Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Bogi Ágústsson ræddi vopnahléssamkomulagið milli Ísrael og Hamas, en einnig um fjölþáttaógnir - út er komin bók um þessa nýju gerð hernaðar; Bjarni Bragi Kjartansson alþjóðastjórnmálafræðingur er einn höfunda, hann var gestur Heimsgluggans.
Wolfgang Edelstein hafði á sínum tíma mikil áhrif á íslensk skólamál. Hann var ráðgjafi stjórnvalda í menntamálum. Berlind Rós Magnúsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, hefur kynnt sér vel hugmyndafræði og framlag Wolfgangs; hún sagði okkur frá.
Við lásum í Wall Street Journal í gær að verð á gulli hefur hækkað mjög. Hvernig ætli standi á því? Og hvað ætli sé til mikið gull á jörðinni?
Hvenær öðlaðist þessi málmtegund þá stöðu sem hún hefur í dag?
Halldór Björn Baldursson kann svör við þessum spurningum, og hann var síðasti gestur þáttarins.
Tónlist:
John Lennon - Oh Yoko.
John Lennon - Jealous guy.
Eiríkur Hauksson - Gull.



Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Lagalistinn:
Billich, Carl, Sigurður Ólafsson Söngvari, Billich, Carl - Fjallið eina.
Blandaður kór Hábæjarkirkju - Oft um ljúfar.
Tígulkvartettinn - Ég bið að heilsa.
Leikbræður - Dísukvæði.
Geysiskvartettinn - Jón granni.
Smárakvartettinn í Reykjavík - Selja Litla.
Sigurður Ólafsson Söngvari - Fjallið eina.
Sigurður Guðmundsson og Memfismafían - Lady Fish And Chips.
Mannakorn - Á Rauðu Ljósi.
Ragnar Bjarnason - Mærin frá Mexíkó.
Søstrene Bjørklund - Høyt Over Fjellet.
Alice Babs - Två Hjärtan I Swing.
Hans Johansen og Spælmenninir - Syng bara við.
Anita O'Day - Skylark.
Villi Valli - Eitt Kvöld Í París.
ÞURSAFLOKKURINN - Pínulítill Karl.
Svavar Pétur Eysteinsson, Prins Póló - Niðrá strönd.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Í meira en tuttugu ár hefur Klúbburinn Geysir markað spor sín í geðheilbrigðismálum Íslendinga með því að bjóða einstaklingum með geðrænar áskoranir hlutverk, ábyrgð og tækifæri til þess að hafa stöðugleika í lífi sínu. Klúbburinn starfar eftir gagnreyndri hugmyndafræði Clubhouse International og er tilgangur hans að virkja félaga klúbbsins til þátttöku í samfélaginu.Benedikt Gestsson, aðstoðarframkvæmdastjóri klúbbsins, og Sigurður Guðmundsson, sem nýtir sér starfsemi Geysis, komu í þáttinn í dag í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins sem er á morgun.
Þeir félagar í hljómsveitinni Roof Tops ætla að flytja lög Bítlana í Salnum í Kópavogi eftir viku og allir textarnir verða á íslensku en það er Þorsteinn Eggertsson sem hefur samið þá. Við ræddum í dag við þá Guðmund Hauk Jónsson og Ara Jónsson hljómsveitarmeðlimi Roof Tops.
Svo voru það Mannlegu samskiptin með Valdimari Þór Svavarssyni ráðgjafa. Samskiptin geta verið flókin og Valdimar var að segja okkur síðasta fimmtudag frá hlutverkum sem fjölskyldumeðlimir gjarnan raðast í, sérstaklega ef einhvers konar vanvirkni er til staðar. En hann náði ekki að klára þá umræðu þannig að hann hélt áfram með hlutverkin innan fjölskyldna í þættinum í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
(Just like) Starting Over / John Lennon (John Lennon)
Söknuður / Roof Tops (S. Oldham, D. Penn, texti Stefán G. Stefánsson)
With You / Roof Tops (Jón Pétur Jónsson, texti Guðmundur Haukur Jónsson)
Hæ Mambó / Haukur Morthens (Merrill, texti Loftur Guðmundsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ísraelsmenn og Hamas náðu í gærkvöld samkomulagi um vopnahlé á Gaza. Gíslum sem enn eru í haldi Hamas verður líklega sleppt eftir helgi. Utanríkisráðherrar Íslands og Palestínu fagna samkomulaginu og eru vongóðir um framhaldið.
