06:50
Morgunútvarpið
26. jan - íslenskan, lífeyrismál, íþróttamál, afglæpavæðing, rússland
Morgunútvarpið

Þrátt fyrir umræðu um vaxandi enskunotkun á tímum alþjóðavæðingar og örra tæknibreytinga er hlutfall ensku einungis rúmlega þrjú prósent af heildarorðaforða framhaldsskólanema samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Við röbbuðum við Finn Friðriksson, dósent í íslensku við Kennaradeild HA, sem stóð fyrir rannsókninni.

Íslenska karlalandsliðið í handbolta er búið að margsanna sig á Evrópumeistaramótinu þessa dagana en góður árangur í íþróttum verður ekki til í neinu tómarúmi. Það hefur lengi verið talað um að ekki sé búið nógu vel um hnútana hjá íslensku afreksíþróttafólki. Við heyrðum í Ásmundi Einari Daðasyni sem er ráðherra íþróttamála.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið staðfesti fyrir jólin tillögur Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga að lífslíkutöflum og þannig verður í fyrsta sinn farið að reikna lífeyrisréttindi fólks út frá því að meðalævin lengist næstu ár og áratugi. Sú breyting hefur mikil áhrif á útreikninga lífeyrissjóða á skuldbindingum sínum en einnig á mat kostnaðar ríkisins vegna almannatrygginga og lífeyrisskuldbindinga. Við ræddum við Ástu Ásgeirsdóttur, hagfræðing hjá Landssamtökum lífeyrissjóða.

Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka hafa lagt fram frumvarp um afglæpavæðingu fíkniefna á Alþingi. Halldóra Mogensen þingkona Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en hún hefur áður lagt fram sambærilegt frumvarp. Halldóra kom til okkar en einnig Rafn M Jónsson verkefnisstjóri, áfengis- og vímuvarna hjá Landlækni en embættið hefur ekki beinlínis tekið frumvörpum í þessa veru fagnandi.

Emb­ætt­is­menn frá Rússlandi og Úkraínu halda til Par­ís­ar í dag til viðræðna við franska og þýska emb­ætt­is­menn þar sem þess verður freistað að lægja öld­urn­ar vegna ástandsins sem þar hefur skapast. Við spjölluðum við Jón Ólafsson, prófessor við hugvísindasvið Háskóla Íslands og sérfræðing í málefnum Rússlands, um stöðuna.

Veðrið lék þorra landsmanna grátt í gær. Að þessu sinni sköpuðust veðuraðstæður sem kallast stingröst - orð sem fæstir hljóta að þekkja. Og það á við um fleiri orð sem einkenna íslenskt veðurfar þessi dægrin. Þau kíktu til okkar, Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur RÚV og Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur til að rabba um skemmtileg og skrýtin veðurorð.

Tónlist:

Like the Movies - Laufey Lín

Leave the Door open - silk sonic

Nothing Compares to you - Sinead O'connor

Sagt er - GDRN

No More - Glowie og Stony

Mér er drull - Flott

Oh My God - Adele

Rocket Man - Elton John

Þá kemur Þú - Elton John

Var aðgengilegt til 26. janúar 2023.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,