Vestfirðir

Engin búð í Reykhólahreppi frá og með morgundeginum
Í dag er síðasti opnunardagur verslunarinnar Hólabúðar á Reykhólum. Nýr rekstraraðili hefur ekki fengið en héðan af þurfa hreppsbúar að keyra í Búðardal til að kaupa í matinn.
30.09.2020 - 12:30
Landinn
Nægjusamt lítið atvinnuleikhús í Dýrafirði
„Það vill til að við erum afskaplega nægjusöm. Við kaupum okkur sjaldan föt og notum mest gamla búninga í leikhúsinu, þannig að þetta gengur alveg. En að sjálfsögðu er ekki auðvelt að reka atvinnuleikhús á landsbyggðinni, allra síst á tímum Covid,“ segir Elfar Logi Hannesson, sem ásamt eiginkonu sinni, Marsibil Kristjánsdóttur rekur Kómedíuleikhúsið sem hefur aðsetur í Haukadal við Dýrafjörð. 
29.09.2020 - 08:47
Suðlægar áttir á morgun
Í dag verða yfirleitt fremur hægir vindar og víða dálitlar skúrir, en norðaustankaldi og slydduél á Vestfjörðum og Ströndum með kvöldinu. Hiti eitt til tíu stig, hlýjast suðaustanlands.
28.09.2020 - 06:32
Vetrarfærð á fjallvegum og víða kuldalegt
Ofankoma hefur sett veg sitt á vegi víða um land, sérstaklega fjallvegi. Þar er víða vetrarfærð, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Gular viðvaranir vegna norðanhríðar og snjókomu verða í gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi fram eftir morgni. Á Akureyri er kuldalegt um að litast eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni og var tekin í morgun.
24.09.2020 - 08:39
Stefnt að opnun Dýrafjarðarganga um miðjan október
Stefnt er að opnun Dýrafjarðaganga um miðjan október. Enn er þó ekki búið að ákveða nákvæma dagsetningu.
23.09.2020 - 17:13
Settu grímuskyldu vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið
Skólum utan höfuðborgarsvæðisins er í sjálfsvald sett hvort þeir taka upp grímuskyldu. Í skólum sem eru fjarri höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri, Egilsstöðum, Tröllaskaga og Ísafirði, er grímunotkun valkvæð.
21.09.2020 - 12:35
Myndskeið
Selja bakaríið eftir 100 ára rekstur sömu fjölskyldu
Bæði Bakarinn og Gamla bakaríið á Ísafirði eru til sölu. Hið síðarnefnda hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í hundrað ár.
21.09.2020 - 10:49
Landinn
Vatnslitamálar alla vita landsins
Á veturna starfar Mathilde Morant í leikmunadeild Þjóðleikhússins en síðustu tvö sumur hefur hún helgað sig vitum landsins. Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar hún var að skoða kort af Íslandi og rak augun í stjörnur allt í kringum landið. Þegar hún áttaði sig á því að þetta væru vitar landsins ákvað Mathilde að hún yrði að komast að þeim öllum - og vatnslitamála þá alla.
20.09.2020 - 10:30
Fluttur suður eftir alvarleg slys í Önundarfirði
Alvarlegt slys varð í spennustöð Orkubús Vestfjarða við Önundarfjörð síðdegis í dag. Rafmagnslaust varð í firðinum í kjölfarið, en verið er að skoða aðstæður.
17.09.2020 - 16:59
Auðskilið mál
800 flugferðir bókaðar með nýjum afslætti
Nærri átta hundruð flugferðir hafa verið bókaðar með Loftbrú frá því að hún var tekin í notkun fyrir viku. Á einni viku hefur ríkið því niðurgreitt fargjöld um tæplega fimm milljónir króna.
16.09.2020 - 14:48
Hvassviðri eða stormur vestantil og á hálendinu
Útlit er fyrir sunnan hvassviðri eða storm við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Vestfjörðum á morgun. Stormur verður á hálendinu frá því um hádegisbil á morgun þar til á fimmtudagsmorgun.
15.09.2020 - 19:09
Myndskeið
Álftafjörður einhver alversti staður fyrir grindhvali
Allir grindhvalirnir tíu sem ráku inn í Álftafjörð á Snæfellsnesi um helgina eru nú dauðir. Hvalurinn sem bjargað var úr fjörunni í gærkvöldi fannst dauður í fjarðarmynninu eftir hádegi í dag.
14.09.2020 - 16:13
Hvassviðri eða stormur á norðvesturhorninu
Útlit er fyrir norðaustan hvassviðri eða storm á norðvesturhorni landsins í nótt og fram á morgun, mislengi eftir landshlutum. Veðrið gekk fyrst inn á Vestfirði í kvöld, færist yfir á Breiðafjörð snemma nætur og lætur til sín taka við Snæfellsnesi á morgun. Á norðanverðum Ströndum er útlit fyrir mikla rigningu með tilheyrandi vatnavöxtum og hættu á skriðuföllum og flóðum. Gular viðvaranir hafa verið gefnar út.
