Vestfirðir

Tvö smit á Hlíf
Tveir íbúar á Hlíf, íbúðakjarna aldraðra á Ísafirði, hafa greinst með COVID-19. Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum, segir að þegar smitið greindist hafi fólkið verið búið að vera fimm daga í sóttkví. Vitað er hvernig smitið barst inn á dvalarheimilið og þess vegna er ekki þörf á smitrakningu.
26.07.2021 - 14:43
Myndskeið
Skúta losnaði frá legufærum á Ísafirði
Skúta losnaði frá legufærum í miklu roki við Ísafjarðarhöfn og rak að steinagarði við ströndina. Skútan var mannlaus og vel gekk að losa hana og sigla henni aftur að höfninni. Engan sakaði.
25.06.2021 - 22:34
Kampi byrjaður að greiða niður forgangskröfur
Greiðslustöðvun rækjuvinnslunnar Kampa á Ísafirði hefur verið framlengd til 7. ágúst. Þá verður tekið til við að ljúka nauðasamningum við lánardrottna.
23.06.2021 - 12:15
Telja ólíklegt að hvítabjörn sé á Hornströndum
Enginn hvítabjörn fannst á Hornströndum í nótt þrátt fyrir nokkurra klukkustunda leit úr lofti og er nú talið að engan slíkan sé þar að finna. Leit var hætt um fjögurleytið.
23.06.2021 - 05:41
Mögulega ummerki um hvítabjörn á Hornströndum
Gönguhópur í Hlöðuvík á Hornströndum hafði samband við lögreglu í gærkvöld og greindi frá ummerkjum um óþekkt dýr, mögulega hvítabjörn. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum. Þar segir að óðara hafi verið óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem fór ásamt tveimur lögreglumönnum í eftirlitsflug yfir svæðið. Enginn hvítabjörn var sjáanlegur, segir í færslu lögreglu, en nánari athugun á vettvangi leiddi í ljós að er ekki útilokað að hvítabjörn hafi verið á ferð.
23.06.2021 - 02:13
Talmeinafræðingar telja lausn Sjúkratrygginga ómögulega
Deila talmeinafræðinga og Sjúkratrygginga Íslands er enn í hnút og óvíst hvort yfir 60 börn missa talmeinafræðinga sína á Akureyri vegna kröfu um tveggja ára starfsreynslu. Talmeinafræðingar telja að lausn sem Sjúkratryggingar bjóða séu þvingunaraðgerðir.
Sjónvarpsfrétt
Græða merki í fiska til að fylgjast með ferðum þeirra
Hlustunardufl og merki nýtast við að fylgjast með ferðalögum fiska á Vestfjörðum og hvernig loftslagsbreytingar og sjókvíaeldi hafa áhrif á háttalag þeirra.
15.06.2021 - 15:40
Sjónvarpsfrétt
Bjarga aldagömlum álagakofa undan því að fara í sjóinn
Mörg hundruð ára gamall álagakofi í Svefneyjum á Breiðafirði er nú tekinn niður og hlaðinn á nýjum stað vegna ágangs sjávar.
14.06.2021 - 19:37
Lausn í sjónmáli fyrir talmeinafræðinga en fé skortir
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands vill leysa vanda talmeinafræðinga á Akureyri með því að gera samning við fyrirtækið þeirra í stað einstaka talmeinafræðinga. Að óbreyttu þyrftu þeir að hætta að sinna rúmlega 60 börnum vegna þess að þá skortir tveggja ára starfsreynslu.
14.06.2021 - 12:09
Undirritun skilmála fyrir nýjum þjóðgarði frestast
Orkubú Vestfjarða hefur áhyggjur af því að fyrirhugaður þjóðgarður á Vestfjörðum muni standa í vegi fyrir nauðsynlegri uppbyggingu raforkuinnviða í landshlutanum. Skilmálar verða ekki undirritaðir 17. júní eins og upphaflega stóð til.
Sjónvarpsfrétt
Íbúðir í stað náttúrugripasafns í Bolungarvík
Náttúrugripasafninu í Bolungarvík verður nú pakkað niður og það sett í geymslu til að rýma fyrir mestu fasteignauppbyggingu í Víkinni í um þrjátíu ár. Kríur, kjóar, mávar og aðrir í fuglahersingunni í náttúrugripasafninu í Bolungarvík fara nú í kassa. Raunar er allur safnkosturinn á leið í geymslu til að rýma fyrir nýju húsnæði. Ekki undir fugla, heldur fólk.
11.06.2021 - 14:22
Fjöldi barna missir talmeinafræðing vegna reynslukröfu
Yfir 60 börn, sem hafa fengið þjónustu hjá tveimur talmeinafræðingum á Akureyri, þurfa að fara aftur á biðlista vegna þess að talmeinafræðingarnir mega ekki sinna þeim áfram. Þeir hafi lokið námi og þurfa að ná sér í tveggja ára starfsreynslu áður en reglur sjúkratrygginga gera þeim kleift að starfa áfram á stofunni.
