Viðskipti

Alibaba greiðir metsekt fyrir markaðsmisnotkun
Kínversk yfirvöld sektuðu vefverslunarrisann Alibaba um jafnvirði rúmlega 350 milljarða króna fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu sinni. Kínverska ríkisfréttastofan Xinhua greindi frá þessu í morgun. Sektin er sú hæsta sem kínversk yfirvöld hafa beitt fyrirtæki.
10.04.2021 - 04:05
Beiðni um lögbann á Seðlabankann hafnað
Héraðsdómur Reykjaness hafnaði fyrir páska kröfu slóvakísks tryggingafélags um að lögbann yrði sett á birtingu greinar á vef Seðlabanka Íslands. Þar sagði að tímabundið bann hafi verið sett á sölu nýrra trygginga félagsins uns ákveðin skilyrði hefðu verið uppfyllt. Dómari sagði að skrif Seðlabankans hefðu ekki verið alls kostar nákvæm en að ákvörðun slóvakíska seðlabankans, sem Seðlabanki Íslands greindi frá, hefði borið skýrlega með sér að vafi léki á lögmæti viðskiptahátta fyrirtækisins.
06.04.2021 - 14:49
DV hættir að koma út á pappír
DV ætlar að hætta útgáfu blaðsins á pappírsformi, að minnsta kosti tímabundið. Áhrif heimsfaraldurs á auglýsingasölu og hömlur á útgáfu eru sagðar helstu ástæður þessarar ákvörðunar.
06.04.2021 - 12:52
LG hættir snjallsímaframleiðslu vegna milljarða taps
Suður-kóreski rafeindarisinn LG Electronics hættir framleiðslu á snjallsímum hinn 31. júlí næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í morgun. Tap hefur verið á snjallsímaframleiðslu fyrirtækisins samfellt síðan á öðrum ársfjórðungi 2015.
Sjónvarpsfrétt
Eldgosið himnasending fyrir unga frumkvöðla
Eldgosið í Geldingadölum var eins og himnasending fyrir frumkvöðlaverkefni sem 6 stúlkur í Verzlunarskóla Íslands standa að. Kubbar sem þær útbúa úr íslensku hrauni minna á kvikustreymi í iðrum jarðar.
03.04.2021 - 21:21
Búast má við aukinni samkeppni segir forstjóri Kviku
Kvika banki, tryggingafélagið TM og bílafjármögnunarfyrirtækið Lykill verða sameinuð undir nafni Kviku. Forstjóri Kviku segir mikil tækifæri að þróa fjármálaumhverfi hérlendis því með breytingum í samfélaginu sækist neytendur eftir einfaldari fjármálaþjónustu en áður var.
Kastljós
Glapræði að opna landið og taka upp litakóðunarkerfi
Gylfi Zoëga,hagfræðiprófessor segir glapræði að taka upp litakóðunarkerfi við landamærin 1. maí líkt og stjórnvöld hafa boðað. Hann býst við að stýrivextir Seðlabankans hækki á næstunni.
30.03.2021 - 20:03
Ríkið hleypur undir bagga með Strandabyggð
Ríkið þarf að hlaupa undir bagga með Strandabyggð svo að það geti haldið úti rekstri og staðið við skuldbindingar sínar. Oddviti sveitarstjórnar Strandabyggðar segir það koma til vegna skerta framlaga úr Jöfnunarsjóði. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og sveitarstjórn Strandabyggðar undirrituðu í dag samkomulag um aðkomu ríkisins að fjárhagslegri endurskipulagningu sveitarfélagsins.
30.03.2021 - 18:04
Sjónvarpsfrétt
Páskaeggjaflóran blómleg en sígilt egg enn vinsælast
Flóra og framboð páskaeggja hefur sjaldan verið meira en fyrir komandi páska. Tískusveiflur í samsetningu og útfærslum eggjanna hafa sést seinustu ár. Hefðbundin súkkulaðiegg eru þó enn ráðandi á markaðnum.
29.03.2021 - 19:02
„Ásakanirnar mjög mikil vonbrigði“
Róbert Wessman, forstjóri Alvogens, segir ásakanir sem samstarfsmaður hans til fjölda ára hafi gert opinberar í dag, séu honum mjög mikil vonbrigði. Hann segir þær settar fram í fjárhagslegum tilgangi.
29.03.2021 - 13:31
Krefst brottvikningar Róberts Wessman
„Ég tel að morðhótanir, líkamsárásir og svívirðilegar ásakanir, er varða meinta óvildarmenn og ærumeiðingar í þeirra garð, sé í raun óverjandi hegðun forstjóra alþjóðlegra fyrirtækja.“
29.03.2021 - 08:35
Birgir kaupir Domino's á Íslandi enn á ný
Hópur íslenskra fjárfesta hefur keypt Domino’s á Íslandi. Birgir Bieltvedt fer fyrir nýja eigendahópnum sem samanstendur af Eyju fjárfestingarfélagi, Kristni ehf., Sjávarsýn ehf. og Lýsi ehf. Fyrri eigandi, Domino’s Pizza Group plc í Bretlandi, setti íslenska rekstrarfélag Domino’s, Pizza Pizza ehf., í formlegt söluferli á síðasta ári en samþykki Samkeppniseftirlitsins þarf fyrir sölunni.
