Mynd með færslu

Rabbabari

Rabbabari er kvikmynduð útgáfa af útvarpsþáttunum vinsælu í stjórn Atla Más Steinarssonar. Við kynnumst ferskasta fólkinu í íslensku rappsenunni og sjáum á þeim óvæntar hliðar - stundum djúpar, stundum fyndnar, en alltaf sannar.

Venjulegur dagur, demantar og gardínur

Nýjasta plata Cyber, BIZNESS, kom út fyrir helgi. Salka og Jóhanna, 2/3 af hljómsveitinni, ræddu hugmyndina, lögin og demanta og gardínufyrirtækið sem að varð til á plötunni.
14.11.2018 - 16:52

Fyrsta lagið þar sem ég efast

Fyrir tæpri viku gaf Herra Hnetusmjör út plötuna Hetjan úr hverfinu. Herra Hnetusmjör og Þormóður Eiríksson lagahöfundur mættu í Rabbabara og ræddu nýju plötuna.
31.10.2018 - 16:49

Barátta við egóið og óttinn við að missa allt

Emmsjé Gauti gaf á dögunum út sína fimmtu plötu, Fimm. Hann ræddi plötuna í þaula í Rabbabara hjá Atla Má og Birni Val.
24.10.2018 - 13:00

GKR í útrás

Rapparinn GKR, Gaukur Grétuson, og pródúserinn Starri mættu í Rabbabara í gær og fóru yfir mixteipið Útrás sem GKR gaf út síðastliðinn föstudag.
17.10.2018 - 16:23
GKR · Hiphop · Rabbabari · rapp · RÚV núll · rúv núll efni

Langar að gera eitthvað nýtt

Rapptvíeykið JóiPé og Króli spjalla við Atla Má Steinarsson um framtíðina og löngunina til að gera eitthvað nýtt í sjöunda þætti Rabbabara.
22.08.2018 - 11:07

Skírð eftir MAC-varalit

Í sjötta þætti Rabbabara snúum við okkur aftur að röppurum. Atli Már Steinarsson hittir tvær af þremur í hljómsveitinni Cyber: Sölku og Þuru.
15.08.2018 - 13:13