16:05
Síðdegisútvarpið
15.mars
Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Eins og við vitum öll þá er klámáhorf barna feykilega mikið og þá sérstaklega drengja. Hegðun og samskipti barna allt niður á yngsta stig litast því miður oft af klámvæðingunni og heyrum við sífellt oftar um afar ung börn sem horfa á klám. Frístundamiðstöðin Tjörnin, Stígamót, Jafnréttisskólinn, Menntavísindasvið HÍ og RannKYN fengu styrk úr þróunarsjóði Menntastefnu til að útbúa leiðbeiningar fyrir foreldra til að auðvelda þeim að taka spjallið við börnin sín um klám. Eva Halldóra Guðmundsdóttir hjá Tjörninni var verkstjóri þessa verkefnis, heyrum í henni rétt á eftir.

Síðustu ár hafa spurningar á borð við þessar vaknað: Getum við notið listar listamanns sem sýnt er að hafi brotið á öðrum án þess að velta því fyrir okkur? Erum við reiðubúin að stuðla að því að viðkomandi listamaður hafi rödd og vægi með því að njóta verka hans eða hennar? Auður Jónsdóttir skrifaði grein fyrir Heimildina þar sem hún velti þessu fyrir sér og fékk álit annara. Auður mun fara í niðurstöurnar með okkur á eftir.

Nú stendur yfir vinna við að birta yfir 80 ára sögu Veiðimannsins og gera öll tölublöð blaðsins aðgengileg fyrir alla, þökk sé timarit.is. Fyrstu árgangarnir eru nú þegar komnir inn. Ánægjulegt að arflegð Veiðimannsins sé komið til skila segir Hörður Vilberg ritsjóri Veiðimannsins hann kemur til okkar og segir frá.

Sumir vilja halda því fram að þegar fólk hætti að drekka þá byrji lífið - að velja að drekka ekki þýðir ekki að allt sé búið heldur getur svo margt komið i staðinn segja þeir sem til þekkja. Á morgun ætla konur inna vébanda Sáá að koma saman rækta tengslin og ræða þessi mál og til að segja okkur betur frá kemur til okkar Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ

Þegar Þyrnirós vaknar af aldarlöngum svefni horfist hún í augu við mann sem hún hefur aldrei séð en veit að hún á að elska. Eða hvað? Hver er hún án prinsins? Þarf Mjallhvít að deyja til að verða ?hamingjusöm upp frá því? með sínum prinsi - sem hún hefur heldur aldrei séð? Þarf aðeins einn koss til að skapa prinsessu? Er það Chanel dragtin sem gerir Jackie að prinsessu? Þetta eru viðfangsefnin í nýju verki sem verður frumsýnt á föstudaginn í Borgarleikhúsinu og nefnist Prinsessuleikarnir. Tvær af aðalleikonum sýningarinnar þær Birgitta Birgisdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir koma til okkar og segja frá.

En við byrjum í Brussel þar er fréttamaðurinn Björn Malmquist staddur en eins og hlustendur SDU fengu fregnir af sl. miðvikudag þá er Björn fluttur til Brussel og flytur okkur fréttir þaðan alltaf á miðvikudögum. Í dag fáum við að heyra viðtal

Var aðgengilegt til 14. mars 2024.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,