Kynstrin öll

Eden Frost Kjartansbur og Unnur Brá Konráðsdóttir

Á undanförnum árum hafa augu margra opnast fyrir því heimurinn ekki svarthvítur eða skipt í tvennt í neinum skilningi og þó margir upplifi sig kvitt og klárt sem karl eða konu - er það ekki veruleiki allra. Kynsegin fólki hefur fjölgað og til marks um það voru lög um kynrænt sjálfræði samþykkt á Alþingi á nýliðnu kjörtímabili og aukið frelsi tekið upp í málum er varða kyn og kyngervi. Þessu hefur þó mætt mótstaða, stundum formlegs eðlis innan veggja Alþingis eða í harðri umræðu athugasemdakerfanna, en stundum í agnarsmáum mótmælaaðgerðum þeirra sem telja sig ekki skilja, eða vilja ekki skilja um hvað málið snýst. Gestir þáttarins eru mæðginin Eden Frost Kjartansbur og Unnur Brá Konráðsdóttir en Eden Frost er sautján ára og nýkomið út úr skápnum sem kynsegin.

Birt

6. nóv. 2021

Aðgengilegt til

7. nóv. 2022
Kynstrin öll

Kynstrin öll

Heimurinn er breytast hratt og kynslóðin sem vex úr grasi sér eitt og annað athugavert við stöðu kynjanna. Í þættinum er rætt við skemmtilegt fólk um feminísma, kynjatvíhyggju og kynrænt sjálfræði, kynlíf, karlmennsku, og nýja tíma kynferðislegs frelsis. Umsjón: Snærós Sindradóttir.