Viðskipti

Hátt álverð jákvætt fyrir álver hér á landi
Heimsmarkaðsverð á áli rýkur upp og hefur ekki verið hærra í 13 ár. Hækkunin hefur góð áhrif á rekstur álvera hér á landi. Í gær fór verð á tonni yfir þrjú þúsund dollara. Hækkunin nemur um það bil fjörutíu prósentum það sem af er ári.
Áfram dregur úr atvinnuleysi
Atvinnuleysi minnkaði um rúmlega hálft prósentustig í ágúst og áfram er gert ráð fyrir að það minnki á komandi mánuðum. Almennt skráð atvinnuleysi mælist nú 5,5 prósent en var þegar verst lét 11,6 prósent.
13.09.2021 - 11:47
Skorað á stóru bankana að minnka vaxtamun
VR skorar á stóru bankana þrjá, Lands­banka, Ari­on banka og Ís­lands­banka, að lækka útlánsvexti sína og draga þannig úr vaxtamun. Álagning bankanna sé einfaldlega allt of mikil.
10.09.2021 - 15:10
Dregið hefur úr fasteignaviðskiptum
Talsvert hefur dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði að undanförnu samkvæmt mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Lítið framboð og erfiðari fjármögnun skýra stöðuna. Sölutími fasteigna hefur lengst lítillega en er þó nálægt sögulegu lágmarki.
Þrjár konur stýra stærsta íslenska vísisjóðnum
Nýr fjárfestingasjóður, Crowberry ll, stærsti vísisjóður sem stofnaður hefur verið á Íslandi, fer af stað með ellefu og hálfan milljarð króna, til að fjárfesta í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndunum. Á bak við sjóðinn eru þrjár íslenskar konur og athygli hefur vakið hvað þær hafa fjármagnað mörg verkefni kvenfrumkvöðla.
09.09.2021 - 13:47
Persónuvernd notuð sem skálkaskjól til að leyna gögnum
Forstjóri Persónuverndar segir það miður þegar vísað er ranglega í persónuverndarlög og þau notuð sem skálkaskjól til þess að leyna upplýsingum sem varða mikilvæga almannahagsmuni. Persónuvernd gerði í dag alvarlegar athugasemdir við skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald útgerðafélaga í íslensku atvinnulífi þar sem vísað er til úrskurðar Persónuverndar til stuðnings því að birta ekki upplýsingar um eignarhald útgerða.
Persónuvernd: Rangt mál í skýrslu sjávarútvegsráðherra
Persónuvernd gerir „alvarlegar athugasemdir“ við skýrslu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi. Í bréfi sem Persónuvernd hefur sent atvinnuvegaráðuneytinu kemur fram að í skýrslunni sé ranglega vísað til ákvörðunar Persónuverndar til að rökstyðja að birta ekki allar upplýsingar um eignarhald útgerðarfyrirtækja í íslensku atvinnulífi.
Play tryggir sér sex nýjar flugvélar
Flugfélagið Play hefur tryggt leigu á sex nýjum flugvélum sem koma inn í reksturinn á næstu tveimur árum og hyggst félagið bæta við sig allt að 200 starfsmönnum í vor. Félagið kynnti í morgun hálfs árs uppgjör.
01.09.2021 - 12:06
Mesti viðskiptahalli síðan 2008
Mikil aukning var á 2. ársfjórðungi hér á landi bæði í inn- og útflutningi. Um leið jókst halli af vöru- og þjónustuviðskiptum um tæplega 80% frá sama tíma í fyrra og hefur ekki verið meiri síðan á 1. ársfjórðungi árið 2008.
26.08.2021 - 12:49
Spá því að gengi krónunnar styrkist næstu mánuði
Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að gengi krónunnar styrkist um 5-8 prósent fram á mitt næsta ár. Aðalhagfræðingur bankans segir að hagkerfið eigi inni aukið gjaldeyrisinnstreymi en staða kórónuveirufaraldursins hér ráði för.
24.08.2021 - 08:11
Delta-afbrigðið skekur heimshagkerfið
Hröð útbreiðsla Delta afbrigðis kórónuveirunnar á heimsvísu ógnar enn og aftur efnahagsbata í heimshagkerfinu. Olíuverð hefur hríðfallið á undanförnum viknum og bílaframleiðendur eru í vanda vegna skorts á aðföngum.
22.08.2021 - 18:13
Seðlabankinn með innlenda greiðslumiðlun í smíðum
Seðlabanki Íslands vinnur nú að uppbyggingu smágreiðslukerfis innanlands, sem hægt yrði að nýta ef viðskipti við erlend greiðslumiðlunarfyrirtæki stöðvuðust.
