Vestfirðir

Tveir með smit á Vestfjörðum
Tveir erlendir ríkisborgarar staddir á Vestfjörðum greindust með COVID-19 smit. Báðir fengu jákvæða niðurstöðu úr landamæraskimun. Annar var einnig með einkenni sýkingar og er hann með ísfirskt lögheimili. Hinn er ferðamaður og dvelur í farsóttarhúsi meðan hann bíður eftir niðurstöðu mótefnamælingar.
Myndskeið
Björgunarsveitir aðstoða grindhvali í Mjófirði
Þrír bátar frá björgunarsveitunum á Ísafirði, Hnífsdal og Bolungarvík eru á leiðinni í Mjóafjörð til að aðstoða grindhvali sem virðast hafa strandað á skeri í Þernuvík. Ragnar Högni Guðmundsson í aðgerðarstjórn segir að þetta séu á bilinu 10 til 15 dýr. Aðrir telja að þau hafi verið nær þrjátíu. Fréttastofu barst ábending um dýrin frá vegfarendum sem sögðu hljóðin frá dýrunum vera hræðileg.
30.07.2020 - 17:19
Súlur Vertical, Króksmóti og Skjaldborg aflýst
Bæjarhátíðum, íþróttamótum og menningarviðburðum um allt land hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um hertar samkomutakmarkanir í morgun. Stjórn Skjaldborgar segist vilja sýna það í verki að við séum öll almannavarnir.
Stanslausar sýnatökur frá því faraldur hófst
Umdæmislæknir á Vestfjörðum segir dæmi um að fólk með kvef hafi neitað að koma í sýnatöku vegna kórónuveirunnar. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Austurlandi segir sýnatöku hafa aukist í kjölfar nýrra smita.
30.07.2020 - 12:30
Hvað er um að vera um verslunarmannahelgina?
Mörgum stórum, rótgrónum hátíðum um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eða frestað eins og Unglingalandsmóti UMFÍ, Mýrarboltanum á Ísafirði, Síldaævintýrinu á Siglufirði og Neistaflugi í Neskaupstað. Enn er áformað að halda bæjarhátíðina Ein með öllu á Akureyri en þó með breyttu sniði.
29.07.2020 - 15:00
Leit stendur enn yfir í svartaþoku á Hornströndum
Leit stendur enn yfir að pari sem lenti í vanda á Hornströndum í gærkvöld, vegna þoku. Talið er að parið sé einhversstaðar í Þorleifsskarði, á milli Fljótavíkur og Hlöðuvíkur.Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði var fólkið ófundið enn skömmu fyrir sjö í morgun. Björgunarmenn voru þá komnir að skarðinu en svartaþoka er enn á svæðinu og hamlar leit. Lögregla segir að þyrla landhelgisgæslunnar verði beðin um aðstoð um leið og léttir til, ef fólkið finnst ekki áður.
27.07.2020 - 06:55
Fólk í vanda á Hornströndum
Björgunarsveitir í Djúpinu voru kallaðar út á tólfta tímanum í kvöld, þar sem par hafði lent í vandræðum á Hornströndum. Þar er mikil þoka, en talið er að parið sé einhversstaðar í Þorleifsskarði, á milli Fljótavíkur og Hlöðuvíkur. Björgunarskipið Gísli Jóns var sent á vettvang með gönguhópa og kom í Fljótavík um klukkan hálftvö.
27.07.2020 - 02:08
Leita að köldum og hröktum göngumönnum á Trékyllisheiði
Björgunarsveitir á Ströndum voru kallaðar út á fjórða tímanum í dag vegna tveggja göngumanna í vanda á Trékyllisheiði. Mennirnir hafa verið á göngu í tvo daga og eru staddir nærri Búrfelli en eru orðnir kaldir og hraktir. Þoka og lélegt skyggni er á þessum slóðum.
25.07.2020 - 16:53
Myndskeið
300.000 rúmmetrar jarðvegs í varnargarða á Patreksfirði
Á Patreksfirði eru framkvæmdir hafnar við tvo nýja ofanflóðagarða. Um 300 þúsund rúmmetrar jarðvegs fara í varnirnar sem kosta 1,3 milljarða króna. Hafist var handa við nýju garðana vor. Framkvæmdaaðilinn er Suðurverk sem annast einnig gerð Dýrafjarðarganga á Vestfjörðum. Vinnan er umfangsmikil og dylst engum sem í þorpið kemur að staðið sé í stórræðum.
Myndskeið
Íslendingar kröfuharðari kúnnar
Mun meira hefur verið að gera í ferðaþjónustu hér á landi miðað við þær væntingar sem gerðar voru til sumarsins. Íslenskir ferðamenn eru kröfuharðari viðskiptavinir en erlendir ferðamenn. Þá er sumstaðar skortur á starfsfólki til að anna eftirspurn.
23.07.2020 - 20:13
Aurskriður féllu á Reykjastrandarveg
Vegurinn um Reykjaströnd í Skagafirði er lokaður eftir aurskriðu sem féll á sunnudag. Lítill hópur ferðafólks varð innlyksa á Reykjum eftir aurskriðuna en verktakar aðstoðuðu fólk að komast sína leið áður en svæðinu var lokað.
21.07.2020 - 11:48
Telur svæðaskiptingu auka sveigjanleika í fiskeldi
Tillaga Hafrannsóknastofnunar að afmörkun eldissvæða fyrir fiskeldi í Arnarfirði á Vestfjörðum er nú til auglýsingar hjá Skipulagsstofnun. Forstjóri fiskeldisfyrirtækis segir þetta bjóða upp á aukinn sveigjanleika í greininni.
