12:20
Hádegisfréttir
? Hádegisfréttir 26. janúar 2022
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Talið er að allt að tvöfalt fleiri hafi smitast af covid hér á landi en opinberar tölur gefa til kynna. Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir því að um 80 prósent þjóðarinnar hafi smitast af veirunni um miðjan mars.

Yfirlæknir á Vogi segir að starfsmaður SÁÁ sem sakaður hefur verið um að brjóta á þáverandi skjólstæðingi hafi gengist við brotinu. Mál hans er til skoðunar en niðurstaða liggur ekki fyrir.

Börn öryrkja og einstæðra foreldra eru líklegri til að hætta í námi en önnur, segir í nýrri skýrslu um brotthvarf úr skólum. Niðurstöðurnar benda til þess að menntun foreldra hafi líka sitt að segja.

Forsætisráðherra hefur afhent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis bréfasamskipti hennar og Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, vegna úrskurðar Persónuverndar. Bréfin verða gerð opinber.

Talsmaður Rússlandsstjórnar segir að það eigi eftir að hafa þveröfug áhrif ef vesturveldin beita Vladimír Pútín forseta refsiaðgerðum vegna Úkraínudeilunnar.

Útlit er fyrir fjögurra komma sjö prósenta hagvöxt og áframhaldandi hækkun húsnæðisverðs á árinu, segir í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka.

Örlög íslenska karlalandsliðsins í handbolta ráðast í dag. Liðið mætir Svartfjallalandi klukkan hálf þrjú í dag og verður að vinna svo að vonin lifi.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,