Vesturland

Landinn
Jafnvel fleiri sem sækja messu á netinu en í kirkju
Það er aðventustund í Akraneskirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu. Þessi athöfn er hinsvegar óhefðbundin, svo ekki sé meira sagt, vegna þess að í kirkjunni eru engir nema prestarnir í Garða- og Saurbæjarprestakalli, organisti Akraneskirkju og tæknimaður, sem er reyndar líka í sóknarnefndinni.
29.11.2020 - 20:20
Þrumur og eldingar frá hádegi fram á nótt
Vonskuveður er víða um land. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi um nær allt landið, þó ekki á Austurlandi og Austfjörðum. Gengið hefur á með heilmiklum éljahryðjum og þeim hafa fylgt þónokkrar eldingar á vestanverðu landinu, nú síðast yfir höfuðborgarsvæðinu á tólfta tímanum og yfir Skeiðarársandi laust fyrir miðnætti. Páll Ágúst Þórarinsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segist hafa talið 20 eldingar á eða við landið vestanvert og austur á Skeiðarársand síðan um hádegið.
26.11.2020 - 23:53
Stal 30 armböndum og þremur brjóstnælum
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fertugan karlmann í dag til eins árs fangelsisvistar fyrir ýmis þjófnaðarbrot í Reykjavík og á Akranesi. Hann veittist jafnframt með ofbeldi að starfsmanni verslunar sem hafði afskipti af einum þjófnaði hans. Maðurinn hrækti í átt að starfsmanninum og í andlit hans.
Myndskeið
Veður farið að versna við Breiðafjörð
Veður er farið að versna á norðanverðu Snæfellsnesi þar sem gengur á með dimmum éljum í miklu hvassviðri. Fréttamaður RÚV tók meðfylgjandi myndskeið um klukkan 13.
26.11.2020 - 13:28
Kolmunnaveiði hafin við Færeyjar
Tæpur tugur íslenskra skipa er nú við kolmunnaveiðar austur af Færeyjum. Þetta verður verkefni uppsjávarflotans fram að jólum en löng sigling er á þessi mið og allra veðra von.
23.11.2020 - 12:52
Misstu hús sitt í eldsvoða sem kviknaði út frá raftæki
Hjónin Guðrún María Björnsdóttir og Jóhann Páll Þorkelsson eru bændur á Snartarstöðum í Lundarreykjadal í Borgarfirði á Vesturlandi. Þau misstu heimili sitt í byrjun júní á þessu ári þegar eldur braust út á efri hæð íbúðarhússins á bænum . Eldurinn kviknaði út frá gamalli spjaldtölvu sem var í hleðslu. Þau hafa orðið að búa í garðkofa með börnin sín þrjú síðan þá með eldunaraðstöðu í gámi á hlaðinu. Þau vonast til að geta loks flutt í nýtt hús á næstunni.
19.11.2020 - 09:30
Myndskeið
Grímur og tveir metrar í tónlistarkennslu
Nemendur og kennarar í hljóðfærakennslu hafa þurft að bera grímu og halda fjarlægð sín á milli nú í þriðju bylgju faraldursins. Þau sakna þess einna helst að geta spilað saman.
18.11.2020 - 11:52
Landinn
Atvinnuleysið vatt af stað fyrirtæki
„Þetta byrjaði í raun 2013 þegar ég varð atvinnulaus og það var spurning hvað ég vildi gera. Ég vildi vinna á Skaganum og atvinnutækifæri ekki mikil þannig eg ákvað að stofna mitt eigið fyrirtæki," segir Karen Emilía Jónsdóttir, konan að baki fyrirtækinu Kaja Organic.
17.11.2020 - 09:23
Frost og vetrarfærð nyrðra
Spáð er frosti víðast hvar á landinu í dag, á bilinu 0 til 8 stig. Veðurstofa Íslands spáir norðlægri átt, víða stinningsgola eða kaldi, 5-10 m/s, en 8-13 m/s norðvestantil og með austurströndinni.
17.11.2020 - 08:36
Landinn
Færði sig úr leikhúsinu á netið
„Það var eiginleg blessað Covid sem að varð til þess að ég fór í þetta námskeiðahald,“ segir Bernd Ogrodnik, brúðumeistari, en hann var að ljúka við netnámskeið þar sem hann kennir grunnatriði í brúðugerð. Færri komust að en vildu og þáttakendur voru allsstaðar að úr heiminum. Framhaldsnámskeið er síðan í burðarliðnum.
15.11.2020 - 20:59
Kólnar næstu daga
Norðaustanátt verður ríkjandi í dag, fimm til þrettán metrar á sekúndu víðast hvar en þrettán til átján norðvestantil. Éljagangur norðan- og austanlands og stöku skúrir eða él við suðvesturströndina, en annars úrkomulítið. Á morgun verður norðan og norðaustan átta til fimmtán, hvassast austast. Birtir til á Suður- og Vesturlandi á morgun. Hiti kringum frostmark.
15.11.2020 - 07:44
Hálka og vetrarfærð víða um land
Hálka og hálkublettir eru nú á vegum í flestum landsfjórðungum. Mest er hálkan á Norðurlandi og þar var sumstaðar flughált í morgun.
13.11.2020 - 16:02
Myndskeið
Þyrla notuð við lagfæringar á aldagamalli gönguleið
Þyrla var nýtt til efnisflutninga svo hlífa mætti viðkvæmu og friðuðu hrauni við endurbætur á gönguleið á milli í þjóðgarðinum Snæfellsjökli.
