Vestfirðir

Bíll endaði upp á aurskriðu á Vestfjarðavegi
Vestfjarðavegi var lokað í Djúpadal við Síkisá í kvöld vegna aurskriðu sem féll og þveraði veginn. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru erlendir ferðamenn á ferðinni á svæðinu þegar skriðan féll og endaði bíll þeirra upp á skriðunni.
24.09.2022 - 20:49
Uppsagnir á skipi HG viðbúnar
Hraðfrystihúsið Gunnvör hefur sagt upp þrettán manna áhöfn skipsins Stefnis ÍS og ætlar sér að hætta útgerð þess um áramótin. Þetta er gert vegna samdráttar í þorskveiðikvóta og úthlutuðu aflamarki gullkarfa.
Fiskistofa leitar að eldislaxi með drónum á Vestfjörðum
Fiskistofa hefur verið við leitir í ám á Vestfjörðum eftir að 16 eldislaxar fundust í Mjólká í Arnarfirði. Við leitirnar er stuðst við dróna, sem fljúga yfir árnar og mynda þær. Enn sem komið er hefur lítið sést af fiskum.
19.09.2022 - 16:02
Svart útlit hjá sauðfjárbændum - verðhækkun dugi ekki
Þungt hljóð er í sauðfjárbændum og viðbúið að margir dragi verulega úr framleiðslu. Ráðunautur segir að þó afurðaverð hafi verið hækkað dugi það ekki til að bæta upp almenna verðbólgu síðustu ára. Vaxtahækkanir bitni illa á bændum og kílómetragjald á bifreiðar yrði enn eitt höggið fyrir dreifbýlið.
15.09.2022 - 13:31
Handtekinn grunaður um að ætla sér að tæla börn
Maður var handtekinn í Árbæjarhverfi grunaður um að ætla sér að tæla börn. Viðkomandi var færður í fangageymslu samkvæmt upplýsingum í dagbók lögreglu og málið er í rannsókn.
Nokkur hús vatnslaus í rúma viku
Vatnsskortur hefur verið viðloðandi á Suðureyri í nærri fjóra mánuði. Kristján Andri Guðjóns­son, for­stöðumaður þjón­ustu­stöðvar Ísa­fjarðarbæj­ar segir að ástandið hafi aldrei verið jafnt slæmt og undanfarna viku. Sendibílar frá Ísafirði keyra daglega, tólf til sextán ferðir með vatn yfir á Suðureyri. 
07.09.2022 - 16:10
Varahlutatafir og erfitt Grænlandsflug orsök seinkana
Talsvert hefur verið um seinkun á innanlandsflugi í vikunni eftir að ein af fimm vélum í innanlands- og Grænlandsflugi bilaði. Icelandair neitar því að flugflotinn sé of tæpur. Vandræðin í sumar megi rekja til þess að óeðlilega langan tíma taki að fá varahluti eftir covid. Þá hafi veður raskað Grænlandsflugi og sett áætlun úr skorðum.
02.09.2022 - 12:05
Ráðherrar lofthræddir við opnun útsýnispalls
Útsýnispallurinn á Bolafjalli ofan Bolungarvíkur var opnaður formlega í dag. Öll ríkisstjórnin var viðstödd opnunina. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri í Bolungarvík segir ráðherra mislofthrædda.
01.09.2022 - 18:27
Þyrlan kölluð út vegna gruns um landgöngu hvítabjarnar
Rétt fyrir klukkan þrjú í dag var tilkynnt um hvítabjörn í Hornvík á Hornströndum. Göngufólk á svæðinu var sannfært um að það hafi séð björn. Lögreglan á Vestfjörðum var kölluð út ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar og áhöfn björgunarskipsins Gísla Jóns á Ísafirði. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.
Átján jarðgöng til skoðunar á landsbyggðinni
Undirbúningur vegna framkvæmda við Fjarðarheiðargöng á milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er langt kominn. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á þessu ári og að verklok verði síðla árs 2029. Göngin eru efst á lista stjórnvalda þegar kemur að forgangsröðun jarðgangakosta, sem Vegagerðin vinnur að í samræmi við samgönguáætlun Alþingis áranna 2020 til 2034.
26.08.2022 - 17:24
Stefnir í gott berjahaust þótt seint sé
Lyngið er svart og virðast allir landsmenn eiga von á góðu berjahausti þótt tíðin byrji seint. Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík er þegar komin með tonn af aðalbláberjum í hús, sem á að nota í jógúrtframleiðslu.
24.08.2022 - 16:03
Yngsti hrútaþuklarinn til að komast á pall
Það urðu óvænt úrslit á Íslandsmótinu í hrútaþukli sem haldið var á Ströndum um helgina. Nýr meistari var krýndur, Gunnar Steingrímsson frá Stóra-Holti í Fljótum. Ungur Hólmvíkingur varð í öðru sæti, Marinó Helgi Sigurðsson, en hann er yngsti keppandinn frá upphafi til að komast á pall í flokki vanra hrútaþuklara, fimmtán ára að aldri.
