Á ferð um einræðisríki

Túrkmenistan

Eftir fall Sovétríkjanna hefur Túrkmenistan þróast í eitt af lokuðustu og dularfyllstu ríkjum heims. Túrkmenska stjórnin hefur alræðistök á samfélaginu, ritskoðun er mikil og fjölmiðlafrelsi svo gott sem ekkert. Landið er þó ekki alveg lokað fyrir umheiminum.

Í þessum þætti ræðum við við Íslendinga sem hafa heimsótt Túrkmenistan og stigið inn í þennan sérkennilega heim. Björn Pálsson lýsti reynslu sinni af landinu, en hann leiddi hóp ferðamanna til Túrkmenistans snemma árs 2025. Við heyrum einnig í Þuríði Erlu Helgadóttur, íslenskri lyftingarkonu, sem keppti á alþjóðlegu lyftingarmóti í höfuðborginni og sagði frá ýmsum litríku og óvæntum uppákomum.

Frumflutt

9. júní 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Á ferð um einræðisríki

Þegar haldið er í ferðalög út fyrir landsteinana leita margir á kunnuglegar slóðir fólk sækist í sólarstrendur Spánar, verslunargötur Kaupmannahafnar, borgarlíf New York eða ævintýri í Suðaustur-Asíu. Svo eru það þau sem kjósa upplifa einstök ævintýri á óhefðbundnari slóðum. Í þáttunum Á ferð um einræðisríki er rætt við Íslendinga sem hafa ferðast til lokaðra ríkja. Fjallað er um sögu landanna og forvitnast um hvernig áhrif slík ferðalög hafa á heimsýn þeirra sem fara þangað.

Umsjón og dagskrárgerð: Hinrik Wöhler

Þættir

,