Vesturland

Heimamenn kaupa Norðanfisk á Akranesi
Sigurjón Gísli Jónsson, framkvæmdastjóri Norðanfisks fer fyrir hópi fjárfesta frá Akranesi sem nú hefur undirritað kaupsamning við Brim um kaup á öllu hlutafé fyrirtækisins. Hann gerir ráð fyrir að gengið verði frá kaupunum fyrir lok júní.
30.05.2020 - 16:04
Segir mögulega ekki þörf á að grafa í gegnum skriðuna
Gripið hefur verið til ýmissa ráða til þess að tryggja áframhaldandi fengsæld í Hítará eftir að stór skriða breytti farvegi hennar fyrir tveimur árum. Leigutaki að Hítará segir að komandi sumar eigi eftir að skera úr um hvort skriðan hafi bitnað jafn illa á veiði og óttast er.
27.05.2020 - 16:08
Myndskeið
Grafa í gegnum skriðu til að endurheimta farveg Hítarár
Grafa á í gegnum skriðu sem féll í Hítardal fyrir tveimur árum til að endurheimta fyrri farveg Hítarár. Með því á að ná aftur sömu laxveiði úr ánni og áður en skriðan féll.
27.05.2020 - 09:26
Myllum fækkað í fyrirhuguðum vindmyllugarði í Garpsdal
Myllum í fyrirhuguðum vindmyllugarði í Garpsdal verður fækkað frá fyrri tillögu úr 35 í 21 myllu. Þær dreifast yfir stærra svæði en áður var ráðgert og skila minna heildarafli inn á raforkukerfið. Tillögur um breytt aðalskipulag voru kynntar íbúum Reykhólahrepps á rafrænum íbúafundi í gær.
19.05.2020 - 16:50
Ætla að fljúga dróna yfir Norðurárdal í dag
Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri telur að gróðureldar í Norðurárdal í Borgarfirði hafi kviknað af mannavöldum. Gera megi ráð fyrir að tíu til fimmtán hektarar hafi brunnið. Hversu stórt svæði brann komi frekar í ljós síðar í dag þegar dróna verði flogið þarna yfir.
19.05.2020 - 10:07
Viðtal
Hafa náð tökum á gróðureldunum - vakta svæðið
Búið er að ná tökum á gróðureldum í Norðurárdal í Borgarfirði. Hátt í hundrað manns hafa kljáðst við eldinn síðan um sex í kvöld. Slökkviliði Borgarbyggðar barst liðsauki frá Slökkviliðinu á Akranesi og Brunavörnum Suðurnesja í baráttunni við eldinn.
19.05.2020 - 02:33
Myndskeið
Hafa náð tökum á aðstæðum en verða að fram undir morgun
Um sjötíu til níutíu manns berjast nú við gróðurelda í Norðurárdal. Slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar segir slökkvistarf í fullum gangi en þeir ráði illa við eldinn þar sem hann sé „á eins slæmu landi og hugsast getur.“ Nánast vonlaust er að koma vatni á staðinn.
18.05.2020 - 22:36
Gengur illa að slökkva gróðurelda í Borgarfirði
Slökkvilið Borgarbyggðar vinnur nú að því að slökkva eld í gróðri í grennd við Bifröst. Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri segir í stuttu samtali við fréttastofu að um nokkurn eld sé að ræða en hann getur ekki lagt mat á umfangið. Allur tiltækur mannskapur var boðaður út en illa gengur að slökkva eldinn. Hann telur að ekki sé hætta á að eldurinn breiðist í byggð eða valdi tjóni.
18.05.2020 - 18:08
Vilja selja hlut sinn í Drangavík á Ströndum
Þrír af sextán landeigendum Drangavíkur á Ströndum hafa ákveðið að selja rúmlega tuttugu prósenta hlut sinn í jörðinni. Ástæðan er fyrst og fremst skiptar skoðanir um landamerki jarðarinnar sem gæti haft áhrif á fyrirhugaða Hvalárvirkjun.
18.05.2020 - 16:03
Sjávarhiti kann að veita vísbendingar um laxveiði
Góðar vísbendingar eru um góðar smálaxagöngur í ám á sunnan- og vestanverðu landinu í sumar. Stangveiði á laxi í þessum landshluta er yfirleitt um 40 prósent af heildarveiði náttúrulegra laxastofna á landinu.
13.05.2020 - 10:12
Eitt smit í Hvalfjarðarsveit sendi 28 í sóttkví
31 eru skráðir í sóttkví á Akranesi eftir að smit greindist hjá nemanda í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. Tveir voru í sóttkví þar í fyrradag en 28 bættust við í gær. Skólastjóri segir að aðgreining námshópa í samkomubanni hafi borið góðan árangur því aðeins einn nemendahópur af fjórum hafi þurft að fara í sóttkví.
05.05.2020 - 15:36
Má veiða tæpum 100 tonnum meira af rækju
Hafrannsóknastofnun ráðleggur í samræmi við varúðarsjónarmið að rækjuafli við Snæfellsnes verði ekki meiri en 491 tonn, fram til 15. mars á næsta ári. Ráðgjöf var 393 tonn fyrir síðasta ár og má því veiða tæplega hundrað tonnum meira núna. 
01.05.2020 - 10:10
Ingibjörg Birna ráðin sveitarstjóri Reykhólahrepps á ný
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Reykhólahrepps. Ákvörðun um ráðningu hennar var tekin á fundi sveitarstjórnar hreppsins í dag. Þetta kemur fram á Reykhólavefnum, reykhólar.is. Þar segir að Ingibjörg sé flestum hnútum kunnug hjá Reykhólahreppi, því hún var þar sveitarstjóri frá 2010 til 2018.
