Kynstrin öll

Erna Kristín Stefánsdóttir

Gestur þáttarins er Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og aktivisti fyrir líkamsvirðingu, sem berst gegn fitufordómum. Í þættinum er fjallað um feminísma innan Þjóðkirkjunnar og hugmyndir Ernu um túlkun á trúnni sem hún aðhyllist. Þá er talað um aðgerðir Ernu gegn fitufordómum og fyrir sjálfsást en hreyfingu sem kennir sig við líkamsvirðingu hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum.

Birt

11. sept. 2021

Aðgengilegt til

12. sept. 2022
Kynstrin öll

Kynstrin öll

Heimurinn er breytast hratt og kynslóðin sem vex úr grasi sér eitt og annað athugavert við stöðu kynjanna. Í þættinum er rætt við skemmtilegt fólk um feminísma, kynjatvíhyggju og kynrænt sjálfræði, kynlíf, karlmennsku, og nýja tíma kynferðislegs frelsis. Umsjón: Snærós Sindradóttir.