Vesturland

Öxnadalsheiði og Dynjandisheiði lokaðar
Veginum um Öxnadalsheiði var lokað fyrir umferð í hádeginu vegna óveðurs. Veginum um Dynjandisheiði var svo lokað skömmu síðar af sömu ástæðu. Vetrarfærð er í öllum landshlutum og hvetur Vegagerðin fólk til að kynna sér veðurspá áður en haldið er af stað í dag. Ófært er á Kleifaheiði á Vestfjörðum og Öxi a Austurlandi auk þess sem þungfært er á Breiðdalsheiði.
05.12.2021 - 14:05
Björgunarsveitir kallaðar út
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út í Borgarnesi, á höfuðborgarsvæðinu og í Grindavík vegna óveðursins sem gengur nú yfir suðvestanvert landið. Fólk hefur óskað eftir aðstoð björgunarsveita vegna foks; lausamunir og þakplötur hafa tekist á loft. Ekki hafa þó borist fregnir af tjóni að ráði.
05.12.2021 - 12:32
Yfir 50 metrar á sekúndu í hviðum
Vindur er farinn að blása hressilega og hefur farið í um og yfir 50 metra á sekúndu í hviðum á nokkrum stöðum. Þannig hafa kröftugustu hviður undir Hafnarfjalli mælst 54 metrar á sekúndu og hviður hafa náð 50 metrum á sekúndu við Tíðaskarð sunnan Hvalfjarðarganga.
05.12.2021 - 10:52
Vetrarfærð og gular stormviðvaranir
Vetrarfærð er í öllum landshlutum að morgni, samkvæmt yfirliti Vegagerðarinnar, og Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Miðhálendinu og öllu vestanverðu landinu vegna storms sem gengur yfir stóran hluta landsins.
05.12.2021 - 07:58
Stormur stefnir á vestanvert landið og miðhálendið
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna suðaustan storms sem skellur á vestanverðu landinu og miðhálendinu á morgun. Búist er við allt að 25 metrum á sekúndu en vindhraðinn í einstökum hviðum getur farið í 45 metra á sekúndu. Færð getur spillst á fjallvegum og á miðhálendinu verður ekkert ferðaveður.
04.12.2021 - 10:30
Heil deild í sóttkví vegna omíkron
Lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akranesi er nú í sóttkví eftir að þar greindist smit af omíkron afbrigði kórónuveirunnar. Eftir að fyrsta smitið af því greindist hér á landi er skimað sérstaklega fyrir því hjá COVID-sjúklingum sem leggjast inn á Landspítala. Ekki hefur bæst við í hóp þeirra sem í gær höfðu greinst með afbrigðið og ekki hafa heldur fleiri lagst inn með það á Landspítala, að sögn Más Kristjánssonar yfirlæknis  smitsjúkdómadeildar Landspítala.
Landinn
Amma og afi prjóna fyrir Kvennaathvarfið
Í byrjun október tísti Selma Dís Hauksdóttir um ömmu sína og afa sem eru búsett á Hvammstanga. Þau eru bæði hætt að vinna en nýta stundirnar yfir sjónvarpinu á kvöldin til að prjóna. Sumt er hugsað fyrir afkomendur en þau fara líka reglulega í bæinn með poka fyrir gott málefni.
30.11.2021 - 07:50
Allt frá staðfestingu talningar til nýrra kosninga
Fulltrúar í kjörbréfanefnd skiluðu af sér fjórum álitum og tillögum um hvernig ætti að bregðast við stöðunni vegna talningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins vilja samþykkja kjörbréf allra þingmanna á grundvelli annarrar talningar og ljúka þar með málinu. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna skila sitt hvoru álitinu og samhljóða tillögum um uppkosningu í Norðvestri. Píratinn í nefndinni vill kjósa á landinu öllu.
25.11.2021 - 15:45
Grundfirðingar og Patreksfirðingar takast á við hópsmit
Fjórðungur allra Grundfirðinga eru nú ýmist í einangrun eða sóttkví og enn greinast smit utan sóttkvíar. Skólahald á Patreksfirði liggur niðri út þessa viku vegna hópsmits sem kom upp í gær.
24.11.2021 - 12:30
Landinn
„Ef hún lifir þetta af þá lifir hún af í Hveragerði”
Ruth Phoebe Tchana Wandji frá Kamerún stundar doktorsnám við Landbúnaðarháskóla Íslands undir leiðsögn Bjarna Diðriks Sigurðssonar prófessors. Rannsóknarverkefnið byrjaði 2011 í kjölfar þess að Suðurlandsskjálftinn breytti jarðhitakerfum í kringum Hveragerði.
24.11.2021 - 07:50
Norðan hríð í nótt og varasamt ferðaveður
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna norðan hríðar sem gengur yfir stóran hluta landsins í nótt og í fyrramálið.
23.11.2021 - 22:02
Varsla kjörgagna alvarlegasti annmarkinn
Undirbúningsnefnd um rannsókn kjörbréfa metur vörslu kjörgagna alvarlegasta ágalla á framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi. Það kemur í hlut kjörbréfnefndar, sem skipuð er sömu þingmönnum og undirbúningsnefndin, að leggja fram tillögur um afgreiðslu kjörbréfa byggðar á mati fyrirliggjandi annmarka rannsóknar undirbúningsnefndarinnar.