Margrét Kristín Blöndal er enn í haldi Ísraela segir utanríkisráðuneytið. Dóttir hennar á von á því að fá upplýsingar frá finnska sendiráðinu í Tel Aviv síðar í dag.
Fjármálaráðherra segir verðtrygginguna vera barn síns tíma og boðar aðgerðir í húsnæðismálum. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna segja innantóm orð ekki duga gegn verðbólgunni og sleggja forsætisráðherra ráði ekki við vextina.
Ungverjinn László Krasznahorkai fær bókmenntaverðlaun Nóbels í ár.
Samstarf stofnana sem annast börn í viðkvæmri stöðu verður stóraukið í Hafnarfirði. Samstarfssamningur var undirritaður í hádeginu.
Langflestir vilja að einkunnir í íslenskum skólum séu í tölustöfum frekar en bókstöfum. Landsmenn eru á einu máli óháð aldri, stjórnmálaskoðunum og menntun.
Breiðablik er í góðri stöðu fyrir seinni leik liðsins gegn Spartak frá Serbíu í Evrópubikarnum eftir 4-0 sigur í gærkvöld.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Tónlistarkonan og aðgerðarsinninn Margrét Kristín Blöndal er enn í haldi Ísraelshers. Ekkert hefur heyrst frá henni síðan herinn stöðvaði skip úr Frelsisflotanum við Miðjarðarhaf í fyrrinótt. Magga Stína var um borð í skipinu Conscience sem reyndi að sigla hjálpargögnum til Gaza.
Magga Stína hefur undanfarin tvö ár verið áberandi í skipulögðum mótmælum á Íslandi gegn stríðsrekstri Ísraelshers. Hún hefur gagnrýnt íslenska ráðamenn harkalega fyrir að gera ekki nóg til að þrýsta á endalok stríðsins. Magga Stína er alin upp af aðgerðarsinnum og dóttir hennar hefur líka verið áberandi á mótmælum hér á landi. Í þessum þætti ætlum við að ræða við móður og dóttur Möggu Stínu um aðferðir þeirra til að reyna að hafa áhrif.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Upplýsingaóreiða, ógagnsæir algóritmar samfélagsmiðla og djúpfalsanir, sem og áskoranir í aðdraganda kosninga eru meðal þess sem erlend ríki notfæra sér í undirróðursherferðum sínum hér á Íslandi og annars staðar. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar ætlar að fræða okkur um þetta og segja okkur frá því hvernig við Íslendingar og löndin í kringum okkur eru að bregðast við.
Hvað er matur? Spyr Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur, í pistli vikunnar. Hann rýnir í innihaldslýsingu á vinsælu sælgæti sem flest okkar þekkjum.
Sextán leiðsöguhundar blindra eru starfandi á Íslandi í dag. Þeir bæta lífsgæði notenda sinna og auðvelda þeim að fara ferða sinna og njóta öryggis í daglegu lífi. Blindrafélag Íslands vinnur stöðugt að því að fjölga leiðsöguhundum í notkun, en þjálfun hvers hunds er bæði dýr og tímafrek. Kristinn Halldór Einarsson, framkvæmdastjóri Blindrafélagsins, kemur til okkar í lok þáttar til að fræða okkur um þetta starf og hvernig miðar áfram, en í dag er líka alþjóðlegi sjónverndardagurinn.
