
Á ferð um einræðisríki
Þegar haldið er í ferðalög út fyrir landsteinana leita margir á kunnuglegar slóðir – fólk sækist í sólarstrendur Spánar, verslunargötur Kaupmannahafnar, borgarlíf New York eða ævintýri í Suðaustur-Asíu. Svo eru það þau sem kjósa að upplifa einstök ævintýri á óhefðbundnari slóðum. Í þáttunum Á ferð um einræðisríki er rætt við Íslendinga sem hafa ferðast til lokaðra ríkja. Fjallað er um sögu landanna og forvitnast um hvernig áhrif slík ferðalög hafa á heimsýn þeirra sem fara þangað.
Umsjón og dagskrárgerð: Hinrik Wöhler