Vesturland

„Bókstaflega rigndi inn aðstoðarbeiðnum“
Veðurspá um norðvestanhríð norðan- og vestanlands hefur gengið eftir í dag. Veðrið er nú í hámarki á Vesturlandi og Vestfjörðum, þar sem útköllum björgunarsveita tók að fjölga síðdegis.
28.09.2021 - 18:08
Útvarpsumfjöllun
Veðrið á enn eftir að versna - eldingu sló niður
Aftakaveður er á norðvestanverðu landinu þar sem appelsínugul veðurviðvörun er í gildi. Rúta fauk út af í Hrútafirði, vegir eru víða lokaðir og rafmagnslaust var um tíma á Húsavík. Foráttuhvasst verður vestanlands í dag, en illviðrið ætti að ganga niður þegar líður á kvöldið.
28.09.2021 - 12:42
Bein lýsing
Óvissustig almannavarna vegna óveðurs
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum. Aftakaveður verður á Vestfjörðum, þar sem appelsínugul veðurviðvörun verður í gildi frá því fyrir hádegi og langt fram á kvöld.
28.09.2021 - 09:20
Óvissustigi lýst yfir vegna óveðurs
Vegna slæmrar veðurspár á morgun þriðjudaginn 28. september lýsir Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, yfir óvissustigi almannavarna í þessum umdæmum.
27.09.2021 - 17:46
„Strax ljóst að það yrði ekkert grín að komast að þeim“
Mjög erfiðar aðstæður voru þegar fjórum mönnum í strönduðum gúmmíbát var bjargað á skeri við Akurey í Kollafirði í gærkvöld. „Svarta myrkur, versnandi veður, staðsetning vituð en þarf samt að taka með fyrirvara,“ segir félagi í björgunarsveitinni Ársæli þegar hann lýsir skilyrðum við upphaf útkallsins.
Landinn
Framtíðin er ekki óskrifað blað
„Það er enginn lengur sem fer um á morgnana og slekkur á lýsislömpum hér í Reykjavík og það eru heldur engir sótarar hérna lengur. Og það er fullt af öðrum störfum sem einu sinni voru mikilvæg sem eru ekki lengur til,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.
20.09.2021 - 11:40
Viðtal
„Þetta er svona týpískt trampólín-veður“
Vindur er kominn upp í tuttugu til þrjátíu metra á sekúndu í hviðum á Vesturlandi, en fyrsti hausthvellurinn er væntanlegur í dag. Gular viðvaranir taka gildi klukkan sex á sunnan og vestanverðu landinu.
12.09.2021 - 13:57
Innviðir og heilbrigðisþjónusta aðalmálaflokkar í NV
Sundabraut, vegaumbætur, raforkumál og heilbrigðisþjónusta eru meðal helstu málaflokka í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.
Kjördæmafundur
Frambjóðendur í Norðvesturkjördæmi mættust í hljóðveri
Nú eru rúmlega tvær vikur til Alþingiskosninga og í dag var annar útvarpsþáttur af sex á Rás 2 þar sem rætt er við forystumenn allra framboða í hverju kjördæmi. Í öðrum þætti mættust frambjóðendur í Norðvesturkjördæmi.
07.09.2021 - 20:43
Hviður nálgast 30 metra - rétt að huga að lausamunum
Fyrsta haustlægðin gengur nú yfir landið og gul viðvörun er í gildi fyrir vestanvert landið.
27.08.2021 - 10:14
Húsnæðisvandi Grundaskóla kostar um milljarð
Starfsemi Grundaskóla á Akranesi verður skipt niður á tvær byggingar á þessu skólaári. Stokka þurfti alla starfsemina upp þegar alvarlegir ágallar á húsnæði skólans komu í ljós í vor. Starfsmenn eru enn frá vinnu vegna heilsubrests. Um milljarður fer í framkvæmdir og aðra þætti vegna húsnæðisvandans.
23.08.2021 - 09:01
Berjabláar brekkur víða á landinu
Berjaspretta er með besta móti víða um landið í ár. Kuldi framan af vori setur sumstaðar strik í reikninginn. Þó að samkomutakmarkanir séu í gildi er hægt að eiga notalegar stundir í guðs grænni náttúrunni, áhyggjulaus.
21.08.2021 - 12:10
Ánafnar Brák milljónabótum vegna Húsafellsmálsins
Björgunarsveitinni Brák í Borgarnesi barst höfðingleg gjöf í vikunni, heilar fimm milljónir króna, sem koma sér vel við fjármögnun nýrrar björgunarmiðstöðvar sem verið er að byggja. Frá þessu er greint á Facebook-síðu sveitarinnar. Þar segir að Sæmundur Ásgeirsson, sem átti í harðvítugum deilum við Pál Guðmundsson á Húsafelli, hafi ánafnað björgunarsveitinni þær fimm milljónir króna sem honum voru greiddar í liðinni viku vegna Húsafellsmálsins svokallaða.