Umsjón: Ástrós Signýjardóttir
Tónlist þáttarins:
Hörður Torfason - Ég leitaði blárra blóma
Leonard Cohen - Bird on the wire
Hildur Vala - Komin alltof lang
GÓSS - Eitt lag enn
Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Ægir Guðmundsson frá Akranesi verður sendur á Eyðibýlið af Magnúsi R. Einarssyni.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Í Gallerý Kontór á Hverfisgötu 16a sýnir Hulda Hákon ný verk. Á Landsenda kallar hún sýninguna, en þar er að finna lágmyndir þar sem sælir og makindalegir ísbirnir eru í aðalhlutverki, en einnig örnefni, sjómennska, kortagerð, ævintýri og almennur grallaraskapur. Víðsjá hitti Huldu við verkin, þar sem hún sagðist meðal annars vera orðin svo þreytt á öllum hörmungum heimsins, að hana hafi langað til að gera bjarta og fallega sýningu. Það er meira en óhætt að segja að henni hafi tekist áætlunarverkið. Meira um það í þætti dagsins.
Við heyrum einnig myndlistarrýni Rögnu Sigurðardóttur, rýni í leikverkið Þetta er gjöf í Þjóðleikhúsinu og við heyrum einnig í Einari Má Hjartarsyni, sem þýddi árið 2023 bók nýja nóbelskáldins, László Krasznahorkai, nóvelluna Síðasti úlfurinn.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Lóa Björk og Hanna Sigþrúður Birgisdóttir kryfja internetfyrirbærið performative male, sem er allt í senn brandari, steríótýpa og fatastíll.
Við rýnum í heimildarmyndina Jörðin undir fótum okkar eftir Yrsu Roca Fannberg þar sem fylgst er með lífi og dauða á hjúkrunarheimilinu Grund. Kolbeinn Rastrick segir frá myndinni.
Og við ræðum af hverju læknanemar ættu að lesa skáldsögur og ljóðlist til að verða betri í starfi sínu. Guðrún Steinþórsdóttir bókmenntafræðingur kemur og ræðir læknahugvísindi.
Fréttir
Fréttir
Margt er enn óljóst varðandi áform Bandaríkjaforseta um frið á Gaza, segir Magnús Þorkell Bernharðsson. Staðan sé viðkvæm og lítið þurfi til að átök brjótist út að nýju.
Nítján er leitað eftir sprengingu í hergagnaverksmiðju í Bandaríkjunum. Ekki er ljóst hve margir þeirra eru látnir.
Geðræktarmiðstöð Austurlands var opnuð í dag á Egilsstöðum. Til stendur að önnur miðstöð opni á Reyðarfirði að viku liðinni.
Nýjasti friðarverðlaunahafi Nóbels tileinkar Bandaríkjaforseta verðlaunin. Hann ásældist þau en hefur enn ekki tjáð sig um útnefninguna.
Og eftir þrjú korter hefst einn mikilvægasti leikur íslenska karlalandsliðsins í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu þegar liðið tekur á móti Úkraínu á Laugardalsvelli. Ein helsta stjarna íslenska liðsins snýr aftur í byrjunarliðið.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Bæði Héraðsdómur Reykjaness og Landsréttur töldu hendur sínar bundnar í máli palestínsks manns sem héraðssaksóknari ákærði í sumar fyrir að beita eiginkonu sína og börn hrottalegu ofbeldi á Gaza. Málið varpar ljósi á þá flóknu stöðu sem íbúar á Gaza búa við sem líkja má við hálfgerða lögleysu.
Öll skilyrði eru til að endurreisa íslenska kræklingarækt, sýni stjórnvöld vilja og stuðning, að mati sérfræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Eitt fyrirtæki ræktar núna bláskel hér á landi en þau voru tuttugu fyrir fáum árum. Þá er hvergi fylgst með eiturþörungum vilji fólk tína sér bláskel í matinn.
