Vestfirðir

Ísafjarðarbær sýknaður af milljónakröfu yfirmanns
Héraðsdómur Vestfjarða sýknaði í gær Ísafjarðarbæ af kröfu fyrrverandi yfirmanns eignasjóðs hjá bænum sem taldi að ákvörðun bæjaryfirvalda um að leggja niður starf hans hefði verið ólögmæt. Hann krafði bæjarfélagið um 66 milljónir króna og hélt því meðal annars fram að hann hefði verið sviptur starfi sínu í þágu hagsmuna kjörins fulltrúa.
26.10.2021 - 10:11
Fær bætur vegna árásar sem ýfði upp gömul sár
Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í gær karlmann til að greiða þrjár milljónir í bætur vegna líkamsárásar fyrir níu árum. Maðurinn var sakfelldur fyrir árásina í héraðsdómi fyrir sex árum. Sá sem varð fyrir árásinni hélt því fram að hún hefði ýft upp bakmeiðsl sem hann hefði verið að jafna sig af.
26.10.2021 - 09:13
Aðeins tveir bæir taka þátt í heimaslátrunartilraun
Fáir bændur treystu sér til að uppfylla kröfur til þátttöku í heimaslátrunarverkefni þetta haustið, mun færri en tilkynntu þátttöku. Bændur þurfa bæði að hafa löglega kjötvinnslu og að útbúa gæðahandbók og það hefur staðið í mörgum.
25.10.2021 - 12:10
Landinn
Flundran illa liðin en góð á bragðið
Flatfiskurinn flundra hefur breiðst hratt í kringum landið og finnst bæði í sjónum og í ám. Flundran veiddist fyrst í Ölfusá 1999 og hefur síðan þá breiðst réttsælis í kringum landið. Doktorsneminn Theresa Henke, sem stundar nám sitt við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum, hefur rannsakað flundruna undanfarin ár og meðal annars leitað til almennings.
25.10.2021 - 08:42
Sjónvarpsfrétt
Strandveiðibátar lönduðu á 51 stað í sumar
Þorskafli smábáta á strandveiðum hefur aukist um 40 prósent undanfarin fimm ár, en tæplega 700 bátar voru við strandveiðar í sumar. Það er krafa smábátasjómanna að geta stundað strandveiðar í fjóra mánuði ár hvert, án þess að hægt sé að stöðva veiðar eins og gert hefur verið tvö undanfarin sumur.
Lagt til að fækka landsbyggðarprestum um tíu
Lagt verður til á komandi kirkjuþingi að fækka prestum kirkjunnar um tíu og hálft stöðugildi. Á sama tíma verður stöðugildum fjölgað á suðvesturhorninu. Dregið verður nokkuð úr sérþjónustu presta.
20.10.2021 - 13:28
Strandabyggð grípur til aðgerða til að rétta úr kútnum
Strandabyggð grípur nú til aðgerða til þess að rétta af slæma fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Það fékk þrjátíu milljóna aukaúthlutun úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga í ár og býst oddviti að þörf verði á öðru eins á næsta ári.
Ekki óhætt að veiða meira en 20.000 rjúpur í haust
Náttúrufræðistofnun leggur til að aðeins megi veiða 20.000 rjúpur í haust. Aldrei í 16 ára sögu veiðiráðgjafar rjúpu hefur hauststofn verið minni en í ár. Fuglafræðingur segir að rjúpnastofninum hafi hnignað, til lengri tíma litið.
Rannsaka þarf skriðuhættu við ellefu þéttbýlisstaði
Hópur vísindamanna á Veðurstofu Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskóla Íslands telur nauðsynlegt að gera svipað átak vegna aukinnar hættu á skriðuföllum og gert var vegna snjóflóðahættu á tíunda áratugnum. Nefnir hópurinn sérstaklega ellefu þéttbýlisstaði sem kanna þarf með tilliti til hættu á aurskriðum. Þar á meðal eru Ísafjörður, Sauðárkrókur, Akureyri og Neskaupstaður.
13.10.2021 - 06:33
Búið að ná öllum hvalhræjunum um borð í Þór
Áhöfnin á varðskipinu Þór hefur staðið í ströngu við að fjarlægja á sjötta tug grindhvalahræja úr fjörum í Árneshreppi á Ströndum í dag. Á sjötta tímanum var seinasta hræjið dregið um borð í varðskipið og er nú siglt með þau út fyrir sjávarfallastrauma.
12.10.2021 - 18:20
Myndskeið
Hefjast handa við að flytja hræin um borð í Þór
Skipverjar á varðskipinu Þór og fjöldi fólks í landi hófst í morgun handa við að flytja um fimmtíu grindhvalahræ úr fjörunni í Melavík um borð í Þór. Hvalina rak á land í Árneshreppi um þarsíðustu helgi og þeir drápust þar.
12.10.2021 - 11:20
Þór kemur á Strandir og hirðir rúmlega fimmtíu hvalhræ
Áhöfn á varðskipinu Þór kemur í Árneshrepp á Ströndum í næstu viku og mun taka þar rúmlega fimmtíu grindhvalahræ sem liggja í fjörum um borð í skipið. Varðskipinu verður síðan siglt út fyrir sjávarfallastrauma og hræjunum þá hent fyrir borð.