29.03.2021 - 08:32
Aldrei jafnmargar íbúðir selst að vetri og nú
Umsvif á fasteignamarkaði hér á landi eru mikil miðað við árstíma og aldrei hafa fleiri íbúðir selst að vetri en nú. Í hverjum mánuði síðan í september hafa verið slegin met í fjölda kaupsamninga. Þó hefur dregið nokkuð úr umsvifum frá því í haust. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Myndskeið
Verslunarmiðstöðin Norðurtorg opnuð á Akureyri í júní
Í byrjun sumars verður ellefu þúsund fermetra verslunarmiðstöð opnuð í gamla Sjafnarhúsinu á Akureyri. Áætlaður heildarkostnaður við breytingar á húsi og lóð er 2,7 milljarðar króna.
26.03.2021 - 16:52
Þyngdi refsingu fyrir innherjasvik í Icelandair
Landsréttur þyngdi í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Kjartani Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni leiðakerfisstjórnunar Icelandair, fyrir innherjasvik. Kjartan fékk eins og hálfs árs dóm í héraði en tveggja ára dóm í Landsrétti. Dómstóllinn staðfesti þriggja og hálfs árs dóm yfir Kristjáni Georgi Jósteinssyni vegna sama brots en sýknaði þriðja manninn af ákæru þar sem ekki þótti sannað að hann hefði vitað að um innherjaupplýsingar væri að ræða. 
26.03.2021 - 16:27
Risaskipið þverar enn Súez-skurðinn og 300 skip bíða
Vörur að andvirði rúmlega 1.200 milljarða króna komast ekki leiða sinna á degi hverjum vegna flutningaskipsins Ever Given sem þverar Súez-skurðinn. Þetta er mat flutningasérfræðinga fyrirtækisins Lloyd's List í Bretlandi.
26.03.2021 - 05:57
Stýrivextir áfram óbreyttir
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans verða áfram 0,75 prósent.
24.03.2021 - 08:47
Hreiðar Már og Magnús sakfelldir en Sigurður sýknaður
Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi stjórnendur hjá Kaupþingi voru í dag sakfelldir í Landsrétti í svokölluðu CLN-máli. Sigurður Einarsson var hins vegar sýknaður.
JP Morgan, Citi og Íslandsbanki annast söluna
Bankasýsla ríkisins hefur ráðið þrjá leiðandi umsjónaraðila og söluráðgjafa vegna alþjóðlegs frumútboðs á eignarhlutum ríkisins í Íslandsbanka hf.
19.03.2021 - 14:05
Kastljós
Heimilin komið betur undan faraldrinum en búist var við
Flest íslensk heimili hafa komið mun betur undan efnahagsáhrifum COVID-faraldursins en við var búist, að sögn Lilju Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans.
16.03.2021 - 21:49
Tekist á um launahækkanir og kaupauka á aðalfundi
Aðalfundur Arion banka verður haldinn í dag. Þar verður meðal annars tekist á um tillögu stjórnar um að hækka laun stjórnarmanna.
Hugnast ekki óhóf innan Arion banka
Stjórnarformaður Gildis, sem er stærsti hluthafi í Arion banka, segir tillögur um launahækkanir til stjórnarmanna og útvíkkað kaupaukakerfi bera merki um óhóf innan bankans. Laun stjórnenda séu nú þegar í hæstu hæðum og ekki á þau bætandi.
Bætt upp fyrir að hætta í stjórnum dótturfélaga
Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur segir að einhugur hafi staðið um 370 þúsund króna launahækkun forstjóra fyrirtækisins. Launin voru leiðrétt tvö ár aftur í tímann auk þess sem sérstök hækkun kom til vegna þess að forstjóri situr ekki lengur í stjórnum dótturfyrirtækja.
Á annan tug höfðu áhuga á að kaupa Hótel Sögu
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir að tólf til fjórtán mismunandi aðilar hafi haft áhuga á að kaupa Hótel Sögu. Hótelið hefur verið í greiðsluskjóli síðan í júlí og var því lokað í nóvember. HÍ hefur átt í viðræðum við samtökin ásamt menntamálaráðuneytinu um afnot af húsinu.
15.03.2021 - 08:32
Hækkandi flutningskostnaður skilar sér út í verðlagið
Eftir því sem liðið hefur á kórónuveirufaraldurinn hefur orðið vart við vöruskort í nokkrum vöruflokkum, sér í lagi á vörum frá Asíu. Þá hefur flutningskostnaður margfaldast. Þetta skilar sér út í verðlagið með hækkandi vöruverði.
09.03.2021 - 08:02