Sjónvarpsfrétt
Mávar í ætisleit sprengja tugi hjólbarða í Súgandafirði
Dekkjamaður á Ísafirði segist fá til sín allt upp í tugi sprunginna dekkja úr Súgandafirði í hverri viku. Orsökin er kunn en lítið hægt að gera í henni.
08.06.2021 - 09:42
Eiga von á sextíu skemmtiferðaskipum í sumar
Eins og annars staðar á landinu féllu komur skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar niður með öllu í faraldrinum í fyrra. Nú virðist komið annað hljóð í strokkinn; það er von á sextíu skipum í sumar.
07.06.2021 - 12:17
Sjónvarpsfrétt
Vestfirskir sjómenn brattir í strandveiðum
Vestfirskir sjómenn eru brattir í strandveiðunum sem ganga vel. Sjómaður í Bolungarvík segir illa gert að jafnvel einn fiskur geti leitt til sektar fyrir umframafla.
07.06.2021 - 10:15
Guðmundur leiðir Viðreisn í Norðvesturkjördæmi
Viðreisn hefur tilkynnt framboðslista í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Guðmundur Gunnarsson fyrrum bæjarstjóri á Ísafirði leiðir lista Viðreisnar.    „Við teflum fram ungu og öflugu hugsjónafólki í bland við reynslubolta; fólki sem hefur ástríðu fyrir svæðinu og íbúum þess,“ er haft eftir oddvitanum í tilkynningu Viðreisnar. 
Annasamur dagur hjá björgunarsveitum um allt land
Dagurinn hefur verið annasamur hjá björgunarsveitum víðs vegar um landið. Snemma í kvöld voru björgunarsveitir kallaðar út vegna tveggja göngumanna í vandræðum á Fimmvörðuhálsi. Þeir náuð að hringja sjálfir í Neyðarlínuna og óska eftir aðstoð. Mennirnir voru ekki slasaðir þegar björgunarsveitir á Suðurlandi komu á vettvang, en þeir voru orðnir kaldir og blautir.
05.06.2021 - 23:48
Nafn mannsins sem lést í Patreksfirði
Maðurinn sem lést af slysförum fyrir botni Patreksfjarðar á sunnudag hét Sveinn Eyjólfur Tryggvason og var fæddur árið 1972.
04.06.2021 - 11:10
Banaslys í Ósá í Patreksfirði
Banaslys varð í Ósá fyrir botni Patreksfjarðar í morgun. Maður á miðjum aldri, sem var á ferð ásamt fleira fólki, fór út í hyl undir fossinum Svuntufossi en þar reyndist mikill straumur. Maðurinn virðist hafa misst fótanna og fest í straumnum þar til nærstaddir náðu að koma honum til hjálpar. Maðurinn var meðvitundarlaus þegar honum var komið upp á yfirborðið.
30.05.2021 - 19:05
Hvessir aftur á vestanverðu landinu
Útlit er fyrir hvassviðri á vestanverðu landinu í kvöld og í nótt. Veðurhamurinn verður það mikill að fólk getur lent í vandræðum á bílum sem taka á sig mikinn vind. Verst verður veðrið við Breiðafjörð og sértaklega á Snæfellsnesi og þar er búið að gefa út gula viðvörun vegna yfirvofandi storms.
29.05.2021 - 14:44
Kosið um nafn fyrir fyrirhugaðan þjóðgarð á Vestfjörðum
Dynjandisþjóðgarður og Vesturgarður eru meðal þeirra nafna sem hægt er að kjósa um fyrir fyrirhugaðan þjóðgarð á sunnanverðum Vestfjörðum. Fimm nöfn koma til greina en stefnt er að því að þjóðgarðurinn verði stofnaður eftir þrjár vikur.
Landinn
Sá fræjum til framtíðar
Tálknafjarðarskóli er meðal grunnskóla á Vestfjörðum sem taka þátt í verkefninu Fræ til framtíðar.
Borgarísjaki á reki undan Vestfjörðum
Áhöfnin á Valdimari GK, sem er við veiðar á Strandagrunni norður undan Vestfjörðum, varð vör við stóran borgarísjaka á reki á svæðinu þegar verið var að draga línu.
22.05.2021 - 20:42
Landinn
Sér Ísafjörð fyrir sér sem miðstöð skútusiglinga
„Það er náttúrlega bara eitthvað heillandi við það að sigla undir seglum og vera út á hafi,“ segir Elvar Vilhjálmsson, sem er á siglinganámskeiði á skólaskútunni Teistu í Skutulsfirði. Það er fyrirtækið Aurora Arktika sem býður upp á námskeiðin sem hófust fyrr í vor.
16.05.2021 - 20:10
Leggja til snjóflóðaviðvörunarkerfi í Skollahvilft
Vegagerðin leggur til að gerðar verði tilraunir með radarmælingar í Skollahvilft, þaðan sem snjóflóðið féll í janúar í fyrra. Radarinn nemi snjóflóð þegar það fer af stað og kveikir á aðvörunarljósum sem lokar vegarkaflanum, þannig að bílar komist út af því áður en flóðið nær að vegi. Þessar aðferðir hafi verið notaðar í Noregi.
15.05.2021 - 13:46