Það vakti mikla athygli að um síðustu helgi fór maður inn í Alþingishúsið við Austurvöll að kvöldlagi um opnar dyr og var þar alla nóttina. Öryggisvörður, sem síðan var sagt upp störfum, varð var við manninn snemma nætur en sannfærðist um að hann ætti þar erindi. Það var ekki fyrr en við vaktaskipti um morguninn sem þingvörður komst að því að maðurinn væri í húsinu og kallaði til lögreglu. Við ræðum öryggismálin við nýjan skrifstofustjóra Alþingis.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þjóðsögur þáttarins:
Stolinn súpuilmur (Nígería)
Strákurinn sem fór í átkeppni við tröll (Noregur)
Kirkjusmiðurinn á Reyni (Ísland)
Leikraddir:
Arna Rún Gústafsdóttir
Helgi Már Halldórsson
Jóhannes Ólafsson
Sigyn Blöndal
Ragnar Eyþórsson
Sérfræðingur í þjóðsögum: Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands
Lestur og umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.
Umfjöllun um tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem í kjölfar þáttarins hljóma í beinni útsendingu Rásar 1 úr Eldborg Hörpu.
Pétur Grétarsson fylgir hlustendum áleiðis í tónleikasal til að heyra tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í beinni útsendingu úr Eldborg Hörpu.
Rifjuð eru upp brot úr safni útvarps þar sem Árni Kristjánsson fjallar um Claude Debussy og tónlist hans og Atli Heimir Sveinsson fjallar um Bela Bartóok.

Bein útsending frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg, Hörpu.
Á efnisskrá:
- Forleikur að Síðdegi skógarpúkans eftir Claude Debussy.
- Píanókonsert nr. 3 eftir Béla Bartók.
- Sinfónía nr. 4 eftir Witold Lutosławskíj.
- La Valse eftir Maurice Ravel.
Einleikari: Martin Helmchen.
Stjórnandi: Dima Slobodeniouk.
Kynnir: Pétur Grétarsson.
Í hléi er rifjað upp brot úr þætti frá árinu 2013 um Witold Lutoslawskíj. Einnig er rifjuð upp umfjöllun um Íslandsheimsókn Maurice Ravel í byrjun aldarinnar sem leið.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Upplýsingaóreiða, ógagnsæir algóritmar samfélagsmiðla og djúpfalsanir, sem og áskoranir í aðdraganda kosninga eru meðal þess sem erlend ríki notfæra sér í undirróðursherferðum sínum hér á Íslandi og annars staðar. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar ætlar að fræða okkur um þetta og segja okkur frá því hvernig við Íslendingar og löndin í kringum okkur eru að bregðast við.
Hvað er matur? Spyr Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur, í pistli vikunnar. Hann rýnir í innihaldslýsingu á vinsælu sælgæti sem flest okkar þekkjum.
Sextán leiðsöguhundar blindra eru starfandi á Íslandi í dag. Þeir bæta lífsgæði notenda sinna og auðvelda þeim að fara ferða sinna og njóta öryggis í daglegu lífi. Blindrafélag Íslands vinnur stöðugt að því að fjölga leiðsöguhundum í notkun, en þjálfun hvers hunds er bæði dýr og tímafrek. Kristinn Halldór Einarsson, framkvæmdastjóri Blindrafélagsins, kemur til okkar í lok þáttar til að fræða okkur um þetta starf og hvernig miðar áfram, en í dag er líka alþjóðlegi sjónverndardagurinn.
Umsjón: Ástrós Signýjardóttir
Tónlist þáttarins:
Hörður Torfason - Ég leitaði blárra blóma
Leonard Cohen - Bird on the wire
Hildur Vala - Komin alltof lang
GÓSS - Eitt lag enn

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Í meira en tuttugu ár hefur Klúbburinn Geysir markað spor sín í geðheilbrigðismálum Íslendinga með því að bjóða einstaklingum með geðrænar áskoranir hlutverk, ábyrgð og tækifæri til þess að hafa stöðugleika í lífi sínu. Klúbburinn starfar eftir gagnreyndri hugmyndafræði Clubhouse International og er tilgangur hans að virkja félaga klúbbsins til þátttöku í samfélaginu.Benedikt Gestsson, aðstoðarframkvæmdastjóri klúbbsins, og Sigurður Guðmundsson, sem nýtir sér starfsemi Geysis, komu í þáttinn í dag í tilefni Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins sem er á morgun.
