18:10
Íslenska mannflóran II
Saklaus rasismi
Íslenska mannflóran II

Íslenska mannflóran er þáttaröð um fjölmenningu í íslensku samfélagi í umsjón Chanel Bjarkar Sturludóttur. Í fyrstu þáttaröðinni af Íslensku mannflórunni veitti hún hlustendum innsýn í hugarheim blandaða Íslendinga. Í þessum framhaldsþáttum mun Chanel kanna og svara djúpstæðum spurningum um fjölmenningu í íslensku samfélagi og mun ræða við ýmsa íslendinga; bæði litaða, hvíta og aðflutta um upplifanir þeirra af fjölmenningunni hér á landi.

Umsjón: Chanel Björk Sturludóttir.

Er kynþáttahyggja nýtt fyrirbæri á Íslandi? Hafa þessar hugmyndir og fordómar gagnvart kynþáttunum borist til Íslands með aukinni hnattvæðingu? Eða á þetta vandamál djúpstæðar rætur í íslenskri menningu sem þjóðin hefur ekki áttað sig á? Chanel Björk Sturludóttir hittir Kristínu Loftsdóttur mannfræðing í leit sinni að svörum við þessum spurningum. Hún ræðir einnig við Dýrfinnu Benitu Basalan um hennar upplifun af kynferðislegum kynþáttafordómum vegna uppruna síns sem Íslendingur af asískum uppruna og Kjartan Páll Sveinsson segir frá kerfisbundnum rasisma hér á landi, þá sérstaklega í garð innflytjenda.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 43 mín.
e
Endurflutt.
,