Viðskipti

Heimamenn kaupa Norðanfisk á Akranesi
Sigurjón Gísli Jónsson, framkvæmdastjóri Norðanfisks fer fyrir hópi fjárfesta frá Akranesi sem nú hefur undirritað kaupsamning við Brim um kaup á öllu hlutafé fyrirtækisins. Hann gerir ráð fyrir að gengið verði frá kaupunum fyrir lok júní.
30.05.2020 - 16:04
Icelandair hættir að nýta hlutabótaleið
Icelandair getur ekki nýtt hlutabótaleið stjórnvalda áfram og þess í stað mun fyrirtækið fara þess á leit við starfsfólk að það taki á sig tíu prósenta launaskerðingu.
Viðtal
Hefði viljað sjá vaxtalækkanir skila sér inn í bankana
Það hefði verið æskilegt að sjá stýrivaxtalækkanir Seðlabanka Íslands skila sér betur inn í viðskiptabankana, að mati Katrínar Ólafsdóttur hagfræðings og lektors við Háskólann í Reykjavík. Seðlabankinn hafi sent skýr skilaboð um það. Meginvextir Seðlabankans eru í sögulegu lágmarki, í kringum eitt prósent.
Síminn hafnar því að hafa brotið samkeppnislög
Stjórnendur Símans hafna því að fyrirtækið hafi brotið samkeppnislög og ætlar að skjóta niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér síðdegis.
28.05.2020 - 20:15
Hæstiréttur tekur mál Mjólkursamsölunnar til meðferðar
Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni Mjólkursamsölunnar í máli fyrirtækisins gegn Samkeppniseftirlitinu. Samkeppniseftirlitið sektaði Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum.
28.05.2020 - 14:58
Flugumferðarstjórum sagt upp og ráðnir í lægra hlutfall
Öllum flugumferðarstjórnum í flugstjórnarmiðstöðinni hjá Isavia ANS, dótturfélagi ISAVIA, var sagt upp í dag. Þeir verða ráðnir aftur í lágmark 75 prósent starfshlutfall. Vísir sagði fyrst frá uppsögnunum, en í frétt Vísis kemur fram að um hundrað flugumferðarstjóra sé að ræða. 
27.05.2020 - 15:59
Ríkissjóður gefur út skuldabréf fyrir 76 milljarða
Ríkissjóður Íslands gaf í dag út skuldabréf að fjárhæð 500 milljónir evra, jafnvirði um 76 milljarða króna. Skuldabréfin bera 0,625% fasta vexti og voru gefin út til 6 ára á ávöxtunarkröfunni 0,667%.
27.05.2020 - 15:09
Reka flugfreyjur og ráða aftur á hálfum launum
Breska flugfélagið British Airways hyggst segja upp öllum flugfreyjum og flugþjónum félagsins og ráða svo meirihluta þeirra aftur á lægri launum. Alls verður 43.000 sagt upp um miðjan næsta mánuð og 31.000 svo boðin vinna á ný samkvæmt öðrum kjarasamningi.
26.05.2020 - 17:15
Sýknaður af ákæru um meiriháttar skattalagabrot
Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Sindra Sindrason af ákæru um meiriháttar brot á skattalögum og peningaþvætti. Skattrannsóknastjóri tók Sindra til rannsóknar árið 2016 og komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði vantalið tekjur sínar í skattframtölum fyrir árin 2011-2014 um tæpar 107 milljónir króna. 
26.05.2020 - 11:38
Þýska ríkið eignast fimmtungshlut í Lufthansa
Þýska flugfélagið Lufthansa náði samkomulagi við þýsk stjórnvöld í gær um níu milljarða evra björgunarpakka til þess að forða því frá gjaldþroti. Þýska ríkið eignast 20 prósenta hlut í fyrirtækinu, sem það hyggst svo selja fyirr árslok 2023. Samkomulagið á eftir að fá samþykki hluthafa í Lufthansa og framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins áður en það öðlast gildi. 
26.05.2020 - 04:36
Mikil breyting á íslenska verðbréfamarkaðnum
Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. sameinaðist formlega í dag Nasdaq CSD SE (Nasdaq CSD). Hið sameinaða félag, Nasdaq CSD, verður með starfsemi í Lettlandi, Eistlandi, Litháen og á Íslandi.
25.05.2020 - 12:37
Myndskeið
Má treysta á gull og verðtryggingu
Hraðar stýrivaxtalækkanir valda því að þau sem eiga sparifé eiga orðið erfiðara með að finna leiðir til að ávaxta það. Gull og verðtrygging virðist vera það sem hægt er að treysta á í ástandi sem þessu.
24.05.2020 - 19:28
Hertz óskar eftir greiðslustöðvun í Norður-Ameríku
Bílaleigan Hertz sótti um greiðslustöðvun í Bandaríkjunum og Kanada í gær. Áhrif COVID-19 ollu mikilli lækkun á tekjum félagsins og fækkun á bókunum, segir í fréttatilkynningu fyrirtækisins.
23.05.2020 - 04:52
Þrjú sveitarfélög og tvö byggðasamlög á listanum
Minnst þrjú sveitarfélög og tvö byggðasamlög eru á lista Vinnumálastofnunar yfir þau fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleið yfirvalda. Listinn var birtur í kvöld. Sveitarfélögin eru Dalvíkurbyggð, Strandabyggð og Skútustaðahreppur en á listanum má einnig finna byggðasamlögin Sorpu og Strætó.