Þeir félagar í hljómsveitinni Roof Tops ætla að flytja lög Bítlana í Salnum í Kópavogi eftir viku og allir textarnir verða á íslensku en það er Þorsteinn Eggertsson sem hefur samið þá. Við ræddum í dag við þá Guðmund Hauk Jónsson og Ara Jónsson hljómsveitarmeðlimi Roof Tops.
Svo voru það Mannlegu samskiptin með Valdimari Þór Svavarssyni ráðgjafa. Samskiptin geta verið flókin og Valdimar var að segja okkur síðasta fimmtudag frá hlutverkum sem fjölskyldumeðlimir gjarnan raðast í, sérstaklega ef einhvers konar vanvirkni er til staðar. En hann náði ekki að klára þá umræðu þannig að hann hélt áfram með hlutverkin innan fjölskyldna í þættinum í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
(Just like) Starting Over / John Lennon (John Lennon)
Söknuður / Roof Tops (S. Oldham, D. Penn, texti Stefán G. Stefánsson)
With You / Roof Tops (Jón Pétur Jónsson, texti Guðmundur Haukur Jónsson)
Hæ Mambó / Haukur Morthens (Merrill, texti Loftur Guðmundsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Lóa Björk og Hanna Sigþrúður Birgisdóttir kryfja internetfyrirbærið performative male, sem er allt í senn brandari, steríótýpa og fatastíll.
Við rýnum í heimildarmyndina Jörðin undir fótum okkar eftir Yrsu Roca Fannberg þar sem fylgst er með lífi og dauða á hjúkrunarheimilinu Grund. Kolbeinn Rastrick segir frá myndinni.
Og við ræðum af hverju læknanemar ættu að lesa skáldsögur og ljóðlist til að verða betri í starfi sínu. Guðrún Steinþórsdóttir bókmenntafræðingur kemur og ræðir læknahugvísindi.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Danir hyggjast banna börnum yngri en 15 ára að nota samfélagsmiðla. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti þetta í ræðu sinni við setningu danska þingsins á þriðjudaginn. Hvað vitum við um gagnsemi skrefa sem þessa? Skúli Bragi Geirdal sviðsstjóri Netvís netöryggismiðstöðvar Íslands, ræðir það við okkur.
Valur Gunnarsson, sagnfræðingur, ræðir við okkur um Grænland í ljósi nýrrar bókar hans sem nú er farin í prentun.
Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum frumvarp hans um mannanöfn sem hann mælti fyrir á þingi í gærkvöldi.
Sveinn Waage, fyrirlesari og bjórspekúlant, spurði á Facebook síðu sinni í gær hvort bakslag sé að verða í bjórmenningu. Við ræðum við hann um þau mál.
Hvern hefur ekki dreymt um að geta gefið dugnaðarforki heimilisins, ryksugunni, frí eins og eina kvöldstund og farið með hana í bíó? Kannski ekki marga en nú gefst tækifæri því Bíó Paradís býður fólki að taka ryksugur sínar með sér á frumsýningu í kvöld. Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri Bíó Paradísar segir okkur frá.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Farið var um heima og geima í þættinum. Lennonarnir áttu afmæli, Apollo 11, uppáhalds kvikmynd Jim Carrey og eitt af hans uppáhalds lögum, mest spilaða rokk flytjandi Bretlands, fyrr og síðar og Kraftwerk.
Lagalisti þáttarins:
HJÁLMAR OG MUGISON - Ljósvíkingur.
THE BEATLES - Strawberry fields forever.
COLDPLAY - Speed Of Sound.
EMILÍANA TORRINI - Speed Of Dark.
Birta Dís Gunnarsdóttir - Fljúgðu burt.
DAVID BOWIE - Space Oddity.
Dean, Olivia - Man I Need.
Caamp - Mistakes.
Brothers Johnson - Strawberry letter #23.
NÝDÖNSK - Lærðu Að Ljúga.
Dr. Gunni - Allar sætu stelpurnar.
