Vesturland

Myndskeið
Stefnir í metsölu á þorramat þó að fá séu haldin blótin
Sala á þorramat virðist ætla að haldast óbreytt þrátt fyrir að búið sé að aflýsa nær öllum stórum þorrablótum. Skagamenn láta faraldurinn ekki stoppa sig og slá upp stóru þorrablóti sem sent verður heim í stofu.
22.01.2021 - 22:52
Sögur af landi
Rafíþróttadeildir: „Spretta núna upp eins og gorkúlur“
Rafíþróttadeildum um allt land hefur fjölgað mikið síðustu árin og skilningur á rafíþróttum aukist. Uppbyggingin hefur verið mest innan stóru íþróttafélaganna en slík starfsemi nær í auknu mæli til smærri staða. Í Bolungarvík er nýbúið að stofna rafíþróttafélag og á Egilsstöðum tók móðir tölvuleikjaspilara sig til og stofnaði rafíþróttadeild eftir að hafa fengið nýja sýn á áhugamál sonarins.
Sement fór á 250 bíla og 70 hús þegar síló yfirfylltist
250 bílar hafa verið sýruþvegnir og tilkynnt hefur verið um tjón á 70 húsum eftir að sement gaus úr tanki Sementsverksmiðjunnar á Akranesi fyrr í mánuðinum. Talið er að meira sement hafi losnað út í andrúmsloftið en áætlað var í fyrstu.
22.01.2021 - 12:28
Lilja Rafney vill leiða VG í Norðvesturkjördæmi
Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, gefur áfram kost á sér í 1. sæti á framboðslista flokksins í kjördæminu í Alþingiskosningunum í haust.
Vöruflutningabíll fauk á hliðina á Vesturlandsvegi
Ökumaður vöruflutningabíls sem ók um Vesturlandsveg var fluttur á slysadeild í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar í hádeginu í dag. Bíllinn sem hann ók valt þegar mikil vindhviða feikti honum.
20.01.2021 - 13:28
12 milljónir til verslunar í strjálbýli
Tólf milljónum króna hefur verið úthlutað úr ríkissjóði til þriggja verslana í strjálbýli. Markmiðið er að styðja verslun fjarri stórum þjónustukjörnum. Fimm verslanir sóttu um styrki.
Guðveig Lind sækist eftir efsta sæti á lista Framsóknar
Guðveig Lind Eyglóardóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð, vill leiða framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum í haust. Tveir aðrir frambjóðendur vilja leiða listann.
Halla Signý vill leiða lista Framsóknar í NV-kjördæmi
Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, gefur kost á sér í efsta eða næst efsta sæti framboðsins fyrir Alþinigskosningarnar í haust.
Eigendur Hrauns aftur á leið í gjaldþrot
Farið hefur verið fram á gjaldþrotaskipti yfir eigendum eignarhaldsfélagsins Tarragon, sem rekið hefur veitingastaðinn Hraun í Ólafsvík. Eignarhaldfélag sem rak þennan sama stað og var í eigu sömu eigenda varð gjaldþrota sumarið 2019 og fékkst ekkert frá búinu upp í launakröfur. Formaður Verkalýðsfélags Snæfellinga segir þetta í raun kennitöluflakk og gagnrýnir að það sé ekki refsivert að stela launum fólks.
11.01.2021 - 15:53
Sementsverksmiðjan harmar óþægindi vegna sementsryks
Sementsverksmiðjan harmar óþægindi sem nágrannar fyrirtækisins urðu fyrir þegar sementsryk gaus upp úr yfirfullu sílói á höfninni á Akranesi í gærmorgun. Unnið hefur verið að því að þrífa upp sementið í gær og í dag.
06.01.2021 - 18:02
Myndskeið
Mannleg mistök urðu til þess að sement gaus úr tanknum
Unnið hefur verið að hreinsun húsa og bíla á Akranesi í allan dag. Sementsryk lagðist þar yfir nokkrar götur þegar sementstankur á höfninni yfirfylltist. Mannleg mistök urðu til þess að af slysinu varð.
Sement gaus úr tanki yfir bíla og hús á Akranesi
Sementsryk lagðist yfir Akranes í nótt og í morgun eftir að sement gaus upp úr einum af fjórum sementstönkum við höfnina í nótt. Verið var að fylla á tankinn í nótt þegar hann yfirfylltist og sementið gaus upp úr honum.
05.01.2021 - 11:08
Myndskeið
Bilunin olli truflunum hjá meira en 15 þúsund notendum
Slitskemmdir í tengivirki ollu rafmagnstruflunum hjá meira en fimmtán þúsund manns á Vesturlandi og í Húnaþingi í gærkvöld. Um fjóra tíma tók að laga bilunina.
