrun og sóttkví.
28.12.2021 - 19:34
Breyttir opnunartímar yfir hátíðirnar
Jólin setja svip sinn á opnunartíma verslanna og þeirra sem veita ýmis konar þjónustu. Á jóladag er allt lokað nema apótek en einhverjar verslanir opna dyr sínar á annan dag jóla.
24.12.2021 - 13:36
Skrifa undir samning um kaup á Hótel Sögu
Ríkið og Félagsstofnun stúdenta hafa skrifað undir samning við félag í eigu Bændasamtakanna um kaup á Hótel sögu í vesturbæ Reykjavíkur.
22.12.2021 - 20:30
Omíkron hægir á endurkomu starfsmanna á vinnustað
Bandarísk stórfyrirtæki neyðast til að endurmeta áætlanir sínar um að starfsfólk snúi aftur á vinnustöðvar sínar í ljósi útbreiðslu Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar.
Áburður tvöfalt dýrari en í fyrra
Verð á áburði til bænda hefur hækkað mikið frá því í fyrra. Tonn af áburði sem kostaði í fyrra um 57 þúsund krónur kostar í ár um 120 þúsund krónur, eða rúmlega tvöfalt meira.
Play hefur flug til Bandaríkjanna
Flugfélagið Play hefur flug til Bandaríkjanna í vor og segist forstjórinn ekki óttast samkeppnina við Icelandair eða önnur flugfélög, sérstaða Play verði verðið. Þrjár nýjar vélar bætast í flotann í vor.
16.12.2021 - 11:57
Allir vinna gæti breyst í allir tapa
Allir vinna gæti breyst í allir tapa, ef hætt verður að endurgreiða virðisaukaskatt af viðhaldi fasteigna um áramótin eins og stefnir í samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögn Húseigendafélagsins um fjárlagafrumvarpið.
15.12.2021 - 07:54
Grunsamleg góðgerðasamtök sendu út valgreiðsluseðla
Meint góðgerðasamtök sem kalla sig Vonarneista hafa sent út valgreiðsluseðla til fólks að undanförnu. Litlar upplýsingar liggja fyrir um samtökin og starfsemi þeirra og ekki næst í forsvarsmenn þess.
13.12.2021 - 15:30
Skammur tími til að tryggja þjóðaröryggi
Alþingi hefur aðeins örfáa daga til að samþykkja lagabreytingar sem eiga að tryggja þjóðaröryggi vegna sölunnar á Mílu til erlends fjárfestingafyrirtækis. Ráðherra fundaði með stjórnarandstöðunni til að tryggja framgang málsins.
12.12.2021 - 18:13
Finnar kaupa bandarískar orrustuþotur
Stjórnvöld í Finnlandi tilkynntu í dag að þau hefðu ákveðið að kaupa 64 bandarískar orrustuþotur af gerðinni F-35. Kaupverðið er um það bil tíu milljarðar evra. Vopnaframleiðandinn Lockheed Martin framleiðir þoturnar.
10.12.2021 - 13:57
Jón Sigurðsson hættir sem forstjóri Össurar
Jón Sigurðsson ætlar að hætta sem forstjóri og framkvæmdastjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar. Hann hefur gegnt stöðunni í 26 ár. Sveinn Sölvason tekur við af Jóni. Breytingarnar verða þann 1. apríl á næsta ári.
09.12.2021 - 16:50
Hefur áhrif á arðgreiðslur bankanna
Samkvæmt nýrri stefnu Seðlabankans verða gerðar ríkari kröfur til banka um hátt eiginfjárhlutfall. Stefnan hefur meðal annars hamlandi áhrif á arðgreiðslur bankanna.