Vesturland

Þórdís ekki endurráðin sem sveitastjóri Borgarbyggðar
Nýkjörinn meirihluti í Borgarbyggð hefur ákveðið að endurráða ekki Þórdísi Sif Sigurðardóttur sem sveitarstjóra. Hún var faglega ráðin sveitarstjóri í Borgarbyggð fyrir tveimur árum.
Töldu sér ekki virðing sýnd og tala við Sjálfstæðismenn
Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eiga nú í óformlegum viðræðum um meirihlutasamstarf á Akranesi. Slitnað hefur upp úr viðræðum Framsóknar og Samfylkingar. Oddviti Samfylkingarinnar segir samtal flokkanna hafa orðið neikvætt og að flokknum hafi ekki verið sýnd virðing.
Óráðið um stöðu sveitarstjóra í Borgarbyggð
Ekki er búið að ákveða hvernig verður staðið að ráðningu sveitarstjóra í Borgarbyggð eftir að nýr meirihluti Framsóknarflokksins tekur við. Þetta segir oddviti flokksins.
19.05.2022 - 14:58
Áhugaverð og óvenjuleg skjálftavirkni undan Jökli
Óvenjuleg og áhugaverð skjálftavirkni hefur greinst í hafinu vesturundan Snæfellsjökli. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni, vekur athygli á þessu á Twitter.
Landinn
Tveggja landa viskí
„Þetta er ekki íslenskt viskí, þetta er skoskt viskí með íslensku vatni og sérstaðan liggur í íslenska vatninu," segir Magnús Arngrímsson framkvæmastjóri Pure Spirits sem meðal annars framleiðir Reyka vodkann en nýjasta afurð fyrirtækisins er Gróbrókar-viskí.
16.05.2022 - 14:00
Mótorhjólaslys á Snæfellsnesi
Mótorhjólaslys varð á Snæfellsnesi við Grundarfjörð í kringum klukkan fimm í dag.
14.05.2022 - 17:30
Fimm ný sveitarfélög fá nafn eftir kosningar
Íbúar í tveimur nýsameinuðum sveitarfélögum taka þátt í ráðgefandi skoðanakönnun um nafn á sveitarfélögin samhliða sveitarstjórnarkosningunum á laugardag. Í þremur sameinuðum sveitarfélögum til viðbótar er slík skoðanakönnun ýmist búin, eða verður gerð eftir kosningar.
X22 - Borgarbyggð
Margir kjósa eftir afstöðu framboða til vindorkuvera
Bætt íþróttaaðstaða, möguleg vindorkuver og skólahald í heimabyggð eru meðal þess sem kjósendur í Borgarbyggð velta fyrir sér fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardaginn.
X22 - Stykkishólmur og Helgafellssveit
Skólinn og málefni aldraðra á oddinum fyrir kosningar
Skólamál og málefni aldraðra eru ofarlega á baugi hjá kjósendum í nýju sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.
Rúmlega fimm þúsund hafa kosið utan kjörfundar
Nú þegar innan við tíu dagar eru í sveitarstjórnarkosningar hafa rúmlega fimm þúsund manns kosið utan kjörfundar. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir kjörsóknina heldur meiri en fyrir fjórum árum.
X22 - Akranes
Vilja byggja upp atvinnu svo bærinn verði ekki úthverfi
Frambjóðendur á Akranesi eru sammála um að atvinnuuppbygging sé áherslumál í kjölfar mikillar uppbyggingar og fjölgunar íbúa í bænum. Huga þurfi að byggingu nýs grunnskóla og tengingu við nýja leikskóla. Þegar er einn leikskóli í byggingu en talið er að fljótlega verði þörf fyrir annan.
Sögur af landi
Skellurinn kom þegar ljóst varð að þrjá menn vantaði
„Þetta er alltaf í hausnum á þér, það er bara þannig. Svona lífsreynslu, það er ekkert strokleður sem afmáir það. Það er bara svoleiðis,” segir Hafsteinn Garðarsson. Hann var skipstjóri á togaranum Krossnesi SH-308 frá Grundarfirði sem fórst fyrir þrjátíu árum á Halamiðum, 23. febrúar 1992. Níu menn komust lífs af en þrír fórust í slysinu. Aldrei fékkst staðfest hvað varð til þess að skipið sökk.