Morgunútvarpið
Landsmenn eyða sem aldrei fyrr
Kortavelta íslenskra greiðslukorta jókst um 8% í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Aukningin var mest erlendis, eða um 71%.
Myndskeið
Skoða handahófskennda athugun á vottorðum í Leifsstöð
Til skoðunar er að taka upp handahófskennda athugun á bólusetningarvottorðum erlendra ferðamanna í Leifsstöð. Ferðamálaráðherra og forstjóri Icelandair segja ástandið í komusal Leifsstöðvar óboðlegt.
Stefnir í hraða uppbyggingu 5G
Meiri hraði er að færast í uppbyggingu 5G kerfisins og verða tugir senda ræstir á næstu mánuðum. Stór hluti þjóðarinnar ætti að verða tengdur við kerfið eftir um það bil tvö ár.
05.08.2021 - 22:00
37 milljarða hagnaður á fyrri helmingi ársins
Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 37 milljarða króna á fyrri helmingi ársins. Er það viðsnúningur frá fyrri helmingi síðasta árs þegar hálfs milljarðs tap var af rekstrinum.
28.07.2021 - 18:08
Björn Ingi fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns um áfrýjunarleyfi.
Neysla orðin meiri en fyrir faraldur
Kortavelta Íslendinga var 8% meiri í júní í ár en á sama tíma í fyrra. Þá var neyslan 9% meiri en í júní 2019. Neysla hefur því mælst meiri en hún var fyrir faraldurinn en hún fer í auknu mæli fram innanlands. Það má skýra með færri ferðalögum Íslendinga erlendis sökum faraldursins.
23.07.2021 - 09:44
Viðsnúningur hjá Icelandair milli ára
Uppgjörs annars ársfjórðungs hjá Icelandair Group var birt í Kauphöll fyrr í kvöld. Þar kemur fram að félagið hóf að auka umsvif sín á ný í öðrum ársfjórðungi þegar eftirspurn eftir flugi og ferðalögum jókst. Lausafjárstaða félagsins styrktist verulega í fjórðungnum vegna mikillar aukningar í bókunum á flugi á seinni helmingi ársins.
22.07.2021 - 20:04
Elon Musk: „Ég vil styðja en ekki sturta“ 
Stofnandi Tesla, frumkvöðullinn og auðkýfingurinn Elon Musk, sagði í dag að hann hafi persónulega fjárfest í Bitcoin og öðrum rafmyntum en þvertók fyrir að hann véli um verðmæti þeirra eða losi stórar stöður af hinum stafrænu gjaldmiðlum til að hafa áhrif á verðgildi þeirra.
21.07.2021 - 22:06
15 milljarða orkufjárfesting 
Landsvirkjun og Norðurál hafa undirritað nýjan raforkusamning sem felur í sér framlengingu á fyrri samningi til þriggja ára eða út árið 2026, á föstu verði.
20.07.2021 - 14:13
Duolingo metið á 500 milljarða króna
Smáforritið Duolingo, stærsta tungumálakennsluforrit heims, er á leið í bandarísku kauphöllina Nasdaq. Vinsældir forritsins hafa aukist mikið í heimsfaraldrinum og er talið að virði þess geti numið yfir fjórum milljörðum dala, eða 500 milljörðum króna.
19.07.2021 - 18:48
Hlutabréf lækka í Noregi vegna verðlækkunar á olíu
Hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Ósló féll í dag um 2,39 prósent. Það er afleiðing þess að heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í dag um sex prósent eftir að OPEC+ samtökin ákváðu í gær að auka olíuframleiðsluna til að lækka verð og draga úr þrýstingi á efnahagskerfi heimsins af völdum COVID-19 faraldursins. 
19.07.2021 - 17:34
OPEC-ríki ætla að auka olíuframleiðslu
Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, samþykktu í gær að auka framleiðslu sína. Þannig vilja þau stuðla að lægra verði og minni þrýstingi á efnahagskerfi heimsins. Framboð á olíu verður aukið þegar í næsta mánuði, eftir mikinn niðurskurð í framleiðslu vegna minnkandi eftirspurnar í heimsfaraldrinum.
19.07.2021 - 06:20
Sjónvarpsfrétt
Þjóðnýting Cabo Verde kom verulega á óvart
Flugfélagið Cabo Verde á Grænhöfðaeyjum, sem dótturfélag Icelandair group átti meirihluta í, hefur verið þjóðnýtt af þarlendum stjórnvöldum. Stjórnarformaður Cabo Verde kveðst sjá eftir áformunum á Grænhöfðaeyjum.
17.07.2021 - 19:40