Vesturland

Myndskeið
Tæplega tíu prósent Skagamanna skimuð í dag
Tæplega tíu prósent Skagamanna voru skimuð fyrir kórónuveirunni á Akranesi í dag. Bæjarstjórinn segir að ótti hafi gripið um sig þegar hópsýking kom upp, en hann gleðst yfir samheldni bæjarbúa sem brugðust hratt og vel við beiðni um sýnatöku.
02.08.2020 - 19:42
Skima allt að sex hundruð á Akranesi í dag
Íslensk erfðagreining bætti í skimun vegna hópsýkingar á Akranesi og hleypir nú um hundrað fleiri í skimun í dag. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir að skimun gangi vel og því var hægt að bæta við fleiri plássum.
02.08.2020 - 14:15
Reikna með fleiri smitum í Snæfellsbæ
Bæjaryfirvöld í Snæfellsbæ reikna með að fleiri smit greinist í bænum eftir að leikmaður Víkings í Ólafsvík greindist með kórónuveiruna. Þetta kemur fram á Facebook-síðu bæjarfélagsins. „Ljóst er að veiran er ólseig og búast má við því að fleiri smit greinist hér á næstu dögum og vikum.“
Leikmaður Víkings í Ólafsvík með COVID-19
Leikmaður meistaraflokks karla hjá fyrstu deildarliðinu Víkingi í Ólafsvík er smitaður af COVID-19. Félagið staðfestir þetta í stöðufærslu á Facebook. Nokkrir knattspyrnumenn hafa greinst með COVID-19 að undnförnu, meðal annars í kvennaliðum Breiðabliks og Fylkis og hjá karlaliði Stjörnunnar.
31.07.2020 - 18:05
Hvað er um að vera um verslunarmannahelgina?
Mörgum stórum, rótgrónum hátíðum um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eða frestað eins og Unglingalandsmóti UMFÍ, Mýrarboltanum á Ísafirði, Síldaævintýrinu á Siglufirði og Neistaflugi í Neskaupstað. Enn er áformað að halda bæjarhátíðina Ein með öllu á Akureyri en þó með breyttu sniði.
29.07.2020 - 15:00
HVE skellir í lás vegna hópsýkingar upp á Skaga
Heimsóknarbann hefur verið sett á hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands vegna mögulegrar hópsýkingar upp á Akranesi. Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdastjóri hjá stofnuninni, segir þetta fyrst og fremst varúðarráðstöfun og að verðandi feðrum verði til að mynda leyft að koma með verðandi mæðrum. Starfsemin verður með svipuðum hætti og var þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst.
Gul viðvörun fyrir Faxaflóa og Suðausturland
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs fyrir Faxaflóa og Suðausturland. Við Faxaflóa tekur viðvörunin gildi klukkan fimm í dag. Þar er spáð norðaustanátt þar sem hvassast verður á Snæfellsnesi. Þar má búast við snörpum vindhviðum við fjöll, sums staðar yfir 25 metrum á sekúndu á Snæfellsnesi og undir Hafnarfjalli.
25.07.2020 - 10:13
Myndskeið
Keyrir upp í sveit til að tengjast ljósleiðara
Grundfirðingur, sem vinnur sem hljóðmaður í fjarvinnu, keyrir upp í sveit til þess að tengja sig við ljósleiðara sem er ekki til staðar í bænum sjálfum. Hann segir það fljótlegra en að hala upp og niður heimavið.
18.07.2020 - 19:45
Þjóðkirkjan braut jafnréttislög
Þjóðkirkjan braut gegn jafnréttislögum þegar sóknarprestur var skipaður í Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakalli á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála sem fjallaði um málið og kvað upp úrskurð fyrr í þessum mánuði. Nefndin segir að Þjóðkirkjan hafi ekki sýnt fram á að önnur sjónarmið en kyn umsækjenda hafi ráðið úrslitum um hver var valinn sóknarprestur. Í yfirlýsingu frá Þjóðkirkjunni segir að lærdómur verði dreginn af úrskurði kærunefndar unnið að tillögum um umbætur.
18.07.2020 - 14:48
Biður fólk að fara varlega vegna veðurs
Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að enn sé hætta á grjóthruni úr fjallshlíðum þar sem mikið hefur rignt og biður fólk að fara varlega. Farið er að draga úr rigningu en áfram er útlit fyrir mikið regn víða á Norðurlandi. Hugsanlega þarf að framlengja gular viðvaranir vegna hvassviðris á suðaustanverðu landinu.
18.07.2020 - 12:53
Varasamt að ferðast með tengivagna í dag
Vegagerðin minnir ferðalanga á að varasamt er að ferðast með tengivagna á Kjalarnesi, víða á Suðurlandi og Vesfjörðum og Vesturlandi. Áframhaldandi hvassviðri er á landinu fram á kvöld. Þá helst á Vestfjörðum, Vesturlandi og Suðurlandi.
17.07.2020 - 11:12
Viðtal
Ansi haustlegt og vont veður miðað við árstíma
Það fer ekki að draga úr rigningu fyrr en seinni part dags á morgun og leiðindaveður verður fram á sunnudag, segir Arnór Tumi Jóhannsson veðurfræðingur. Vindur fer vel yfir 30 metra á sekúndu í hviðum þar sem veður er verst, á Vestfjörðum og norðvestanverðu landinu. Arnór Tumi segir að þar sé mikið votviðri og ekkert ferðaveður.
