Vesturland

Brottrekinn sveitarstjóri ósáttur við sveitarstjórn
Þorgeir Pálsson sem sagt var upp sem sveitarstjóra Strandabyggðar í vikunni segist vera að íhuga það alvarlega að skoða réttarstöðu sína í kjölfar uppsagnarinnar. Hann og sveitarstjórn hafi greint á í ýmsum málum, til að mynda hvað varðar hagsmunaárekstra og tengingum við styrkþega úr sjóðum sveitarfélagsins.
22.04.2021 - 16:01
Landinn
Geta greint í sundur mörg hundruð háhyrninga
Marie er stofnandi samtakanna Orca Guardians Iceland en hún tók til starfa sem leiðsögumaður fyrir hvalaskoðunarfyrirtækið Láka í byrjun árs 2014.
Starfsmanni Elkem dæmdar bætur vegna mengunar
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag fyrrverandi starfsmanni járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga bætur vegna tjóns sem hann varð fyrir við störf sín í verksmiðjunni. Starfsmaðurinn starfaði sem tappari við ofn í verksmiðjunni.
Mokveiði á grásleppuvertíð en hrognaverð hríðfallið
Mikið tekjutap blasir við grásleppuútgerðinni en verð fyrir grásleppuhrogn hefur hríðfallið frá síðustu vertíð. Á móti hafa veiðiheimildir sjaldan verið meiri og alger mokveiði er hjá þeim bátum sem farnir eru til veiða.
Viðtal
Tók u-beygju úr Bændablaðinu í kjólahönnun
Fyrrverandi ritstjóri Bændablaðsins, Áskell Þórisson, hefur undanfarið unnið að nýju og spennandi verkefni. Í dag eiga kjólar hug hans allan - öllu heldur mynstur kjólanna. Áskell hefur verið iðinn við að taka ljósmyndir og nú hafa margar myndir hans ratað á kjóla.
15.04.2021 - 11:40
Lundinn mættur og farinn að setjast upp
Lundinn er kominn til landsins og farinn að setjast upp í sínar hefðbundnu lundabyggðir. Lundastofninn, sem var í mikilli lægð, hefur verið að styrkjast jafnt og þétt síðustu ár.
13.04.2021 - 13:54
Myndskeið
Dalabyggð skoðar sameiningar austur og vestur
Dalabyggð vill skoða mögulega sameiningu við þrjú sveitarfélög. Annars vegar Húnaþing vestra og hins vegar Stykkishólmsbær og Helgafellssveit. Sveitarfélagið lagðist í valkostagreiningu í vetur og athugaði sérstaklega sameiningarmöguleika við tólf nágrannasveitarfélög sín í sex mismunandi útfærslum. Möguleikarnir teygðu sig í allar áttir, allt suður í Skorradal og norður í Árneshrepp.
Landinn
Mikilvægt að vera hæfilega óraunsær
Í litlu sýningarrými á Nýp á Skarðsströnd vinnur Katrín Sigurðardóttir með hjálp húsráðanda, Þóru Sigurðardóttur, að því að setja upp myndlistarsýninguna: Til staðar. Sýningin er í húsi sem hefur verið verkefni þeirra Þóru og Sumarliða Ísleifssonar síðan 2001.
13.04.2021 - 07:50
Norðan hvassviðri og slæm færð
Norðaustan hvassviðri með éljum og skafrenningi gengur yfir Breiðafjörð og Vestfirði í kvöld og í nótt. Á morgun upphefst svo í norðan- og norðvestan hvassviðri eða stormur á Suðausturlandi og Austfjörðum sem gengur ekki niður fyrr en á föstudagsmorgunn. Á vef Vegagerðarinnar segir að hríðarveður sé á Vestfjörðum, þar sé færð mjög slæm og margir vegir ófærir.
07.04.2021 - 22:49
Gosstöðvarnar lokaðar almenningi fram eftir morgni
Stórt svæði umhverfis eldstöðvarnar á Reykjanesskaga var rýmt um leið og gjósa tók úr tveimur sprungum norðaustur af Geldingadölum í hádeginu í gær og verður það lokað almenningi fram eftir morgni hið minnsta. Þórir Þorsteinsson, vettvangsstjóri lögreglu við gosstöðvarnar, sagði í samtali við fréttastofu á miðnætti, að fulltrúar viðbragðsaðila, almannavarna og vísindamanna komi saman til fundar klukkan níu í fyrramálið og fari yfir stöðuna.
Loftgæði hafa aukist verulega í Vogum
Loftgæði í Vogum á Vatnsleysuströnd hafa stórbatnað og teljast nú hvorki óholl né hættuleg fólki. Loftgæði þar voru skilgreind sem óholl þar fyrr í kvöld vegna mikils brennisteinsdíoxíðs sem þangað lagði frá gosstöðvunum við Geldingadali, og var fólki þar ráðlagt að loka öllum gluggum og kynda vel. Nú teljast loftgæði hins vegar sæmileg í Vogum.
Mynd með færslu
Beint streymi frá Meradalahlíðum
Vefmyndavél hefur verið komið upp í Meradalahlíðum og frá henni streyma nú myndir af gosinu í Geldingadölum og hraunstreyminu úr nýju sprungunum norður af þeim.
Fyrsti skjálftinn af stærðinni 3 frá 19. mars
Jarðskjálfti, 3,0 að stærð, varð á umbrotasvæðinu á Reykjanesskaga skömmu eftir klukkan tvö í nótt. Upptök hans voru á 5,7 kílómetra dýpi, hálfan annan kílómetra suðvestur af Keili. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir þetta hafa verið fyrsta skjálftann á Reykjanesskaganum sem mælist 3,0 eða stærri síðan 19. mars, og þann fyrsta af þessari stærð við Keili frá 13. mars.
