14:03
Straumar
Búin að gera alls konar
Straumar

Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson

Arngerður María Árnadóttir lærði á píanó sem barn, en kunni ekki við sig sem hljóðfæraleikari þó hún kynni vel við tónlistina sem slíka. Seinna lærði hún upptökutækni, lærði tónlist í Danmörku, söng í Mótettukór Hallgrímskirkju, lærði á orgel, tók kantorspróf, fór að vinna með Voces Thules, lærði á keltneska hörpu, stofnaði Umbru með vinkonum sínum og fór í tónsmíðanám. Það má því segja að hún sé búin að gera alls konar.

Lagalisti:

Hik - 7. ágúst

Bjargrúnir - Lausavísu Skáld-Rósu I

BROT - Prologue

BROT - Epilogue

Hik - Skylight II

Óútgefið - On a Black Beach

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,