01.05.2020 - 01:24
Telur að skipstjórnendur hefðu mátt sýna meiri aðgæslu
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að skipstjórnandi Breiðafjarðarferjunnar Baldurs og skipstjóri þörungaskipsins Grettis hefðu báðir mátt sýna meiri aðgæslu þegar litlu mátti muna að árekstur yrði á Breiðafirði síðasta sumar. Nefndin segir þetta hafa verið „mjög alvarlegt atvik“ sem talstöðvarsamskipti hefðu getað komið í veg fyrir. Nefndin leitað til kennara við Skipstjórnarskólann vegna mjög ólíkra sjónarmiða í málinu.
24.04.2020 - 17:48
Drengurinn fannst heill á húfi við Grábrók
Drengurinn sem leitað hafði verið að við Hreðavatn síðan á fjórða tímanum fannst heill á húfi við fjallið Grábrók sem stendur við Hreðavatnsskála. Fréttastofa fékk þetta staðfest frá björgunarsveitunum á staðnum. Drengurinn er rétt rúmlega tíu ára. Vísbendingar höfðu borist um ferðir drengsins við fjallið.
23.04.2020 - 16:48
65 milljónir í verkefni á Raufarhöfn og Bakkafirði
Af 200 milljóna viðbótarframlagi úr Framkvæmdastjóð ferðamannastaða, fara 65 milljónir til tveggja verkefna á Raufarhöfn og Bakkafirði. Samtals hafa 48 verkefni víða um land hlotið styrki úr sjóðnum í ár.
22.04.2020 - 16:08
Gott veðurútlit - hægar suðlægar áttir framundan
Nú er milt veður í kortunum og vorið virðist komið fyrir alvöru. Það er útlit fyrir hægar suðlægar áttir næstu vikur og tveggja stafa tölur - sérstaklega þó fyrir norðan og austan.
21.04.2020 - 14:45
Gunnlaugur krefur Borgarbyggð um 60 milljónir
Gunnlaugur Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, hefur stefnt sveitarfélaginu og krefur það um 60 milljónir króna. Stefnan var lögð fram í Héraðsdómi Vesturlands í byrjun mánaðarins. Byggðarráð Borgarbyggðar segir ljóst að ítrustu kröfur Gunnlaugs séu langt umfram þær kröfur sem sveitarfélagið telur réttmætar.
18.04.2020 - 07:50
Kolmunnaveiðin hafin af krafti suður af Færeyjum
Kolmunnaveiði á „gráa svæðinu“ svokallaða, á mörkum landhelgi Færeyja og Skotlands, er hafin af krafti. Um 15 íslensk kolmunnaskip hafa síðustu sólarhringa beðið eftir því að kolmunninn gangi inn á þetta svæði úr skosku lögsögunni.
17.04.2020 - 16:27
Sjö ferðaþjónustufyrirtæki hafa skilað starfsleyfi sínu
Sjö fyrirtæki á Suðurlandi og Vesturlandi hafa beðið um niðurfellingu starfsleyfis hjá Ferðamálastofu. Þrjú af þeim ætla ekki að hætta rekstri heldur draga saman seglin og sækja um annars konar starfsleyfi.
17.04.2020 - 14:04
Upp í 40% án atvinnu á svæðum sem háð eru ferðaþjónustu
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur falið Byggðastofnun að kanna sérstaklega atvinnuástand á landsvæðum þar sem ferðaþjónusta er mikilvæg. Þar hafa sveitarfélög kallað eftir sérstakri aðkomu ríkisins. Spáð er ríflega 40 prósenta atvinnuleysi í apríl þar sem útlitið er verst hjá sveitarfélögum sem treysta einkum á ferðaþjónustu.
17.04.2020 - 13:38
Telur að aldurinn gefi tilefni til vægari refsingar
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni konu um sjötugt, sem dæmd var fyrir tilraun til manndráps, um áfrýjunarleyfi. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi konuna í fjögurra ára fangelsi í maí í fyrra fyrir að stinga sambýlismann dóttur sinnar í bringuna, en konan neitaði sök fyrir dómi.
17.04.2020 - 12:39
Hækka götuna um allt að tvo metra
Bæjarstjórn Akraness samþykkti í fyrradag að breyta deiliskipulagi Sementsreitsins. Þar stendur til að reisa íbúðabyggð í stað sementsverksmiðjunnar sem var þar áður. Fyrir lá að reisa þyrfti sjóvarnagarð til að verja íbúðabyggðina fyrir ágangi sjávar. Nú hefur verið ákveðið að hækka götuna um allt að tvo metra þar sem hún liggur meðfram sjónum. Við það verður framkvæmdin hagkvæmari en annars hefði verið segir bæjarstjórinn á Akranesi.
16.04.2020 - 09:35
Víða truflanir á rafmagni
Talsvert hefur verið um rafmagnsleysi vegna veðurs í nótt. Víða er verið að leita að bilun eða gera við bilun og stefnt að því að rafmagn komist á aftur snemma morguns.
06.04.2020 - 07:19
Enn rafmagnslaust á Skarðsströnd og í Framsveit
Rafmagn er komið á þar sem það datt út í Jökuldal og Landeyjum í gærkvöld, en það er enn úti á Saurbæ í Dölum og á Skarðsströndinni, þar sem það fór af um tíuleytið í gærkvöld, og í Framsveit á Snæfellsnesi, þar sem það datt út í nótt.
06.04.2020 - 05:45