Vestfirðir

Úrskurðarnefnd vísar kærum vegna Hvalárvirkjunar frá
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá fimm kærum í tengslum við Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum. Kærurnar stöðvuðu vegaframkvæmdir þar fyrir norðan síðasta sumar.
27.05.2020 - 16:27
Grútarmengun ógnar æðarvarpi við Bíldudalsvog
Grútarmengun hefur verið við Bíldudalsvog í Arnarfirði síðustu daga. Mikið æðarvarp er í grennd við Bíldudal og ungum stafar talsverð ógn af grútnum þegar þeir leggja á haf út í fyrsta skipti.
20.05.2020 - 15:21
Tjón Ísafjarðar vegna snjóflóða um 40 milljónir
Tjón Ísafjarðarbæjar vegna snjóflóðanna sem féllu á Flateyri 14. janúar síðastliðinn nemur um 40 milljónum króna. Bærinn hefur farið fram á það við ríkið að það greiði þennan kostnað og bíður nú svara.  Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að mestur hluti kostnaðins sé tilkominn vegna hreinsunarstarfs.
20.05.2020 - 14:26
Myllum fækkað í fyrirhuguðum vindmyllugarði í Garpsdal
Myllum í fyrirhuguðum vindmyllugarði í Garpsdal verður fækkað frá fyrri tillögu úr 35 í 21 myllu. Þær dreifast yfir stærra svæði en áður var ráðgert og skila minna heildarafli inn á raforkukerfið. Tillögur um breytt aðalskipulag voru kynntar íbúum Reykhólahrepps á rafrænum íbúafundi í gær.
19.05.2020 - 16:50
Mál bakvarðar sent til héraðssaksóknara á næstu dögum
Lögreglan á Vestfjörðum hefur lokið rannsókn á máli konu sem í byrjun apríl starfaði sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík og grunuð er um að hafa villt á sér heimildir. Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri segir að rannsókn hafi lokið í síðustu viku og verið sé að ganga frá lausum endum.
19.05.2020 - 11:21
Vilja selja hlut sinn í Drangavík á Ströndum
Þrír af sextán landeigendum Drangavíkur á Ströndum hafa ákveðið að selja rúmlega tuttugu prósenta hlut sinn í jörðinni. Ástæðan er fyrst og fremst skiptar skoðanir um landamerki jarðarinnar sem gæti haft áhrif á fyrirhugaða Hvalárvirkjun.
18.05.2020 - 16:03
Fiskeldi í vexti og aukin hætta á tjóni í vetrarveðrum
Matvælastofnun útilokar ekki að eldislax hafi sloppið þegar gat kom á sjókví í fiskeldi Arnarlax í Patreksfirði í síðasta mánuði. Í vaxandi sjókvíaeldi aukist líkurnar á slíkum atvikum í vondu vetrarveðri.
14.05.2020 - 18:13
Telur ákveðin tækifæri liggja í frestun Hvalárvirkjunar
Umhverfisráðherra vill nota tækifærið, nú þegar undirbúningi Hvalárvirkjunar hefur verið frestað, og kanna möguleika á annars konar landnotkun en til rafmagnsframleiðslu. Hann minnir á það mat Náttúrufræðistofnunar að friða skuli virkjunarsvæðið.
14.05.2020 - 12:32
Hertum aðgerðum aflétt á Vestfjörðum
Hertum aðgerðum vegna kórónuveirunnar á norðanverðum Vestfjörðum hefur verið aflétt og gilda nú sömu reglur um samkomubann þar og annarsstaðar á landinu. Umdæmissóttvarnarlæknir Vestfirðinga segir það samstöðu íbúanna að þakka að geta nú stigið þetta skref.
Landinn
Reisa gróðurhús úr umbúðum
„Hér erum við með einnota umbúðir sem verða verðmætari við breytt ástand,“ segir Jón Hafþór Marteinsson sem smíðar til gróðuhús úr svokölluðum bömbum, þúsund lítra plasttönkum sem eru notaðir fyrir flutning á allsskonar vökva.
11.05.2020 - 08:30
Lokun Vesturverks ekki óvænt í ljósi COVID
Forstjóri Landsnets segir það ekki koma á óvart að Vesturverk hafi lokað skrifstofu sinni á Ísafirði og frestað framkvæmdum við Hvalárvirkjun, þar sem raforkunotkun hefur minnkað töluvert í faraldrinum. Sveitarstjóri Árneshrepps segir miður hversu margir hrósi happi yfir seinaganginum við virkjunina.
08.05.2020 - 17:59
Frestun Hvalárvirkjunar mikil vonbrigði, en skiljanleg
Oddviti Árneshrepps segir frestun framkvæmda við Hvalárvirkjun mikil vonbrigði. Vesturverk lokaði skrifstofu sinni á Ísafirði og sagði upp tveimur starfsmönnum þar, sem þýðir að framkvæmdum við virkjunina verður frestað um óákveðinn tíma. Landvernd fagnar frestuninni og formaðurinn segir nú tækifæri til að skoða friðlýsingu á svæðinu enn frekar.
