Vesturland

Talmeinafræðingar telja lausn Sjúkratrygginga ómögulega
Deila talmeinafræðinga og Sjúkratrygginga Íslands er enn í hnút og óvíst hvort yfir 60 börn missa talmeinafræðinga sína á Akureyri vegna kröfu um tveggja ára starfsreynslu. Talmeinafræðingar telja að lausn sem Sjúkratryggingar bjóða séu þvingunaraðgerðir.
Sjónvarpsfrétt
Bjarga aldagömlum álagakofa undan því að fara í sjóinn
Mörg hundruð ára gamall álagakofi í Svefneyjum á Breiðafirði er nú tekinn niður og hlaðinn á nýjum stað vegna ágangs sjávar.
14.06.2021 - 19:37
Lausn í sjónmáli fyrir talmeinafræðinga en fé skortir
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands vill leysa vanda talmeinafræðinga á Akureyri með því að gera samning við fyrirtækið þeirra í stað einstaka talmeinafræðinga. Að óbreyttu þyrftu þeir að hætta að sinna rúmlega 60 börnum vegna þess að þá skortir tveggja ára starfsreynslu.
14.06.2021 - 12:09
Mikil andstaða gegn vindmyllum í Borgarbyggð
Sveitarstjórnin í Borgarbyggð hefur ákveðið að hafna áformum um vindmyllur á Grjóthálsi í Norðurárdal að svo stöddu. Hátt í sjötíu athugasemdir bárust við lýsingu á aðalskipulagsbreytingu vegna vindmyllanna.
12.06.2021 - 06:40
Fjöldi barna missir talmeinafræðing vegna reynslukröfu
Yfir 60 börn, sem hafa fengið þjónustu hjá tveimur talmeinafræðingum á Akureyri, þurfa að fara aftur á biðlista vegna þess að talmeinafræðingarnir mega ekki sinna þeim áfram. Þeir hafi lokið námi og þurfa að ná sér í tveggja ára starfsreynslu áður en reglur sjúkratrygginga gera þeim kleift að starfa áfram á stofunni.
Guðmundur leiðir Viðreisn í Norðvesturkjördæmi
Viðreisn hefur tilkynnt framboðslista í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Guðmundur Gunnarsson fyrrum bæjarstjóri á Ísafirði leiðir lista Viðreisnar.    „Við teflum fram ungu og öflugu hugsjónafólki í bland við reynslubolta; fólki sem hefur ástríðu fyrir svæðinu og íbúum þess,“ er haft eftir oddvitanum í tilkynningu Viðreisnar. 
Myndskeið
Fluttur á sjúkrahús eftir umferðarslys við Grundartanga
Vesturlandsvegi við Grundartanga var lokað í báðar áttir vegna umferðarslyss sem varð á áttunda tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akranesi lentu fólksbíll og vörubíll í árekstri og í það minnsta er einn slasaður.
02.06.2021 - 08:37
Hvessir aftur á vestanverðu landinu
Útlit er fyrir hvassviðri á vestanverðu landinu í kvöld og í nótt. Veðurhamurinn verður það mikill að fólk getur lent í vandræðum á bílum sem taka á sig mikinn vind. Verst verður veðrið við Breiðafjörð og sértaklega á Snæfellsnesi og þar er búið að gefa út gula viðvörun vegna yfirvofandi storms.
29.05.2021 - 14:44
Trampólín tekin að fjúka á suðvesturhorninu
Það gengur á með fjúkandi trampólínum á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Suðaustan hvassviðri gengur nú yfir suðvestanvert landið og er mjög hvasst á Reykjanesskaga, Kjalarnesi og við Hafnarfjall þar sem vindur nær þrjátíu metrum á sekúndu í hviðum. Mjög hvasst er á Reykjanesbraut, sérstaklega frá Vogum og að Hafnarfirði.
28.05.2021 - 15:26
Myndskeið
Hótel landsins að taka við sér á ný
Líf er að færast í hótel landsins á ný eftir erfiðan hjalla í faraldrinum. Hótelrekendur leita nú að starfskrafti til að hafa undan í sumar.
Mjög þurrt fyrir norðan og sinan eins og púðurtunna
Slökkviliðsstjóri í Austur-Húnavatnssýslu segir slökkviliðið ekki hafa búnað til að bregðast við miklum gróðureldum. Hann segir sinuna á svæðinu vera eins og hálfgerða púðurtunnu og hefur áhyggjur af því að erlendir ferðamenn séu ekki meðvitaðir um hættuna.
22.05.2021 - 14:39
Hundur í sjálfheldu við Glym
Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út um hádegisbil til aðstoðar hundi sem hafði lent í sjálfheldu í Glymsgili í Hvalfirði. Hundinum tókst að finna sér leið úr sjálfheldunni rétt áður en björgunarfólk kom á staðinn.
