Mynd með færslu

Stúdíó 12

Lifandi tónlist í beinni frá stúdíói 12.

Líklega mesti aðdáandi Taylor Swift í heiminum

Tónlistarkonan Kristín Sesselja sendi frá sér plötu í sumar sem nefnist Breakup Blues og vakti mikla athygli. Plötuna gerir hún með Baldvini Hlynssyni en þau kynntust á listahátíðinni Lunga á Seyðisfirði.
14.11.2020 - 10:29

„Kófið er nú ekki alslæmt“

Tónlistarmaðurinn KK var gestur Ólafs Páls Gunnarssonar í Stúdíó 12 þar sem hann tók ný og gömul lög í bland og ræddi sköpunarferlið, tilurð laganna og lagði út frá textunum.
04.11.2020 - 14:07

Hera snýr aftur til Íslands – án andlitsmálningarinnar

Söngkonan Hera Hjartardóttir er komin aftur til Íslands eftir að hafa dvalist í Nýja Sjálandi um langt árabil. Hún hyggur á útgáfu breiðskífu á þessu ári og leyfði Óla Palla að heyra forsmekkinn af henni í Stúdíó 12 á föstudaginn.

Valdimar frumflytur lag eftir Stjórnina

Hljómsveitin Valdimar fagnar 10 ára starfsafmæli sínu um þessar mundir og ætlar því að blása til afmælistónleika í Eldborgarsal Hörpu 27. mars. Hljómsveitin kom í Stúdíó 12 og lék tvö af lögum sínum auk þess að taka ábreiðu af lagi með Stjórninni.
28.02.2020 - 16:03

„Mér finnst ég ekki vera rappari“

Gestur Stúdíós 12 að þessu sinni er tónlistarmaðurinn Huginn sem flutti órafmagnaðar útgáfur af lögunum Hætti ekki og Veist af mér ásamt Þormóði Eiríkssyni. Þá tók Huginn einnig hið vinsæla Sorry mamma þar sem Egill Spegill var honum til aðstoðar.
21.02.2020 - 16:55

Sólstafir í Stúdíó 12: „Eins og hvert annað hjónaband“

Sólstafir litu við í Stúdíó 12 til Óla Palla og tóku þrjú lög af væntanlegri plötu sinni. Bandið er í fantaformi eftir að hafa verið á stöðugu tónleikaferðalagi um heiminn undanfarin tvö ár og þeim telst til að þeir hafi leikið á ca. 200 tónleikum.
02.02.2020 - 15:00