Joe Grimson: Saga af svikum

Myrtu þeir Eggert? - Stikla

Líf fjölskyldu Eggerts J Jónssonar kollsteyptist einn blíðan sumardag árið 1962 þegar heimilisfaðirinn varð bráðkvaddur. Afkomendur hans, börn og barnabörn, leita enn svara um andlátið sextíu árum síðar. gögn í málinu hafa varpað ljósi á glæpsamlega vanrækslu þegar kom rannsókn fráfallsins, en spurningin sem liggur í loftinu er sama og verið hefur um aldir alda: Hver hagnast á glæpnum?

Frumflutt

5. apríl 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Joe Grimson: Saga af svikum

Joe Grimson: Saga af svikum

Jósafat Arngrímsson var mikilsvirtur athafnamaður á Suðurnesjum, vonarstjarna í Sjálfstæðisflokknum og í miklum metum hjá bandarískum herforingjum þegar upp komst um stórfelld fjársvik hans og hann hlaut dóm í Hæstarétti. Í þessari fjögurra þátta röð, úr smiðju feðginanna Snærósar Sindradóttur og Sindra Freyssonar, er ævintýralegur og hreint ótrúlegur ferill Jósafats rakinn frá upphafsárum hans í svindli á vellinum í Keflavík og þar til fjársvikin fóru hlaupa á milljörðum á alþjóðasviðinu í Bretlandi og Írlandi - en þá hafði Jósafat fyrir löngu sagt skilið við nafnið sem honum var gefið í bernsku og farinn kalla sig Grimson, Joe Grimson.

Umsjón: Snærós Sindradóttir og Sindri Freysson.

Þættir

,