Stormur næstu tvo daga
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna óveðurs sem gengur yfir landið á morgun og páskadag. Útlit er fyrir suðvestanhvassviðri eða storm á Norðurlandi á morgun. Einkum er útlit fyrir vont veður á Tröllaskaga og í Skagafirði og Eyjafirði. Suðvestanstormi er líka spáð á gosstöðvunum á morgun og verður lokað fyrir umferð að þeim allan daginn.
02.04.2021 - 18:52
Spegillinn
Margir líta nágranna hýru auga
Íbúar ellefu sveitarfélaga greiða í ár atkvæði um að sameinast nágranna sveitarfélögum sínum. Þreifingar eða viðræður í sameiningarátt standa yfir á fimmtíu og einu prósenti landsins - landfræðilega séð. Þar búa um 6% íbúa. Talsverð hreyfing hefur verið í sameiningu sveitarfélaga undanfarin misseri. Tvö ný sveitarfélög hafa orðið til á síðustu árum; Múlaþing á Austurlandi og Suðurnesjabær á Suðurnesjum. Nú eru sveitarfélög landsins 69 og talsverðar líkur á að þeim fækki á næstunni.
Slökkvilið kallað út vegna sprengingar á Grundartanga
Slökkviliðsmenn úr Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar verða á vaktinni við verksmiðju Elkem á Grundartanga fram á morgun. Útkall barst um ellefuleytið í gærkvöld vegna sprengingar í verksmiðjunni.
29.03.2021 - 01:48
Norðlægar áttir og frekar kalt
Útlit er fyrir norðlæga vinda og heldur kalda víðast á landinu þegar líður á daginn en fram að því eru breytilegri áttir. Hvassast verður norðvestantil á landinu framan af degi með snjókomu eða éljagangi. Útlit er fyrir þokkalegt veður en nokkuð kalt á gosstöðvunum á Reykjanesskaga en upp úr hádegi gæti orðið talsverð gassöfnun í Geldingadölum áður en norðanáttin lætur til sín taka.
28.03.2021 - 07:48
Valgarður efstur í forvali Samfylkingarinnar
Valgarður Lyngdal Jónsson, kennari og oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Akraness, leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningar í haust. Hann varð efstur í kjöri í flokksvali á auknu kjördæmisþingi sem fór fram rafrænt í dag.
Vonskuveður á stórum hluta landsins
Útlit er fyrir hvassviðri, storm og jafnvel rok á stórum hluta landsins þegar líður á daginn og framundir morgun. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular viðvaranir vegna vinda og hríðarveðurs allt frá Suðausturlandi til sunnanverðra Vestfjarða og að auki gular viðvaranir vegna Austfjarða, Miðhálendisins, Norðurlands vestra og Vestfjarða. Veðrið byrjar að láta til sín taka síðdegis, verður útbreitt í kvöld en gengur svo niður í hverjum landshlutanum á fætur öðrum þar til í fyrramálið.
27.03.2021 - 07:49
Dalabyggð skoðar sameiningu í Húnaþing og á Snæfellsnes
Byggðarráð Húnaþings vestra og bæjarráð Stykkishólmsbæjar hafa þegið boð sveitarstjórnar Dalabyggðar um fund til að ræða hvort hefja skuli viðræður um mögulega sameiningu við Dalabyggð.
26.03.2021 - 13:45
Rafmagnslaust á Stykkishólmi
Rafmagnslaust er á Stykkishólmi og nærsveitum eftir að spennir á Vogaskeiði leysti út. Tilkynning þessa efnis birtist á vef Landsnets rétt fyrir klukkan eitt.
20.03.2021 - 01:25
Aukafréttatími
Allur aukafréttatími sjónvarpsins vegna eldgossins
Eldgos hófst í Fagradalsfjalli í kvöld. Fréttastofa RÚV sendi út aukafréttatíma vegna eldgossins og ræddi við jarðfræðinga, lögregluþjóna hjá almannavörnum, íbúa í Grindavík, bæjarstjóra í Grindavík og fleiri. Þá voru sýndar myndir í beinni útsendingu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar frá eldstöðvunum.
Ný jarðskjálftahrina undan Reykjanestá
Átta jarðskjálftar yfir þremur að stærð, urðu nú á sjötta tímanum, og raunar varð sá fyrsti laust fyrir klukkan fimm. Enginn þeirra átti þó upptök sín í næsta nágrenni Fagradalsfjalls, heldur urðu þeir allir á Reykjaneshryggnum, vestnorðvestur af Reykjanestá, þar sem jarðskjálftahrina hófst um klukkan hálf fimm í morgun. Þar hafa nú mælst um 100 skjálftar. Þeir stærstu voru 3,7 að stærð.
Enn fækkar skjálftum við Fagradalsfjall
Rólegt hefur verið á umbrotasvæðinu á Reykjanesskaga í dag. Þar urðu þó um 1.300 skjálftar en aðeins einn þeirra mældist yfir þremur að stærð. Sá varð klukkan 11.20 í morgun, stærðin var 3,3 og upptökin á 4,5 kílómetra dýpi, 2,4 kílómetra suður af Fagradalsfjalli. Of snemmt er að segja til um hvort draga muni enn frekar úr virkninni næstu daga en von er á nýjum gervihnattamyndum sem varpað geta ljósi á þróun mála.
Léttir að Baldur sigli á ný
Skipstjórinn á Breiðafjarðarferjunni Baldri segir það vera létti að ferjan er aftur komin í siglingar.