TOM PETTY AND THE HEARTBREAKERS - The Waiting.
Salka Sól Eyfeld - Úr gulli gerð.
MANNAKORN - Garún.
KC AND THE SUNSHINE BAND - That's the way (I like it).
Eyþór Ingi Gunnlaugsson - Hugarórar.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Heimilið.
Porno For Pyros - Pets (radio edit).
Diljá, Valdís - Það kemur aftur vetur.
Kiriyama Family - About you.
QUEEN - A kind of magic.
BJÖRK - Human Behaviour.
Royel Otis - Who's your boyfriend.
Alabama Shakes - Shoegaze.
Friðrik Dór Jónsson - Hugmyndir.
K.K. - Paradís.
BREAD - Baby I'm A Want you.
PRINCE - When doves cry.
Sycamore tree - Forest Rain.
Turnstile - SEEIN' STARS.
Kraftwerk - Computer World.
sombr - Undressed.
PETER GABRIEL - Sledgehammer (2012 - Remaster).
Young, Lola - d£aler.
Botnleðja - Ólyst.
Agnar Eldberg - Gardening.
Lumineers, The - Asshole.
PAUL SIMON - Mother And Child Reunion.
VÖK - Night & day.
SHANGRI-LAS - Leader Of The Pack.
PÉTUR BEN - Kings Of The Underpass.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ísraelsmenn og Hamas náðu í gærkvöld samkomulagi um vopnahlé á Gaza. Gíslum sem enn eru í haldi Hamas verður líklega sleppt eftir helgi. Utanríkisráðherrar Íslands og Palestínu fagna samkomulaginu og eru vongóðir um framhaldið.
Margrét Kristín Blöndal er enn í haldi Ísraela segir utanríkisráðuneytið. Dóttir hennar á von á því að fá upplýsingar frá finnska sendiráðinu í Tel Aviv síðar í dag.
Fjármálaráðherra segir verðtrygginguna vera barn síns tíma og boðar aðgerðir í húsnæðismálum. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna segja innantóm orð ekki duga gegn verðbólgunni og sleggja forsætisráðherra ráði ekki við vextina.
Ungverjinn László Krasznahorkai fær bókmenntaverðlaun Nóbels í ár.
Samstarf stofnana sem annast börn í viðkvæmri stöðu verður stóraukið í Hafnarfirði. Samstarfssamningur var undirritaður í hádeginu.
Langflestir vilja að einkunnir í íslenskum skólum séu í tölustöfum frekar en bókstöfum. Landsmenn eru á einu máli óháð aldri, stjórnmálaskoðunum og menntun.
Breiðablik er í góðri stöðu fyrir seinni leik liðsins gegn Spartak frá Serbíu í Evrópubikarnum eftir 4-0 sigur í gærkvöld.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson
Siggi Gunn og Margrét Maack skiptu með sér Popplandi. Rúnar Þórisson sendi póstkort með laginu Svo fer sem er titillag samnefndrar plötu. Árni Matt og Júlía Ara dæmdu plötu vikunnar, Alveg með Benna Hemm Hemm og Páli Óskari.