Fyrirtæki áhugasöm um skógrækt – skattaafsláttur í boði
Fyrirtæki sýna skógrækt aukinn áhuga en þau geta nú lækkað skattstofn sinn um 0,75% af veltu með aðgerðum til kolefnisjöfnunar. Skógræktarstjóri segir nóg pláss fyrir nýjan skóg í landinu. Erlend samtök ætla að gróðursetja í Breiðdal fyrir næstum 50 miljónir króna.
09.11.2020 - 13:28
Viðtal
Vilja gera Grundarfjörð gönguvænni
Bæjarstjórn Grundarfjarðar ætlar að ýta undir að fólk gangi meira í ferðum sínum innan bæjarins. Í nýju skipulagi er stefnt að því að gera gönguferðir að meira aðlaðandi valkosti fyrir fólk. Matthildur Elmarsdóttir, ráðgjafi hjá Alta, hefur unnið að gerð aðalskipulags fyrir Grundarfjörð. Hún segir að það séu ekki aðeins vegalengdir sem ráði því hvort að fólk fari gangandi eða velji aðrar fararmáta. Upplifunin og aðstæður skipta líka miklu máli.
09.11.2020 - 09:38
Hafa þungar áhyggjur af lágu verði til sauðfjárbænda
Dalabyggð, Strandabyggð, Reykhólahreppur og Húnaþing vestra hafa þungar áhyggjur af of lágu afurðaverði til sauðfjárbænda. Sveitarfélögin skora á afurðastöðvar að gefa út afurðaverð næsta árs strax fyrir áramót.
Eðlileg krafa að í Baldri sé varavél
Bæjarstjórinn í Vesturbyggð segir að það sé áhyggjuefni að engin varavél sé í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Það hafi vakið óhug með íbúum þegar ferjan varð vélarvana úti á Breiðafirði í sumar.
Myndskeið
Biðja fólk að ganga frá lausamunum
Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur fólk til að fylgjast vel með upplýsingum um suðvestanstorm sem gengur yfir stærstan hluta landsins og biður fólk að ganga vel frá öllu því sem gæti fokið. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir um allt land nema á miðhálendinu og Suðausturlandi.
05.11.2020 - 15:05
Vindhviður geta náð allt að 45 m/s í engu ferðaveðri
Varað er við norðvestan roki á Austfjörðum sem nær hámarki um og upp úr hádegi í dag. Vindhviður geta náð allt að 45 metrum á sekúndu í Borgarfirði, Seyðisfirði, Norðfirði og víðar. Þar er ekkert ferðaveður á meðan gul veðurviðvörun er í gildi – til 20 í kvöld.
03.11.2020 - 11:31
Landinn
Sýslur heyra sögunni til
„Nánast frá því land byggðist hefur því verið skipt upp í einhverskonar einingar, hreppa, þing, sýslur, ömt, kjördæmi og landsfjórðunga. Hrepparnir hafa sennilega komið fyrst og síðan var farið að skipta landinu upp í  þing, og undir hverju þingi voru þá ákveðið margir hreppar,“ segir Eva Marín Hlynsdóttir, dósent í opinberri stjórnsýslu við HÍ. 
03.11.2020 - 09:45
Varasöm ísing á vegum á Suðvesturlandi og víðar
Veðurfræðingur Vegagerðarinnar, Einar Sveinbjörnsson, sendi fréttastofu ábendingu um að hætta sé á hálku á landinu suðvestanverðu í nótt. Þar eru vegir blautir og nú þegar létt hefur til og hægviðri dottið á er hætt við að varasöm ísing myndist á flestum vegum á suðvesturhorninu og því rétt að aka enn varlegar en ella.
31.10.2020 - 23:54
Á gjörgæslu eftir alvarlega árás í Borgarnesi
Karlmaður, sem varð fyrir alvarlegri árás í Borgarnesi í síðustu viku, var fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans tveimur dögum eftir árásina þegar ástand hans versnaði mjög og talið „alvarlegt og lífshættulegt.“ Maðurinn var rifbeinsbrotinn, mögulega viðbeinsbrotin og kjálkabrotinn auk þess sem hann var með nokkur bitför í andliti. Eftir að hafa verið fluttur frá sjúkrahúsinu á Akranesi á Landspítalann í Fossvogi kom í ljós að annað lungað var samfallið.
27.10.2020 - 14:19
Banaslys rakið til þreytu eftir langt flug frá Ameríku
Banaslys sem varð til móts við bæinn Gröf á Snæfellsnesi í október á síðasta ári má rekja til þreytu ökumanns eftir langt flug frá Ameríku. Hjón frá New York-ríki ásamt þremur börnum þeirra voru í bílnum. 17 ára sonur hjónanna lést eftir að hann og systir hans köstuðust út úr bílnum sem valt rúma 40 metra. Stúlkan var föst undir bílnum þegar vegfarendur komu að slysinu. Þeir björguðu sennilega lífi hennar með því að velta bílnum ofan af henni og hefja endurlífgun í framhaldinu.
26.10.2020 - 14:45
Myndband
Læknir í Svíþjóð skoðar í eyru austfirskra barna
Heilbrigðisstofnun Austurlands er í fremstu röð í fjarlækningum samkvæmt nýrri samnorrænni skýrslu. Læknar í Reykjavík og Svíþjóð skoða sjúklinga á Austurlandi í gegnum netið með aðstoð hjúkrunarfræðings. Tæknin getur í sumum tilvikum leitt til betri þjónustu því hægt er að vinna með myndir og upptökur af einkennum.
25.10.2020 - 13:28
Landinn
„Orðnir vinsælir í bænum“
„Það hefur bara gengið vel, það eru mjög margir að kaupa alltaf,“ segja skólabræður í 4. bekk í Stykkishólmi sem einu sinni í viku baka saman til styrktar góðu málefni. 
25.10.2020 - 08:58