Vestfirðir

Reykhólahreppur lætur greina sameiningarkosti
Reykhólahreppur lætur nú greina þá kosti sem felast í sameiningu við önnur sveitarfélög. Sveitarstjóri segir stefnt að kosningum um þetta árið 2026.
Landinn
Gömul ávaxtadós í lykilhlutverki á rækjuveiðum
Þeir Haraldur Ágúst Konráðsson og Barði Ingibjartsson eru á rækjuveiðum í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi. Þeir hafa róið saman í þrjú ár. Trollið er dregið eftir sjávarbotninum og áttatíu mínútum og nokkrum kaffibollum síðar dregur til tíðinda.
02.05.2021 - 11:31
Óbreytt reglugerð um strandveiðar
Strandveiðar mega hefjast mánudaginn 3. maí og standa út ágústmánuð. Leyft verður að veiða samtals 11.100 tonn af óslægðum botnfiski, sem er það sama og upphafi tímabilsins í fyrrasumar.
Landinn
Svíkja loforð um að ræða vinnuna ekki heima
Í Tálknafirði eru nokkrar eldiskvíar á landi sem tilheyra fjölskyldufyrirtækinu Tungusilungi. Fyrirtækið er stofnað af Magnúsi Kr. Guðmundssyni, pabba framkvæmdastjórans, Freyju Magnúsdóttur, og svo starfar sonur Freyju, Ragnar Þór Marinósson, einnig við eldið.
25.04.2021 - 13:28
Þingmaður og bæjarfulltrúi berjast um efsta sætið
Tvö berjast um efsta sætið í forvali Vinstri grænna í norðvesturkjördæmi sem hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður flokksins í kjördæminu, vill leiða listann áfram en Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður í Skagafirði, sækist einnig eftir efsta sætinu. Alls eru átta i framboði.
Brottrekinn sveitarstjóri ósáttur við sveitarstjórn
Þorgeir Pálsson sem sagt var upp sem sveitarstjóra Strandabyggðar í vikunni segist vera að íhuga það alvarlega að skoða réttarstöðu sína í kjölfar uppsagnarinnar. Hann og sveitarstjórn hafi greint á í ýmsum málum, til að mynda hvað varðar hagsmunaárekstra og tengingum við styrkþega úr sjóðum sveitarfélagsins.
22.04.2021 - 16:01
Loka veginum um Kerlingafjörð vegna grjóthruns
Lögreglan á Vestfjörðum hefur lokað veginum um Kerlingafjörð á sunnanverðum Vestfjörðum vegna grjóthruns sem varð þar í kvöld. Vegagerðin er á leiðinni á staðinn til að meta aðstæður varðandi framhaldið.
21.04.2021 - 23:17
Landinn
Snjóléttur vetur fer vel með vegagerð á Dynjandisheiði
„Þetta er semsagt fyrsti áfangi á veg yfir Dynjandisheiði, þetta verk sem við erum með hérna, sex kílómetra kafli hérna sunnan við heiðina og svo fjögura kílómetra kafli í Arnarfirði – í framhaldi af Dýrafjarðargöngunum,“ segir Pétur Hemmingsen, verkefnastjóri hjá ÍAV.
21.04.2021 - 07:50
Sveitarstjóra Strandabyggðar sagt upp
Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur sagt Þorgeiri Pálssyni sveitarstjóra upp störfum. Í yfirlýsingu sveitarstjórnar segir að ástæðan sé ólík sýn sveitarstjórans og sveitarstjórnar á stjórnun og málefni sveitarfélagsins. Vegna þessa liggi leiðir þeirra ekki lengur saman og samstaða hafi verið í sveitarstjórn um að segja Þorgeiri upp störfum. Hann hefur þegar látið af störfum og vinnur því ekki út þriggja mánaða uppsagnarfrest sinn.
21.04.2021 - 07:42
Landinn
Geta greint í sundur mörg hundruð háhyrninga
Marie er stofnandi samtakanna Orca Guardians Iceland en hún tók til starfa sem leiðsögumaður fyrir hvalaskoðunarfyrirtækið Láka í byrjun árs 2014.
Mokveiði á grásleppuvertíð en hrognaverð hríðfallið
Mikið tekjutap blasir við grásleppuútgerðinni en verð fyrir grásleppuhrogn hefur hríðfallið frá síðustu vertíð. Á móti hafa veiðiheimildir sjaldan verið meiri og alger mokveiði er hjá þeim bátum sem farnir eru til veiða.
Athuga hvort fornleifar leynist í Teigsskógi
Vegagerðin heggur nú leið í gegnum birkið í Teigsskógi í Gufudalssveit, þar sem nýr Vestfjarðavegur á að liggja. Það er gert til þess að leita af sér allan grun um að þar leynist fornleifar.
Lundinn mættur og farinn að setjast upp
Lundinn er kominn til landsins og farinn að setjast upp í sínar hefðbundnu lundabyggðir. Lundastofninn, sem var í mikilli lægð, hefur verið að styrkjast jafnt og þétt síðustu ár.
