20:30
Kynstrin öll
Randi Stebbins
Kynstrin öll

Heimurinn er að breytast hratt og kynslóðin sem nú vex úr grasi sér eitt og annað athugavert við stöðu kynjanna. Í þættinum er rætt við skemmtilegt fólk um feminísma, kynjatvíhyggju og kynrænt sjálfræði, kynlíf, karlmennsku, og nýja tíma kynferðislegs frelsis. Umsjón: Snærós Sindradóttir.

Konur af erlendum uppruna eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu þegar þær verða fyrir heimilisofbeldi hér á landi. Randi Stebbins lögfræðingur hefur rannsakað hvernig kerfið tekur við konum af erlendum uppruna sem leita sér hjálpar og hefur komist að því að "íslenska leiðin" sé einstrengisleg og ósveigjanleg. Kerfið mæti ekki konunum með þær lausnir sem þær sumar hverjar óska eftir og það beri við að Íslendingar hlusti ekki á aðrar raddir en þær sem tala fyrir hinni formlegu réttarfarslegu leið í meðferð heimilisofbeldis.

Var aðgengilegt til 03. október 2022.
Lengd: 40 mín.
,