17.07.2020 - 08:21
Sveitarfélagið vinnur að því að húsið uppfylli lög
Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar, segir að lýsing á aðalskipulagi sé í farveginum sem geti gert legsteinaskála Páls á Húsafelli löglegan. „Það var alltaf markmiðið að gera þetta löglegt síðan 2016,“ sagði Ragnar.
Úrhelli spáð og hætta á grjóthruni og skriðuföllum
Spáð er úrhelli á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum í kvöld og á morgun og gæti sólarhringsúrkoman náð á annað hundrað millimetra. Hætta er á grjótrhuni og skriðuföllum í svona mikilli rigningu, segir veðurfræðingur
16.07.2020 - 12:13
Feikna úrkoma framundan
Seinni partinn í dag mun rigna mikið á vesturhelmingi landsins. Gul viðvörun er í gildi á miðhálendinu síðdegis og í kvöld. Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur, greindi frá þessu í hádegisfréttum.
15.07.2020 - 12:56
Gert að rífa legsteinasafnið í Húsafelli
Páli Guðmundssyni, myndhöggvara, hefur verið gert að rífa nýtt hús sem hýsa átti legsteinasafn á lóðinni Húsafelli 2 í Borgarfirði innan tveggja mánaða.
Svart útlit í minkarækt eftir hrun á skinnamörkuðum
Hrun varð í sölu minkaskinna í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru og talsmaður íslenskra minkabænda segir útlitið afar svart. Ríkisstjórnin samþykkti nýlega að styrkja greinina um 80 milljónir króna á þessu ári.
13.07.2020 - 13:22
Rauði krossinn leggur niður þrjú störf á landsbyggðinni
Rauði kross Íslands hefur lagt niður þrjú störf svæðisfulltrúa á landsbyggðinni við endurskipulagningu vegna tekjusamdráttar í heimsfaraldrinum. Áfram starfa 39 deildir samtakanna víðs vegar um landið í sjálfboðaliðastarfi.
13.07.2020 - 09:59
Þrír flugu til landsins til að framleiða amfetamín
Þrír af þeim sex sem voru sakfelld fyrir stórfellda amfetamínframleiðslu í morgun komu sérstaklega frá Póllandi til Íslands til að framleiða fíkniefnin. Þeir byggðu á svokallaðri pólskri aðferð, sem nokkur skipulögð brotasamtök nota og byggja á því að nota efni sem ekki eru á lista yfir ólögleg efni í lögum og reglugerðum. Skipulögð brotastarfsemi skipulagðra brotasamtaka sagði dómari um framleiðsluna.
Gargaði á fólk að koma sér út
Hátt í tuttugu manns þurftu að flýja heimili sín þegar eldur kviknaði á Akranesi í gærkvöld. Sjálfboðaliði Rauða krossins sem átti leið hjá varð eldsins var, hringdi í Neyðarlínu og tók til við að vekja athygli íbúa á eldinum.
07.07.2020 - 12:21
Eldur í fjölbýlishúsum á Akranesi
Eldur komst í klæðningu fjölbýlishúsa við Skólabraut á Akranesi á ellefta tímanum í gærkvöld. Talið er að eldurinn hafi kviknað í ruslageymslu í þröngu porti á milli húsanna.
07.07.2020 - 04:18
Miklar tafir vegna malbikunar á Kjalarnesi
Miklar tafir eru á umferð um Kjalarnes vegna malbikunarframkvæmda. Umferðinni er handstýrt um eina akrein og það geta liðið um það bil 20 mínútur á milli þess sem skipt er um aksturstefnu.
06.07.2020 - 16:18
Líkfundur í Haffjarðardal
Björgunarsveitir fundu lík í Haffjarðardal um hádegisbil í dag. Lögreglan á Vesturlandi segir það vera af karlmanni á sextugsaldri sem saknað hefur verið síðan 30. desember í fyrra. Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir að mannsins hafi verið leitað með reglulegu millibili síðan þá. Hefði leitin ekki borið árangur í dag, hefði hugsanlega ekki verið leitað oftar.
04.07.2020 - 15:58
Myndskeið
„Þér er ekkert kalt - er það?“
Gleðin var við völd á bryggjunni í Flatey á Breiðafirði í morgun þegar nokkrir vaskir piltar kældu sig í sjónum. Þar hefur verið einmuna veðurblíða undanfarna daga og talsvert um gesti í eyjunni.
03.07.2020 - 22:08
Innlent · Vesturland · Flatey · ferðasumar · Sumar · Sjósund · gaman
Myndskeið
17 aðilar að starfsemi nýsköpunarseturs á Akranesi
Akraneskaupstaður og Brim hafa stofnað sameiginlegt þróunarfélag um atvinnuuppbyggingu og nýsköpun á Breið á Akranesi. Fyrsta verkefni félagsins er að koma á fót rannsóknar- og nýsköpunarsetri.
02.07.2020 - 20:43