Viðskipti

Myndskeið
Kaup Storytel þýða stóraukna rafvæðingu bóka
Sænska fyrirtækið Storytel AB, móðurfélag Storytel á Íslandi, hefur keypt 70 prósenta hlut í Forlaginu. Stjórnarformaður Forlagsins segir þetta þýða stóraukna rafvæðingu bóka.
02.07.2020 - 10:56
Vilja refsitolla á íslenskan kísilmálm
Tvö bandarísk fyrirtæki hafa skorað á þarlend stjórnvöld að setja hömlur á innflutning kísilmálms frá þremur ríkjum í Evrópu og tveimur í Asíu. Ísland er þar á meðal.
02.07.2020 - 07:03
Lego hættir að auglýsa á samfélagsmiðlum í mánuð
Danski leikfangaframleiðandinn Lego ætlar að hætta að auglýsa framleiðslu sína á samfélagsmiðlum í einn mánuð. Með því vill fyrirtækið mótmæla því að kynþáttafordómar og hatursáróður fái að birtast á þeim án athugasemda.
01.07.2020 - 15:52
TM hafnar því að eiga í viðræðum við Kviku um samruna
Tryggingamiðstöðin sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins um að fyrirtækið eigi í viðræðum við Kviku banka um mögulega sameiningu.
01.07.2020 - 09:31
Flugfélagið Norwegian afpantar 97 Boeingþotur
Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian er hætt við að kaupa 97 þotur sem höfðu verið pantaðar hjá bandarísku Boeing flugvélasmiðjunum. Af þeim eru 92 af gerðinni 737 MAX og fimm 787 Dreamliner þotur. Félagið hyggst einnig höfða mál á hendur Boeing til að fá bætur fyrir þann fjárhagsskaða sem flugbann MAX vélanna hefur valdið og einnig vegna tæknilegra vandamála í Dreamliner vélunum.
30.06.2020 - 17:45
Brugðist hratt við án þess að eyða fé fyrirhyggjulítið
Stjórnvöld fóru meðalveg þess að bregðast hratt og vel við efnahagsáföllum COVID-19 án þess að sprauta peningum fyrirhyggjulítið hvert á land sem er, segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Hann segir að þetta sé í raun fyrsta samdráttarskeiðið sem Íslendingar hafi búið sig vel undir.
Skilorðsbundnir dómar í Stím-málinu
Landsréttur kvað í dag upp skilorðsbundna fangelsisdóma yfir Lárusi Welding, Jóhannesi Baldurssyni og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni í Stím-málinu. Dómarar við Landsrétt sögðu að málið hefði dregist úr hömlu, og að þó svo ákærðu ættu vissulega þátt í því með ítrekuðum kröfum um úrskurði héraðsdóms og kærum til Hæstaréttar væri ekki hægt að láta þá gjalda þess að neyta réttarúrræða sinna. Þá verði þeim ekki kennt um það að endurtaka þurfti málsmeðferðina í héraði vegna vanhæfis eins dómara.
26.06.2020 - 16:49
Ákvörðun PCC mikið högg
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir tímabundna lokun kísilvers PCC á Bakka mikið högg fyrir atvinnulíf í Norðurþingi. Starfsemi PCC hafi ásamt ferðaþjónustu stuðlað að mikilli uppbyggingu á svæðinu og því sé það mikið áhyggjuefni að báðar þessar greinar glími við erfiðleika.
26.06.2020 - 16:01
Sækja um greiðsluskjól eftir nær algjöran tekjumissi
Forsvarsmenn Allrahanda GL sem rekur Gray Line á Íslandi, hafa sótt um greiðsluskjól vegna tekjuhruns hjá fyrirtækinu. Tekjur Gray Line námu um 700 milljónum króna síðustu þrjá mánuði fyrir COVID-19 faraldur en voru aðeins 680 þúsund krónur síðustu þrjá mánuði. Það er um 0,1 prósent af fyrri tekjum.
Tugir fjölskyldna í óvissu
Unnið er að því að finna þeim sem missa vinnuna hjá kísilveri PCC á Bakka ný störf á svæðinu. Forstjóri Landsvirkjunar segir ótímabært að tjá sig um áhrif tímabundinnar lokunar verksmiðjunnar.
26.06.2020 - 12:30
„Þungt högg fyrir samfélagið og sveitarfélagið allt“
Sveitarstjóri Norðurþings segir uppsagnirnar hjá PCC þungt högg fyrir samfélagið. Slökkt verður á báðum ofnum kísilverksmiðjunnar á Bakka og stærstum hluta starfsfólks sagt upp. Stefnt er á að hefja framleiðslu á ný þegar betur árar á markaði.
25.06.2020 - 19:21
Fleiri greiðslur til Péturs kærðar til héraðssaksóknara
Úttekt á starfsemi fasteignafélagsins Upphafs og fjárfestingasjóðsins Gamma Novus sýnir að ekki stóð steinn yfir steini í rekstri þeirra. Greiðslur til fyrrverandi framkvæmdastjóra Upphafs hafa verið kærðar til embættis héraðssaksóknara.
