Seinni þáttur: Dreki, goggur og grásleppa
Grásleppuvertíðin er hafin og Fjóla fer með Guðmundi Hauki Þorleifssyni í fyrsta róður á bátnum Fannari sem gerður er út frá Sauðárkróki. Vopnuð goggi lærir hún að greiða grásleppur…

Fjóla reyndi að komast með á grásleppuveiðar þegar hún var fimmtán ára en hafði ekki erindi sem erfiði.
Síðan eru liðin allmörg ár og nú lætur hún slag standa og fer á grásleppu í fyrsta skipti.