Ásgeir Trausti – Ferris Wheel
Neil Young – Heart of Gold
John Lennon – Stand by Me
Joy Crookes – Somebody to You
Bob Marley & The Wailers – Iron Lion Zion
Jalen Ngonda – All About Me
Þorsteinn Einarsson & Steinunn Jónsdóttir – Á köldum kvöldum
David Byrne & Ghost Train Orchestra – Everybody Laughs
Á móti sól – Fyrstu laufin
Páll Óskar & Benni Hemm Hemm – Þú mættir
Dionne Warwick – What the World Needs Now Is Love
Sycamore Tree – Forest Rain
Grafík – Þúsund sinnum segðu já
Rúnar Þórisson – Svo fer
U2 & Green Day – The Saints Are Coming
Michael Kiwanuka – Cold Little Heart
Babybird – You’re Gorgeous
Stuðmenn – Búkalú
Bríet – Sólblóm
Emilíana Torrini – Lay Down (Candles in the Rain)
Taylor Swift – The Fate of Ophelia
GKR – Stælar
Ravyn Lenae – Love Me Not
Alicia Keys – Superwoman
Ívar Klausen – All Will Come to Pass
Páll Óskar & Benni Hemm Hemm – Allt í lagi
Páll Óskar & Benni Hemm Hemm – Breytingar
Páll Óskar & Benni Hemm Hemm – Eitt af blómunum
The Lovin’ Spoonful – Daydream
Zach Bryan & Kacey Musgraves – I Remember Everything
Úlfur Úlfur & Herra Hnetusmjör – Sitt sýnist hverjum
Possibillies – Handaband
The Beatles – The Ballad of John and Yoko
John Lennon & The Plastic Ono Band – Give Peace a Chance
Portugal. The Man – Silver Spoons
St. Paul & The Broken Bones – Sushi and Coca-Cola
Florence and The Machine – Everybody Scream
George Ezra – Budapest
Wolf Alice – Just Two Girls
The Black Keys – No Rain, No Flowers
Chappell Roan – Pink Pony Club
Shakira – Waka Waka (This Time for Africa)
The Beatles – All You Need Is Love
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Emily Lethbridge er í stjórn félags sem heitir Vigdís - Vinir gæludýra á Íslandi en félagið stendur fyrir verkefni sem býður upp á lestrarstundir með hundum. Við höfum fengið af því fregnir að nú vanti sjálfboðaliða í félagið og því mætti Emily til okkar.
Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur var á línunni hjá okkur. Hamas og Ísrael virðast aldrei hafa verið nær því að binda enda á stríðið sem geisað hefur á Gaza-ströndinni síðustu tvö ár en Donald Trump Bandaríkjaforseti tilfkynnti að fyrsta áfanga í friðarviðræðunum hefði verið náð seint í gærkvöld.
Heilbrigðisráðherra hefur birt drög að frumvarpi í samráðsgátt stjórnvalda sem ætlað er að skerpa á skyldum Sjúkratrygginga Íslands og tryggja að ákvarðanir séu teknar á grundvelli gagnreyndrar meðferðar, faglegs mats og efnahagslegs sjónarmiðs. Samkvæmt orðum Ragnars Freys Ingvarssonar, formanns Læknafélags Reykjavíkur, gætu breytingarnar þó raskað því samstarfi sem læknar og stjórnvöld hafa átt hingað til. Ragnar Freyr kom til okkar og útskýrði betur hvað þetta þýðir á mannamáli.
Á morgun fer fram gífurlega mikilvægur fótboltaleikur á Laugardalsvelli þegar Íslenska karlalandsliðið tekur á móti því Úkraínska í undankeppni HM.
Uppselt er á leikinn rétt eins og gegn Frökkum á mánudaginn.
Guðmundur Benediktsson fótboltafræðingur er mætti í Síðdegisútvarpið
Hvaða áhrif hefur dagsbirta – eða skortur hennar á líðan okkar? Þegar við kaupum nýjar íbúðir er mikilvægt að spyrja: Er hugsað fyrir nægri dagsbirtu í húsinu, og hvernig getum við sannreynt það? Bergþóra Góa Kvaran, arkitekt og sérfræðingur í Svansvottuðum byggingum kom til okkar í dag og fræddi okkur um það allra mikilvægasta.
RÚV sýnir heimildarmyndina “Acting Normal with CVI” eða “Fyrir allra augum” í kvöld á alþjóða sjónverndardeginum. Þetta er eina heimildarmyndin í heiminum í fullri lengd um heilatengda sjónskerðingu. Söguhetja myndarinnar er Dagbjört Andrésdóttir og hún kom til okkar ásamt Elínu Sigurðardóttur sem stutt hefur dyggilega við bakið á Dagbjörtu.
Fréttir
Fréttir
Margt er enn óljóst varðandi áform Bandaríkjaforseta um frið á Gaza, segir Magnús Þorkell Bernharðsson. Staðan sé viðkvæm og lítið þurfi til að átök brjótist út að nýju.
