16:05
Rokkland
Sváfnir Sigurðarson, Tríó Bjössa Thor og Jól ofl.
Rokkland

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Við komum við á ýmsum stöðum í Rokklandi dagsins - byrjum á nokkrum jólalögum af 15 ára gamalli stórfínni jólaplötu sem var að koma út núna í fyrsta sinn á vinyl - platan Jól með tríói Bjössa Thor. Sváfnir Sigurðarson var að senda frá aðra sólóplötuna sína núna í vikunni -platan heitir Jæja Gott Fólk og ég spjalla við hann í þættinum um plötuna og lífið og tilveruna. Og svo koma Liam Gallagher, Alanis Morissette, Peter Bjorn og John, George Harrison, Teenage Fanclub og Calexico t.d. líka aðeins við sögu.

Var aðgengilegt til 06. desember 2021.
Lengd: 1 klst. 50 mín.
,