Helmingi dekkra en nóttin

Fyrri þáttur

Á árunum 1951-1953 skrifaðist Ásta Sigurðardóttir á við Oddnýju yngri systur sína sem þá var búsett í Kaupmannahöfn. Á sama tíma var Ásta gefa út sínar fyrstu smásögur sem vöktu óskipta athygli. Bréfin eru skrifuð á miklum straumhvarfaárum í lífi listakonunnar og varpa frekara ljósi á á persónu hennar og tilveru. Þrátt fyrir sögur Ástu hafi vakið hneykslun og jafnvel þótt ósæmilegar hafa þær sannarlega staðið tímans tönn enda hefur Ásta stimplað sig rækilega inn í sögu íslenskra bókmennta og skáldverk hennar eru löngu orðin klassík. Vera Sölvadóttir fjallar um skáldið og listakonuna Ástu Sigurðardóttur.

Frumflutt

27. des. 2020

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Helmingi dekkra en nóttin

Helmingi dekkra en nóttin

Vera Sölvadóttir fjallar um skáldið og listakonuna Ástu Sigurðardóttur. Fluttir verða tveir þættir um líf listakonunnar og ótímabæran dauða hennar. Ásta Sigurðardóttir vakti mikla athygli á sjötta áratug síðustu aldar og hefur nafn hennar haldist á lofti allar götur síðan. Það voru ekki einungis verk Ástu sem vöktu athygli fólks heldur persónan og náttúrubarnið Ásta sjálf.

Ásta sýndi einstaka listræna hæfileika bæði á sviði rit- og myndlistar. Sögur hennar og myndir bera vott um tilfinningaríka og hreinskipta listakonu, sem á ögrandi hátt storkaði viðteknu siðgæði í smábænum Reykjavík um miðja 20. öld. Auk þess var Ásta oft kölluð Ásta módel og varð vinsælt umræðuefni bæjarbúa þar sem hún hafði atvinnu sitja fyrir nakin fyrir myndlistarnema. Ásta Sigurðardóttir andaðist í Reykjavík, langt fyrir aldur fram, þann 21. desember árið 1971, aðeins 41 árs aldri.

Þættir

,