Að horfa á tónlist

Lohengrin

Lohengrin tengist áhuga Wagners á andlegum málefnum. Síðasta verk Wagners, Parcifal, gekk enn lengra í djúpköfun Wagners á trúmálum. Lohengrin gerist í Niðurlöndum á tíundu öld þegar Þjóðverjar þurfa á stuðningi Hollendinga og Belga halda í baráttu við Ungverja sem sýna Þjóðverjum yfirgang. Þekktasta lagið í Lohengrin er brúðkaupsmarsinn, sem margir kannast við byrjunina á, er þeir raula upp á ensku: „Here Comes the Bride, all Dressed in White“. Segja þetta stefs ávísun á hjónaskilnað því brúðkaupsnótt elskendanna í Lohengrin fer í þras og kröfugerðir, sem enda með lögskilnaði daginn eftir.

Umsjón: Árni Blandon.

Frumflutt

20. sept. 2011

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Að horfa á tónlist

Að horfa á tónlist

Í júlí og ágúst eru verk Richards Wagner (1811-1883) flutt í óperuhúsinu sem hann lét reisa í Bayreuth. Á síðasta ári Árni Blandon Hring Niflungsins, Meistarasöngvarana og Parcifal í Bayreuth og kynnti verkin á Rás 1. Í ár voru meðal annars í sýningu í Bayreuth Tannhäuser, Lohengrin og Tristan og Ísold. Árni Blandon kynnir þessi verk á Rás 1.

Þættir

,