Vestfirðir

Áhugaverð og óvenjuleg skjálftavirkni undan Jökli
Óvenjuleg og áhugaverð skjálftavirkni hefur greinst í hafinu vesturundan Snæfellsjökli. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni, vekur athygli á þessu á Twitter.
Bílddælingar uggandi yfir fyrirhuguðu risasláturhúsi
Laxeldisfyrirtækið Arnarlax ætlar að reisa níu þúsund og fimm hundruð fermetra sláturhús á Vatneyri á Patreksfirði. Ekki liggur fyrir hver framtíð sláturhúss fyrirtækisins verður á Bíldudal, en heimamenn eru uggandi.
12.05.2022 - 18:00
X22 - Vesturbyggð
Þörf á innviðauppbyggingu eftir uppsveiflu síðustu ára
Uppbygging innviða í kjölfar íbúafjölgunar, og umhverfismál, eru meðal þess sem brennur á kjósendum í Vesturbyggð. Íbúar á Barðaströnd vilja að tekið sé á skólamálum þar í sveit.
Heldur áfram að snjóa í nótt og á morgun
Það verður snjókoma á norðanverðu landinu í nótt og lengst af á morgun. Óvenju kalt er á landinu miðað við árstíma.
11.05.2022 - 23:08
Loka heilli hæð skólans vegna myglu
Búið er að loka heilli hæð í álmu Grunnskólans á Ísafirði vegna myglusvepps. Um sjötíu nemendum hefur verið komið fyrir í öðrum rýmum tímabundið en ekki er gert ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist fyrr en í sumar eða haust.
11.05.2022 - 16:56
Áslaug bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ
Áslaug María Friðriksdóttir, er bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ í komandi kosningum. Hún var borgarfulltrúi flokksins í Reykjavík kjörtímabilið 2014-2018.
Rúmlega fimm þúsund hafa kosið utan kjörfundar
Nú þegar innan við tíu dagar eru í sveitarstjórnarkosningar hafa rúmlega fimm þúsund manns kosið utan kjörfundar. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir kjörsóknina heldur meiri en fyrir fjórum árum.
X22 - Ísafjarðarbær
Þorpin enn afskipt eftir rúman aldarfjórðung
Það þarf að koma á heimastjórnum eða efla hverfisráðin sem fyrir eru til að styrkja byggðakjarna utan Ísafjarðar segja frambjóðendur í Ísafjarðarbæ. Þó að 26 ár séu síðan núverandi sveitarfélag varð til við sameiningu sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum telja margir að enn þurfi að efla samstarfið og þjónustu á minni stöðunum. Oddvitar fjögurra framboða í Ísafjarðarbæ ræddu meðal annars þessi mál á framboðsfundi RÚV.
Landinn
„Líklega eina skipasmíðastöðin sem stækkar við sig“
Ingvar Friðbjörn, eða Ingi Bjössi, byrjaði að setja saman skipamódel þegar að hann kom í land eftir 45 ár á sjó. „Þetta er skipasmíðastöðin hjá mér í Hnífsdal, hérna smíða ég módel og hef gaman af,“ segir Ingi Bjössi.
02.05.2022 - 07:50
Landinn
Vaknaði áfram klukkan fjögur eftir hálfa öld sem bakari
Ljósin eru slökkt í Gamla bakaríinu á Ísafirði, og hafa verið síðasta eina og hálfa árið enda lokaði bakaríið þá eftir 150 ára starfsemi. En það kvikna þó ljós á efri hæðinni því þangað hefur laumað sér Árni Aðalbjarnarson sem hefur bakað í Gamla bakaríinu í meira en hálfa öld.
20.04.2022 - 14:55
Ekki má draga að gera umbætur í ferðum um Breiðafjörð
Sveitarstjórnir í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi segja öryggi farþega Breiðafjarðarferjunnar Baldurs stefnt í voða alla daga. Auk þess sé ferjan helsta samgönguleið íbúa svæðisins. Þingmenn hvetja innviðaráðherra að kaupa nýja nútímalega ferju til siglinga sem jafnvel verði knúin endurnýjanlegum orkugjöfum.
Leggja til virkjanir í Steingrímsfirði og Vatnsfirði
Starfshópur um orkumál á Vestfjörðum leggur til að ráðist verði í virkjanaframkvæmdir í Steingrímsfirði og Vatnsfirði. Fjölþættar lausnir þarf til að bæta úr orkuvanda Vestfjarða sem geta ekki tekið þátt í orkuskiptum við óbreytt ástand.
06.04.2022 - 17:01
Flogið á vetni á Íslandi árið 2025
Helstu flugvéla- og hreyflaframleiðendur heims vinna að því að hanna vélar sem ekki nota jarðefnaeldsneyti eða blendingsvélar. Flugskóli Reykjavíkur á að fá rafmagnsvélar afhentar innan þriggja ára og Icelandair ætlar að nota vetni í innanlandsflugi frá árinu 2025.