13.04.2021 - 13:54
Myndskeið
Dalabyggð skoðar sameiningar austur og vestur
Dalabyggð vill skoða mögulega sameiningu við þrjú sveitarfélög. Annars vegar Húnaþing vestra og hins vegar Stykkishólmsbær og Helgafellssveit. Sveitarfélagið lagðist í valkostagreiningu í vetur og athugaði sérstaklega sameiningarmöguleika við tólf nágrannasveitarfélög sín í sex mismunandi útfærslum. Möguleikarnir teygðu sig í allar áttir, allt suður í Skorradal og norður í Árneshrepp.
Línuívilnun hefur minnkað um tvo þriðju á fimm árum
Línuívilnun hefur minnkað um tvo þriðju á síðustu fimm árum. Sjómaður á Hólmavík segir útgerðinni sinni ekki stætt nema hennar njóti við.
11.04.2021 - 15:55
Myndskeið
Vantar ekki hug í Dýrfirðinga
Nauðsynlegt er að sýna þolinmæði þegar rétta á við neikvæða byggðaþróun. Þetta segir verkefnisstjóri Brothættra byggða í Dýrafirði hvers markmið er að efla og styrkja byggð í firðinum.
Myndskeið
Vestfirðingar fundu tannlækni á alþjóðamarkaði
Breski tannlæknirinn Christian Lee flutti nýverið til Ísafjarðar og hóf þar störf, eftir að Heilbrigðisstofnun Vestfjarða lagðist í auglýsingaherferð út fyrir landsteinana. Hann er nú annar tveggja tannlækna í landshlutanum.
08.04.2021 - 11:36
Norðan hvassviðri og slæm færð
Norðaustan hvassviðri með éljum og skafrenningi gengur yfir Breiðafjörð og Vestfirði í kvöld og í nótt. Á morgun upphefst svo í norðan- og norðvestan hvassviðri eða stormur á Suðausturlandi og Austfjörðum sem gengur ekki niður fyrr en á föstudagsmorgunn. Á vef Vegagerðarinnar segir að hríðarveður sé á Vestfjörðum, þar sé færð mjög slæm og margir vegir ófærir.
07.04.2021 - 22:49
Stormur næstu tvo daga
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna óveðurs sem gengur yfir landið á morgun og páskadag. Útlit er fyrir suðvestanhvassviðri eða storm á Norðurlandi á morgun. Einkum er útlit fyrir vont veður á Tröllaskaga og í Skagafirði og Eyjafirði. Suðvestanstormi er líka spáð á gosstöðvunum á morgun og verður lokað fyrir umferð að þeim allan daginn.
02.04.2021 - 18:52
Myndskeið
Ruku af stað að rannsaka hvalina
Það er ekki að sjá að háhyrningarnir sem syntu inn í höfnina á Ísafirði í morgun og eru þar enn séu í vanda. Þetta segja þær Barbara Neubarth, mastersnemi við Háskólasetrið á Vestfjörðum, og Ayça Eleman, doktorsnemi við Háskóla Íslands. Þær gáfu sér ekki tíma til að borða morgunmat þegar fréttist af hvölum í höfninni heldur ruku af stað að rannsaka þá.
02.04.2021 - 15:44
Háhyrningar syntu inn á Pollinn við Ísafjörð
Háhyrningar syntu í morgun inn á Pollinn við Ísafjörð og hafa synt þar fram og til baka. Fjölda fólks hefur drifið að til að skoða dýrin.
02.04.2021 - 11:55
Sögur af landi
Skíðavikan sem ekki varð
Skíðavikan á Ísafirði er orðinn fastur liður í hátíðarhaldi bæjarbúa um páska. Upphaf hennar má rekja aftur til ársins 1935. Sjaldan hefur þurft að aflýsa hátíðinni. Það gerðist fyrst árið 1949 þegar mænuveikifaraldur geisaði á landinu. Í fyrra var hátíðinni svo aflýst í annað skiptið í sögu Skíðavikunnar. Þá máttu aðeins fimm manns koma saman að hámarki á Ísafirði vegna COVID. Það var því spenna í loftinu þetta árið að geta haldið Skíðavikuna hátíðlega.
Myndskeið
Mega nýta 125 þúsund rúmmetra kalkþörunga úr Djúpinu
Íslenska kalkþörungafélagið hefur nú fengið leyfi til að vinna kalkþörunga úr Ísafjarðardjúpi. Þetta er einn stærsti áfanginn í því að koma nýrri verksmiðju fyrirtækisins í Súðavík af stað.
Landinn
Kominn aftur þangað sem ferillinn hófst
Þótt skólahald og félagslíf í framhaldsskólum hafi verið óvenjulegt í vetur þá skapaðist um tíma svigrúm til að setja upp leiksýningar. Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði setti upp Hárið og barst liðsauki úr óvæntri átt vegna COVID-19.
28.03.2021 - 20:00
Norðlægar áttir og frekar kalt
Útlit er fyrir norðlæga vinda og heldur kalda víðast á landinu þegar líður á daginn en fram að því eru breytilegri áttir. Hvassast verður norðvestantil á landinu framan af degi með snjókomu eða éljagangi. Útlit er fyrir þokkalegt veður en nokkuð kalt á gosstöðvunum á Reykjanesskaga en upp úr hádegi gæti orðið talsverð gassöfnun í Geldingadölum áður en norðanáttin lætur til sín taka.
28.03.2021 - 07:48