07.10.2021 - 11:14
Bolungarvíkurgöng lokuð vegna umferðarslyss
Bolungarvíkurgöngum, milli Hnífsdals og Bolungarvíkur, var lokað nú á tíunda tímanum vegna umferðarslyss í göngunum.
07.10.2021 - 09:51
Sjónvarpsfrétt
Óljóst hvað verður gert við hvalhræin við bæjardyrnar
Ekki hefur verið ákveðið hvernig eigi að farga tugum grindhvalshræja sem liggja í fjörunni í Árneshreppi á Ströndum. Teymi frá Hafrannsóknastofnun tók sýni úr dýrunum í dag.
06.10.2021 - 21:25
Hvassviðri eða stormur undir Eyjafjöllum
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms á Vestfjörðum, Suðurlandi og Suðausturlandi og er fólk hvatt til að ganga frá lausamunum.
06.10.2021 - 13:40
Myndskeið
Áhöfn skútu sem strandaði hífð um borð í þyrlu
Skúta sem strandaði við Æðey í Ísafjarðardjúpi komst aftur á flot í morgun og siglir nú á eigin vélarafli til Ísafjarðar í fylgd sjómælingaskipsins Baldurs og björgunarskipsins Kobba Láka. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRÓ, kom fjögurra manna áhöfn skútunnar til bjargar í nótt og hífði þá um borð.
05.10.2021 - 10:00
Landinn
Kertagerð bjargaði hjónum í ferðaþjónustu
Þegar skemmtiferðaskipin hættu að koma til Ísafjarðar í heimsfaraldrinum voru góð ráð dýr fyrir hjónin Sædísi Ólöfu Þórsdóttur og Gunnar Inga Hrafnsson sem hafa rekið ferðaþjónustufyrirtæki í bænum. Þau gripu til sinna ráða og demdu sér í kertagerð
01.10.2021 - 21:25
Fjöldi kinda á Ströndum drapst í óveðrinu
Fjöldi kinda á Ströndum drapst í óveðrinu í vikunni og bóndi á einum bæ missti tæp 60 fjár. Bændur í Húnavatnssýslum og á Vestfjörðum þurftu að grafa hundruð kinda úr fönn.
30.09.2021 - 13:23
Loft sjúkrahússins hrundi í rokinu á Ísafirði
Óveðrið sem gekk yfir Vestfirði, Norður- og Vesturland olli meðal annars tjóni á Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Vindhviða hrifsaði niður loft í kjallara sjúkrahússins. Þá fauk einnig þakpappi af þaki sjúkrahússins.
29.09.2021 - 15:19
Dældu vatni úr húsum í sex klukkutíma á Siglufirði
Hvergi virðist hafa orðið stórtjón í óveðrinu sem gekk yfir landið síðasta sólarhring. Vatn flæddi inn í hús á Siglufirði og trjágróður lét víða undan blautum og þungum snjó.
29.09.2021 - 13:59
Fjöldi snjóflóða fallið fyrir vestan og norðan
Um 25 tilkynningar um snjóflóð hafa borist Veðurstofunni í kjölfar illviðrisins. Flest eru þau á Vestfjörðum. Eitt þeirra féll úr Innra Bæjargili á Flateyri og hafnaði á varnargarðinum ofan við bæinn.
29.09.2021 - 13:26
Á annað hundrað útköll — mörg vegna bíla á sumardekkjum
Björgunarsveitir fóru í á annað hundrað verkefni í óveðrinu sem geisaði norðan- og vestanlands í gær. Mörg þeirra voru vegna fólks sem hafði fest bíla sína á sumardekkjum, þrátt fyrir að varað hefði verið við slæmu ferðaveðri. 
„Bókstaflega rigndi inn aðstoðarbeiðnum“
Veðurspá um norðvestanhríð norðan- og vestanlands hefur gengið eftir í dag. Veðrið er nú í hámarki á Vesturlandi og Vestfjörðum, þar sem útköllum björgunarsveita tók að fjölga síðdegis.
28.09.2021 - 18:08
Vakta báta í Bolungarvíkurhöfn
Eigendur báta í Bolungarvíkurhöfn og björgunarsveitarfólk hafa fylgst vel með ástandinu í höfninni undanfarinn sólarhring. Ekkert tjón hefur orðið á bátum þrátt fyrir vonskuveður.
28.09.2021 - 17:29
Útvarpsumfjöllun
Veðrið á enn eftir að versna - eldingu sló niður
Aftakaveður er á norðvestanverðu landinu þar sem appelsínugul veðurviðvörun er í gildi. Rúta fauk út af í Hrútafirði, vegir eru víða lokaðir og rafmagnslaust var um tíma á Húsavík. Foráttuhvasst verður vestanlands í dag, en illviðrið ætti að ganga niður þegar líður á kvöldið.
28.09.2021 - 12:42