23.08.2022 - 16:19
Minna af nýju plastrusli í fjörum
Jón Björnsson starfsmaður hjá Umhverfisstofnun á Vestfjörðum og félagi í samtökunum Hreinni Hornstrandir hefur komið að hreinsun stranda þar í mörg ár. Hann segist merkja breytingu í samsetningu ruslsins. Minna sé um nýtt plastrusl en áður og í því megi líklega merkja menningar- og hugarfarsbreytingu.
20.08.2022 - 14:45
Hvalur í vanda á Ísafjarðardjúpi
Hvalur, hnúfubakur að því talið er, flæktist í neti og bauju í Ísafjarðardjúpi í dag. Starfsmenn frá Hafró huguðu að hvalnum í dag samkvæmt þeim upplýsingum sem fréttastofu hafa borist.
Myndskeið
Mikið lemstraður eftir nærri 30 metra fall niður gil
Maður féll tæplega þrjátíu metra niður gil í Norðdal inn af Steingrímsfirði á Ströndum fyrr í dag. Töluverður viðbúnaður var vegna slyssins en að sögn björgunarsveitarmanna slapp hann vel miðað við þetta háa fall. Hann er líklega brotinn á höndum og töluvert lemstraður, að sögn björgunarsveitarmanns, en talið að hann sé ekki lífshættulega slasaður. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar en þyrlan lenti með manninn við spítalann rétt fyrir klukkan fimm.
07.08.2022 - 17:24
Kjötsúpuhátíð á Hesteyri minnsta útihátíð helgarinnar
Kjötsúpuhátíðin á Hesteyri í Hornstrandafriðlandinu gerir tilkall til þess að vera minnsta útihátíð helgarinnar. Hátíðin fer fram í kvöld og eiga skipuleggjendur von á áttatíu til níutíu manns.
30.07.2022 - 19:00
Varað við hvassviðri vestra, nyrðra og á miðhálendinu
Gul veðurviðvörun tók gildi klukkan tvö í nótt fyrir Breiðafjörð og Vestfirði. Einnig verður hvasst á miðhálendinu. Búast má við hvassviðri með allt að átján metrum á sekúndu.
Þórdís Sif nýr bæjarstjóri Vesturbyggðar
Lögð verður fram tillaga á næsta fundi bæjar­ráðs Vest­ur­byggðar um að ráða Þór­dísi Sif Sig­urðardótt­ur sem næsta bæj­ar­stjóra sveit­ar­fé­lags­ins. Þórdís var áður sveitarstjóri Borgarbyggðar.
21.07.2022 - 15:31
Faraldurinn skemmir Mýrarboltann þriðja árið í röð
Ekkert verður af hinu margfræga Mýrarboltamóti sem haldið var á Vestfjörðum í tæpan áratug um verslunarmannahelgina. Skipuleggjandi segir faraldurinn hafa skemmt allan undirbúning.
21.07.2022 - 11:39
Strandveiðipotturinn að tæmast
Síðasti dagur strandveiða á yfirstandandi fiskveiðiári, verður að óbreyttu á morgun, fimmtudag. Veiðarnar í sumar hafa gengið vel að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda, sem þó líst illa á áform matvælaráðherra um að taka upp svæðaskiptingu á nýjan leik.
Um tvöfalt fleiri ferðamenn en heimamenn á Ísafirði
Mikið líf er í Ísafjarðarbæ þessa dagana. Tæplega fimm þúsund gestir hafa komið til Ísafjarðar með skipum á síðustu tveimur dögum. Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri segir að ferðamannatímabilið lengist í báða enda með hverju ári.
Öryggi ferðafólks og hættur kortlagðar
Öryggi fólks á fjölsóttum ferðamannastöðum getur undir vissum kringumstæðum verið ógnað og hættur leynst víða. Brýnt er að skilgreina áhættusvæðin og halda áfram að stuðla að bættu öryggi ferðamanna, segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Sýna Góðan daginn, faggi um allt land
Sýningin Góðan daginn, faggi hefur verið sýnd í Þjóðleikhúskjallaranum í rúmt ár við miklar vinsældir. Forsætisráðuneytið hefur undirritað samstarfssamning við leikhópinn um sýningar á verkinu í framhaldsskólum á landsbyggðinni.
Styrkja vetnisvæðingu hjá Eimskipi og Samskipum
Hleðslugarður við Kringluna og rafmagnssópur til að hreinsa upp eftir Reykvíkinga í miðbænum eru meðal þeirra verkefna sem hlutu styrk úr Orkusjóði í ár. Hæstu styrkirnir til orkuskipta fara í verkefni sem miða að því að flutningstæki Samskipa og Eimskipa geti gengið fyrir vetni og vinnsluskip fyrir metanóli að hluta
12.07.2022 - 12:12
Sögur af landi
„Í snjóflóðum er það tíminn sem skiptir mestu máli“
„Ég fékk mér hann upphaflega því mig langaði að fara í eitthvað svona, hafði það fyrir augum, - en svo datt það upp fyrir. Það var svo í kjölfarið á flóðunum hérna 2020 sem ég fór að hugsa hversu gott hefði verið að vera með hund,“ segir Konráð Ari Skarphéðinsson, sem er búsettur á Flateyri og á snjóflóðaleitarhundinn Ask.