04.01.2021 - 23:38
Viðtal í heild
Fylgst reglulega með slitskemmdum í tengivirkjum
Rafmagnslaust varð á Vesturlandi og í Húnaþingi í gærkvöld. Straumlaust var lengst í um fjóra tíma en bilunin varð vegna slitskemmda í tengivirki. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir að fylgst sé reglulega með búnaðinum og að nú verði tilvikið skoðað.
04.01.2021 - 13:01
Bilunin var á skálakeðju í tengivirki á Vatnshömrum
Bilun á skálakeðju í Hrútatungulínu 1 við tengivirkið á Vatnshömrum á Vesturlandi orsakaði rafmagnsleysi um nánast allt Vesturland og norður í Húnaþing vestra í gærkvöldi og fram eftir nóttu. Viðgerð lauk á öðrum tímanum í nótt.
04.01.2021 - 07:57
Flughált á nokkrum leiðum vestanlands
Vetrarfærð er á þjóðvegum landsins í flestum landshlutum og fljúgandi hálka á sumum leiðum.
02.01.2021 - 17:45
Nýir samningar um akstur strætisvagna á landsbyggð
Framkvæmd á akstri strætisvagna á landsbyggðinni breyttist nokkuð um áramót. Þá tóku nýir aðilar við rekstri vagna á stórum hluta landsins. Vegagerðin bauð aksturinn út með öðrum hætti en áður. Fyrrum voru einstakar leiðir boðnar út en nú var aksturinn boðinn út í fjórum hlutum.
02.01.2021 - 08:35
Áramótabrenna verður í Snæfellsbæ í kvöld
Áramótabrennur hafa verið slegnar af um allt land vegna kórónuveirufaraldursins. Í Snæfellsbæ verður þó brenna í kvöld, og fólki boðið að kveðja árið í gegnum bílrúðurnar.
31.12.2020 - 12:28
Myndskeið
Ólýsanleg tilfinning að komið sé að bólusetningu
Bólusetningu fyrsta skammts á landsbyggðinni er lokið. Gleði og spenna hefur fylgt ferlinu á þessum tímamótum.
Viðtal
„Maður vill ekki vera sá sem kemur með smit inn"
Reiknað er með að bólusetningu úr fyrsta skammti ljúki í dag. Á sjúkrahúsinu á Akureyri verða rúmlega 120 starfsmenn bólusettir í þessari fyrstu lotu. „Þetta munar öllu fyrir okkur," sagði, Jón Pálmi Óskarsson, forstöðulæknir sem fékk fyrsta skammtinn á sjúkrahúsinu nú í morgun.
30.12.2020 - 13:34
Bóluefni komið í alla landsfjórðunga
Bóluefni er nú komið í alla landsfjórðunga og reiknað er með að bólusetningu á landsbyggðinni ljúki á morgun. Hjúkrunarfræðingur á Akureyri segir það hafa verið ótrúlega ánægjulegt að taka á móti bóluefninu í dag.
Áttatíu nýjar íbúðir fyrir þrjá milljarða
Reisa á um áttatíu íbúðir á Akranesi fyrir almennan leigumarkað; og fyrir fatlað fólk, öryrkja og aldraða. Þetta er þriggja milljarða uppbygging sem á meðal annars að koma til móts við skort á leiguhúsnæði á Skaganum.
Landinn
Pétursvirki á Englandi í Lundarreykjadal
Á Englandi er að finna marga kastala og virki og önnur rammgerð mannvirki hlaðin úr grjóti. Mörg þeirra eru frá því á miðöldum og sum hafa staðist tímans tönn í gengum aldirnar þrátt fyrir ágang af ýmsum toga. Á Englandi í Lundarreykjadal í Borgarfirði er einnig að finna virki, hlaðið úr grjóti.
27.12.2020 - 20:20
Velta upp framtíð Langasands og íþróttasvæðis ÍA
Langisandur, sundlaugin Guðlaug og íþróttasvæðið á Jaðarsbökkum á Akranesi eru undir í hugmyndasamkeppni um framtíð svæðisins sem fer af stað á nýju ári. Bærinn vill fá álit Skagamanna um hvernig skuli vera umhorfs þar við ströndina og á íþróttasvæðinu áður en samkeppnin hefst.
26.12.2020 - 18:37
Óvenjuleg rigningarflóð í Hvítá í rénun
Flóðið í Hvítá í Borgarfirði rénar hratt og rennsli árinnar að komast í samt horf.  Flóðin eru óvenjuleg, að sögn bóndans á Hvítárbakka, vegna þess að þau eru rigningarflóð. Ekki varð tjón á húsum, svo vitað sé, en vegurinn að Hvítárbakka er skemmdur.
26.12.2020 - 12:32