Viðskipti

Breytingar á stærstu í Icelandair Group
Tveir stærstu hluthafar í Icelandair Group fyrir hlutafjárútboð eru það ekki lengur.
Myndskeið
Kynnir átta aðgerðir sem geta numið 25 milljörðum
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti nú á tólfta tímanum átta aðgerðir á vegum stjórnvalda til að tryggja frið á vinnumarkaði. Heildarupphæð aðgerðanna geta numið 25 milljörðum. Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins hafa talið forsendur lífskjarasamningsins brostnar en ASÍ ekki.
29.09.2020 - 11:30
Segir sig frá rannsókn á Samherjaskjölunum
Pål Lønseth, yfirmaður norsku efnahagsbrotadeildarinnar Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að stýra rannsókn á norska bankanum DNB í tengslum við Samherjaskjölin. Rannsóknin verður nú flutt yfir á forræði annars saksóknara í öðru lögreguumdæmi. Þetta er í þriðja sinn sem Lønseth lýsir sig vanhæfan til að stýra rannsókn á vegum Økokrim.
29.09.2020 - 10:57
Fækkun ferðamanna heldur leiguverði í skefjum
Mjög hefur hægt á hækkun leiguverðs á síðustu mánuðum. Í nýjustu Hagsjá Landsbankans er fjallað um það hvernig fækkun ferðamanna hefur aukið framboð af íbúðum á almennum leigumarkaði og minnkað þrýsting á leiguverð.
28.09.2020 - 12:08
Bílaframleiðendur lögsækja Bandaríkjastjórn
Bílaframleiðendurnir Tesla, Volvo, Ford og Mercedes Benz höfðuðu mál gegn Bandaríkjastjórn vegna innflutningstolla á varahlutum frá Kína. Guardian greinir frá þessu. 25% tollur leggst á innflutning varahluta í bíla frá Kína.
24.09.2020 - 04:27
Skoðar lífeyrissjóði vegna útboðs Icelandair
Fjármálaeftirlit Seðlabankans skoðar ákvarðanir um aðkomu lífeyrissjóðanna að hlutafjárútboði Icelandair. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri greindi frá þessu frá á kynningarfundi um fjármálastöðugleika í dag. Hann sagðist telja ástæðu til að endurskoða uppbyggingu lífeyrissjóðakerfisins. Ásgeir nefndi engin nöfn en af samhenginu var ljóst að VR og Lífeyrissjóður verslunarmanna voru honum ofarlega í huga. Formaður VR beindi spjótum sínum í dag að varaformanni Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Áhyggjuefni ef verkalýðsforysta stingur höfði í sandinn
Forsendur kjarasamninga eru brostnar og ef haldið verður fast í þær launahækkanir sem kveðið er á um í lífskjarasamningnum leiðir það annað hvort til verðbólgu eða aukins atvinnuleysis, nema hvort tveggja sé. Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Hann segir áhyggjuefni ef verkalýðsforystan stingi höfðinu í sandinn frekar en að horfast í augu við efnahagslegan veruleika.
23.09.2020 - 07:10
Myndskeið
Starfsmenn hafi vitað af umfangsmiklu peningaþvætti
Talið er að að minnsta kosti 275 þúsund milljarðar íslenskra króna af illa fengnu fé hafi frá aldamótum farið í gegnum stærstu banka heims með vitneskju starfsmanna þeirra. Sérfræðingur í fjármálamörkuðum segir að gera þurfi meira til að sporna við umfangsmiklu peningaþvætti.
21.09.2020 - 19:48
Selur í Play fyrir rúma 70 milljarða króna
Fjárfestingafélagið Novator, sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur samþykkt kauptilboð í pólska fjarskiptafyrirtækið Play. Kaupandinn er franska fjarskiptafyrirtækið Iliad Group, sem í kjölfarið gerir öðrum hluthöfum yfirtökutilboð. Í tilkynningu frá Novator segir að markaðsvirði hlutafjár Play sé metið á 2,2 milljarða evra. Novator átti 20% í félaginu og hlutur félagsins er því metinn á 440 milljónir evra, eða rúma 70 milljarða íslenskra króna.
