11:03
Mannlegi þátturinn
Búsetufrelsi, aðalfundir húsfélaga og íslensk sönglög
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins.

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Mikið hefur verið fjallað um húsnæðiskostnað undanfarið, sem er kannski ekki skrýtið nú á tímum verðbólgu, hárra vaxta og hækkandi leigu. Við fræddumst um samtökin Búsetufrelsi, sem eru sem sagt hagsmunasamtök fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsnes- og Grafningshrepps. Sem sagt fólk sem býr í heilsárshúsi eða frístundahúsi og hefur þar sitt aðal heimili. Stofnfélagar samtakanna voru 10 þegar félagið stofnuð fyrir tæpu ári, en í dag eru félagar orðnir 70. Heiða Björk Sturludóttir, formaður Búsetufrelsis, kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um félagið.

Nú er í garð genginn tíma aðalfunda í húsfélögum í fjölbýlishúsum. Þá ber að halda einu sinni á ári, fyrir lok apríl. Þar eru teknar ákvarðanir um hagsmuni og mál sem geta haft í för með sér mikla skuldbindingar og fjárútlát. Því er eins gott að vanda til verka og Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu, kom í þáttinn og fór með okkur yfir það helsta sem hafa ber í huga og hvað er gott að varast í aðdraganda og framkvæmd á slíkum húsfundum.

Næst síðustu tónleikar í verkefninu Ár íslenska einsöngslagsins, þeir sjöundu í röðinni í vetur fara fram að sunnudeginum 19. Mars. Á tónleikunum er bæði þekktum og minna þekktum íslenskum einsöngslögum gert hátt undir höfði. Ein forsenda þessarar tónleikaraðar er hátíðarútgáfa á Íslenskum einsöngslögum, alls 289 lög eftir 66 tónskáld, samin á árunum 1918?2018, sem kom út í tilefni fullveldisafmælis þjóðarinnar 1. desember 2018. Það var forlagið Ísalög og eigandi þess, Jón Kristinn Cortez, sem annaðist útgáfuna og hlaut hann íslensku fálkaorðuna fyrir verkið. Jón Kristinn kom í þáttinn í dag.

Tónlist í þættinum í dag

Perlur og svín / Emilíana Torrini (Ólafur Gaukur Þórhallsson og Hallgrímur Helgason)

Litlir kassar / Þokkabót (Pete Seeger og Þórarinn Guðnason)

Augun þín blá / Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Jón Múli og Jónas Árnasynir)

Íslenskt vögguljóð á Hörpu / Garðar Cortez (Jón Þórarinsson og Halldór Laxness)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,