16:05
Síðdegisútvarpið
22.júní
Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið að kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess að kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur að akstur vegna farsímanotkunar sé einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess að fólk sem notar síma við akstur sé fjórum sinnum líklegra til að lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra að fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. Nú hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið að hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt að tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru að fara að kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig að mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið að boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

í dag hefur verið bólusett af miklum krafti bæði í Laugardalshöll og víðar um land. Þessi vika telst stór Janssen og Pfizer í aðalhlutverkum og svo er risastór vika í næstu viku þegar Aztra Zenica fer í sprauturnar. En hvað á fólk að gera sem verður ekki heima þegar boðið kemur, margir eru komnir í sumarfrí flestir ætla sér væntanlega að ferðast innanlands en margir hyggja á útlönd. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjúkrunarforstjóri hjá heilsugæslunni segir okkur allt um það hvernig fólk á að snúa sér í þeim málum.

Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur er nýkomin í land eftir siglingu með Seiglunum hvar hún kom á land á ísafirði og fór í land í Eyjafirði. Við heyrum í Elínu Björk um þessa upplifun. Seiglurnar eru hópur kvenna sem siglir á skútu umhverfis Ísland sumarið 2021 í þeim tilgangi að beina athygli að hafinu og þeirri margþættu umhverfisvá sem að því steðjar.

Andri Freyr er líka á ferðinni um landið en hann flaug austur á firði í morgun og við munum heyra frá honum þaðan. Hann heimsótti Silfurbergsnámuna á Helgustöðum á Eskifirði og ræddi við Kristján Leósson og hann heyrði líka af tónlistar - og viðburðardagskrá í Fjarðarbyggðar þegar hann tók Jóhann Ágúst Jóhannsson, forstöðumanns Menningarstofu Fjarðabyggðar tali.

Við ræðum líka við refasérfræðinginn Esther RutUnnsteinsdóttir sem er stödd á Hornströndum að rannssaka sambúð refa og manna.

Var aðgengilegt til 22. júní 2022.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,