22.05.2021 - 13:30
Sjónvarpsfrétt
Tekur viðarvöxtinn ár eða áratugi að ná fyrra horfi
Ár er síðan eldar geisuðu í Norðurárdal í Borgarfirði en áratugir líða þar til gróðurinn hefur jafnað sig að fullu. Hættustig almannavarna er enn í gildi á stórum hluta landsins vegna hættu á gróðureldum.
Allt tiltækt slökkvilið á Akranesi berst við sinueld
Allt tiltækt lið slökkviliðsins á Akranesi berst nú við sinueld nærri Kúludalsá, rétt austan við munna Hvalfjarðarganga. Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri segir í samtali við fréttastofu að um tuttugu manns séu að störfum á vettvangi.
18.05.2021 - 22:33
Myndskeið
Vegrún merkir ferðamannastaði og náttúruperlur
Upplýsingaskilti þurfa að geta staðið af sér vinda og fönn og falla vel að umhverfi sínu. Nýtt samræmt skiltakerfi fyrir ferðamannastaði og náttúruperlur hefur verið tekið í notkun.
Enn mikil eldhætta - ný slökkviskjóla á leiðinni
Hættustig almannavarna er enn í gildi á Suður- og Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum og óvissustig á Norðvesturlandi. Regnið sem féll í gær breytti litlu. Ný slökkviskjóla til að kljást við gróðurelda úr lofti er væntanleg til landsins í dag eða á morgun.
14.05.2021 - 12:05
Reykhólahreppur lætur greina sameiningarkosti
Reykhólahreppur lætur nú greina þá kosti sem felast í sameiningu við önnur sveitarfélög. Sveitarstjóri segir stefnt að kosningum um þetta árið 2026.
Úrkoma á fimmtudag hrekkur skammt til að eyða eldhættu
Enn er í gildi óvissustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum á Suðurlandi og Vesturlandi. Lítið sem ekkert hefur rignt síðustu daga og nær engin úrkoma er í veðurkortunum fyrr en á fimmtudag. Óvissustigið á við allt frá Eyjafjöllum að sunnanverðu Snæfellsnesi. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í fimm útköll í gær vegna gróðurelda. Annars staðar á sunnan- og vestanverðu landinu voru engin útköll en einhver afskipti þurfti að hafa af fólki.
10.05.2021 - 12:35
Skjálfti upp á 3,2 við Kleifarvatn – gosvirkni svipuð
Jarðskjálfti ,sem mældist 3,2 að stærð, varð á Reykjanesskaga laust eftir klukkan þrjú í nótt. Upptök hans voru á 4,9 kílómetra dýpi um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að skjálftinn hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur sagði í samtali við fréttastofu að líklegast megi rekja skjálftann til spennubreytinga á umbrotasvæðinu.
Hærri kvikustrókar en áður og 2.500 metra gosmökkur
Gosmökkurinn frá eldgosinu við Geldingadali rís hálfan þriðja kílómetra til himins og kvikustrókarnir sem ganga upp úr gígnum eru töluvert hærri en áður hafa sést. Þetta segir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Það er þó ekki þar með sagt að heildarvirknin hafi aukist.
Stukku í sjóinn til að safna fyrir sérsmíðuðu rafhjóli
Það var líf og fjör í Akraneshöfn í dag þegar vel á annað hundrað manns stukku í sjóinn til að afla fjár fyrir Skagamanninn Sveinbjörn Reyr, sem slasaðist alvarlega í fyrra. Pétur Magnússon, einn skipuleggjenda, segir þetta líklega Íslandsmet í bryggjustökki og hafi heppnast vel.
01.05.2021 - 18:28
Kostar meira en 650 milljónir að laga hús í Brákarey
Það kostar rúmlega 650 milljónir að laga og rífa húsnæði Borgarbyggðar í Brákarey. Byggingunum var lokað fyrr í vor af byggingarfulltrúa og slökkviliði vegna brunahættu.
Reykhólabúðin opnuð á Reykhólum
Reykhólabúðin, ný verslun á Reykhólum, var opnuð í gær. Verslunin fékk góðar móttökur heimamanna sem hafa ekki getað keypt í matinn í heimabyggð frá því í haust.
29.04.2021 - 14:20
Myndskeið
Gekk vel að slökkva eldinn í Hyrnunni
Eldur kom upp í söluskála N1 í Borgarnesi, þekkt sem Hyrnan, upp úr klukkan tíu í morgun. Talið er að eldurinn hafi kviknað þegar verið var að bræða þakpappa við framkvæmdir á þaki hússins.
27.04.2021 - 12:21
Enginn úr áhöfn Þórsness með Covid-19
Öll sýni sem tekin voru úr skipverjum í áhöfn Þórsness SH í morgun reyndust neikvæð. Áhöfnin hefur verið í sóttkví um borð við bryggju á Þórshöfn frá því í morgun.
26.04.2021 - 16:55