21.09.2020 - 14:45
Ætla að vinna verðmætar afurðir úr stórþara
Ef áform frumkvöðla á Norðausturlandi ganga eftir, hefst þar vinnsla á stórþara til lyfjagerðar á næstu mánuðum. Verkefnið kostar um tvo og hálfan milljarð, en áætlað er að það skapi um 90 störf á Húsavík innan fimm ára.
21.09.2020 - 12:45
Dómari setur lögbann á áform Trumps gegn WeChat
Dómari í Kaliforníu setti í dag lögbann á þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að loka á niðurhal efnis í WeChat samskiptaforritinu, innan við sólahring áður en tilskipun stjórnvalda átti að taka gildi. Bandaríkjastjórn hugðist stöðva starfsemi hvort tveggja WeChat og TikTok í Bandaríkjunum nema breytingar yrðu á rekstrinum. Stjórnvöld sögðu að samfélagsmiðlarnir tveir ógnuðu þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Dómarinn í Kaliforníu sagði hins vegar að bann við niðurhali ógnaði tjáningarfrelsi notenda.
20.09.2020 - 15:43
LIVE um Icelandair: Ekki áhættunnar virði
Ágreiningur var innan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna um þáttöku í hlutafjárútboði Icelandair, en niðurstaðan var að það væri ekki áhættunnar virði. Forstjóri Icelandair segist auðmjúkur yfir mikilli þátttöku í útboðinu. Sjö milljarða tilboði Michele Ballarin var hafnað.
18.09.2020 - 19:14
LIVE og Birta tóku ekki þátt í útboðinu
Lífeyrissjóður verzlunarmanna tók ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair, málið var til umfjöllunar á stjórnarfundi lífeyrissjóðsins á  miðvikudaginn og var niðurstaðan að taka ekki þátt. Lífeyrissjóður verslunarmanna átti tæplega tólf prósenta hlut í félaginu, og var stærsti hluthafinn fyrir útboðið.
18.09.2020 - 13:39
Auðmjúk og stolt með eftirspurnina, segir Bogi Nils
Hluthöfum í Icelandair Group fjölgar um sjö þúsund eftir hlutafjárútboðið sem lauk í gær. Listi yfir 20 stærstu hluthafa verður birtur þegar hlutabréfin verða skráð. Stærsti hluthafinn, Lífeyrissjóður verslunarmanna, tók ekki þátt. Sjö milljarða skráningu Michelle Ballarin var hafnað því ekki voru tryggingar fyrir greiðslu. 
Stjórn hafnaði sjö milljörðum sem nema tilboði Ballarin
Alls bárust yfir níu þúsund áskriftir að fjárhæð 37,3 milljarðar króna en stjórn Icelandair samþykkti áskriftir að fjárhæð 30,3 milljarða, sjö milljörðum lægra en heildaráskriftir og sem nemur tilboði Michele Edward Roosevelt Ballarin. 
18.09.2020 - 09:48
Ein ferð Icelandair á áætlun í dag – 20 ferðum aflýst
Aðeins er áætluð ein flugferð á vegum Icelandair í dag og félagið hefur aflýst 20 ferðum. Snemma í morgun var einni vél félagsins flogið til Íslands frá Boston og einni héðan til Kaupmannahafnar. Flugferðir annarra félaga, eins og Wizz Air, SAS, Air Baltic, EasyJet og Lufthansa, eru á áætlun.
18.09.2020 - 08:48
Hlutafjárútboði lokið - Ballarin sögð stefna á 25% hlut
Hlutafjárútboði Icelandair lauk klukkan fjögur í dag. Stefnt var að því að safna allt að 23 milljörðum í útboðinu. Icelandair hefur þegar samið við Íslandsbanka og Landsbanka um kaup á hlutabréfum fyrir sex milljarða sem eru háð þeim skilyrðum að félagið nái að safna 14 milljörðum í útboðinu.
