12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 3. október 2021
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Hátt í þrjátíu manns þurftu að yfirgefa heimili sín í nótt þegar hættustigi var lýst yfir vegna skriðuhættu í Þingeyjarsýslu. Slökkvilið og björgunarsveitir hafa unnið hörðum höndum að því að dæla úr kjöllurum á Ólafsfirði þar sem rignt hefur linnulaust frá því í nótt.

Skjálfti, þrír komma fimm að stærð, varð við Keili í hádeginu og fannst hann víða á höfuðborgarsvæðinu og á suðvesturhorni landsins.

Rúmlega átta hundruð manns eru í sóttkví á Akureyri og tæplega sextíu í einangrun með covid. Kalla hefur þurft út auka mannskap til að manna vaktir á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna þess hve margir starsfsmenn eru í sóttkví eða einangrun.

Aukið atvinnuleysi, hækkandi vöruverð og útbreiðsla kórónuveirusmita er meðal þess sem brasilískir mótmælendur saka forseta landsins, Jair Bolsonaro, um að bera ábyrgð á. Tugir þúsunda kröfðust afsagnar forsetans í gær.

Rannsóknarskýrsla óháðar nefndar um kynferðisbrot barnaníðinga innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi kemur út á þriðjudag. Þar kemur meðal annars fram að þúsundir barnaníðinga hafi athafnað sig innan kaþólsku kirkjunnar frá því um miðja síðustu öld.

Stóraukinn loðnukvóti gæti aukið hagvöxt um allt að eitt prósentustig á næsta ári, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Hann spáir því að hagur þjóðarinnar allrar batni í kjölfarið.

Var aðgengilegt til 01. janúar 2022.
Lengd: 20 mín.
,