Við sjávarsíðuna

Síldveiðar 1940

Rætt er við Gunnar Árnason, fyrrverandi kaupmann á Akureyri. Hann segir frá sumrinu 1940 þegar hann fór á síldveiðar á báti frá Ólafsfirði sem faðir hans átti hlut í. Fyrst segir frá atviki þegar nokkrir félagar sem munstraðir höfðu verið á sjóinn voru æfa sig í róðri og björgunarstörfum í firðinum og stórar öldur komu skyndilega og hvolfdu bátnum. Þrír fórust og lík eins þeirra fannst aldrei. Þetta aftraði Gunnari þó ekki frá því fara á sjóinn þetta sumar. Hann segir frá landlegum og ýmsum atvikum á Raufarhöfn, sundspretti í vatnsbóli Raufarhafnarbúa, einnig ýmsu skondnu sem kom fyrir um borð, til dæmis hvað skipsfélögunum þótti skrýtið sjá Gunnar tannbursta sig, atviki þegar sótt var vatn í land á Skálum á Langanesi, einnig landlegu á Skagaströnd og fleiru. Umsjón: Pétur Halldórsson

Frumflutt

9. ágúst 2011

Aðgengilegt til

10. apríl 2025
Við sjávarsíðuna

Við sjávarsíðuna

Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.

Umsjón: Pétur Halldórsson.

Þættir

,