16:05
Síðdegisútvarpið
26. janúar
Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið að kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess að kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur að akstur vegna farsímanotkunar sé einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess að fólk sem notar síma við akstur sé fjórum sinnum líklegra til að lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra að fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. Nú hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið að hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt að tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru að fara að kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig að mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið að boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Á miðnætti tóku gildi nýjar reglur varðandi sóttkví og smitgát. Eitthvað virðast þær þó flækjast fyrir fólki enda getur verið snúið að læra sífellt nýjar reglur í baráttunni. Við heyrðum í Víði Reynissyni og fengum hann til að einfalda þetta eins og hægt er fyrir okkur.

Og þessu tengt. Vegna afléttinganna sem urðu á sóttkví miðnætti mættu þúsundir skólabarna aftur í skólann í dag. Kennarar hafa áhyggjur af stöðunni enda ljóst að sóttkví var sett á til að vernda þá sem ekki eru útsettir fyrir covid-smiti. Við heyrðum í Magnúsi Þór Jónssyni, næsta formanni Kennarasambandsins sem tekur við í apríl, en hann verður nýstiginn út af fundi þar sem farið var yfir stöðuna hjá skólunum.

Í gær sendi ráð Rótarinnar frá sér yfirlýsingu þar sem meðal annars Rótin segist harma þann skaða sem skjólstæðingur SÁA hefur lýst að Einar Hermannsson hafi valdið henni og segja brotið gegn konunni vera nöturlega valdamisnotkun stjórnarmans í frjálsum félagasamtökum sem stjórnvöld hafa í rúm 40 ár treyst til að sjá um meginþorra heilbrigðisþjónustu fyrir fólk með vímuefnavanda. Í þeim hópi sé margt af jaðarsettasta fólki landsins. Rótin hefur í nærri áratug látið í sér heyra varðandi þörf á úrbótum í stefnu og meðferð kvenna innan SÁA. Við fengum til okkar Kristínu I. Pálsdóttur framkvæmdastjóra Rótarinnar.

Í dag er Skákdagur Íslands en daginn ber ávallt upp á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar, skákmeistara, sem er 87 ára í dag. Haldin verða mót fyrir yngri kynslóðina og í kvöld verður haldin undankeppni fyrir Reykjavíkurhraðskákmótið sem fer fram á laugardaginn. Til okkar kom Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins, og sagði okkur nánar frá þessu.

Stúdentaráð vill beina sjónum fólks að húsnæðismálum stúdenta og lét gera fyrir sig skýrslu um málið. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að einungis um 15% stúdenta búi á stúdentagörðum og biðlistarnir séu langir ásamt því að stór hluti námsmanna greiði húsnæðiskostnað sem nálgist eða teljist vera íþyngjandi mv. framfærslu. Við fengum til okkar Isabel Alejandra Díaz forseta stúdentaráðs til að ræða húsnæðismál stúdenta.

Akranes heldur uppá 80 ára afmælið í dag. Við heyrðum í Sævari Frey Þráinssyni, bæjarstjóra, og forvitnumst um afmælisbarnið.

Var aðgengilegt til 26. janúar 2023.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,