19:00
Tónleikur
Beethoven - Grosse Fuge
Tónleikur

Tónleikur er þáttur um tónlistarstefnur og tónlistarfræði, tónlistarmenn, tónskáld og tónlistarflytjendur.

Umsjón: Ingibjörg Eyþórsdóttir

Áður á dagskrá veturinn 2008-2009

Við munum tileinka Beethoven þennan þátt og kveðja hann um leið. Fyrst er ætlunin að leyfa hlustendum að heyra Stóru fúguna, Grosse Fuge, sem er í B-dúr op. 133 og upphaflega var samin sem síðasti kafli kvartetts op. 130 sem leikinn var í síðasta þætti. Síðasti kvartett Beethovens, sá í F-dúr op. 135 verður fluttur, en í síðasta þætti hans ber Beethoven upp spurningu um hina erfiðustu ákvörðun, Der schwer gefasste Entschluss, Muss es sein? Og svarar svo sjálfum sér, svo verður að vera, Ýmsar getgátur eru uppi um hvað Beethoven var að meina með þessu, og ýmsir rithöfundar hafa auk þess velt spurningunni fyrir sér, þar á meðal tékkneski rithöfundurinn Milan Kundera. Lesið verður brot úr bókinni Óbærilegur léttleiki tilverunnar þar sem sagt er frá uppruna kvartettsins og yfirskrift síðasta þáttar hans rædd á heimspekilegan hátt.

Umsjón: Ingibjörg Eyþórsdóttir

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 49 mín.
e
Endurflutt.
,