06:50
Morgunútvarpið
11. maí - eiturefni, Malaví, frjósemi og kisur

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum, snarpri og líflegri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Guðrún Dís Emilsdóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Rannsóknir umhverfisstofnunar á Kópavogslæknum hafa leitt í ljós töluvert magn efna sem talin eru skaðleg lífríkinu. Alls er að finna átján efni í læknum sem eru á svökolluðum vaktlista Evrópusambandsins en öll þessi efni og efnasambönd hafa verið skilgreind sem hættuleg og þrávirk og valda alvarlegri mengun eða eitrun í vatni og umhverfi þess. Kristín Sævarsdóttir, áheyrnafulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs hefur reynt að vekja athygli á málinu en segir meirihlutann hafa skellt skollaeyrum yfir því.

Sigurður Þráinn Geirsson og Jóhann Bragi Fjalldal, sem búsettir eru í Malaví, hafa undanfarið unnið að því að koma malavísku knattspyrnuliði á knattspyrnumótið Rey Cup í Reykjavík í sumar. Þeir voru á línunni hjá okkur og sögðu frá strákunum í Ascent Soccer akademíunni og stöðunni í Malaví.

Ármann Jakobsson íslenskuprófessor og rithöfundur kíkti til okkar í spjall rétt fyrir átta með nýja bók í farteskinu.

Diljá Pét­urs­dótt­ir, full­trúi Íslands í Eurovision, stígur á svið í kvöld í seinni undankeppni söngv­akeppn­inn­ar en Ísland gæti komist áfram í úrslitakeppnina ef marka má könnun sem birt var seint í gær eftir rennslið í gærkvöldi. Siggi Gunnars, okkar besti maður, er eins og við vitum í Liverpool, og var á línunni hjá okkur eftir átta fréttir.

Íslenskir foreldrar hafa aldrei eignast færri börn en nú og ljóst að Íslendingar eru ekki lengur að viðhalda sér. Þróunin hefur einungis verið niður á við undanfarna áratugi. En eru Íslendingar að þurrkast út og hvað segir hagfræðin um málið? Við ræddum frjósemi við Eirík Ragnarsson hagfræðing.

Fjölmörg mál koma inn á borð Húseigendafélagsins þegar kemur að dýrahaldi og samþykki annarra eigenda vegna þess - og nú á dögunum birtist frétt um ágreining í fjölbýli vegna hunds sem þar dvelur eftir að systir íbúðareiganda lést. Þrír stigagangar eru í húsinu og sameiginlegur kjallari. Samþykki hefur fengist hjá þeim sem deila stigagangi með hundinum en ekki þeim sem deila sameiginlegum inngangi í kjallara hússins. Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu, kom til okkar í lok þáttar og ræðir þær reglur sem gilda um hunda- og kattahald í fjölbýlishúsum.

Var aðgengilegt til 10. maí 2024.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,