24.04.2022 - 09:30
Ekki má draga að gera umbætur í ferðum um Breiðafjörð
Sveitarstjórnir í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi segja öryggi farþega Breiðafjarðarferjunnar Baldurs stefnt í voða alla daga. Auk þess sé ferjan helsta samgönguleið íbúa svæðisins. Þingmenn hvetja innviðaráðherra að kaupa nýja nútímalega ferju til siglinga sem jafnvel verði knúin endurnýjanlegum orkugjöfum.
Landinn
Börnin syngja Bubba
„Bubbi er bara svo frábær söngvari og á svo mikið af góðum lögum," segir Katrín Einarsdóttir, varaformaður nemendafélags Auðarskóla í Búðardal.
13.04.2022 - 07:50
Landinn
Voru sjálfir farnir að biðja um rör í eyrun
Eyrnabólga er algeng hjá börnum á Íslandi og þar af leiðandi röraísetningar sem geta bjargað svefni, líðan og geðheilsu heilu fjölskyldnanna. Slæm eyrnaheilsa gengur gjarnan í erfðir og íslenska veðráttan hjálpar ekki til. Í Sandgerði býr sex manna fjölskylda sem þekkir eyrnabólgu og rör betur en flestir.
35 úkraínskir flóttamenn komnir á Bifröst
Tekið var á móti þrjátíu og fimm úkraínskum flóttamönnum á Bifröst í gærkvöldi. Búist er við því að þeir verði fleiri. Pláss er fyrir hundrað og fimmtíu manns á Bifröst.
Karl Gauti kærir lögregluna á Vesturlandi
Karl Gauti Hjaltason hefur kært lögreglustjórann á Vesturlandi til ríkissaksóknara fyrir að hætta rannsókn á hendur yfirkjörstjórn á Vesturlandi vegna talningar atkvæða í Borgarnesi að loknum alþingiskosningum í haust.
Banaslys á Vesturlandi í gærkvöld
Karlmaður lést um kvöldmatarleitið í gær eftir að hafa lent í slysi nærri Bröttubrekku á Vesturlandi. 
30.03.2022 - 15:15
Sveitarfélögum fækkar enn
Sveitarfélögum þar sem íbúar eru færri en hundrað, fækkar um tvö eftir sameiningarkosningar á laugardag. Samrekstur er þegar mikill og fólk á líklega ekki eftir að finna mikið fyrir breytingum.
28.03.2022 - 12:04
Sveitarfélög fyrir norðan og vestan í sameiningarhug
Íbúar í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi annars vegar og íbúar Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar samþykktu í kvöld sameiningu. Íbúar í 19 í sveitarfélögum hafa nú kosið um sameiningu frá því í sumar og þetta voru síðustu sameiningarkosningarnar í nokkuð langri törn.
Guðveig efst á lista þriðju kosningarnar í röð
Guðveig Eyglóardóttir sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknar í Borgarbyggð leiðir lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, þriðju kosningarnar í röð. Framboðslisti Framsóknar í Borgarbyggð var kynntur í gærkvöld.
Sjónvarpsfrétt
Reynt við sameiningu fyrir vestan og norðan
Íbúar tveggja sveitarfélaga á Vesturlandi og tveggja á Norðausturlandi kjósa um sameiningu á morgun. Kosið hefur verið um sameiningu áður í þessum sveitarfélögum sem ekki varð af.
25.03.2022 - 19:20
Kosið um sameiningu í 19 sveitarfélögum á níu mánuðum
Á laugardag verður kosið um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi og við Langanes. Að þeim kosningum loknum hafa íbúar í samtals 19 sveitarfélögum kosið um sameiningu frá því í sumar.
Hafa boðið flóttafólki 318 íbúðir í 47 sveitarfélögum
Rúmlega þrjú hundruð íbúðir í 47 sveitarfélögum hafa nú verið boðnar til að hýsa fólk á flótta. For­stöð­u­kon­a Fjöl­menn­ing­ar­set­urs sem heldur utan um skráningar segir viðbrögð landsmanna vonum framar en betur má ef duga skal.
Thelma efst á lista Vinstri grænna í Borgarbyggð
Thelma Harðardóttir, verkefnastjóri hjá Sambandi sveitarfélaga á Vesturlandi, leiðir lista Vinstri grænna í Borgarbyggð til sveitarstjórnarkosninga í vor. Framboðslisti flokksins í Borgarbyggð var samþykktur á fundi í dag. Brynja Þorsteinsdóttir, leiðbeinandi á leikskóla, er í öðru sæti og Friðrik Aspelund, skógfræðingur og leiðsögumaður, skipar þriðja sætið.