18:00
Kvöldfréttir útvarps
Enn margt óljós um friðaráætlun Bandaríkjaforseta
Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Fréttir

Margt er enn óljóst varðandi áform Bandaríkjaforseta um frið á Gaza, segir Magnús Þorkell Bernharðsson. Staðan sé viðkvæm og lítið þurfi til að átök brjótist út að nýju.

Nítján er leitað eftir sprengingu í hergagnaverksmiðju í Bandaríkjunum. Ekki er ljóst hve margir þeirra eru látnir.

Geðræktarmiðstöð Austurlands var opnuð í dag á Egilsstöðum. Til stendur að önnur miðstöð opni á Reyðarfirði að viku liðinni.

Nýjasti friðarverðlaunahafi Nóbels tileinkar Bandaríkjaforseta verðlaunin. Hann ásældist þau en hefur enn ekki tjáð sig um útnefninguna.

Og eftir þrjú korter hefst einn mikilvægasti leikur íslenska karlalandsliðsins í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu þegar liðið tekur á móti Úkraínu á Laugardalsvelli. Ein helsta stjarna íslenska liðsins snýr aftur í byrjunarliðið.

Er aðgengilegt til 09. október 2026.
Lengd: 10 mín.
,