Á ferð um einræðisríki

Norður-Kórea

Norður-Kórea er umlukið dulúð og leynd, einræðisríki þar sem fáum leyfist líta inn fyrir tjöldin.

Þótt landið eitt það lokaðasta í heimi er það ekki alveg óaðgengilegt og í þessum þætti er rætt við Íslendinga sem hafa lagt leið sína þangað.

Katrín Sif Einarsdóttir deilir ferðasögu sinni, en hún er meðal víðförlustu Íslendinga frá upphafi. Við heyrum einnig í Aroni Daða Þórissyni, sem rifjar upp eftirminnileg augnablik úr ferð sinni á Þjóðarleikana, einum stærsta viðburði sem fram fer í Norður-Kóreu.

Frumflutt

8. júní 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Á ferð um einræðisríki

Þegar haldið er í ferðalög út fyrir landsteinana leita margir á kunnuglegar slóðir fólk sækist í sólarstrendur Spánar, verslunargötur Kaupmannahafnar, borgarlíf New York eða ævintýri í Suðaustur-Asíu. Svo eru það þau sem kjósa upplifa einstök ævintýri á óhefðbundnari slóðum. Í þáttunum Á ferð um einræðisríki er rætt við Íslendinga sem hafa ferðast til lokaðra ríkja. Fjallað er um sögu landanna og forvitnast um hvernig áhrif slík ferðalög hafa á heimsýn þeirra sem fara þangað.

Umsjón og dagskrárgerð: Hinrik Wöhler

Þættir

,