20.07.2020 - 13:19
Biður fólk að fara varlega vegna veðurs
Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að enn sé hætta á grjóthruni úr fjallshlíðum þar sem mikið hefur rignt og biður fólk að fara varlega. Farið er að draga úr rigningu en áfram er útlit fyrir mikið regn víða á Norðurlandi. Hugsanlega þarf að framlengja gular viðvaranir vegna hvassviðris á suðaustanverðu landinu.
18.07.2020 - 12:53
Myndskeið
„Það urðu allir lækir að beljandi stórfljótum“
Á Vestfjörðum hefur verið úrhelli og aftakaveður. Loka þurfti sundlauginni á Suðureyri vegna vatnstjóns og rennsli í ám hefur sjaldan eða aldrei verið meira.
17.07.2020 - 19:58
Myndskeið
Grjót hrundi með miklum drunum á Ísafirði
Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði fyrir um stundu vegna óhemju úrkomu þar í dag. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að búast megi við grjóthruni og skriðum áfram meðan úrhellið gengur yfir. Það sé ekkert tilefni til að vera á ferli á Vestfjörðum.
17.07.2020 - 15:37
Kolófært á Hornströndum en telja alla komna í var
Talið er að ferðalangar á Hornströndum séu allir komnir í var frá veðri. Flestir þeir sem ætluðu að fera á faraldsfæti á Vestfjörðum og Norðvesturlandi um helgina hafa afbókað eða endurskipulagt ferðir sínar.
17.07.2020 - 13:32
Viðbragðssveitir í startholunum vegna vatnavaxta
Viðbragðssveitir víða á Norður- og Vesturlandi eru í startholunum vegna vatnavaxta. Vegurinn upp á Bolafjall við Bolungarvík er lokaður eftir aurskriðu í gærkvöld. Þá varð minniháttar grjóthrun á Siglufjarðarvegi snemma í morgun.
17.07.2020 - 12:05
Varasamt að ferðast með tengivagna í dag
Vegagerðin minnir ferðalanga á að varasamt er að ferðast með tengivagna á Kjalarnesi, víða á Suðurlandi og Vesfjörðum og Vesturlandi. Áframhaldandi hvassviðri er á landinu fram á kvöld. Þá helst á Vestfjörðum, Vesturlandi og Suðurlandi.
17.07.2020 - 11:12
Snjór á Ströndum – „Fólkið hérna kann á þetta“
„Maður verður hundblautur ef maður hleypur aðeins út,“ segir Jón Guðbjörn Guðjónsson, veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík, austast í Trékyllisvík í Árneshreppi. Í hreppnum er enn mikið hvassviðri, ausandi rigning og miklir vatnavextir. Heimamenn hafa ráðið aðkomufólki frá göngum og jafnvel ráðlagt þeim að forða sér úr hreppnum. Reynir Traustason segist ekki muna eftir öðru eins veðri á svæðinu og segir að nú sé byrjað að snjóa.
17.07.2020 - 10:31
Viðtal
Ansi haustlegt og vont veður miðað við árstíma
Það fer ekki að draga úr rigningu fyrr en seinni part dags á morgun og leiðindaveður verður fram á sunnudag, segir Arnór Tumi Jóhannsson veðurfræðingur. Vindur fer vel yfir 30 metra á sekúndu í hviðum þar sem veður er verst, á Vestfjörðum og norðvestanverðu landinu. Arnór Tumi segir að þar sé mikið votviðri og ekkert ferðaveður.
17.07.2020 - 08:21
Myndskeið
Eins og rigningarveggur
„Þetta er eins og rigningarveggur.“ Þetta segir Ísfirðingurinn Ragnar Aron Árnason, sem átti leið um tjaldsvæðið í Tunguskógi fyrr í kvöld. Þar hefur hellirignt í dag og í kvöld, appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Vestfjörðum og hætta er á skriðuföllum vegna rigninganna.
Kúrðu sig spakar í göngunum
„Það var skemmtileg sjón að sjá þær kúra þarna,“ segir Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi og fyrrverandi borgarfulltrúi. Hópur kinda hafði flúið óveðrið á svæðinu og komið sér fyrir í Vestfjarðagöngum þar sem þær urðu á vegi Bjarkar er hún var á leið til Súgandafjarðar fyrr í kvöld.
16.07.2020 - 22:58
Ferðamenn á Hornströndum leituðu skjóls undan veðri
Á þriðja tug ferðamanna er á Hornströndum, en þar er vonskuveður. Allt er fólkið komið í öruggt skjól, en að auki er talsvert um fólk í sumarhúsum á svæðinu. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir að björgunarsveitir á svæðinu séu í viðbragðsstöðu. Mikil rigning er og hætta á skriðuföllum og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun á svæðinu.
Vestfirðingar hvattir til að huga að lausamunum
Mikil úrkoma og vindur er á Vestfjörðum og spáð er áframhaldandi óveðri þar að minnsta kosti næsta sólarhringinn.Veðurstofa Íslands gaf út appelsínugula viðvörun fyrir svæðið fyrr í dag og lögregla hvetur íbúa á svæðinu til að huga að lausamunum.
16.07.2020 - 19:23
Úrhelli spáð og hætta á grjóthruni og skriðuföllum
Spáð er úrhelli á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum í kvöld og á morgun og gæti sólarhringsúrkoman náð á annað hundrað millimetra. Hætta er á grjótrhuni og skriðuföllum í svona mikilli rigningu, segir veðurfræðingur
16.07.2020 - 12:13