Skaði

Fjórði þáttur: „Hefðu mín lífsgæði orðið eðlileg“

Aðgerðir Árna Tómasar Ragnarssonar gigtarlæknis voru viðbrögð við því sem hann taldi vera úrræðaleysi fyrir tiltekin hóp einstaklinga með fíknivanda. Fyrir þennan hóp er þetta úrræðaleysi miklu leiti enn til staðar.

Í þættinum er rætt við Sigfús Dagbjartarson, Dagbjörtu Ósk Steindórsdóttur, Kristínu Davíðsdóttur, Svölu Jóhannesdóttur, Valgerði Rúnarsdóttur, Sigurð Örn Hektorsson, Helgu Sif Friðjónsdóttur, Ólöfu Jónu Ævarsdóttur og Ernu Hinriksdóttur.

Umsjón: Pétur Magnússon

Tónlist: Gugusar og Annalísa

Ritstjórn og samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen

Frumflutt

21. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Skaði

Skaði

Rás 1 og Fréttastofa RÚV kynna: Um miðjan desember 2023 bárust þau tíðindi landlæknisembættið hefði takmarkað starfsleyfi Árna Tómasar Ragnarssonar gigtarlæknis. Hann gæti ekki lengur skrifað upp á tiltekin lyf fyrir sjúklinga sína. Lyfin sem hann ávísaði voru nefnilega sterk lyfseðilskyld morfínlyf. Þeir sem hann ávísaði þeim til voru einstaklingar með alvarlegan og langvarandi fíknisjúkdóm.

Veitti Árni sjúkum líkn eða olli hann tjóni? Veldur landlæknir sjúklingum skaða með því stíga inn í störf hans? Hvað verður um skjólstæðinga Árna?

Pétur Magnússon fréttamaður kafar í sögu Árna, skjólstæðinga hans og stöðu skaðaminnkunar í íslenska heilbrigðiskerfinu.

Þættir

,