12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 22. júní 2021
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja biðst afsökunar á þeim vinnubrögðum sem voru viðhöfð í Namibíu, en fullyrðir að engin refsiverð brot hafi verið framin af hálfu fyrirtækja Samherja, ef undan er skilinn háttsemi fyrrverandi framkvæmdastjóri þar.

Hugmyndin um að banna leigu á rafskútum á föstudags- og laugardagskvöldum er áhugaverð, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. Þar með minnki líkur á ölvunarakstri.

Móðir tíu ára drengs með tal- og lestrarerfiðleika segir að flókið endurgreiðslu-, greiningar- og beiðnakerfi í málaflokknum gangi alls ekki upp. Tveggja ára biðtími í talþjálfun gufaði upp vegna þess að beiðni frá lækni má aðeins vera ársgömul.

Bólusett er í Laugardalshöll í dag með bóluefni Janssen. Bólusetning gekk vel í morgun og nú geta allir þeir sem eru fæddir 2002 og fyrr og eru óbólusettir fengið bólusetningu í höllinni.

Forseti Filippseyja hótar þeim fangelsisvist sem neita að láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Faraldurinn hefur dregið yfir 23 þúsund landsmanna til dauða.

Kalt er á fjöllum og stór hluti Sprengisandsleiðar ófær. Kjalvegur er fær fjallabílum og verður fólksbílafær næstu daga.

Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir á toppinn í úrvalsdeild kvenna í fótbolta eftir stórsigur á Selfossi í gærkvöldi. Selfoss var á toppnum fyrir umferðina.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,