Vestfirðir

Fjórir kostir til að efla ofanflóðavarnir á Flateyri
Verkfræðistofan Verkís leggur til fjórar tillögur til þess að efla varnir gegn ofanflóðum á Flateyri í Önundarfirði. Meðal þeirra er að styrkja húsin efst í bænum og setja snjósöfnunargrindur á Eyrarfjall sem myndu minnka snjómagnið sem safnast upp í giljunum fyrir ofan þorpið.
Landinn
Nýta Legó í kennslu
Í Grunnskólanum á Ísafirði hefur Laufey Eyþórsdóttir, sérkennari og einhverfuráðgjafi, nýtt Legó í kennslu. Aðferð sem hún kynntist þegar hún starfaði í Englandi. Laufey notar ýmsar æfingar og mismunandi tegundir af Legói.
03.03.2021 - 07:50
Myndskeið
Látrabjarg friðlýst
Látrabjarg var friðlýst í dag. Með því lýkur áralöngu friðlýsingarferli. Látrabjarg er 14 kílómetrar að lengd og 441 metri þar sem það er hæst. Það er eitt stærsta fuglabjarg í Evrópu og þar er mesta sjófuglabyggð landsins. Látrabjarg flokkast sem alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði, þar sem meðal annars lundinn á sér heimili og helmingur íslenska álkustofnsins.
02.03.2021 - 20:32
Hörmungardagar gera öllu því ömurlega hátt undir höfði
Hörmungardagar standa nú yfir á Hólmavík. Þar á að gera öllu því sem er hörmulegt hátt undir höfði.
28.02.2021 - 12:37
Lýsir vanþóknun á ákvörðun útgerðarinnar
Formaður Sjómannasambands Íslands segist afar undrandi á að fyrrum skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni skuli nú vera orðinn fyrsti stýrimaður um borð. Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir að þessi ákvörðun valdi skipverjum kvíða og óþægindum.
Myndskeið
Bólusetningar á landsbyggðinni ganga samkvæmt áætlun
Bólusetningar við Covid-19 á landsbyggðinni hafa að mestu gengið samkvæmt áætlun og vel gengið að bólusetja helstu forgangshópa. Hlutfallslega flestir hafa verið bólusettir á Austurlandi.
Rás 1 og Rás 2 úti á Sandafelli
Útsending Rásar 1 og 2 er úti á Sandafelli vegna rafmagnsbilunar. Minnt er á langbylgjuna. Samkvæmt tilkynningu er ekki hægt að ráðast í viðgerðir að svo stöddu vegna óviðráðanlegra orsaka. Orkuveita Vestfjarða er að skoða málið
23.02.2021 - 21:13
Þrír skipverjar á Júlíusi hafa sagt upp störfum
Þrír úr áhöfn togarans Júlíusar Geirmundssonar hafa sagt upp störfum og fleiri íhuga stöðu sína um borð. Þetta er í kjölfar þess að maður sem var sviptur skipstjórnarréttindum tímabundið, hefur verið ráðinn stýrimaður í næstu veiðiferð.
Landinn
Flutti á Þingeyri og tók húsið með sér í heilu lagi
Þegar Valdísi Evu Hjaltadóttur bauðst starf Blábankastjóra á Þingeyri þá tók hún húsið sitt með sér í heilu lagi. „Þessi tilfinning að eiga heima einhversstaðar - ég get tekið hana með hvert sem er,“ segir Valdís.
22.02.2021 - 07:30
Slasaður maður var fluttur suður með þyrlu frá Bíldudal
Átök áttu sér stað í íbúðarhúsi á Bíldudal á sunnudag. Þegar lögreglu bar þar að garði var maður þar með áverka og skerta meðvitund. Hann var fluttur suður til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar en reyndist svo ekki með alvarlega áverka.
18.02.2021 - 10:30
Tíu gefa kost á sér hjá Framsókn í NV-kjördæmi
Póstkosning Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hófst í gær. Þar verður kosið um fimm efstu sæti á lista flokksins í komandi alþingiskosningum.
Skotið á hesthús í Bolungarvík
Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar hvort skotið hafi verið á eitt hesthúsanna sem standa undir fjallinu Ernir í Bolungarvík. Líklega hafi verið skotið á húsið um helgina.
16.02.2021 - 14:17
„Umtalsverð umhverfisáhrif“ kláfs upp á Eyrarfjall
Umhverfisstofnun telur að kláfur, sem fyrirhugað er að reisa upp á Eyrarfjall, þurfi að fara í umhverfismat. Það sé rétti vettvangurinn til að skoða umhverfisáhrif slíkrar framkvæmdar. Þá ætti almenningi að gefast kostur á að tjá sig um framkvæmdina. Stofnunin segir líklegt að kláfurinn geti haft „umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér.“
15.02.2021 - 14:05
Landinn
Vonast til að nemendur finni sinn innri listamann
Skólastarf í grunnskólum sunnanverðra Vestfjarða hefur verið brotið reglulega upp í vetur með listasmiðjum.