23.11.2021 - 18:05
Grundfirðingar bjóðast til að lána húsin sín í hópsmiti
Um sextán prósent bæjarbúa í Grundarfirði eru ýmist í sóttkví eða einangrun, flest þeirra börn. Bæjarstjórinn segir að búast megi við fleiri smitum.
23.11.2021 - 16:36
Mun dýrara fyrir marga smáframleiðendur að senda vörur
Smáframleiðendur til sveita eru uggandi eftir að Pósturinn stórhækkaði gjaldskrá á pakkasendingum til og frá dreifbýli. Framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla segir hækkun á gjaldskrá Póstsins í dreifbýli koma illa við félagsmenn. Pakki sem áður kostaði þúsund krónur að senda kostar nú 1600 krónur. Það muni um slíkt fyrir jólin þegar senda þurfi marga litla pakka.
23.11.2021 - 12:20
Hópsmit á Dalvík og í Grundarfirði hefur víðtæk áhrif
Hópsmit sem komið hafa upp á Dalvík og í Grundarfirði síðustu daga hafa mikil áhrif á samfélagið. Skólar, íþróttamannvirki og sundlaugar eru lokuð á báðum stöðum. Von er á miklum fjölda í sýnatöku á Dalvík í dag.
22.11.2021 - 13:07
Úrslit kosninga ráðast á fimmtudag
Næstkomandi fimmtudag ræðst hvort ráðist verður í uppkosningu vegna endurtalningar í Norðvesturkjördæmi eða hvort niðurstöður endurtalningarinnar fái að standa. Þann dag kýs Alþingi um niðurstöður kjörbréfanefndar sem kosin verður strax eftir þingsetningu á þriðjudaginn kemur.
Lýsa málsatvikum á sautján blaðsíðum
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa birti í gær drög að ítarlegri málsatvikalýsingu á framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi vegna þingkosninga í haust. Þar er farið yfir það á sautján blaðsíðum hvernig staðið var að talningu og endurtalningu atkvæða og hvaða upplýsingar hafa komið fram í störfum nefndarinnar.
18.11.2021 - 10:36
Meðalhraðamæling í gagnið - Þingvallavegur næstur
Meðalhraðamyndavélar verða teknar í gagnið á Grindavíkurvegi og í Norðfjarðjargöngum í hádeginu. Til greina kemur að setja slíkar vélar upp í fleiri jarðgöngum og í undirbúningi er að hefja slíka hraðamælingu á Þingvallavegi.
16.11.2021 - 11:08
Þverslá brotin og rafmagn hangir á bláþræði
Rafmagnslaust var á öllu Snæfellsnesi upp úr klukkan átta í gærkvöldi eftir að eldingu sló niður í línu Landsnets, Vegamótalínu 1 milli Vatnshamra og Vegamóta.
15.11.2021 - 12:09
Elding sló út rafmagni á öllu Snæfellsnesi
Rafmagnslaust var á öllu Snæfellsnesi upp úr klukkan átta í kvöld eftir að eldingu sló niður í línu Landsnets, Vegamótalínu 1 milli Vatnshamra og Vegamóta. Um 20 mínútum síðar var búið að spennusetja kerfið á nýjan leik og byrjað að byggja það upp að fullu.
14.11.2021 - 21:15
Loðnan enn ófundin - bræla hamlar leit
Loðnuskipin hafa enn ekki fundið neina loðnu sem heitið getur og eru ekki byrjuð að kasta. Þrjú skip Síldarvinnslunnar, Bjarni Ólafsson, Börkur og Beitir eru við leit djúpt norður af landinu. Þá leita danska skipið Ísafold og sænska skipið Clipperton í og við grænlensku lögsöguna.
12.11.2021 - 12:30
Kjörgögn rangt flokkuð við talningu í NV-kjördæmi
Undirbúningskjörbréfanefnd uppgötvaði í vettvangsferð sinni í Borgarnes í dag að einhver kjörgögn höfu verið rangt flokkuð við talningu. Formaður nefndarinnar segir ekki hægt að skera úr um alvarleika þessa fyrr en nefndin hefur fundað.
Landinn
Allt má ræða í einyrkjakaffinu
Á fimmtudagsmorgnum klukkan tíu er alltaf einyrkjakaffi í Hnyðju í Hólmavík. Þangað kemur alls konar fólk til að ræða landsins gagn og nauðsynjar, hjálpa hvert öðru með hugmyndir og sækja í félagsskap.
11.11.2021 - 07:50
Búast við að veðurgluggi opnist til loðnuveiða í dag
Fyrstu loðnuskipin eru nú á leið á miðin norðvestan við land og er stærsta loðnuvertíð í tvo áratugi í uppsiglingu. Grétar Örn Sigfinnsson, útgerðarstjóri Síldarvinnslunnar, segir að Bjarni Ólafsson AK stími nú á miðin og Börkur sé að taka nót og sigli norður fyrir land síðar í dag. Danska skipið Ísafold beið af sér brælu á Ísafjarðardjúpi í nótt. Búist er við að seinnipartinn verði svokallaður veðurgluggi til leitar og mögulega veiða þar til aftur gerir brælu.
10.11.2021 - 11:54
Sjónvarpsfrétt
Óvinnufær vegna verkja en fær ekki fjárhagsaðstoð
Kona sem lifir við daglega verki kemst ekki að hjá sjúkraþjálfara í Ólafsvík þar sem hún býr. Vegna þessa uppfyllir hún ekki kröfur um fjárhagslegan stuðning og hefur verið tekjulaus síðan í sumar.