18.08.2021 - 01:51
Friðlandið í Flatey tvöfaldast
Friðlandið í Flatey stækkaði í 1,62 kílómetra í dag þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra undirritaði auglýsingu um stækkun þess. Friðlandið tvöfaldast þar með að stærð.
11.08.2021 - 20:32
Segist fórnarlamb í deilu nágranna og bæjarins
Páll Guðmundsson á Húsafelli segir að stór hluti lífsstarfs hans verði lagður til hinstu hvílu á næstu dögum þar sem hann hafi orðið fórnarlamb í deilum nágranna síns við Borgarbyggð. Hafist verður handa við að brjóta niður húsnæði undir legsteinasafn hans á morgun.
11.08.2021 - 14:45
Slys á göngufólki útheimtu mikinn mannskap
Nokkur slys urðu á göngufólki síðdegis í gær og þurfti mikinn mannskap til að flytja fólk til byggða.
09.08.2021 - 09:08
Ekki í kortunum að opna farsóttarhús á landsbyggðinni
Þrátt fyrir mikla útbreiðslu smita stendur ekki til að opna farsóttarhús á landsbyggðinni. Forstöðumaður farsóttarhúsa segir að vel sé fylgst með þeim sem sýkjast á landsbyggðinni og þeir fluttir í farsóttarhús í Reykjavík sýni þeir mikil einkenni.
03.08.2021 - 11:56
Myndskeið
Þyrla Landhelgisgæslunnar við hraðamælingar
Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í vegaeftirliti og hraðamælingum á milli Reykjavikur og Akureyrar í samstarfi við lögregluna í gær.
Hvalfjarðargöng lokuð til klukkan tíu
Á tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að Hvalfjarðargöng verða lokuð til klukkan tíu í dag vegna malbikunar.
28.07.2021 - 07:13
Sæludögum í Vatnaskógi aflýst
Fjölskylduhátíðinni Sæludögum í Vatnaskógi hefur verið aflýst, eins og flestum stærri viðburðum öðrum. Í tilkynningu frá Skógarmönnum KFUM segir að í ljósi nýjustu samkomutakmarkana stjórnvalda sé það þeirra mat, að ekki sé forsvaranlegt að halda hátíðina í ár. Hátíðin hefur verið haldin árlega frá 1992, en féll líka niður í fyrra vegna COVID-19 faraldursins.
Óvarkárir ökumenn keyra á tugi kríuunga á dag
Tugir kríuunga hafa drepist á dag undanfarna viku vegna mikillar bílaumferðar við Rif á Snæfellsnesi. Hámarkshraði á svæðinu hefur nú þegar verið lækkaður og svæðið merkt sem varpland, en það virðist ekki duga til þess að hlífa varpinu.
22.07.2021 - 21:05
Innlent · Vesturland · Náttúra · Umhverfismál · Kría · Fuglar · Náttúra · umferð · Varp · Kríuvarp · Varpland · Vegagerðin · samgöngur · Bílar · Vesturland · Snæfellsnes
Búvísindi vinsælust í Landbúnaðarháskólanum
Nemendafjöldi í Landbúnaðarháskóla Íslands hefur tvöfaldast á síðustu árum. Allar deildir hafa vaxið en aðsókn er mest í búvísindi í ár.
Sjónvarpsfrétt
Gleði og litadýrð á fyrstu hinseginhátíð Vesturlands
Gleði og litadýrð einkenndu mannfjöldann sem streymdi um Borgarnes í dag. Hinseginhátíð Vesturlands og gleðigangan fóru nú fram í fyrsta skiptið, á vegum nýstofnað hinseginfélags Vesturlands. Systurnar Guðrún Steinunn og Bjargey Anna Guðbrandsdætur eru einar af skipuleggjendum hátíðarinnar og stofnendum félagsins.
10.07.2021 - 21:16
Bæjarhátíðir um hvippinn og hvappinn um helgina
Líf virðist vera að færast í bæjarhátíðir vítt og breitt um landið. Um helgina eru þónokkrar hátíðir á dagskrá. Lítið hefur verið um hátíðahöld undanfarna mánuði vegna farsóttarinnar.
Biskupsbeygja á Holtavörðuheiði kvödd
Opnað hefur verið fyrir umferð um nýjan vegarkafla um Heiðarsporð á Holtavörðuheiði. Framkvæmdir hafa staðið þar yfir síðan í fyrra til þess fjarlægja krappa beygju á veginum.
07.07.2021 - 15:41