17.09.2020 - 16:30
Ballarin á landinu í vikunni vegna hlutafjárútboðsins
Michele Ballarin, fjárfestir og stjornarformaður US Aerospace Associates LLC, var á landinu í vikunni vegna mögulegrar þátttöku í hlutafjárútboði Icelandair. Gunnar Steinn Páls­son, talsmaður Ballarin á Íslandi, staðfestir við fréttastofu að hafa hitt hana þegar hún átti í raun að vera í sóttkví.
17.09.2020 - 13:38
Afkoma sjávarútvegs sterk þrátt fyrir loðnubrest
Rekstur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja gekk vel í fyrra. Þetta er niðurstaða byggð á ársuppgjörum fyrirtækja sem hafa yfir að ráða tæplega 90 prósentum af úthlutuðu aflamarki sköluðum upp í 100 prósent. Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte, fór yfir afkomu sjávarútvegsfyrirtækja 2019 .
Óvissa um þátttöku lífeyrissjóða í hlutafjárútboðinu
Hlutafjárútboð Icelandair Group hefst í dag klukkan níu og lýkur klukkan fjögur á morgun. Stefnt er að því að safna allt að tuttugu og þremur milljörðum króna verði eftirspurnin næg og er verðið króna á hlut. Niðurstaðan útboðsins verður kynnt á föstudaginn.
16.09.2020 - 07:32
Arion banki tekur yfir sjávarvillu Skúla
Arion banki hefur tekið yfir sjávarvillu Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra WOW air. Afsal til bankans bíður þinglýsingar, samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Húsið var auglýst til sölu í október á síðasta ári og var þá lýst sem einhverju „tilkomumesta einbýlishúsi Íslands.“
15.09.2020 - 11:42
Fréttaskýring
Gengissveiflur krónunnar segja til sín víða
Íslenska krónan hefur veikst um 17 prósent gagnvart evru það sem af er ári. Virði einnar evru jafngilti 137 krónum í upphafi árs en jafngildir nú um það bil 160 krónum. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir í samtali við fréttastofu að gengið hafi að sumu leyti sveiflast með faraldrinum. Krónan hefur þó styrkst hratt á allra síðustu dögum, enda tilkynnti Seðlabankinn á fimmtudag að hann myndi hefja reglulega sölu gjaldeyris á innlendum gjaldeyrismarkaði.
15.09.2020 - 07:45
Erfitt að krefja ASÍ um samstöðu eftir „grófa aðför“
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir Icelandair þurfa að gangast við mistökum sínum og biðja launafólk allt afsökunar á framkomu sinni í stað þess „að reyna að skapa nýja ásýnd félagsins í miðju hlutafjárútboði til að tæla til sín eftirlaunasjóði vinnandi fólks“. Þetta kemur fram í aðsendri grein hennar í Morgunblaðinu í morgun.
15.09.2020 - 07:13
Bandaríkin banna vörur frá verksmiðjum í Xinjiang
Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær að innflutningur á vörum sem framleiddar eru í nauðungarvinnu í Xinjiang héraði Kína verði bannaður. Mark Morgan, starfandi yfirmaður tolla- og landamærastofnunar Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu að kínversk stjórnvöld stundi þar kerfisbundið ofbeldi gegn Úígúrum.
15.09.2020 - 04:37
Spegillinn
Áhættusöm fjárfesting
Tuttugu milljarða króna hlutfjárútboð er risastór gjörningur á íslenskum fjármálamarkaði segir Ásgeir Brynjar Torfason, sérfræðingur í fjármálum. Á miðvikudagsmorguninn hefst hlutafjárútboð Icelandair og lýkur síðdegis á fimmtudaginn. Á rúmum sólarhring er stefnt að því að safna tuttugu milljörðum hluta, jafnvel tuttugu og þremur milljörðum verði eftirspurnin næg og er verðið króna á hlut. Niðurstaðan verður svo kynnt á föstudaginn.
14.09.2020 - 20:37