Að horfa á tónlist

Tannhäuser

Tannhäuser fjallar um eðli ástarinnar. Aðalpersónan Tannhäuser, er tónlistarmaður sem vinnur til verðlauna fyrir tónverk. Verðlaunin eru samvistir við ástargyðjuna Venus. En Tannhäuser gerist svo djarfur segja ástargyðjunni og nautnalífinu með henni upp og snýr til baka til mannheima þar sem honum er ekki fyrirgefið það hann skyldi hafa stundað hórlifnað í helli Venusar. Honum er því gert fara pílagrímsför til Rómaborgar og hitta páfann máli. Því tafli lýkur með því páfinn útskúfar Tannhäuser, svo Tannhäuser sér þann kost vænstan hverfa aftur til Venusar. Honum verður þó ekki kápan úr því klæðinu, svo Wagner þurfti búa sér til annan endi á verkið.

Eitt mesta hneysli óperusögunnar tengist Tannhäuser þegar verkið var sett upp í fyrsta sinn í París. Og hinn frægi hluti verksins, Pílagrímakórinn, tengist líka hneykslismáli, en það átti sér þó ekki stað í stórborg í Evrópu, heldur í lítilli borg á norðurhjara veraldar.

Umsjón: Árni Blandon.

Frumflutt

13. sept. 2011

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Að horfa á tónlist

Að horfa á tónlist

Í júlí og ágúst eru verk Richards Wagner (1811-1883) flutt í óperuhúsinu sem hann lét reisa í Bayreuth. Á síðasta ári Árni Blandon Hring Niflungsins, Meistarasöngvarana og Parcifal í Bayreuth og kynnti verkin á Rás 1. Í ár voru meðal annars í sýningu í Bayreuth Tannhäuser, Lohengrin og Tristan og Ísold. Árni Blandon kynnir þessi verk á Rás 1.

Þættir

,