23:10
Frjálsar hendur
Þórunn Ástríður Björnsdóttir ljósmóðir
Frjálsar hendur

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Þórunn Ástríður Björnsdóttir (1859-1935) var ein merkasta ljósmóðir landsins á fyrstu áratugum 20. aldar. Hún skrifaði æviminningar sínar, en handritið virðist því miður vera týnt. Steindór Björnsson frá Gröf hafði handritið hins vegar undir höndum þegar hann skrifaði þátt um ævi Þórunnar 1952 og þar kemur vissulega margt merkilegt fram um ævi þessarar mikilhæfu konu. Umsjónarmaður lítur í þennan þátt en byrjar á að lesa stórmerkilega reglugerð um störf ljósmæðra frá 1877 þar sem margt kemur fram um störf þeirra, tíðaranda og samfélag líka.

Umsjón: Illugi Jökulsson

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,