Nítján er leitað eftir sprengingu í hergagnaverksmiðju í Bandaríkjunum. Ekki er ljóst hve margir þeirra eru látnir.
Geðræktarmiðstöð Austurlands var opnuð í dag á Egilsstöðum. Til stendur að önnur miðstöð opni á Reyðarfirði að viku liðinni.
Nýjasti friðarverðlaunahafi Nóbels tileinkar Bandaríkjaforseta verðlaunin. Hann ásældist þau en hefur enn ekki tjáð sig um útnefninguna.
Og eftir þrjú korter hefst einn mikilvægasti leikur íslenska karlalandsliðsins í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu þegar liðið tekur á móti Úkraínu á Laugardalsvelli. Ein helsta stjarna íslenska liðsins snýr aftur í byrjunarliðið.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Bæði Héraðsdómur Reykjaness og Landsréttur töldu hendur sínar bundnar í máli palestínsks manns sem héraðssaksóknari ákærði í sumar fyrir að beita eiginkonu sína og börn hrottalegu ofbeldi á Gaza. Málið varpar ljósi á þá flóknu stöðu sem íbúar á Gaza búa við sem líkja má við hálfgerða lögleysu.
Öll skilyrði eru til að endurreisa íslenska kræklingarækt, sýni stjórnvöld vilja og stuðning, að mati sérfræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Eitt fyrirtæki ræktar núna bláskel hér á landi en þau voru tuttugu fyrir fáum árum. Þá er hvergi fylgst með eiturþörungum vilji fólk tína sér bláskel í matinn.
Það vakti mikla athygli að um síðustu helgi fór maður inn í Alþingishúsið við Austurvöll að kvöldlagi um opnar dyr og var þar alla nóttina. Öryggisvörður, sem síðan var sagt upp störfum, varð var við manninn snemma nætur en sannfærðist um að hann ætti þar erindi. Það var ekki fyrr en við vaktaskipti um morguninn sem þingvörður komst að því að maðurinn væri í húsinu og kallaði til lögreglu. Við ræðum öryggismálin við nýjan skrifstofustjóra Alþingis.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Eydís Evensen - Oceanic Tide.
Tómas Jónsson - Köntrýfígúra #1
Ásgeir Jón Ásgeirsson Tónlistarm. - Trip to India.
Nico Moreaux - Blue Racket.
Rósa Guðrún Sveinsdóttir - Meiriháttar.
Hróðmar Sigurðsson, Ingibjörg Elsa Turchi - Sunray.

Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Salka Sól - Úr gulli gerð
Melody´s Echo Chamber - In the stars
Ásgeir Trausti - Ferris Wheel
John Lennon - Jealous guy
Billy Strings - Gild the lily
Delafunk, Katzroar - Edges of you
Lola Young - d£aler
John Lennon - Imagine
Kári the Attempt & Númer 3 - Augasteinar
Anaiis - Green Juice
Curtis Harding - The Power
Angie Stone - I wish I didn´t miss you
Páll Óskar & Benni Hemm Hemm - Eitt af blómunum
Emma- Jean Thackray - -Save me
CAAMP - Mistakes
Say She She - Shop boy
YĪN YĪN - Spirit Adapter
Cochemea - Procession of spirits
Sleaford Mods - Mork n Mindy
Ghostface Killah - Metaphysics
Ásta - Ástarlag fyrir vélmenni
Paradis - Sur une chanson en français
Barry Can´t Swim - Kimpton
Anderson .Paak - Come down
Izleifur - Vera hann
Rusowsky - Altagama
Count Basic - Speechless K&D Sessions
David Byrne & Haley Williams - What is the reason for it
HNNY - ⋆.✩ ࣪₊˚.⋆☾⋆⁺₊✧
Fred Again, Skepta - Victory Lap
Top Cat - Woman dem
Digital Ísland - Eh Plan?
LCD SOundsystem - Tribulations
Zoë Fox and the Rocket Clocks - Don´t you ( Forget about me)