Litli rauði trékassinn: Erlendur Guðmundsson í Unuhúsi og vinir

Erlendur Guðmundsson í Unuhúsi var velgjörðamaður listamanna á fyrrihluta tuttugustu aldar og ásamt móður sinni Unu Gísladóttur rak Unuhús, litla rauða timburhúsið í Garðastræti. Í þremur þáttum tileinkuðum Erlendi kynnumst við manninum gegnum augu vina hans, þeirra Þórbergs Þórðarsonar, Halldórs Laxness og Nínu Tryggvadóttur. Í Unuhúsi var rekið gistiheimili og voru þar haldnar kvöldvökur þar sem list, pólitík, heimsmál, heimspeki og trúmál voru rædd í þaula og gera ráð fyrir hafi verið skjól fyrir bæði fólk sem átti ekki í önnur hús venda sem og róttæka hugmyndafræði. Verður sjónum einnig beint rýminu Unuhúsi og því sem einkenndi það, sem og listinni sem var brjótast upp á yfirborðið á þessum tíma.

Viðmælendur eru Pétur Gunnarsson, Soffía Auður Birgisdóttir, Jón Karl Helgason, Rósa Magnúsdóttir, Halldór Guðmundsson, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Ásdís Ólafsdóttir og Aðalsteinn Ingólfsson.

Umsjón hefur Sunneva Kristín Sigurðardóttir.

Þættir

,