Fitch Ratings: Horfum breytt úr stöðugum í neikvæðar
Ríkissjóður er með óbreytta A-lánshæfiseinkunn en horfum lánshæfismats hefur verið breytt úr stöðugum í neikvæðar. Hætta er á að áhrif kórónuveirufaraldursins reynist enn meiri en nú er vænst. Útlit sé fyrir skarpan efnahagssamdrátt, versnandi afkomu hins opinbera og markverða hækkun skulda.
Úlfar sendi „sérfræðingum út í bæ“ tóninn
Hluthafar Icelandair samþykktu einróma að farið verði í hlutafjárútboð á hluthafafundi í dag. Stjórnarformaður félagsins gagnrýndi harðlega umræðu svokallaðra „sérfræðinga úti í bæ“ um rekstur félagsins.
H&M setti starfsmenn á hlutabætur - listinn birtur
Ein stærsta fatakeðja heims, H&M, er á meðal þeirra fyrirtækja sem nýta sér hlutabótaleiðina. Vinnumálastofnun birti í dag listann yfir öll þau fyrirtæki sem hafa nýtt sér þessa leið. Á listanum eru fjölmörg íþróttafélög, kaffihús, Strætó bs., rútubílafyrirtæki, útgerðarfélög og fleiri fyrirtæki.  
Vilja draga úr innflutningi vegna ferðamannafæðar
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, hafnaði í vikunni beiðni Bændasamtaka Íslands um að fallið verði frá úthlutun tollkvóta á landbúnaðarafurðir vegna kórónaveirufaraldursins. Formaður Bændasamtakanna segir að forsendur samningsins séu breyttar þar sem engir ferðamenn séu á landinu.
22.05.2020 - 18:10
Myndskeið
Samþykktu hlutafjárútboð í Icelandair einróma
Hluthafar í Icelandair samþykktu hlutafjárútboð einróma á hlutahafafundi í dag. Ráðgert er að hlutafjárútboðið fari fram dagana 29. Júní til 2. Júlí. Í glærukynningu sem birt hefur verið í kauphöllinni kemur fram að útboðslýsing fyrir mögulega fjárfesta verði birt 16. júní. Stefnt er að því að daginn áður, eða 15. júní, verði Icelandair búið að semja við ríkið um lánalínur og við núverandi lánadrottna um skilmálabreytingar og greiðslufresti.
22.05.2020 - 16:26
Viðtal
Þrauka þótt tekjur verði engar út árið
Isavia getur þraukað þetta ár þótt svo tekjurnar verði engar segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri fyrirtækisins. Hann segir að nú eigi Keflavíkurflugvöllur að geta tekið við aukinni flugumferð hvenær sem er.
22.05.2020 - 08:22
Segir lífskjarasamninginn leiða til meira atvinnuleysis
Eyjólfur Árni Rafnsson var endurkjörinn formaður Samtaka atvinnulífins í gær með tæplega 97 prósent atkvæða. Eyjólfur sagði í ávarpi sínu á aðalfundi samtakanna í gær það blasa við að fyrirtæki landsins muni eiga erfitt með að standa undir launahækkunum sem samið var um í Lífskjarasamningnum. Að fylgja þeim eftir leiði við núverandi aðstæður einungis til meira atvinnuleysis en ella.
21.05.2020 - 20:25
Telur að fall Icelandair hefði lítil skammtímaáhrif
Seðlabankastjóri telur að það hefði ekki mikil áhrif til skamms tíma ef Icelandair færi í þrot. En það gæti haft þau áhrif að hagkerfið tæki seinna við sér en ella eftir COVID-19 faraldurinn. Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í Kastljósinu í kvöld. Ástæðan er sú að Seðlabankinn gerir nú þegar ráð fyrir því að það komi ekki margir ferðamenn til landsins á árinu. 
20.05.2020 - 20:08
Veirufaraldur og loðnubrestur hafa mikil áhrif á Brim
Hagnaður Brims, sem áður hét HB Grandi, var rúmlega 60 milljónir á fyrsta fjórðungi ársins. Kórónuveirufaraldurinn og aflabrestur í loðnu hefur veruleg áhrif rekstur fyrirtækisins. Á sama tímabili voru tekjur fyrirtækisins 10,5 milljarðar króna, og rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, svokölluð EBITDA, var 1,1 milljarðar.
20.05.2020 - 17:14
Uppsagnir boðaðar hjá Rolls Royce
Um níu þúsund manns  eða um 17 prósent starfsmanna verður sagt upp hjá breska fyrirtækinu Rolls Royce. Greint var frá þessu í morgun.
20.05.2020 - 08:13
Norwegian uppfyllir skilyrði fyrir ríkisábyrgð
Flugfélagið Norwegian hefur hrint í framkvæmt björgunaráætlun sinni og þannig uppfyllt skilyrði fyrir lánum upp á þrjá milljarða norskra króna, jafnvirði fjörutíu og þriggja milljarða íslenskra króna, með ábyrgð frá norska ríkinu.
20.05.2020 - 08:07