Joe Grimson: Saga af svikum

Annar þáttur: Rannsóknarblaðamaðurinn

Á áttunda áratugnum var ágeng rannsóknarblaðamennska byr undir báða vængi erlendis. Komin var fram kynslóð fréttamanna sem hikaði ekki við svipta hulunni af spillingu og misgjörðum valdhafa og auðjöfra. Einn slíkur blaðamaður hér á landi var Vilmundur Gylfason, sem fjallaði um málefni Jósafats Arngrímssonar í óháðum fréttaþætti á RÚV og "dansaði línudans á meiðyrðalöggjöfinni" eigin sögn.

Umsjón: Snærós Sindradóttir og Sindri Freysson.

Aðstoð við samsetningu og frágang: Guðni Tómasson

Viðmælendur í þessum þætti: Jón Ólafsson, Valgerður Bjarnadóttir og Valtýr Sigurðsson.

Lesarar í þessum þætti: Oddur Þórðarson, Freyr Rögnvaldsson, Björn Þór Sigurbjörnsson, Sindri Freysson, Karl Magnús Þórðarson, Guðni Tómasson, Andri Freyr Viðarsson og Rúnar Róbertsson

Frumflutt

21. des. 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Joe Grimson: Saga af svikum

Joe Grimson: Saga af svikum

Jósafat Arngrímsson var mikilsvirtur athafnamaður á Suðurnesjum, vonarstjarna í Sjálfstæðisflokknum og í miklum metum hjá bandarískum herforingjum þegar upp komst um stórfelld fjársvik hans og hann hlaut dóm í Hæstarétti. Í þessari fjögurra þátta röð, úr smiðju feðginanna Snærósar Sindradóttur og Sindra Freyssonar, er ævintýralegur og hreint ótrúlegur ferill Jósafats rakinn frá upphafsárum hans í svindli á vellinum í Keflavík og þar til fjársvikin fóru hlaupa á milljörðum á alþjóðasviðinu í Bretlandi og Írlandi - en þá hafði Jósafat fyrir löngu sagt skilið við nafnið sem honum var gefið í bernsku og farinn kalla sig Grimson, Joe Grimson.

Umsjón: Snærós Sindradóttir og Sindri Freysson.

Þættir

,