Við sjávarsíðuna

Selatangar

Fjallað er um strandmenningu og -minjar á Reykjanesi, einkum á Selatöngum og annars staðar í grennd við Grindavík. Ómar Smári Ármannsson fornleifafræðingur hefur ásamt áhugahópi um varðveislu strandminja á Reykjanesi skráð í rituðu máli og á uppdráttum minjar um útgerð og fiskvinnslu við strönd Reykjanesskagans. Hann hélt erindi á málþingi um strandmenningu sem Íslenska vitafélagið hélt 26. mars 2011 í Saltfisksetrinu í Grindavík. Við heyrum erindin þrjú af málþinginu, nokkuð stytt. Fyrst segir Ómar Smári frá Selatöngum og varðveislu strandminja, þá ræðir Jón Þ. Þór, sagnfræðingur um Básendastríðin á Reykjanesi á sextándu öld, vopnuð átök Englendinga og Þjóðverja vegna fiskveiða og fiskverslunar í Grindavík og á Básendum sumarið 1532, og loks ræðir Agnes Stefánsdóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifavernd ríkisins um hvernig farið er með friðlýstar fornleifar í þjóðminjalögum og hvaða takmarkanir og möguleikar séu þar fólgnir. Umsjón: Pétur Halldórsson.

Frumflutt

16. ágúst 2011

Aðgengilegt til

17. apríl 2025
Við sjávarsíðuna

Við sjávarsíðuna

Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.

Umsjón: Pétur Halldórsson.

Þættir

,