Mynd með færslu

Tónahlaup

Jónas Sen ræðir við ólíka tónlistarmenn sem líta um öxl og rifja upp tónlistarmenntun sína. Ný lög eru samin sem þeir fara með í nokkra grunnskóla þar sem þau eru frumflutt af börnum og unglingum.

Útsettu lag Megasar eftir eigin höfði

Megas afhenti nokkrum nemendum Sjálandsskóla A4 blað með frumsömdu lagi sem þau fullmótuðu og útsettu á nokkrum mánuðum, og fluttu síðan í myndveri RÚV í Tónahlaupi.
21.10.2015 - 20:45

Léku eigin útgáfu af lagi eftir Lay Low

Nokkrir nemendur í Grunnskólanum í Þorlákshöfn spreyttu sig á að útsetja lag eftir Lovísu Elísabetu Sigrúnardóttir, betur þekktri sem Lay Low, í Tónahlaupi. Krakkarnir gerðu lagið að sínu á nokkrum mánuðum og fluttu það að lokum í myndveri RÚV.
14.10.2015 - 20:45

Dalskólakrakkar gerðu lag Sóleyjar að sínu

Nemendur Dalskóla í Reykjavík fengu í hendurnar lag frá tónlistarkonunni Sóleyju Stefánsdóttur sem hún hafði samið sérstaklega fyrir Tónahlaup. Í þættinum var fylgst með því hvernig verkefnið þróaðist á fimm mánaða tímabili, allt þar til útsetning...
07.10.2015 - 20:50

Óvænt mið-evrópsk sveifla

Nemendur Austurbæjarskóla fengu tækifæri til að útsetja lag eftir Loga Pedro Stefánsson í Tónahlaupi á RÚV. Það gerðu þau eftir eigin höfði og útkoman var þrælskemmtileg.
30.09.2015 - 20:45

Óx með tónmenntastofu Austurbæjarskóla

Logi Pedro Stefánsson, bassaleikari Retro Stefson og sjálfstæður tónlistarmaður, segir tónlist sveitarinnar alltaf hafa einkennst af fjölþjóðlegum stefnum og straumum. Hljómsveitin varð til í Austurbæjarskóla og er stundum kynnt sem stórsveit...
29.09.2015 - 16:26

Spreyttu sig á lagi eftir Ólöfu Arnalds

Nemendur í Langholtsskóla í Reykjavík fengu það verkefni að útsetja og flytja lag Ólafar Arnalds upp á eigin spýtur, í þættinum Tónahlaupi sem var á dagskrá RÚV í kvöld.
23.09.2015 - 20:45