10.09.2020 - 23:46
Ætla að reisa smávirkjun í Garpsdal
Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur auglýst tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps. Stefnt er að því að reisa vatnsaflsvirkjun við Múlá. Raforkan getur dugað allt að hundrað heimilum á ári.
10.09.2020 - 17:43
Myndskeið
Tók þátt í Boston-maraþoninu á Vestfjörðum
Maður frá Texas í Bandaríkjunum tók þátt í Boston-maraþoninu í morgun. Kílómetrana 42 hljóp hann þó ekki í Boston, heldur í Skutulsfirði og Bolungarvík á Vestfjörðum.
Myndband
Loftbrú brjóti múra á milli landsbyggðar og höfuðborgar
Fagnað var á Egilsstaðaflugvelli í dag þegar Loftbrú var hleypt af stokkunum. Rúmlega 60 þúsund landsmenn sem búa fjarri höfuðborginni geta nú fengið innanlandsflug til Reykjavíkur niðurgreitt af ríkinu um 40 prósent, þrjár ferðir á ári.
09.09.2020 - 20:36
Myndskeið
Fálki gæddi sér á æðarfugli
Fálki einn gæddi sér í rólegheitum á æðarfugli, ungum blika, í Ósafirði í botni Patreksfjarðar þegar þau Gústaf Gústafsson og Rannveigu Haraldsdóttur bar að garði í gær. Gústaf og Rannveig hafa stundað fuglaskoðun í um það bil áratug og í ákveðnu veðri líta þau sérstaklega eftir ránfuglum. Það bar árangur þegar þau náðu myndum af fálka rífa í sig æðarfugl
08.09.2020 - 16:21
Berfætt, náttfataklædd og í annarlegu ástandi
Lögreglan á Vestfjörðum reyndi að aðstoða unga konu sem var á gangi á Ísafirði á þriðjudag í síðustu viku. Hún var berfætt og náttfataklædd. Samkvæmt lögreglu virtist hún í annarlegu ástandi og illa áttuð svo erfitt reyndist að komast að dvalarstað hennar eða áformum. Til að tryggja öryggi hennar var hún færð í fangaklefa og látin sofa úr sér vímuna. Henni var ekið til síns heima daginn eftir, þegar hún gat upplýst um hvar það var.
Fá leyfi fyrir 5.300 tonna fiskeldi við Snæfjallaströnd
Matvælastofnun hefur veitt Arctic Sea Farm rekstrarleyfi fyrir 5.300 tonna eldi á regnbogasilungi við Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi. Fyrirtækið vill einnig leyfi til eldis á tíu þúsund tonnum af laxi á sama stað.
07.09.2020 - 12:21
Versnandi veðurhorfur norðaustantil
Veðurstofan gaf í dag út appelsínugula viðvörun vegna óveðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi annað kvöld og fram eftir degi á föstudag. Áður hafði verið gefin út gul viðvörun en veðurhorfur hafa nú versnað. Viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir stærstan hluta landsins. Gular viðvaranir voru gefnar út vegna væntanlegs óveðurs á Ströndum og Norðurlandi vestra, miðhálendinu, Suðausturlandi og Austfjörðum.
02.09.2020 - 12:48
Myndskeið
Ver næstu fjórum árum í að hreinsa fjörur á Ströndum
Rekaviður og plast eru í brennidepli í fjögurra ára hreinsunarátaki á Ströndum. Leita á nýrra leiða til að nýta rekavið sem hefur safnast upp síðustu áratugi.
02.09.2020 - 10:02
Kindur og ferðalangar gætu lent í vanda vegna óveðurs
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna hvassviðris eða storms á svæðinu frá Ströndum, um Norðurland og Austurland að Glettingi auk miðhálendisins. Veðrið stendur yfir frá fimmtudegi fram á föstudag. Búast má við fimmtán til 20 metrum á sekúndu og að hitastig verði nærri frostmarki.
01.09.2020 - 15:50
Sameinaður skóli Strandabyggðar hefur störf
Fyrsta starfsár sameinaðs leik-, grunn- og tónskóla er nú að hefjast í Strandabyggð. Skólinn er stærsti vinnustaður í sveitarfélaginu. Nemendur segjast taka eftir smávægilegum breytingum.
01.09.2020 - 12:45
Hjólaði í skólann á Ísafirði frá San Fransisco
Bandaríkjamaðurinn Tyler Wacker hjólaði um 11.600 kílómetra áður en hann komst á áfangastað á Ísafirði. Ferðalag hans hófst í San Fransisco í Kaliforníu í janúar en tók óvænta stefnu þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Tyler er að hefja nám við Háskólasetur Vestfjarða. Á leiðinni hugsaði hann mikið um nýtt heimili sem biði hans á leiðarenda.
23.08.2020 - 09:05
Tveir með smit á Vestfjörðum
Tveir erlendir ríkisborgarar staddir á Vestfjörðum greindust með COVID-19 smit. Báðir fengu jákvæða niðurstöðu úr landamæraskimun. Annar var einnig með einkenni sýkingar og er hann með ísfirskt lögheimili. Hinn er ferðamaður og dvelur í farsóttarhúsi meðan hann bíður eftir niðurstöðu mótefnamælingar.