Sögur af landi
Sagan á hverju strái í fyrirhuguðum þjóðgarði
Friðlýst svæði á landinu öllu eru yfir 120 talsins. Þar af eru þrír þjóðgarðar. Vatnajökulsþjóðgarður, Snæfellsjökull og þjóðgarðurinn að Þingvöllum. Í sumar bætist líklega nýr þjóðgarður við í hópinn. Sá yrði á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem löng og mikil saga teygir sig allt aftur til landnáms.
14.02.2021 - 14:03
Of margir á einum stað og opið of lengi á öðrum
Lítið var um sóttvarnabrot á veitingastöðum og öldurhúsum í gær. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri fóru í eftirlitsferðir. Á höfuðborgarsvæðinu var ástandið sagt nokkuð gott. Einn veitingastaður var þó ekki enn búinn að loka klukkan tuttugu mínútur yfir tíu í gærkvöld. Búast má við kæru út af því. Á Akureyri voru gerðar athugasemdir á einum bar og gestum vísað út uns komið var niður í leyfilegan hámarksfjölda. Aðrir staðir voru með allt sitt á hreinu.
Þjóðgarður á Vestfjörðum líklega stofnaður í sumar
Umhverfisráðherra segir að hægt sé að horfa til þess að það verði af stofnun þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum um eða eftir mitt þetta ár. Þetta kemur fram í svari Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, við fyrirspurn frá Guðjóni S. Brjánssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, sem spurði hvort vilji heimamanna hafi verið eða verði kannaður.
12.02.2021 - 07:45
Ísafjarðarbær selur á þriðja tug þjónustuíbúða
Ísafjarðarbær ætlar að selja 22 af 26 þjónustuíbúðum fyrir aldraða á Hlíf 1. Þær bætast við um hundrað aðrar leiguíbúðir sem eru á sölu. Þetta á að bæta skuldastöðu en líka fjármagna byggingu nýs knattspyrnuhúss á Ísafirði.
09.02.2021 - 12:36
Eyjamenn ánægðastir með búsetuskilyrði sín
Vestmannaeyjar, Akureyri og Eyjafjörður koma best út hvað varðar búsetuskilyrði, hamingju og viðhorfi til síns sveitarfélags. Verst koma Dalir og Sunnanverðir Vestfirðir út. Þetta segja niðurstöður skoðanakönnunar sem var gerð af landshlutasamtökum sveitarfélaga og Byggðastofnun. Þetta er í fyrsta skipti sem könnun sem þessi nær til landsins alls en hér eftir á að endurtaka hana á tveggja til þriggja ára fresti.
Stefna að orkuskiptum í Bolungarvíkurhöfn
Hafin er undirbúningur að orkuskiptum í Bolungarvíkurhöfn. Byrja þarf á að breyta skipulagi og byggja innviði áður en af þeim verður.
Ákærðir fyrir þyrluflug á Hornströndum
Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur ákært fyrirtækið Reykjavik Heilcopters og forsvarsmenn þess fyrir þyrluflug í friðlandinu Hornströndum síðasta sumar. Fyrirtaka verður í málinu í Héraðsdómi Vestfjarða á fimmtudag en ákæran fékkst ekki afhent þar sem ekki er búið að birta hana öllum. Þetta upplýsir lögreglustjórinn á Vestfjörðum í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu.
08.02.2021 - 10:29
Landinn
Dúkkusafn til að efna loforð við látna móður
Þetta er bara dúkkusafnið hennar mömmu og ekki til að græða því, segir maður á Ísafirði sem hefur ásamt fjölskyldu og vinum útbúið safn fyrir hátt í tvö hundruð dúkkur látinnar móður sinnar. 
07.02.2021 - 20:30
Skipulagsstofnun vill að heimilt sé að draga úr laxeldi
Skipulagsstofnun telur mikilvægt að skýr heimild sé til staðar til að draga úr eldi í Ísafjarðardjúpi ef ekki tekst að halda laxalús í skefjum. Þá er lítið vitað um hver samlegðaráhrif yrðu af því eldi sem ólík fyrirtæki fyrirhuga í Djúpi. Þetta kemur fram í áliti stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum af átta þúsund tonna laxeldi Arctic Sea Farm í Ísafjarðardjúpi.
03.02.2021 - 16:47
Kalkþörungafélagið má framleiða 120 þúsund tonn á ári
Íslenska Kalkþörungafélagið hefur fengið leyfi fyrir 120 þúsund tonna framleiðslu á kalki og öðrum afurðum. Þetta er 35 þúsund tonna aukning frá fyrra leyfi sem var gefið út fyrir þremur árum. Fyrirætlanir um að koma af stað vinnslu í Súðavík hafa dregist mikið.
Vesturbyggð skoðar sameiningu við Tálknafjarðarhrepp
Vesturbyggð ætlar að skoða hagkvæmni þess að sameinast Tálknafjarðarhreppi. Tálknfirðingum er hins vegar ekki boðið með í það ferli.