08.05.2020 - 12:10
Kærur vegna vegar um Teigsskóg komu ekki á óvart
G. Pétur Matthíasson, upplýsingarfulltrúi Vegagerðarinnar, segir kærur vegna framkvæmdaleyfa Reykhólahrepps vegna áforma um að leggja veg um Teigsskóg ekki hafa komið á óvart. Ásakanir í þeim varðandi Vegagerðina séu ósannar.
07.05.2020 - 14:05
Skemmdir unnar á leiðum í kirkjugarðinum í Bolungarvík
Lögreglan á Vestfjörðum fékk tilkynningu í gær um að skemmdir hafi verið unnar á nokkrum leiðum í kirkjugarðinum í Bolungarvík. 
07.05.2020 - 09:49
Myndskeið
Segir að kvóti á grásleppu myndi ekki bæta úr skák
Sjómaður á Þingeyri segir að skyndileg stöðvun grásleppuveiða fyrir helgi hafi verið óréttlátur skellur. Hugmyndir um kvótakerfi séu ekki til bóta. 
05.05.2020 - 22:06
Myndskeið
Tvær kærur vegna framkvæmdaleyfis fyrir Þ-H leið
Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála hefur á borði sínu tvær kærur til Reykhólahrepps vegna áforma um að leggja veg um Teigsskóg. Báðar kærurnar snúast um að Vegagerðin hafi þvingað valið á leiðinni upp á sveitarstjórnina.
05.05.2020 - 09:14
Myndskeið
Opna nýja byggingavöruverslun á Hólmavík
Hópur Strandamanna hefur komið sér saman um rekstur byggingavöruverslunar eftir að hafa séð fram á að þurfa að keyra í Borgarnes til að kaupa skrúfur.
04.05.2020 - 16:31
Aðrar samkomureglur gilda á norðanverðum Vestfjörðum
Almennar samkomutakmarkanir vegna kórónuverirufaraldursins voru rýmkaðar á Íslandi í dag. Á landsvísu mega nú 50 manns koma saman í stað 20 áður, nema á norðanverðum Vestfjörðum þar sem aðrar reglur hafa gilt og gilda að óbreyttu áfram til 11. maí.
04.05.2020 - 10:30
Ingibjörg Birna ráðin sveitarstjóri Reykhólahrepps á ný
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Reykhólahrepps. Ákvörðun um ráðningu hennar var tekin á fundi sveitarstjórnar hreppsins í dag. Þetta kemur fram á Reykhólavefnum, reykhólar.is. Þar segir að Ingibjörg sé flestum hnútum kunnug hjá Reykhólahreppi, því hún var þar sveitarstjóri frá 2010 til 2018.
01.05.2020 - 01:24
„Vestfirskt kvef“ næg ástæða til að fara í próf
Kúrfa COVID-19 veikinnar á norðanverðum Vestfjörðum er eins og kúrfan á landinu öllu, fyrir utan að hún er um það bil tveimur vikum á eftir. Þetta sagði Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, umdæmislæknir Vestfjarða, á upplýsingafundi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Lögreglunnar á Vestfjörðum í dag. Hún þakkaði íbúum þann árangur sem hefði náðst í að kveða faraldurinn niður en sagði að fólk mætti ekki slaka á í sýnatökum. Þeim fækkaði í síðustu viku.
29.04.2020 - 16:10
Myndskeið
Ísfirska stuðbandið Sjökvist gefur út lag í kófinu
Ísfirska stuðbandið Sjökvist hefur stundað stífar æfingar frá 1. apríl. Dagurinn í gær var stór dagur í sögu sveitarinnar, því þá sendi hún sitt fyrsta, frumsamda lag út í alheiminn á samfélagmiðlinum Youtube. Hljómsveitarmeðlimirnir þrír eru 7, 10 og 42 ára. Aldursforseti bandsins segir þetta fyrsta lag sveitarinnar mögulega líka það síðasta, þar sem skólastarf hefst á ný eftir helgi.
29.04.2020 - 07:00
Norðanverðir Vestfirðir munu ekki fylgja landinu 4. maí
Þrjátíu prósent virkra smita á landinu eru á norðanverðum Vestfjörðum. Tvö ný smit greindust í gær, bæði í Bolungarvík. Á norðanverðum Vestfjörðum verða ekki sömu tilslakanir á samkomubanni og annars staðar á landinu 4. maí.
Tveir greindust með COVID-19 á Vestfjörðum í gær
Tvö ný smit greindust á Vestfjörðum í gær. Bæði smitin komu úr þekktum smithópum í Bolungarvík og voru báðir einstaklingarnir því í sóttkví.  
28.04.2020 - 10:05
Losað um samkomubann að hluta á Vestfjörðum
Tilslakanir á ströngu samkomubanni taka gildi á nokkrum stöðum á norðanverðum Vestfjörðum á morgun. Enn eru í gildi takmarkanir á Ísafirði, í Hnífsdal og í Bolungarvík. Umdæmissóttvarnalæknir segir að fundað verði um framhaldið á morgun. 
26.04.2020 - 12:46
Fjögur hundruð í skimun á Patreksfirði
Rúmlega 400 sýni hafa verið tekin á Patreksfirði og færri komust að en vildu. Heildarniðurstöður eru væntanlegar eftir helgi. Slakað verður á hertum aðgerðum vegna farsóttarinnar á norðanverðum Vestfjörðum á nokkrum stöðum á mánudaginn.
24.04.2020 - 16:16