Seðlabankinn tryggir stuðningslán til smærri fyrirtækja
Seðlabankinn ætlar að lána bönkunum fjármagn á eitt prósent vöxtum svo þeir geti veitt fyrirtækjum svokölluð stuðningslán vegna Covid-faraldursins. Samningar um þetta tókust síðdegis í dag. Seðlabankastjóri telur ekki óeðlilegt að tekið hafi mánuð að útfæra lánin, það sé betra að vanda til verka þegar farið sé með almannafé.
Myndskeið
Ekkert fyrirtæki hefur fengið lán
Ekkert fyrirtæki á Íslandi hefur enn fengið brúarlán eða stuðningslán til að halda sjó vegna Covid-19 faraldursins. Lánin áttu að vera á meðal áhrifamestu efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Skatturinn hefur enn ekki opnað gátt til að sækja um stuðning til að greiða laun í uppsagnarfresti, þótt umsóknarfresturinn hafi runnið út fyrir þremur dögum.
Forstjóri Wirecard handtekinn
Markus Braun, fyrrverandi forstjóri þýska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard, hefur verið handtekinn vegna gruns um markaðsmisnotkun. Allar líkur eru á að fyrirtækið hafi sett í reikninga sína tæpa tvo milljarða evra, sem hvergi eru til.
23.06.2020 - 12:01
Tveir milljarðar evra úr reikningum Wirecard ekki til
Um tveir milljarðar evra af bókfærðum eignum þýska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard eru líklega ekki til. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu sjálfu. Endurskoðendur hafa undanfarið verið að skoða hvar þessir peningar, sem voru skráðir í áhættustýringu á Filippseyjum, eru niður komnir.
22.06.2020 - 15:04
Innflutningsbann á laxi í Kína hafi ekki áhrif á Ísland
Innflutningsbann á laxi í Kína hefur ekki haft áhrif á íslenska framleiðendur, segir Einar K. Guðfinnsson, sérfræðingur í fiskeldi hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Hlé hafi verið gert á á slátrun hérlendis af öðrum ástæðum.
Myndskeið
Héraðssaksóknari upplýstur um eignatilfærslu Samherja
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið upplýsti héraðssaksóknara í desember um að Samherji hefði tilkynnt að stærstur hluti félagsins væri kominn í eigu barna fyrri eigenda. Tilkynningunni fylgdu ekki upplýsingar um kaupverð. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu RÚV. 
19.06.2020 - 19:05
Offramboð á Airbnb-íbúðum keyrir niður leiguverð
Lækkun leiguverðs er að stærstum hluta til komin vegna offramboðs á íbúðum sem voru í skammtímaleigu fyrir ferðamenn. Hvort leiguverð heldur áfram að lækka veltur að miklu leyti á hvort ferðaþjónustan tekur við sér á ný.
18.06.2020 - 12:23
IKEA ætlar að endurgreiða fjárstuðning
Sænska húsgagnakeðjan IKEA greindi frá því í dag að hún ætli að endurgreiða átta Evrópuríkjum niðurgreiðslur sem fyrirtækið fékk á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð þar sem hæst. Fjárhagsleg staða fyrirtækisins hafi ekki reynst eins erfið og óttast hafði verið.
16.06.2020 - 16:43
Vongóður um viðskiptasamning við ESB í júlí
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist vongóður um að hægt verði að ganga frá nýjum viðskiptasamningi við Evrópusambandið í næsta mánuði.
15.06.2020 - 17:54
Ferli Icelandair tekur lengri tíma tíma en áætlað var
Stjórnendur Icelandair stefna að því að allir nauðsynlegir samningar vegna endurskipulagningar og endurfjármögnunar fyrirtækisins liggi fyrir eftir tvær vikur. Á hluthafafundi Icelandair fyrir rúmum þremur vikum var gert ráð fyrir að búið yrði að ganga frá öllum slíkum samningum í dag. Nýja dagsetningin er 29. júní.
15.06.2020 - 17:29
Undirbúningur hafinn fyrir fríverslunarviðræður
Undirbúningur fyrir fríverslunarviðræður íslenskra stjórnvalda við Bretland er hafinn. EFTA-ríkin innan Evrópska efnahagssvæðisins, Ísland, Noregur og Liechtenstein, áttu sinn fyrsta fund með utanríkisviðskiptaráðuneyti Bretlands í gær.  
ESB segir MS óheimilt að nota vöruheitið feta
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fer fram á að íslensk stjórnvöld sjái til þess að MS hætti að nota heitið feta i ostaframleiðslu sinni. Grikkland hafi einkarétt á því.
12.06.2020 - 08:33
Tugir fyrirtækja hyggjast endurgreiða hlutabætur
Rúmlega fimmtíu fyrirtæki hafa óskað eftir því að endurgreiða Vinnumálastofnun bætur sem starfsmenn fyrirtækjanna fengu greiddar vegna hlutabótaleiðar. Flest fyrirtækin hafa nú þegar endurgreitt stofnuninni útlagðan kostnað. Þetta kemur fram í svari Vinnumálastofnunar við fyrirspurn fréttastofu.