05.04.2022 - 14:00
Sögur af landi
„Þá heyri ég hávaðann þegar húsin splundrast“
„Þá heyri ég hávaðann þegar húsin splundrast og finn snjóinn koma upp og yfir mig. Þá vissi ég að þetta væri snjóflóð, ég vissi það um leið og allt brakaði. Svo fór ég bara af stað og stoppaði og ég vissi það líka að ég yrði grafinn upp,“ segir Unnsteinn Hjálmar Ólafsson sem lenti, ásamt föður sínum í snjóflóði í útihúsum sínum á Grund í Reykhólasveit 18. janúar 1995. Faðir Unnsteins, Ólafur Sveinsson, lést í flóðinu en Unnsteini var bjargað tæpum tólf tímum síðar.
30.03.2022 - 08:19
Sjónvarpsfrétt
Grænir frumkvöðlar framtíðar
Nemendur í þremur skólum á landsbyggðinni taka þátt í nýsköpunarkeppni, meðal annars við þróun nýrra umbúða fyrir sjávarfang. Það er hluti verkefnisins Grænir frumkvöðlar framtíðar og því er ætlað að vekja áhuga á loftslags- og umhverfismálum.
Tilkynning um lokun kom eftir að snjóflóð féll á veginn
Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíðarveg um tíuleytið í gærkvöldi. Hlíðin var lokuð í nótt en opnuð að nýju klukkan sjö í morgun, eftir að búið var að ryðja veginn. Veginum var ekki lokað fyrir umferð fyrr en eftir að snjóflóð féll. Að minnsta kosti einn bíll fór út af veginum.
Hafa boðið flóttafólki 318 íbúðir í 47 sveitarfélögum
Rúmlega þrjú hundruð íbúðir í 47 sveitarfélögum hafa nú verið boðnar til að hýsa fólk á flótta. For­stöð­u­kon­a Fjöl­menn­ing­ar­set­urs sem heldur utan um skráningar segir viðbrögð landsmanna vonum framar en betur má ef duga skal.
Búið að hreinsa upp eftir olíuleka á Suðureyri
Búið er að hreinsa dísilolíu, sem lak úr tanki Orkubús Vestfjarða, upp úr tjörninni og höfninni á Suðureyri í Súgandafirði. Fylgst verður með hvort mengunar gætir aftur þegar snjóa leysir.
21.03.2022 - 18:00
Sjónvarpsfrétt
Sönkuðu að sér tækjum og opnuðu Fablab á Ströndum
Hjón sem kaupa frekar verkfæri og tæki en föt og bíla hafa nú opnað minnstu Fablab smiðju landsins á Hólmavík á Ströndum. Þau vona að smiðjan sýni fram á að slíkt starf gagnist litlum byggðum jafnt sem smáum.
21.03.2022 - 09:43
„Það þýðir ekkert að drepa heilan fjörð af fuglum“
Samtök um náttúru-, umhverfis- og dýravernd krefjast rannsóknar á mengunarslysi á Suðureyri sem olli dauða 208 æðarfugla. Starfsfólk Náttúrustofu Vestfjarða hefur fundið 140 æðarfuglshræ við Súgandafjörð og hafa 68 fuglar verið aflífaðir.
Nátengd fólkinu á Hólmavík og jákvæð fyrir sameiningu
Sveitarstjóri í Reykhólahreppi segir hreppsbúa jákvæða gagnvart sameiningu við nágranna sína Strandabyggð. Fjárhagsörðugleikar hjá Strandamönnum er ekki litið sem vandamál að svo komnu máli.
Um 50 fyrirtæki vilja rækta skóg á Íslandi - sum erlend
Skógræktin hefur talsvert að gera við að afgreiða og svara fyrirtækjum sem vilja komast í samstarf um að rækta skóg til kolefnisjöfnunar. Um 50 aðilar innlendir og erlendir vilja rækta skóg hér á landi. Dæmi eru um að erlend fyrirtæki sækist í að planta trjám á Íslandi vegna lítillar hættu á skógareldum.
14.03.2022 - 16:42
Sögur af landi
„Erfitt að vera í landi þar sem þú þekkir ekki neinn“
„Það er svo erfitt að vera í landi þar sem þú þekkir ekki neinn,“ segir Hanin Al-Saedi 17 ára, sem flutti til Súðavíkur fyrir fjórum árum. Fjölskylda hennar kom til landsins í hópi flóttafólks frá Írak og Sýrlandi. Þeim var vel tekið í Súðavík og þar líður þeim vel en Hanin segir það hafa reynst fjölskyldunni erfitt að tengjast íslensku samfélagi. „Það eru ekki allir vinalegir við okkur, og kannski líkar ekki öllum við okkur og ég skil það, en það ættu allir að sýna kurteisi.“
Dagar og jafnvel vikur af hreinsunarstörfum framundan
Vel gengur að hreinsa díselolíu sem lak úr olíutanki Orkubús Vestfjarða upp úr tjörninni og höfninni á Suðureyri. Minni jarðvegsmengun varð af lekanum en leit út fyrir.
10.03.2022 - 20:18
Landinn
Skautasvell á Flateyri trekkir að
Á milli óveðurslægða birtir til með fallegum vetrarstillum og þá er tilvalið að skafa snjóinn af skautasvellinu á Flateyri.
10.03.2022 - 07:50