12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 3. júlí 2021
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Ríkislögmaður hefur komist að þeirri niðurstöðu að starfsfólk bráðamóttöku Landspítalans hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi í meðhöndlun rúmlega fertugrar konu sem lést eftir ótímabæra útskrift af bráðamóttökunni í fyrra ? og samþykkt bótakröfu fjölskyldunnar.

Prófessor í stjörnufræði segir líklegast að miklar drunur sem heyrðust yfir Suðurlandi í gærkvöld hafi verið nokkuð stór loftsteinn sem brann yfir Íslandi. Hann segir mikilvægt að skrásetja allar tilkynningar til að greina ferð hans. 216 vígahnettir hafa verið skráðir síðustu 80 ár.

Landeigendur á gosstöðvunum í Geldingadölum ætla að krefjast gjalds frá þeim ferðaþjónustuaðilum sem hafa tekjur af ferðum á svæðið. Eitt þyrlufyrirtæki hefur þegar gert samning um að greiða fyrir að lenda þar og viðræður standa yfir við fleiri.

Fjölmenni er á Akureyri þar sem tvö stór knattspyrnumót fara fram um helgina. Veðrið leikur við íbúa og gesti og útivistarsvæðið að Hömrum er nýtt sem eins konar baðströnd.

Átta liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta lýkur í dag með tveimur leikjum. Ítalir og Spánverjar tryggðu sig áfram í gær og mætast í undanúrslitum mótsins.

Var aðgengilegt til 01. október 2021.
Lengd: 20 mín.
,