Þættir úr sögu nútímans

2. hluti: Margbreytilegur nútími

Í öðru viðtalinu ætlum við sökkva okkur dýpra í fræðasvið Jóhanns Páls Árnasonar og aðferðafræði, heyra um þá sögulegu félagsfræði sem hann stundar, Við munum ræða hvernig hægt er stunda samanburð siðmenningarheima og í því samhengi ræðum við bæði ríkismyndun í Japan og þjóðveldisöldina á Íslandi.

Frumflutt

14. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Þættir úr sögu nútímans

Þættir úr sögu nútímans

Um áratugaskeið var Jóhann Páll Árnason prófessor í félagsfræði í Ástralíu. Rannsóknir Jóhanns Páls spanna hnöttinn þveran og endilangan. Hann hefur skrifað ítarlega um þróun japansks samfélags, skrifað um sovésku leiðina til nútímans, um Evrópu, Íslam, og Kína svo eitthvað nefnt. Hann beitir tækjum sagnfræði, félagsfræði og heimspeki til greina ólíkar leiðir mismunandi menningarheima til nútímans.

Þættir í sögu nútímans er viðtalaröð í fjórum hlutum þar sem Kristján Guðjónsson og Guðmundur Ævar Oddsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, ræða við Jóhann Pál um æviferil hans og rannsóknir, um sögulega félagsfræði og ástand heimsins í dag.

Þættir

,